Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Thatcher styður breytingar á fóstur- ey ðingalöggj öfinni St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí Frfmannssyni, fréttarítara Morgunblaðsins TILLÁGA Davids Altons þing- manns Frjálslynda flokksins um að leyfilegnr tími til fóstureyð- inga verði styttur úr 28 vikum niður í 18, kemur til annarrar umræðu í brezka þinginu á föstudag. Líklegt er talið að til- lagan verði samþykkt og hún fari þá I nefnd. Nokkur mót- mæli voru gegn þessari tillögu víða um Bretland um síðustu helgi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðgjöfum Thatcher forsætisráð- herra, mun hún að líkindum styðja styttingu á leyfilegum tíma til fóstureyðinga þótt hún hafí áhyggjur af að stytta hann í 18 vikur. David Alton hefur gefið til kynna að verði tillagan samþykkt til nefndar muni hann reiðubúinn að semja um breytingar á henni, þannig að leyfílegur tími til fóstu- reyðinga verði 20 eða jafnvel 22. vikur. Hann leggst hins vegar gegn tillögu um að heimilt verði að eyða fóstri allt að 28 vikna gömlu sé það alvarlega vanskapað. skrar trúar munu styðja tillöguna á föstudag, þótt flokksfélögin í kjördæmum þeirra hafi hótað þeim öllu illu. Verkamannaflokkurinn ásamt brezka alþýðusambandinu og ýms- um kvenréttindafélögum boðaði til mótmælaaðgerða víða um land um síðustu helgi. Lítil þátttaka var í þeim mótmælum víðast hvar. Búizt var við látum í kjördæmi Altons í Liverpool, en til þeirra kom ekki. Lögreglan var við öllu búin vegna símhringinga til Altons þar sem haft var í hótunum við hann. Hann hafði viðtalstíma fyrir umbjóðend- ur sína á laugardagsmorgun, en þangað komu eingöngu §órar kon- ur til að mótmæla tillögu hans. Reuter Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétrikjanna (til vinstri), og Hans-Dietrich Genscher, utanrik- isráðherra Vestur-Þýskalands, skála fyrir samningum sem þeir undirrituðu i gær og kveða á um fyrirkomulag viðskipta rikjanna og nánari samskipti á stjómmálasvðinu. Eduard Shevardnadze sækir Vestur-Þjóðveija heim: Tillögu Sovétmanna um útrým- ingu kjamorkuflugskeyta hafnað Undirritaðir samningar um viðskipti og stj órnmálasamskipti Bonn, Reuter. Ýmsir ráðherrar í ríkisstjóminni lýstu stuðningi sínum við þessa tillögu. Forysta Verkamanna- flokksins hefúr hins vegar lagst mjög eindregið gegn henni. Kinnock, leiðtogi flokksins, hefur lýst því yfir, að hann sjái enga ástæðu til breytinga á fóstureyð- ingalöggjöfínni. Margir þingmenn flokksins sem eru rómversk-kaþól- Siokkhólmi, Reuter. FUNDUR Sex þjóða fmmkvæðis- ins, samtaka leiðtoga sex þjóða um upprætingu kjamorkuvopna, verður haldinn án þátttöku Raouls Alfonsins, forseta Arg- entinu, vegna uppreisnar Aldos Ricos og stuðningsmanna hans. Á fundinum, sem hefst i Stokk- hólmi í dag, verður rætt hvemig flýta megi afvopnun stórveld- anna í framhaldi af samningnum sem Reagan og Gorhatsjov undir- rituðu í Washington i desember, að sögn talsmanna sænsku ríkis- stjóraarinnar. Talsmaður sænska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að Alfonsin gæti ekki mætt á fundinn EDUARD Shevardnadze, ut- anrikisráðherra Sovétrikjanna, og hinn vestur-þýski starfsbróðir hans, Hans-Dietrich Genscher, vegna vinnuálags og óvissunnar sem uppreisnin í Argentínu hefði valdið o g í hans stæð kæmi utanrík- isráðherra Argentínu, Dante Caputo, á fundinn. Auk hans taka þátt í fimdinum þeir Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, Andreas Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, og Julius Nyerere, fyrrum forseti Tansaníu. Haft er eftir talsmönnum utan- ríkisráðuneytisins að á fundinum verði líklega fyrri áskoranir um bann við kjamorkutilraunum endur- teknar og staðfest verði tilboð um að samtökin sjái um óháð eftirlit með því að farið verði eftir banninu. undirrituðu í gær í Bonn þijá samninga sem kveða á um aukin stjóramálasamskipti ríkjanna og fyrirkomulag tvíhliða viðskipta. Á mánudag hvatti Shevardnadze til þess í ræðu að öll skammdræg kjamorkuflugskeyti i eigu Var- sjárbandalagsins og NATO yrðu eyðilögð og í gær sagði hann að áform NATO-ríkja um að end- uraýja þennan hluta kjarnorku- heraflans stefndi afvopnunarvið- ræðum í hættu. Genscher kvaðst ekki geta tekið undir þessa til- lögu en sagði stjórnvöld í Bonn reiðubúin til viðræðna um fækk- un þessara vopna. Samningamir sem undirritaðir voru í gær gera ráð fyrir að utanrík- isráðherrar Vestur-Þýskalands og Sovétríkjanna komi saman til fund- ar einu sinni á ári. Þá var ákveðið að opna ræðismannsskrifstofur í Kíev og Miinchen auk þess sem undirritaður var sáttmáli um tvíhliða viðskipti ríkjanna til langs tíma. í tilkynningu frá vestur-þýska utanríkisráðuneytinu sagði að samningurinn um viðræður utanrík- isráðherranna væri mikilvægur og gæti hann orðið til þess að treysta samskipti ríkjanna. Þau hafa raun- ar farið batnandi á undanfömum mánuðum eftir „kuldakast" síðla árs 1986 er Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, bar Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga saman við Jósef Göbbels, áróðursmeistara Adolfs Hitlers. Féll sú samlíking í grýttan svörð í Sovétríkjunum en Kohl sagði ummæli sín hafa verið rangtúlkuð. Eduard Shevardnadze sagði í kvöldverðarboði, sem honum var haldið til heiðurs á mánudag, að Sovétstjómin vildi að gengið yrði til samninga um útiýmingu skamm- drægra kjamorkuflugskeyta, sem draga innan við 500 . kflómetra. Sagði sovéski utanríkisráðherrann að slíkur afvopnunarsáttmáli þjón- aði öryggishagsmunum ríkja Evrópu og tiltók að yrði þessum vopnum beitt fæm þau átök fram á vígvöllum í Austur- og Vestur- Þýskalandi. Sagði hann ríki Var- sjárbandalagsins einnig tilbúin til viðræðna um verulegan niðurskurð hins hefðbundna herafla og hvatti til þess að jafnframt yrði samið um bann við framleiðslu efnavopna. Shevardnadze sagði á blaða- mannafundi er hann boðaði til í lok heimsóknar sinnar í gær að ráða- gerðir NATO-ríkja um endumýjun vígvallarvopna og hins hefðbundna (herafla gætu spillt stórlega fyrir frekari afvopnunarviðræðum. Sagði hann NATO vilja gera hlé á slíkum viðræðum til að unnt yrði að hrinda áformum þessum í framkvæmd. í Vestur-Þýskalandi greinir menn á um hvort leggja beri höf- uðáherslu á viðræður um fækkun skammdrægra kjamorkuflugskeyta eða niðurskurð hins hefðbundna herafla. Samningurinn sem þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhafl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi undirrituðu í Washington í síðasta mánuði kveður á um algjöra upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkueldflauga á landi en þær flaugar draga 500 til 5.000 kflómetra. Þegar ákvæði þess samnings hafa verið uppfyllt standa eftir svonefnd vígvallarvopn, en undir þá skilgreiningu heyra m.a. skammdræg kjamorkuflugskeyti. Innan Atlantshafsbandalagsins er sú skoðun ríkjandi að leggja beri áherslu á að ná fram fækkun í hin- um hefðbundna herafla en á því sviði njóta Sovétmenn mikilla yfir- burða. Vestur-Þjóðveijar hafa hins vegar áhyggjur af staðsetningu vígvallarvopnanna þar sem þeim verður óhjákvæmilega beitt á þýsku landsvæði bijótist út kjamorkuátök milli risaveldanna. Hans-Dietrich Gensceher sagði er Shevardnadze hafði lokið máli sínu að Vestur- Þjóðveijar höfnuðu algerri uppræt- ingu þessara vopna. Þeir vildu hins vegar stefna að fækkun þeirra þannig að jöfnuður ríkti á þessu sviði og tók skýrt fram að semja þyrfti jafnframt um skýr og af- dráttarlaus eftirlitsákvæði. Sex þjóða frumkvæðið: Fundað án Alfons- ins í Stokkhólmi Afganistan: Verður Frakk- anum sleppt? London. Reuter. TVEIR þingmenn Verkamannaflokksins í Bretlandi sögðu í gær að franski blaða- maðurinn Alain Guillo kynni að verða fljótlega látinn laus í Afganistan. Skýrðu þeir frá þessu eftir viðræður við embætt- ismenn í Kabúl. Guillo var dæmdur til 10 ára fangelsisvist- ar fyrir njósnir fyrr í þessum mánuði. Hann var sakaður um að hafa viðað að sér upplýs- ingum um hemaðarleg mannvirki. Þingmennimir sögðu að embættismenn í Kabúl hefðu sagt að Guillo yrði sleppt ef frönsk yfirvöld brygðust við fangelsuninni með ákveðnum hætti. Þeir skýrðu hins veg- ar ekki frá hver skilyrðin fyrir freisi hans væru. Atlantshafsbandalagið: Fundur forystumanna verður 2. og 3. mars París, Reutcr. FUNDUR forystumanna aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins verður haldinn f Brussel 2. og 3. mars, að því er talsmenn franska utanríkisráðuneytisins sögðu í gær. Að sögn heimildarmannanna hafa Frakkar þegar fengið boð um að sitja fundinn frá Carrington lá- varði, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, og sögðu þeir að frönsk stjómvöld hygðust senda fulltrúa á fundinn. Enn væri hins vegar ekki ákveðið hver fulltrúinn yrði en Frakkar drógu sig út úr sameiginlegri herstjóm NATO árið 1966. Viðræður forystumannanna munu einkum snúast um fyrir- hugaðan fund þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhafls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga í Moskvu síðar á þessu ári, líkast til í maí eða júni. Hyggjast Bandaríkjamenn skýra leiðtogum annarra aðildarríkja frá afstöðu stjómar Reagans forseta í viðræð- unum, sem almennt er búist við að muni einkum snúast um fækkun langdrægra kjamorkuvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.