Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 + Jón Leifs og orgelkonzertinn eftir Hjálmar H. Ragnarsson í kvöld verða haldnir í Stokkhólmi tónleikar þar sem flutt verður eitt það stórbrotnasta tónverk sem Islendingur hefur nokkurn tímann skapað. Það er Konzert fyrir orgel oghljómsveit op. 7 eftir Jón Leifs. Þessi viðburður er enn merkilegri fyrir þá staðreynd, að þetta tónverk hefur ekki heyrst í nærri hálfa öld eða frá því að Jón Leifs stjórnaði því sjálfur á sögulegum tónleikum í Berlín þann 10. mars 1941. Að þessu sinni er það Fílharmonían í Stokkhólmi sem leikur konsertinn undir stjóm Andrew Litton. Ungur sænskur orgelsnillingur, Gunnar Idenstam, leikur á orgelið. Jón Leifs. Myndin er frá 1921, árinu sem hann lauk námi í Leipzig Jón Leifs er fyrst og fremst kunnur á meðal íslensku þjóðarinnar fyrir störf sín að félags- málum listamanna, enda var hann hér brautryðjandi á því sviði. íslendingar hafa hins vegar forsmáð tónsmíðar Jóns og telst það til undantekninga ef verk hans heyrast á opinberum vettvangi. Mörg tónverka Jóns hafa aldrei verið flutt og önnur aðeins einu sinni eða tvisvar. Ástæður þessa eru eflaust ýms- ar en líklega kemur helst tvennt til. Annars vegar má ætla, að tónsmíðar Jóns hafi goldið fyrir það hversu umdeild persóna hann varð fyrir störf sín að félagsmálum listamanna, en vegna smæðar samfélagsins hafa íslendingar oft átt einkar erfítt með að greina á milli persónunnar, sem gerir verk- in, og verkanna sjálfra. Þá er ljóst, að tónsmíðar Jóns féllu ekki að þeim frekar íhaldssama smekk á tónlist, sem var ríkjandi hér á landi fyrr á árum. Til þess var tónlist Jóns of óvenjuleg og áheyrendur áttu erfítt með að setja hana í samhengi við þá meginstrauma sem ríktu þá í tónlist. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess að á síðustu árum hafí alls kyns kreddufesta í tónlist verið á hröðu undanhaldi og að virðing fyrir utangarðslist sé að aukast. Þessi þróun og eins það, að ekki ríkja lengur deilur um per- sónu Jóns, hafa leitt til þess að áhugi á tónlist hans hefur stór- aukist á síðustu árum, og er þess vonandi ekki langt að bíða að verk hans hljóti þá virðingu sem þeim ber. - • - Jón Leifs var aðeins 17 ára gam- all þegar hann hélt utan til náms við Landeskonservatorium í Leip- zig í Þýskalandi. Þetta var árið 1916 og var þá fyrri heimsstytjöld- in í algleymingi. Fimm árum síðar, árið 1921, útskrifaðist hann í píanóleik og kvæntist um líkt leyti fyrstu konu sinni, Annie Riethoff, sem einnig hafði stundað píanó- nám við Landeskonservatorium. Að undanskildum tveimur árum, sem þau hjónin bjuggu hér á ís- landi, þá áttu þau sér heimili ásamt dætrum sínum tveimur í Þýska- landi allt til ársins 1944 þegar þeim tókst að flýja undan valdi nasismans yfír til Svíþjóðar. Jón var því orðinn hálffímmtugur þeg- ar hann settist að fyrir fullt og allt á íslandi, fullmótaður listamað- ur sem hafði lifað tímana tvenna á hinu stríðshijáða meginlandi. Á ísjandi kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorbjörgu Leifs, og eignuðust þau einn son. Ómögulegt er að tengja tónlist Jóns Leifs einhveijum ákveðnum straumum í tónlist þessarar aldar eða flokka hana undir einhveija ákveðna tónlistarstefnu. Tónlist Jóns var einfaldlega straumur út af fyrir sig, straumur sem lifði og dafnaði með honum sjálfum án þess að hafa veruleg áhrif á tón- skáldskap annarra manna. Hann fór einförum í tónskáldskap sínum og forðaðist áhrif annarra tón- skálda: „Fyrsta og seinasta markið við alla mína tónsmíðavinnu er svo að vera sannur og ég sjálfur, — að láta ekki framandi áhrif annarra komast að, enga tilgerð, ekki neyð- arúrræði kunnáttunnar og stílsins, ... Lygin er einskis virði í listinni eins og í ástinni, — hversu mikil sniðugheit og reynsla eða kunn- átta, sem kann að fylgja." (úr óbirtri greinargerð, 1960.) Þótt Jón forðaðist að verða fyrir tónlistarlegum áhrifum frá samtímamönnum sínum þá gerði hann sér ljóst, að hann þyrfti grunn til að standa á. Þann grunn fann hann í þeirri menningu sem hann dáði mest, fommenningu íslend- inga, sem hann taldi hafa verið reyrða í dróma á 13. öld vegna kúgunar erlendra þjóða. Hann vildi endurreisn þessarar menningar og taldi hann þá endurreisn vera helstu von Evrópuþjóða um menn- ingarlega viðreisn á tímum ríkjandi niðurlægingar. Það er ljóst, að Jón taldi sig geta lagt fram skerf til þessarar endurreisnar með því að vinna nýja tónlist úr íslenska tvísöngnum og rímnalögunum, og sú tónlist mátti að sjálfsögðu ekki vera und- ir áhrifum tónskálda af ólíkum menningarsvæðum. Trú hans á endumýjunarkraft íslensku þjóð- laganna efldist með hveiju árínu, sem hann dvaldist í Þýskalandi, og var svo komið, þegar hann sneri aftur tii íslands í stríðslok, að allur stíll hans og tónsmíðaaðferðir voru komnar í lítt hagganlegar skorður sem mótuðust af skilningi hans á eigindum íslensku þjóðlaganna. Helstu einkenni þessa stfls, eins og hann birtist í síðari verkum Jóns, eru í stuttu máli: samsíða hreyfíng dúrhljóma í grunnstöðu; hreyfíng frá einum hljómi til ann- ars í litlum eða stórum þríundum (þar af leiðandi eru þverstöður áberandi); og þungar áherslur á einstökum taktslögum (áhríf frá rímnalögunum). Flest síðari verka Jóns eru tóndrápur sem flokka má undir svonefnda hermitónlist, en einkenni slfkrar tónlistar er að hún tónsetur ákveðið efni (s.s. söguleg- an atburð, persónu, náttúrufyrir- bæri, mynd eða ljóð) sem liggur utan sviðs tónlistar. Um form tónsmíða sinna segir Jón sjálfur: „í fyrsta lagi er mín grundvall- arregla sú að láta hina sálrænu stefnu ráða forminu og ég reyni að sameina öll hugsanleg ráð til að láta „innihaldið" birtast sem greinilegast og á sem allra áhrifa- mestan hátt, — en með „innihaldi" á ég hér við sálarástandið, stefn- una og þróun hennar — útrásina." (úr óbirtri greinargerð, 1960.) Það er þessi formhugsun og þessi stfll sem líklega flestir tengja nafni Jóns Leifs og sem margir hafa látið í veðri vaka (með nokkr- um rétti) að sé allt að því bamalega einfaldur og oft á tíðum einstreng- ingslegur. Þess ber þó að gæta í þessu sambandi, að listamenn með eins afdráttarlausar hugsjónir og köllun eins og Jón Leifs hafði, þurfa oft á tíðum að vera ein- strengingslegir í list sinni ef hún á að lúta þeim innri röddum lista- mannsins sem eru uppspretta köllunar hans og hugsjóna. Þá er þess enn ógetið, að mörg verka Jóns eru alls ekki eða aðeins að litlu leyfi í þeim stíl, sem hér hefur verið lýst, og sanna þessi verk, að Jón hefur alls ekki verið eins einhæfur í list sinni eins og í fljótu bragði má ætla. Þessi verk eru öll frá árunum sem hann átti sér heimili í Þýskalandi og er þeirra stærst og viðamest Konzert fyrir orgel og hljómsveit op. 7, verkið sem er tilefni þessarar greinar. - • - Ef miðað er við ópusnúmerin á verkum Jóns má ætla að Konzert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.