Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 59
MORGI 'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988
59
Er heilsu-
æðið bara
blekking?
Perth, Reuter.
AÐ REYKJA og lifa aðallega á
ruslfæði skiptir engu fyrir
lífslíkur manna og heilsuæðið,
sem nú ríður húsum á Vestur-
löndum, er bara blekking. Þetta
hljómar vitaskuld sem hin verstu
öfugmæli en er eigi að síður
skoðun ástralsks lífeðlisfræð-
ings, sem segist hafa kynnt sér
rannsóknir á þessum málum í
langan tíma.
Dr. Ray Johnstone, kennari við
Vestur-ástralska háskólann, sagði,
að rannsóknir víða um heim sýndu,
að slabbarinn, sem nærðist mest á
svokölluðu ruslfæði og reykti, gæti
búist við að lifa jafn lengi og trefja-
ætan og skokkarinn, sem þyldi ekki
tóbaksreyk nálægt sér. Dregur
hann þessa ályktun af niðurstöðum
níu umfangsmikilla samanburðar-
rannsókna, sem fram hafa farið sl.
20 ár og náð til margra þúsunda
manna.
í öllum rannsóknunum voru
bornar saman lífslíkur manna, sem
lifa „óheilbrigðu" lífi, og annarra,
sem hafa tekið til við að skokka,
breytt um mataræði og hætt að
reykja.
„I átta af þessum níu rannsókn-
um kom fram, að lífslíkumar
breyttust ekkert og dauðsföll af
völdum krabbameins eða hjarta-
áfalla vom jafn mörg eftir sem
áður,“ sagði Johnstone og bætti því
við, að þrátt fyrir þetta þreyttust
heilbrigðisstofnanir ekki á því að
leggja mönnum lífsreglurnar.
„Mér fínnst, að þær ættu að
þagna um stund. Áróðurinn á að
mörgu leyti ekki við rök að styðjast
og hann er allur á kostnað skatt-
borgaranna. ÖIl verðum við líka að
deyja úr einhveiju og úr hveiju vill
þetta fólk eiginlega deyja? Mér
finnst ekkert athugavert við að
vera kallaður yfir um vegna krabba-
meins eða hjartaáfalls. Ef menn lifa
nógu lengi þá er það næstum óhjá-
kvæmilegt."
Sovétríkin:
Skákblaða-
maður fær
brottfar-
arleyfi
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
SOVÉSKI skákblaðamaðurinn
Vladimir Pimonov fékk nýlega
leyfi til að fara frá Sovétríkjun-
um, og er búist við honum til
Danmerkur innan tveggja til
þriggja vikna.
Pimonov er kvæntur danskri
konu og á með henni bam. Hann
hefur ítrekað sótt um leyfi til að
fara til fjölskyldu sinnar í Dan-
mörku, en ævinlega verið neitað.
Eiginkona hans, Lise Pedersen,
stundar rússneskunám við Kaup-
mannahafnarháskóla. Þau kyniit-
ust, er hún var við nám í
Sovétríkjunum 1983.
Mál Pimonovs hefur hvað eftir
annað verið á dagskrá á fundum
danskra og sovéskra stjómmála-
manna. Hingað til hefur Pimonov
verið neitað um leyfi til að flytjast
frá Sovétríkjunum á þeim forsend-
um, að hann byggi yfir þess konar
vitneskju um sovésk málefni, sem
gerði slíkt óhugsandi.
Síðast tók Uffe Elleman-Jensen
utanríkisráðherra mál hans til um-
ræðu í nóvmebermánuði síðastliðn-
um, þegar Kamentsev, varaforsæt-
isráðherra Sovétríkjanna, var í
heimsókn í Danmörku.
Pimonov vann á sínum tíma"víð
þýðingar við efnafræðistofnun
Moskvuháskóla, og telja sovésk
stjómvöld, að þar hafi hann sýslað
með ríkisleyndarmál.
Við erum
flutt
Janúar1988
Viö tilkynnum hér meö aö viö höfum flutt
skrifstofu okkar og vörugeymslu
frá Laugavegi 178 að:
Skútuvogi lOa,
104 Reykjavík.
Símanúmer okkar 91 -686700 og
telexnúmer 2033 Rolf is eru óbreytt.
Við notum þetta tækifæri til aö óska
viðskiptavinum okkarog landsmönnum öllum
velfarnaðar á nýbyrjuöu ári.
0
0
0
fj/iip fíi 870
loridaferðirnar eru alltafað lækka í verði, þökk sé hagstæðum samning-
um Ferðaskrifstofunnar Polaris og beinu flugi Flugleiða. Florida er sam-
nefnari fyrir sumar og sól allt árið.
eiðin liggur beint til Orlando og þaðan er ekið til St. Petersburg og dval-
ið í góðu yfiriæti við Mexicoflóann.
kkar farþegar láta vel af hótelunum Alden og Lamara. Allar hótelíbúð-
irnar eru með vel búnu eldhúsi, smekklegum húsgögnum, sjónvarpi og
öllum þægindum. Og ekki má gleyma sundlaugunum og hótelgörðunum."
I11 eyns^n sýn'r að viðskiptavinir Polaris kunna að meta lága verðið og
góðu þjónustuna. Starfsfólk Polaris vinnur fyrir þig.
J
J
Oisney World, Epcot Center og Sea World eru ævintýrastaðir sem gera
ferðina ógleymanlega fyrir unga sem aldna. Pantið fljótt, því í fyrra seld-
ust ferðirnar upp á svipstundu.
nnifalið í þessu ótrúlega verði er flug, akstur til og frá flugvellinum í
Orlando og hótelgisting.
0
llt þetta færðu fyrir 31.870, - pr. mann (miðað við 2 fullorðna og 2 börn
IS í íbúð) eða 45.900,- pr. mann (miðað við 2 fullorðna í studio). Já, það
er einmitt þess vegna sem fólk talar um Ferðaskrifstofuna Polaris.
* Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
FERÐASKRIFSTOFAN
POLARIS w
Kirkjutorgi 4 Sfmi622 011
■JL
LETURprent