Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 36 t Eiginmaöur minn, faöir okkar, bróöir, tengdafaöir og afi, BJÖRN STEFÁNSSON frá Akurseli, Öxarfirði, lést í sjúkrahúsi Húsavikur að morgni 14. janúar. Jaröarför hins látna fer fram frá Skinnastöðum, Öxarfirði, laugar- daginn 23. janúar kl. 14.00. Gunnhildur H. Bjarnadóttir, Arnþrúöur G. Björnsdóttir, Stefania Björnsdóttir, Skarphéðinn Jósefsson, Gunnlaugur Stefánsson, Sigþrúður R. Stefánsdóttir, Hulda J. Vilhjálmsdóttlr, Kristinn Jónasson og barnabörn. t KJARTAN ÓLAFSSON frá Skálakoti, Eyjafjöllum, lést í Landspítalanum föstudaginn 15. janúar. Systkini hins látna. t Útför HELGA GUÐNASONAR frá Karlsskála, fyrrverandi póstafgreiðslumanns á Þórshöfn, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. janúar kl. 13.30. Hulda Ingimars, Jón Aðalbjörnsson, Árni Helgason, Þórunn Þorsteinsdóttir, Guðný Helgadóttir, Geirharður Þorsteinsson, Oddný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöúr minn, sonur, faöir, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR ÞORSTEINSSON, Bollagötu 10, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. janúar kl. 13.30. Hulda Gunnlaugsdóttir, Sigurjóna Jakobsdóttir, GunniaugurÖrn Þórhallsson, Sigurjóna Þórhallsdóttir, Karl Ottesen, Þóra Þórhallsdóttir, Halldór Konráðsson, Þorsteinn Þórhallsson, Sigrún Eiríksdóttir og barnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SiMl 76677 Ragnar H. Ragnar Isafirði - Kennari minn og vinur, Ragnar H. Ragnar, er látinn. Þó að hann hafi verið nær níræðu er hann lést, þá varð hann aldrei gamall, því reisnin, glæsileikinn, eldhugurinn og krafturinn voru slík að manni fínnst það bara eiga við ungt fólk. Byrjunin á kynnum okkar var ansi stormasöm, þar sem Ragnar átti á fyrstu árum mínum sem hans nemandi við harða andstæðinga að etja, en það voru þau leti og áhuga- leysi, sem voru tryggir fylgifiskar mínir á þessum árum. Það lá við að við legðum báðir árar í bát er ég varð bílskúrspoppari og ungl- ingavandamál og ákvað að hætta í píanónáminu. Það á ég Ragnari að þakka að hann gafst ekki alveg upp, heldur kallaði mig á sinn fund tveim vikum síðar og tókst með sínum mikla sannfæringarkrafti að fá mig til að halda áfram. Þtta varð vendipunktur í lífí mínu og markaði farveginn fyrir framtíðina. Ragnar var fómfús kennari og við „eldri nemendumir“ munum sjálfsagt allir eftir því, að þegar við höfðum æft vel, þá urðu þessir 45 mínútna píanótímar í litla herberg- inu í Tangagötunni að tveim til þrem klukkustundum. Því þó að komið væri fram á kvöld og Ragnar hefði kennt allan daginn, þá var aldrei litið á klukkuna, heldur fékk nemandinn það sem hann þurfti. Sigga mátti oft bíða með kaldan kvöldmatinn og þurfti stundum að hringja til að stoppa Ragnar af þegar þótti keyra úr hófi. Slíkur var áhuginn á að gera eins vel og hægt væri fyrir nemandann. Það var alltaf mikil sælutilfínning eftir þessa löngu tíma og hugurinn hlað- inn orku til að æfa fyrir næsta tíma. Samæfingamar eru líka sérstak- lega minnisstæðar og hef ég ekki orðið var við slíkt fyrirbæri í öðmm tónlistarskólum, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem var hjá Ragnari. Þama hittumst við nemendur og kennarar á hveijum sunnudegi heima hjá þeim Siggu og Ragnari og tók hann á móti okkur í forstofunni og tók af okkur „kápuna", en svo nefndi hann alltaf yfirhafnir. Samæfíng- Kveðja amar byijuðu alltaf á því að Ragnar hélt smá ræðu og var þar oft innifa- lið hól (eða skammir) um hve margir hefðu mætt og hve við vær- um „prúðbúin", því það þótti honum alltaf vænt um ef við vomm snyrti- lega klædd og þá sérstaklega stúlkumar því hann bar alltaf mikla virðingu fyrir konum. Ragnar kynnti hvem nemanda og hvað hann ætlaði að „léika“ (hjá Ragn- ari spilaði fólk ekki á píanó, það lék á píanó). Á meðan við spiluðum, þá sat hann við borð við hliðina á flyglinum og skrifaði í bók hvemig við lékum í það skiptið. Þessi bók var mjög leyndardómsfull í okkar augum, því við vissum ekki hvað í henni stóð. (Það kæmi ekki á óvart að þar kæmi fram hvemig við hneigðum okkur, því framkoma þótti honum mjög mikilvæg.) Þegar allir sem áttu að spila vom búnir, þá endaði samæfingin á að Ragnar stóð upp og talaði um ýmis mál, t.d. man ég að hann talaði oft um mengunarmál og dró ekki upp bjarta mynd af þeirri þróun. Manni fannst það þá jaðra við svartsýni, en nú nær 15 ámm síðar gerir maður sér grein fyrir að þetta var raunsæi. Þó var oftar að hann tal- aði um allt það „dásamlega í tónlist- inni“ og að við þekktum muninn á alvarlegri tónlist og dansmúsík. Hann þreyttist seint á að tyggja ofaní okkur: „Að læra allt sem við ættum að fullæfa, nákvæmlega rétt með fullkominni fingrasetningu frá upphafí, að kunna að einbeita hug- anum þannig að hver einasta mínúta nýtist, að leika aldrei einn einasta tón á píanóið í meiningar- leysi, heldur af fullri alvöm og að síðustu nauðsyn þess að kynna sér verk meistaranna með því að lesa af blaði.“ Ég held að allir tónlistar- menn séu sammála því að þessi „gamla tugga" hans Ragnars sé eitt af mikilvægustu gmndvallarat- riðum góðs hljóðfæraleiks. Eftir samæfíngar, er hann hafði hjálpað manni í „kápuna", þá kvaddi hann ávallt að hermannasið, þannig að glumdi í gljáfægðum skónum er hann skellti saman hælunum um t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA V. SIGURÐSSONAR fyrrv. póstfulltrúa, Fálkagötu 13. Börn og tengdabörn. leið og hann bar hönd að enni. Það var ekki laust við að maður fyndi til sín að vera kvaddur á þennan hátt. Ragnar gerði margt til að halda sér í líkamlegu formi og gekk alla tíð mikið. Ef maður sá eitthvað hvítt á hreyfíngu uppi í hlíð á sumr- in, 'sem hvorki var fjórfætt né loðið, gat maður verið nokkuð viss um að þar væri Ragnar á ferð í ljósu sportfötunum sínum á heilsubótar- göngu, því þó að hann væri alltaf glerfínn í jakkafötum með bindi við kennslu og á samæfíngum, þá var hann eins og unglingur á sumrin, grannur og spengilegur, klæddur eins og út úr tískublaði. Þó Ragnar væri líkamlega hress, þá var hann ekki síður andlega hress og ungur í anda. Þess vegna held ég að hann hafí náð svona vel til nemenda sinna, að hann átti svo auðvelt með að koma niður á okkar plan og kom fram við okkur eins og jafningja. Ég man að okkur nemendunum þótti það mjög skrýtið þegar við fréttum að Ragnar hafði farið á gamalmennasamsæti, því okkur fannst að það ætti bara að vera fyrir gamalt fólk. (Ragnar var þá um áttrætt og með elstu mönnum á samsætinu!) Það veganesti sem Ragnar gaf okkur nemendum sínum til að hafa að leiðarljósi í tónlistinni, má segja að lýsi því hvemig hann sjálfur var og vann: Nákvæmni og einbeiting í því sem hann tók sér fyrir hend- ur, sannfæringin að baki því sem hann sagði og gerði og svo víðsýni hans, en hann var víðlesinn og átti urmul af góðum bókum. Það er oft sagt að þeir sem guð- imir elska deyi ungir og ég tel það til marks um hve guðunum þótti vænt um Ragnar Hjálmarsson, að þeir leyfðu honum að lifa og deyja ungum. Amsterdam í janúar 1988. Vilberg Viggósson. */ ALGJÖR RÝMING — 50-80% AFSLÁTTUR - ÚTSALA ALD ARINNAR Við spyrnum fótum við háu verðlagi og bjóðum þreyttum og köldum fótum að klæðast skófatnaði frá okkur. 1958-1988 hað er þess virði að koma á Vitastíginn. J OLL BORIV FÁ BLÖÐRUR. ÍL SKÓGUUGGINN v/Laugaveg Kuldaskór í úrvali, - verð frá 800,- kr. Spariskór í úrvali - verð frá 500,- kr. Dömuskór í úrvali - verð frá 900,- kr. 50 - 80% afsl. Skautará 1.500,-kr. Stærðir 26-35. Svartir og hvítir. Við seljum út allan leðurfatnað Leðurfatnað dömu og herra Leðurhanska dömu og herra Leðurtöskur og belti 50% afsl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.