Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Hægt að fa skútu fy r ir j eppaver ð „ÉG er á þessu námskeiði af ein- skærri forvitni,“ sagði Ólafur Ólafsson. „Ég fór á 30 tonna námskeiðið i haust og svo lá beint við að fara einnig á þetta nám- skeið.“ Ólafur kvaðst hafa áhuga á að forvitnast um siglinar en óráðið væri hvort framhald yrði á náminu. „Ég geri ráð fyrir því að fara ein- hvem tíman á úthafssiglinganám- skeiðið ef áhuginn helst,“ sagði hann. Ólafur sagðist hafa ferðast til margra siglingaplássa erlendis og jafnan hrifíst af því að sjá skútur sigla undir þöndum seglum úr höfn. Þannig hefði áhuginn kviknað. „Það er hægt að fá skútu fyrir jeppaverð og uppúr. Sennilega er þetta dálítið dýrt tómstundagaman til að iðka um helgar, Mér fínnst eðlilegra að taka skútu á leigu er- lendis á sumrin." Að sögn Ólafs eru allar íslenskar skútur á landi núna. „Það er ekkert siglt hér við land eftir fyrsta september vegna þess Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ólafsson. að tryggingafélögin vilja ekki tryggja okkur eftir þann tíma. Þó væri ugglaust hægt að sigla núna enda er veðrið búið að vera einstak- lega gott undanfarið." höfin blá Rætt við nokkra af nemendum Siglingaskólans ^ ÁHUGAMÁL manna eru mörg og misjöfn. Ymsir verja frístundum sínum í lestur bóka, aðrir safna frímerkjum og enn aðrir hlusta á hljómplötur. Fjöldi fólks notar hveija tómstund til íþrótta eða útiveru og margir kjósa að ta- kast á við náttúruöflin i einni eða annarri mynd. Þar á meðal eru þeir sem sigla þöndum seglum um höfin blá á skútum sínum. Skútusiglingar eru vinsælar viða um heim og mjög útbreiddar hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar. Hér á landi hefur þetta áhugamál aldr ei verið algengt en undanfarin ár hefur þó áhugamönnum um skútusiglingar fjölgað mjög um allt land. í Reykjavík er starfræktur skóli sem heitir Sigl- ingaskólinn. Skólastjóri og aðalleiðbeinandi Siglingaskólans heitir Benedikt Alfonsson. Á námskeiðum skólans eru fólki kenndar skútu- siglingar og að námi loknu öðlast nemendur réttindi til að sigla skútum af tiltekinni stærð. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við nokkra af nemendum Siglingaskólans nm þetta heill- andi áhugamál. Skútukeppni skammt fyrir utan Straumsvfk. Ad sigla á skútu um Skemmtileg og hættulítil íþrótt HAFSTEINN Sæmundsson sagð- ist alltaf hafa haft mikinn áhuga á sjónum, allt frá þvi hann ólst upp í Reykjavík. Ég hef siglt i nokkur ár með vini mínum sem á 27 feta skútu. Mest höfum við siglt hér á sundunum og í Hvalfirði og í fyrra sigldum við tii Ólafsvíkur. Hafsteinn kvað siglingamar vera ákaflega skemmtilega íþrótt og hættulausa ef varlega væri farið. „Þó er margt sem hafa þarf í huga úti á sjó. Maður þarf alltaf að vita hvar maður er staddur, hvort sker eða þungir straumar séu í nánd, hvort vindur sé of mikill fyrir segl- in og margt fleira.“ Hafsteinn taldi mestu skipta að gera sér alltaf ljósa grein fyrir ástandi skips og öryggis- útbúnaðar. „Seglin eru tvö, fram- segl og stórsegl. Seglaflötinn er hægt að minnka með því að minnka seglin. Þetta er mjög mikilvægt þegar vindur er mikill því annars er hætta á því að vindurinn hvolfi bátnum." Að sögn Hafsteins eru reglulega haldnar siglingakeppnir hér við land. Þessar keppnir eru þó af ann- arri og minni stærðargráðu en sú keppni sem almenningur þekkir hvað best, keppnin um Ameríkubik- arinn. „I Ameríkukeppninni eru siglarar, sérstaklega smíðaðir fyrir keppnina. Skipveijar eru fleiri og seglin mun flóknari. Tæknilega séð eru þetta því mun þróaðri og flókn- Skútukeppni skammt frá Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Hafsteinn Sæmundsson. ari siglingar en þær sem við stundum hér heima.“ Hafsteinn sagði að stofnkostnað- ur við skútukaup væri 'mikill en rekstrarkostnaður lítill. Algengt væri að nokkrir áhugamenn keyptu sér skútu saman. „Hjá mér er mark- miðið að geta leigt sæmilega stóra skútu í Miðjarðarhafi eða Karabíska hafinu og siglt í sumarleyfínu. Þetta þarf ekki að vera dýrara en að búa á góðu hóteli á sólarströnd. Ein- hvem tíman í framtíðinni ætla ég þó að eignast mína eigin skútu ef áhuginn verður fyrir hendi,“ sagði Hafsteinn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.