Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Húsnæðisstefna á nýjum grunni eftirÞórhall Jósepsson Á nýliðnum haustmánuðum hófst mikið og öflugt málaefnastarf ungra sjálfstæðismanna að for- göngu nýkjörinnar forystu SUS. Myndaðir voru starfshópar, svo- nefndar verkefnisstjórnir, um fjölmörg málefni, sem ofarlega eru á baugi í þjóðfélaginu í dag. Ein þessara verkefnisstjórna fjallaði um húsnæðismálin og er þessum skrif- um ætlað að gera grein fyrir tillög- um í þeim málaflokki. Þótt húsnæðislán séu sá þáttur húsnæðismálanna, sem hvað heitast brennur á fólki um þessar mundir, þá er þessi málaflokkur þó mun víðtækari. Þess vegna ákvað verk- efnisstjórnin strax að beina athygl- inni að húsnæðismálum almennt og Iíta á þau mál í víðtækara sam- hengi. Það er ekki árennilegt verk, að ætla sér að taka núverandi kerfi húsnæðismála, þ.m.t. lána, og bæta úr ágöllum þess, enda fór svo, að verkefnisstjómin ákvað að byija með autt blað og setja fram tillögur um nýtt kerfi í anda sjálfstæðis- stefnunnar. Meginmarkmiðið, sem verkefnis- stjórnin setti sér, er að móta tillögur um nýja umbótastefnu. Þess vegna var markmiðið að: — Reyna ekki að lappa upp á nú- verandi kerfi lána, heldur koma með tillögur um nýtt. — Búa ekki til nýtt sósíalískt skömmtunarkerfi fyrir nýja for- gangshópa. — Koma á almennu lánakerfi sem er sveigjanlegt og getur brugðist við breytturn aðstæðum. — Einfalda framkvæmd fasteigna- viðskipta. — Koma á óháðri ráðgjafar- og eftirlitsþjónustu á fasteigna- markaði. Með öðrum orðum, við reynum að fínna leiðir til þess, að allir sem það vilja geti eignast eigin íbúð og að þeir sem kaupa eða selja eigi kost á faglegri ráðgjöf óháðra aðila. Hér á eftir fara tillögur verkefn- isstjórnarinnar um húsnæðismál og greinargerðir með hveijum lið. Þessar tillögur gætu átt eftir að breytast, þar sem boðin er þátttaka félaga um allt land í mótun stefn- unnar og hér er fyrst og fremst verið að kynna fyrstu drög. Þegar ungir sjálfstæðismenn víðs vegar um landið hafa metið þessar tillög- ur og gert sínar athugasemdir við þær, þá getum við teflt fram full- mótaðri stefnu okkar um þessi mál. Lán og styrkir verði aðskilin Nú eru styrkir samþættir lánum í formi niðurgreiddra vaxta og njóta allir lántakar án tillits til aðstæðna. Ungir sjálfstæðismenn hafna fé- lagslegri aðstoð við fullfrískt fólk, enda hefur slíkt ætíð í för með sér, að ekki er hægt að veita nauðsyn- lega aðstoð þeim, sem þurfa á að halda. Þessi mikla vaxtaniður- greiðsla til handa öllum lántakend- um, sem og öll önnur almenn styrkveiting sem gengi jafnt yfir alla, án tillits til aðstæðna, hefur skaðað húsnæðismarkaðinn með skekktu virðismati eignanna. Slíkar styrkveitingar, ekki síst í formi nið- urgreiddra vaxta, valda gífurlegri eftirspurn í lánsféð, óháð því hvort lántaki þarf í raun að taka lán. Þegar farið er að veita fé til að anna þessari eftirspurn, eins og gert var með núverandi húsnæðis- lánakerfi, stcreykst eftirspurnin í húsnæðið og verð eignanna hækkar ört og mikið. Þegar upp er staðið, er niðurstaðan sú, að sá styrkur, sem felst í niðurgreiðslu vaxtanna, hverfur að verulegu eða öllu leyti í hækkað verð. Þess vegna er það ekki lántakandinn, þ.e. íbúðarkaup- andinn, sem í raun og veru nýtur styrksins, heldur seljandi eignar- innar. Húsnæðisstohnun ríkisins verði lögð niður. í hennar stað komi ráðgjafar- og eftirlitsstofh- un, sem hefði það hlutverk að skipuleggja ráðgjafarþjónustu fyrir almenning og að halda uppi eðlilegu eftirliti með lánastofn- unum á húsnæðislánamarkaði. Húsnæðisstofnun er stórt bákn, miðstýrð skömmtunar- og úthlutun- arstofnun, hvenær sem eftirspurn í fjármagnið fer fram úr framboð- inu, er hætta á að biðröðin fari að riðlast. I dag vantar aðila til að vera ráðgefandi. Húsnæðisstofnun hefur tekið skref í þá átt og henni hæfír vel að taka að sér það hlut- verk að vera óvilhallur aðili til ráðgjafar og eftirlits á fasteigna- markaði. Lánafyrirgreiðsla verði alfar- ið í höndum lánastofhana markaðarins, t.d. bankanna, sem sérstakur lánaflokkur og giidi þar um lágmarksreglur. Þetta hefði í för með sér bætta þjónustu við almenning og yrði virk byggðastefna um leið, þ.e. fjár- magnið sæti þá í héraði og myndi efla lánastofnanir á hveijum stað. Hver maður gæti þá farið í sinn viðskiptabanka eða sparisjóð og fengið þar alla fyrirgreiðslu. Lág- marksreglur um lánin þýða, að um þau gildi almennar regl'ir, ekki sér- tækar, form þeirra verði sveigjan- legt og lánastofnanir hafi svigrúm til afbrigða. Leita verður samstarfs og sam- ráðs við lánastofnanir um skipu- lagningu og framkvæmd lánakerf- isins þar sem þessar stofnanir eru ekki nú undir það búnar að taka þetta hlutverk að sér. Húsnæðislán beri eðlilega markaðsvexti. Þetta er skilyrði þess, að lána- kerfíð geti haldið áfram að virka, að ekki þurfi að stöðva lánin vegna fjárþurrðar, að lánakerfið verði óháð framlögum og þá um leið af- skiptum hins opinbera. Markaðs- vextir eru líka til þess fallnir að koma á jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Húsnæðislán verði afgreidd að öllu leyti i bönkum, sparisjóðum og eftir atvikum afgreiðslum annárra lánastoftiana. Þannig verða menn jafnsettir, hvar sem þeir búa á landinu og auðveldara verður að nálgast lána- stofnunina heldur en með einni miðstýrðri stofnun. Heimilt verði að veita erlendu lánsQármagni inn í húsnæðis- lánakerfið. Erlent lán gæti annars vegar verið til að fjármagna kerfið í heild sinni, hins vegar valkostur til ein- staklinga eða einstakra lánastofn- ana. Benda má á, að húsnæðislána- kerfi sumra ríkja lána til annarra landa. Húsnæðisstyrkur verði settur inn á fjárlög sem sérstakur liður og upphæð hans og úthlutunar- reglur háð vilja Alþingis á hverjum tíma. Sveitastjórnir hafí sjálfdæmi um, hvort þær veita styrki og þá hve mikið fé. Staðgreiðslukerfi skatta gefur færi á að gera þessa leið virka. Þetta kemur í veg fyrir, að féð nýtist illa með styrkveitingum til fullfrísks fólks, þeir njóta, sem þurfa. Reglur þurfa að vera almenn- ar þannig að gagnvart þeim séu allir jafnsettir og hver og einn sem hyggur á íbúðakaup geti vitað fyr- ir, hvers hann getur vænst og gert sínar áætlanir miðað við það. Ung- ir sjálfstæðismenn vilja gefa öllum kost á að eignast eigin íbúð, því er mikilvægt að stutt sé við þá, sem ei-u að leggja í erfiðustu þrautina: Að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. Styrki ætti að miða við t.d. fyrstu íbúð, fjölskyldustærð. Með styrkjum í gegn um skattakerfið er einnig augljósara samhengið á milli skatt- byrði og úthlutaðra gæða úr ríkis- sjóði. Heimilt þarf að vera að veita Lágvaxtaskeiðið Tap eða gróði hverra? eftirMagna Guðmundsson I engu máli á landi hér hefír svo mjög verið villt um fyrir þjóðinni sem í vaxta- og peningamálum. Áhrifin á almenningsálitið má sjá af því meðal annars, að bankar og sparisjóðir keppast nú við að aug- Iýsa vaxtaprósentur, sem fyrir tiltölulega fáum árum flokkuðust undir okurvexti og vörðuðu við lög. Sumir líta á slíka vexti nánast sem helgan rétt. Þeir heimta „verð- bótaþátt" vaxta samkvæmt „láns- kjaravísitölu" og „raunvexti" að auki, en gera sér þó líklega ekki grein fyrir, hvað þessi hugtök merkja í reynd. Að því verður kom- ið síðar. Á hinum vængnum eru þeir, sem verða að borga þessa vexti, atvinnurekendur og launþeg- ar, sem sjálfir mega ekki krefjast verðbóta á sínar tekjur. Þeir hafa möglunarlaust látið hlekkjast í skuldafjötra, sem ekki eiga sinn líka. Heimili úti á landi hafa séð veðlán sín hlaðast upp samkvæmt vísitölunni, meðan markaðsverð fasteignanna stendur þar oft í stað eða fellur jafnvel stundum. Horfir senn til landflótta af þessum sökum. Gjaldþrot hafa fímmfaldast á 5 árum, og ekki verður tölu komið á fjölskylduharmleiki. Ætlun mín er að fara yfir nokkra þætti þessa vaxtafárs, ef slíkt mætti verða til þess, að landsmenn næðu áttum á ný. Ég á engra hags- muna að gæta í lágum vöxtum eða háum, en læt mig varða þau sorg- legu mistök, sem orðið hafa á þessum vettvangi. Formælendur hávaxta vitna gjarnan til þess tíma, er „spariféð brann á eldi verðbólgunnar". Þetta er klissja, sem þeir beita í sífelldu. Virðast þeir trúa á mátt endurtekn- ingarinnar, eins og áróðursmeistur- um er lagið. Við skulum skoða þennan „verðbólgubruna" ögn nán- ar. Lágvaxtaskeið hér og erlendis var við lýði stríðsárin og 15—20 ár eftir stríðið. Við vorum þar á sama báti og nágrannar okkar og við- skiptaþjóðir. Því lauk á íslandi, þegar verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs komu á markaðinn í byij- un 7. áratugarins. Eftir það áttu menn kost á jákvæðri ávöxtun pen- inga, hver svo sem verðbólgan var. Raunar fengust happdrættisskulda- bréf ríkissjóðs nokkrum árum áður (1955). Á öllu lágvaxtaskeiðinu var hins vegar unnt að kaupa almenn skuldabréf og verðbréf með miklum afföllum. Algengt var, að 5 ára bréf á allt að 12% ársvöxtum seld- ust með 40% afföllum. Slík afföll og minni tryggðu jákvæða ávöxtun sparifjár. Það er og einkennandi fyrir þessi ár, stríðsárin og eftirstríðsárin, að ótal gróðatækifæri buðust þeim, sem peninga áttu, í verzlun og við- skiptum alls konar. Peningamenn fjármögnuðu vöruinnkaup og inn- flutning smásala og fengu heild- söluálagninguna í vexti af 3ja mánaða víxli. Aðrir lánuðu fé til skamms tíma á bankavöxtum, en tóku aukaþóknun fyrir hveija fram- lengingu lánsins. Dæmi eru um það, að bankastjórar buðu þeim, sem áttu verulegar fjárhæðir, vexti talsvert ofar hæstu innlánsvöxtum. Slíkt viðgengst og hefir viðgengizt í öllum vestrænum ríkjum. Utan við allt þetta stóð svo „svarti“ peninga- markaðurinn, sem blómgast raunar enn í dag. Það voru helzt eldri borgarar, sem geymdu sparifé til langs tíma og urðu að þola neikvæða ávöxtun þess. Oftast voru upphæðir þó smá- ar hjá hverjum og einum. Flestir áttu jafnframt íbúð, sem fylgdi verðlaginu fyllilega. Ekki má heldur gleyma því, að stórátak vart gert á vegum almannatrygginga til að bæta hag gamla fólksins. Það var því hvergi nærri eins háð sparifé og það hafði áður verið. Bankarnir létu undir höfuð leggj- ast að gæta hagsmuna einstakra viðskiptavina, sem höfðu langtíma innstæður. Það voru þeirra mistök, en mistök ríkissjóðs voru að skatt- leggja neikvæða vexti. Vaxtakerf- inu sjálfu var ekki um að kenna. Það hafði sína miklu kosti. Engin bót gat falizt í því að sprengja upp vexti alhliða og búa til nýtt og verra ranglæti. Onnur klissja, sem formælendur hávaxta nota óspart, er á þá lund, að íbúðir á nefndu tímaskeiði hafi verið reistar fyrir lánsfé á „gjafa- vöxtum“. Þetta er ekki rétt. Nær allir húsbyggjendur urðu að taka meiri eða minni lán með ókjörum. Þannig lánuðu t.d. byggingarsam- vinnufélög í formi skuldabréfa, sem voru ekki seljanleg, nema með af- föllum, eins og segir hér að framan. Sérstakur kostnaður stafaði af vöruskorti stríðsáranna og áranna eftir stríð lengi vel. íbúðirnar voru því byggðar af vanefnum, oft líka í of miklum mæli með eigin vinnu (fúski) vegna fjárskorts. Síðar þurfti gagngerar endurbætur, sem gátu vegna verðbólgunnar orðið jafn dýrar og íbúðin sjálf í byijun. Það setti og strik í reikninginn hjá húsbyggjendum, að leigugjald var lögbundið öll þessi ár. Það var fest mjög lágt. Fyrir kom, að stand- setning íbúðar að lokinni nokkurra ára leigu kostaði meira en allt ieigu- gjaldið, — stundum meira en upphaflega byggingin. Þegar árið 1955, 10 árum eftir stríð, var byijað að veita verðtryggð lán til íbúðabygginga. Þar með var lágvaxtaskeiði lokið fyrir húsbyggj- endur. Vegna greiðsluerfiðleika þeirra var viðmiðunarvísitalan skert frá og með 1968. Gekk svo með ýmsum breytingum, unz láns- kjaravísitalan var upp tekin 1979 — með öllum hennar hörmungum. Loks skal tekið fram, að fasteign- ir hækkuðu ekki í verði á þann veg að færa eigendum gróða við sölu. Þær fylgdu verðlaginu. Þegar íbúð var seld, varð að gefa sama verð fyrir aðra íbúð í sama gæðaflokki. Niðurstaðan er þessi: Frásagnir um spariféð, sem „brann á verð- bólgueldinum", og um íbúðalán, sem veitt voru á „gjafavöxtum", eru stórlega ýktar. Eiginlegir spari- fjáreigendur töpuðu ekki og húsbyggjendur græddu ekki eins og af er látið. Hins vegar hagnað- ist íslenzka þjóðin í heild. Vegna Þórhallur Jósepsson „Þegar upp er staðið, er niðurstaðan sú, að sá styrkur, sem felst í niðurgreiðslu vaxt- anna, hverfiir að veru- legu eða öllu leyti í hækkað verð. Þess vegna er það ekki lán- takandinn, þ.e. íbúðar- kaupandinn, sem í raun og veru nýtur styrksins, heldur seljandi eignar- innar.“ þessa styrki beint til greiðslu af lánum. Lánastofnanir, sem lána til húsnæðiskaupa, veiti ráðgjöf um húsnæðismál, þ. á m. um upphæð láns, sem miðast við greiðslugetu viðkomandi lántaka. Með breytt- um aðstæðum geta bæst við lán eða komið til aðrar ráðstafanir. Eðlílegt er, að þær lánastofnanir, sem með varðveislu og afgreiðslu þessa lánaflokks fara, veiti þjónustu þar að lútandi, t.d. aðstoð við samn- ingagerð, almenna ráðgjöf, eftirlit og aðhald varðandi greiðslur, áætlanagerð og eftirlit og samn- ingagerð við byggingaraðila. Fasteignamarkaðurinn verði rannsakaður og komið á virkri þjónustu við almenning í fast- eignaviðskiptum, m.a. með því að afgreiða öll skjöl á sama stað Dr. Magni Guðmundsson „Frásagnir um spari- féð, sem „brann á verðbólgueldinum“, og um íbúðalán, sem veitt voru á „gjafavöxtum“, eru stórlega ýktar.“ þolanlegra lánskjara og ódrepandi elju íbúðarbyggjenda var húsnæðis- þörfinni í meginatriðum fullnægt. Að öðrum kosti hefði verðbólgan orðið miklum mun meiri og erfiðari viðfangs en raun varð á. Mörgum spurningum varðandi vaxta- og peningamálin er enn ósvarað. Þær bíða síðari greinar. Höfiindur hefir doktorsprófí hag- fræði ogáratuga reynslu við sérfræðistörffyrir stjórnardeildir heima og erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.