Morgunblaðið - 20.01.1988, Page 44

Morgunblaðið - 20.01.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Minning: Guðjón Jónsson, Dúi, Arnanesi Fyrir viku bárust fréttir um að Dúi, eins og hann var ætíð kallaður meðal vina, hefði látist á elliheimil- inu á Homafírði. Fundum okkar bar síðast saman síðastliðið aðfanga- dagskvöld og var mér þá ljóst hvert stefndi. Það er alltaf erfítt að sjá á eftir góðum vini, en ég sjálfur á eftir námu minninga tengdar sam- vistum okkar í Amanesi. Ég er þess fullviss að hann var hvíldinni feginn og var hann líklega búinn að bíða lengi eftir að hitta bróður sinn og besta vin, Palla, á nýjan leik í öðram heimi. Dúi fæddist í Ámanesi í Homa- fírði aldamótaárið og var hann því á 88. aldursári. Engar upplýsingar hef ég um fæðingardag, en foreldr- amir vora þau Jón bóndi og Guðrún kona hans. Undirritaður veit lítið um bemskuár Dúa og þau ár sem hann vann í almennri verkamanna- vinnu til sjós og lands fjarri heimahögum. Það birti ætíð yfír honum er hann minntist þessara tíma, eða menn komu og bára hon- um kveðjur frá gömlum kunningj- um. Af þeim minningum sem honum sjálfum varð tíðræddast um áður en ég kynntist honum var slysið þegar hann féll niður skriðu í Berg- árdalsheiði. Taldi hann sjálfur að æðri máttarvöld hefðu ekki viljað hann feigan. Fundum okkar bar fyrst saman árið 1959. Dúi bjó þá félagsbúi með bróður sínum, Páli, í Austurbænum í Ámanesi. Þeim til aðstoðar var Sign'ður Jónsdóttir, ættuð frá Borg- arhöfn í Suðursveit. Aldrei heyrði maður talað um annað en Dúa, Palla og Siggu í Ámanesi. í Áma- nesi var þríbýli, á hinum bæjunum bjuggu Valdimar Stefánsson í Suð- urbænum og Vilmundur, Jóhanna og Hulda í Upphúsum. Hulda er nú ein á lífí af þessum öðlingum. Þegar ég sest niður og hripa á blað nokkur minningarbrot um Dúa vin minn er af miklu að taka en einhvem veginn verða minninga- brotin alltaf samtvinnuð lífí fólksins í Ámanesi. Það sem einkenndi hann sem persónu var einföld en skýr lífssýn sem endurspeglaðist í öllu sem hann gerði og sagði. Dúi var atorkumaður og undi sér illa í iðju- leysi. Hann var hreinskilinn og góðhjartaður. Þó Dúi hefði aldrei gengið menntaveginn var ljóst að þar fór maður sem hafði góðar gáfur. Hann var handlaginn og jafnvígur á tré og jám. Hann hafði serstaklega fallega rithönd og mjög orðfær maður í rituðu máli þegar hann beitti því. Hann gat einnig sett saman vísur en efni þeirra var slíkt að ekki fer það vel saman við minningargrein. Örlögin höguðu því svo að stærst- um hluta starfsævinnar eyddi hann sem bóndi, starf sem hann innst inni var ef til vill aldrei sáttur við. Hann talaði stundum um drauma sína, að verða handverksmaður en hann hélt ætíð trúnaði við Ámanes. Þeir sem hafa átt þess kost að kynnast höfðingjunum í Ámanesi eiga í sínu hjarta minningu fyrir lífíð. Það sem mætti manni á hlað- inu þegar maður kom þangað vora tveir smávaxnir og brosmildir menn. Dúi hafði oftast orð fyrir þeim Árnanesingum er gesti bar að garði. Hann bauð öllum til stofu og Sigríður sá um að vel var veitt. Kaupstaðarbúinn hreifst af kátín- unni og hreinskilninni. Oftast barst talið fljótt að hestum og lét þá Dúi oftast Palla eftir þær umræður. Hann fann þó sínum orðum farveg inní umræðuna með því að minna menn á að Dúa-Stjömu ætti hann og frá henni kæmu flestir góðu kláramir og meramar. Hestamenn þeklqa margir Hrafn og Faxa og jafnvel Brúnku. Ég ætla ekki að skrifa um þessa hesta eða aðra þá sem frá Ámanesi era ættaðir, það hafa aðrir gert. En einhvem veginn fínnst mér sem hestamir hafi erft léttleikann og góða skapið og vilj- ann frá þeim Dúa og Palla án þess að ég hafí einhveija líffræðilega skýringu á því hvemig það hefði getað gerst. Það era eftirminnilegir tímar þegar var verið að eiga við hestana. Dúa-Stjama stjómaði stóðinu og gat baráttan við að hemja hana staðið svo tímum skipti. Þegar við höfðum stöðvað stóðið gekk Dúi fram til Stjömu og reyndi að setja á hana beisli. Ef illa gekk þá tók hún undir sig stökk og æddi í átt til okkar. Þá var gaman að sjá Dúa er hann kastaði sér á mer- ina og oftast hafði hann betur. Þegar Stjama var hamin varð stóð- ið rólegt og var þá hægt að ganga að hveijum hesti fyrir sig. Það var einng eftirminnilegt er þeir bræður fóra með Stjömu, Glóblesu og fleiri hesta lítið tamda á hestamót inni á Bjamanessöndum. Mér er minnis- stætt er Dúi reið á Glóblesu í dómhring, berbakt með beltið sitt sem beisli. Ég man ekki lengur í hvaða sæti merin lenti, enda skipti það ekki meginmáli. Á þeim tíma er ég dvaldi í Áma- nesi sáu þeir Dúi og Palli um póstferðir í Nesjum, frá Höfn og inní Hoffell. Stundum hef ég furðað mig á því síðar í hvað tíminn fór, því hver ferð tók mig allan daginn frá 9 til 23, ferð sem hefði verið hægt að ljúka á einum formiðdegi. Fyrri hluti dagsins fór í að ná í póstinn til Hafnar og koma við hjá Gunnari í kaupfélaginu eða Gísla. Síðan var haldið inn að Hólum þar sem Hjalti hreppstjóri tók við póst- inum og flokkaði hann. Hádegis- matur var á Dýhól, eftirmiðdags- kaffí á Stóralág eða Miðfelli og kvöldmatur í Hoffelli. Að því loknu var haldið heim á leið og var oft sungið hástöfum Tóta litla tindil- fætt á heimleiðinni. Hlutverk aðstoðarmanna í svona ferðum var að hafa bréfín tilbúin til afhendingar, sjá um kökuát, að- stoða við sönginn en síðast en ekki síst að aðstoða við aksturinn heim, en slíkt er ekki löglegt. Er heim kom þurfti að segja Palla og Siggu alla ferðasöguna, og var oft orðið áliðið er heimur drauma tók við. Þannig liðu dagar, mánuðir og ár í áhyggjulausu ævintýralífí í Ámanesi. Eg geta aldrei fullþakkað þá hjartahlýju og viðmót sem mætti mér þama. Ég þakka Dúa sam- fylgdina og vonast til að hann finni sér einhvem góðan samastað í öðr- um_ heimi. Ég vil að lokum senda öllum aðstandendum Dúa innilegustu samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Við bræðumir áttum þess kost að dvelja í sveit í Ámanesi, tímabil sem er í dag það skemmtilegasta og bjartasta í lífí okkar. Þar var alltaf litið á okkur sem jafningja sem var óvanalegt fyrir litla kaupstaðarstráka. Það var gerð krafa um þátttöku og vinnu- framlag metið að verðleikum. Það væri mikil blessun ef uppvaxandi kynslóðir ættu þess jafnan kost að kynnast slíku fólki sem Árnanesing- um þessa lands. Ævisaga Dúa var aldrei skrifuð en minningabrotin era í mörgum hjörtum um land allt. Úlfar Antonsson + Systir okkar, SVAVA ÁRNA CHRISTENSEN, Minneapolis, Minnesota, andaðist 17 þ.m. Hrefna, Jóhanna og Birna Brynjólfsdætur. t Hjartkær eiginmaður minn, RICHARD P. THEODÓRS fyrrverandi skrifstofustjóri, Laugarásvegi 44, Reykjavik, andaðist 19. janúar. Dóra Sigurjónsdóttir. Faðir okkar. + SÆVALDUR Ó. KONRÁÐSSON, lést að kvöldi 18. jan. Konráð Ó. Sævaldsson, Haukur Sævaldsson, Hörður Sævaldsson, Hjörvar Sævaldsson. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JAMES J. GALLAGHER ofursti, andaðist í New Vork 14. þ.m. Sálumessa og útför fer fram i Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 22. þ.m. kl. 10.30 f.h. Ingibjörg Gallagher, Jarnes Jörgen Gallagher, Margrét Inga Gallagher. + Hjartkær eiginmaður minn, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður Bakkagerði 9, andaðist i Borgarspítalanum 18. janúar. Guðfinna Jónsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Ásvallagötu 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.30. Ásdís B. Óskarsdóttir, Gísli Jónsson, Jón Kr. Óskarsson, Sigurborg H. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGMUNDUR JÓNSSON verkamaður, Hörgatúni 11, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garöakirkju, Garðabæ, föstudaginn 22. janúar kl. 14.00. Álfheiður Björnsdóttir, Gréta Þ. Sigmundsdóttir, Kristján Norðman, Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eirikur Hjaltason, Birna J. Sigmundsdóttir, Kolbrún S. Sigmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján P. Sigmundsson, Oddfriður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR EGGERTSSON, Kvisthaga 27, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Valdís Halldórsdóttir, Georg Ó. Gunnarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Ingibjörg B. Gunnarsdóttir, Kristján Eggert Gunnarsson, Þórdís Gunnarsdóttir, Linda Bára Hall, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSTEINS ÞORSTEINSSONAR, B'imnesvegi 18, Flateyri. Jakobína Guðríður Jakobsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför hjartkærs sonar okkar og bróður, JÓNS SIGURÐSSONAR. Margrét Þorleifsdóttir, Sigurður Jónsson, Þorleifur Sigurðsson, Björgvin Sigurðsson, Sigurður Már Sigurðsson, Sigurlín Sigurðardóttir, Grétar Þorleifsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, HALLDÓRU PÉTURSDÓTTUR, Höfðakoti, Skagaströnd. Steingrímur Jónsson. Guðrún Steingrímsdóttir, Björgvin Jósteinsson, Jóna Steingrímsdóttir, Ólína Steingrimsdóttir, Skúli B. Ágústsson, Anna Steingrímsdóttir, Gunnar Tómasson, Gyða Steingrímsdóttir, Bjarni Elíasson, Sigurður Steingrímsson, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.