Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Bætt heilsa með íhugnnartækni Maharishi eftirAra Halldórsson Ef þú stundar íhugunartækni Maharishi Mahesh Yogi,Innhverfa íhugun (Transcendental Medit- ation Technique), eru um 50% minni líkur á að þú þurfir að leita læknisaðstoðar vegna vanheilsu. Ástæðan er sú að iðkun tækninnar eykur heilbrigði og fyrirbyggir sjúkdóma. Þetta er niðurstaða rannsóknar, sem nýlega birtist í einu virtasta læknariti Bandaríkjanna, Psycho- somatic Medicine (1). Á grund- velli hennar og annarra rannsókna, sem gerðar hafa verið á Innhverfri íhugun, bjóða trygg- ingafyrirtæki í Bandaríkjunum og Hollandi nú öllum þeim sem stunda tæknina lægri iðgjöld — auk þess sem þau hvetja fólk til að læra hana. Þetta eru ekki einungis tíðindi fyrir hvem einstakling, því hver sem er getur lært og iðkað þessa einföldu tækni, heldur fyrir sam- félagið í heild. Fyrir utan að varðveita dýrmætustu lífsgæðin, heilsuna, er ljóst að spara má sam- félaginu stórar upphæðir með því að gera Innhverfa íhugun að al- menningseign — koma henni inni í heilbrigðis- og menntakerfi landsins. Það tók stjórnendur stærsta sjúkratryggingafyrirtækis í einka- eign í Hollandi (Het Zilveren Kruis) ekki langan tíma að gera sér grein fyrir fjárhagshlið þessa máls eftir að niðurstöður rann- sóknarinnar höfðu verið birtar. Nú býður það skjólstæðingum sínum, sem hafa það eitt fram yfir aðra að iðka Innhverfa íhugun reglulega, 30% afslátt af iðgjöld- um. Rannsóknin Rannsóknina gerði dr. David Orme-Johnson í samvinnu við sjúkratryggingafyrirtæki í Banda- ríkjunum og náði hún yfír fímm ára tímabil. Borin var saman notk- un á læknisþjónustu hjá um 2.000 iðkendum Innhverfrar íhugunar og um 600.000 einstaklingum sem tryggðu hjá sama fyrirtæki en iðk- uðu ekki tæknina. Allir skilmálar og kynjadreifíng íhugunarhópsins var mjög svipuð og hjá staðal- hópnum. Engu að síður var notkun læknisþjónustu hjá íhugunarhópn- um afgerandi minni. Lítum nánar á þessar niðurstöður. Tölurnar sýna, í hundraðshlutum, hversu miklu minni notkun læknisþjón- ustu var hjá iðkendum Innhverfrar íhugunar með tilliti til legu á sjúkrahúsi og læknisheimsókna. Sjúkrahús- Læknis- dagar heimsóknir Böm (0-18) 50,2%færri 46,0%færri Fullorðnir (19-39) 50,l%færri 64,7%færri Fullorðnir (40+) 68,4%færri 73,7%færri (p-gildi minna en 0,0001) Samanborið við 5 viðmiðunar- hópa, sem valdir voru sérstaklega með tilliti til svipaðrar atvinnu, voru iðkendur Innhverfrar íhugun- ar jafnframt mun heilbrigðari. Sjúkrahúsvistanir 53,3% færri Læknisheimsóknir 44,4% færri (p-gildi minna en 0,0001) Nánari greining á sjúkrahús- legu með tilliti sjúkdómsflokka sýndi alls staðar mikinn mun á iðkendum tækninnar og öðrum: hjartasjúkdómar æxli smitsjúkdómar geðsjúkdómar taugasjúkdómar Það er sláandi, 87,3% færri 55,4%færri 30,4% færri 30,6% færri 87,3% færri að mestan mun var að fínna hjá elsta aldurs- hópnum (40 ára og eldri), eins og sjá má á línuritum 1 og 2. Kemur ekki á óvart Niðurstaða dr. Davids Orme- Johnsons kemur þó síður en svo á óvart. Hún er einungis staðfesting á þeim um það bil 350 rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessari tilteknu tækni, Innhverfri íhugun, á síðastliðnum 15 árum. Þetta er að stærstum hluta rannsóknir á lífeðlisfræðilegum, læknisfræði- legum og sálfræðilegum áhrifum Innhverfrar íhugunar, sem saman gefa heilsteypta mynd af ástæð- unni fyrir því að iðkendur tækn- innar reynast heilbrigðari en aðrir. Innhverf íhugun er ekki kennd fyrst og fremst, sem meðferðar- tækni (þó að hún hafí meðferðar- legt gildi), heldur sem tækni til almenns þroska. Hún er kennd á afar kerfísbundinn og staðlaðan hátt í sjö skrefum og einungis af sérmenntuðum kennurum sem þjálfaðir hafa verið af Maharishi Mahesh Yogi. Tæknin er iðkuð reglulega, tvisvar á dag, 20 mínút- ur í einu. Hún er iðkuð heima, á vinnustað eða yfirleitt hvar sem er. Þótt hljóðlátur staður sé ákjós- anlegastur, er jafnvel hægt að iðka tæknina með góðum árangri í hávaðasömu umhverfí. Innhverfri íhugun má lýsa sem einfaldri huglægri aðferð sem sjálfkrafa veldur því að hin ókyrr- ari svið hugans kyrrast uns ástandí lágmarksörvunar hugans er náð. Þetta er reynsla af stigvax- andi gleði og orku sem helst eftir iðkunina og kemur fram í auknum skýrleika og hæfni til að takast á við daglegt líf. Tæknin er ekki fólgin í einbeit- ingu af neinu tagi né breytingum á lífsviðhorfum, heldur byggir hún einungis á algildum lögmálum um mannshugann og hentar því öllum, óháð aldri, menningu, stétt eða trú. ' Vegna þess hversu hugur og líkami eru nátengdir myndar hin huglæga kyrrð sem skapast við iðkunina sérstætt likamlegt ástand sem gjaman er nefnt „vök- ul hvíld“ (2, 3). Þetta hvíldar- ástand einkennist af mjög lágri súrefnisnotkun, minni öndunar- hraða og mjólkursýrumagni, færri sjálfkrafa viðnámsviðbrögðum í húð og auknu grunnviðnámi í húð (2—4). Vökulleikinn einkennist af auknu afli heilasveiflna (EEG) á alfa-tíðnisviði (2, 3) og auknu samræmi þeirra (5). Huglæg reynsla af „vökulli hvíld“ er ná- tengd hægari öndun og auknu samræmi í heilasveiflum á öllum tíðnisviðum (6, 7). (Þessar upplýs- ingar kunna að segja sumum meira en öðrum.) Það sem gerist um leið og þetta sérstaka líkamsástand skapast er að útbúnaður líkamans til að laga það sem fer úrskeiðis í líkams- starfseminni nær hámarksvirkni. Þetta leiðréttir uppsafnað ójafn- vægi eða streitu í líkamanum og stuðlar þannig að því að viðhalda góðri heilsu. 1 \ \ Ari Halldórsson „Niðurstaða dr. Davids Orme-Johnsons kemur þó síður en svo á óvart. Hún er einungis stað- festing á þeim um það bil 350 rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessari tilteknu tækni, Innhverfri íhug- un, á síðastliðnum 15 árum. Þetta er að stærstum hluta rann- sóknir á lífeðlisfræði- legum, læknisfræðileg- um og sálfræðilegum áhrifúm Innhverfrar íhugunar, sem saman gefa heilsteypta mynd af ástæðunni fyrir því að iðkendur tækninnar reynast heilbrigðari en aðrir.“ Margs konar sálfræðileg próf hafa leitt í ljós alhliða andlegan þroska við iðkun Innhverfrar íhug- unar, sem telja má víst að háfí áhrif á almenna heilsu. Þessar rannsóknir hafa m.a. sýnt aukna greind, sköpunarhæfni, aukinn hæfíleika til að vinna við flóknar og sérhæfðar aðstæður, aukna orku, frumleika, sjalfsöryggi, þol- inmæði, skarpari skynjun, athygli og minni spennu. Ef til vill er langlífí einn besti mælikvarðinn á almenna heilsu. Stöðluðu prófí til að meta líffræði- legan aldur, þar sem m.a. eru mældir þættir ein sog blóðþrýst- ingur, heyrn og nærsýni, var beitt í rannsókn á 87 einstaklingum sem iðkuðu innhverfa íhugun (14). Meðalaldur þeirra var 53 ár. Nið- urstöður sýndu m.a. að líffræðileg- ur aldur þeirra 40 einstaklinga sem höfðu iðkað tæknina lengur en 5 ár var að jafnaði 12 árum lægri en raunverulegur aldur gaf til kynna. Meðai annarra rannsókna sem gefa til kynna jákvæð áhrif Inn- hverfrar íhugunar á heilsu má Sjúkrahúslega CQ bl) c« ct -•-> tn C c3 O *- o 2?^ 1200 1000 800 600 Vidmiðunar- hópur iðkend- 0-18 Viðmiðunar- hópur 19-39 SÚLURIT 1 Viðmiðunar- hópur 40+ Aldur Heimsóknir til lækna SÚLURIT 2 c 'O _ w cn 6 .S 'o <*> 'S ° l§ ■ST 250 200 150 100 50 0 0-18 19-39 40+ Aldur nefna áhrif á astma (15), lægri blóðþrýsting hjá þeim sem þjást af of háum blóðþrýstingi (16—18), minna magn kólesteróls hjá sjúkl- ingum með of mikið kólesteról- magn (19) og bata við svefnleysi (20). Dagleg reynsla af þessu líkam- lega ástandi „vökullar hvíldar" sem skapast við iðkun Innhverfrar íhugunar virðist hafa áhrif á heilsu bæði með beinum og óbeinum hætti. Bein áhrif felast í því að hindra myndun líkamlegrar streitu. Hin óbeinu áhrif má rekja til þess að íhugandinn kýs hollara líferni, hann verður næmari á það sem hollt er vegna aukins andlegs og líkamlegs jafnvægis. Nokkrar rannsóknir þar sem úrtak var val- ið af handahófi sýna að Innhverf íhugun hefur áhrif á neyslu alkó- hóls (2—5), eiturlyfja (8, 9, 11, 12) og tóbaks (8, 9, 13) sem og á andlega heilsu (12). Lokaorð I rannsókn dr. Orme-Johnsons kemur fram að sjúkratrygginga- bætur til íhugunarhópsins voru 26,5%—67,4% lægri en til saman- burðarhópanna (mismunandi eftir árum) en þetta samsvaraði um 22 milljónum íslenskra króna á hveija 1.000 einstaklinga á 5 áratímabili. Stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á fjárlögum er jafnan heilbrigðis- mál. Með því að koma Innhverfri íhugun með einhverjum hætti inn í heilbrigðiskerfí landsins, er ljóst að spara mætti tugmilljónir ár- lega. Kostnaðurinn við að kenna fólki tæknina næmi einungis litlu broti af þeim upphæðum sem mundu sparast. Sérfræðiþekking á Innhverfri íhugun er í höndum örfárra kenn- ara íslenska íhugunarfélagsins, þótt fjöldi fólks iðki tæknina sjálfa reglulega. Þessa dagana vinna þeir að því að kynna alþingismönn- um og heilbrigðisyfírvöldum rannsókn dr. Orme-Johnsons. Ljóst er þó að til þess að auð- velda ráðamönnum allt frum- kvæði, þarf að koma af stað víðtækri kynningu og umræðu um tæknina meðal heilbrigðisstétt- anna og almennings. Ég hvet því alla, einkum lækna og hjúkrunar- fólk og ef til vill ekki síst fjölmiðla- fólk, til að kynna sér rannsókn dr. Orme-Johnsons sem best. Hér er um miklu mikilvægara mál að ræða en svo að láta það daga uppi í hugarheimi örfárra einstaklinga. Fyrirlestur um rannsóknina og Innhverfa íhugun verður haldinn á vegum íslenska íhugunarfélags- ins næstkomandi fímmtudag í Norræna húsinu, kl. 20.30. Tilvísanir: 1. Orme-Johnson DW: Medical care utiliz- ation and the Transcendental Meditation Program. Psychosomatic Medicine ,49: 493-507, 1987. 2. Wallace RK, Benson H: A wakeful hypometabolic state. Am J Physiology 221:795-799, 1971. 3. Wallace RK, Benson H: The physiology of meditation. Sci Am 226:84—90, 1972. 4. Orme-Johnson DW, Dillbeck MC: Meta-analysis and theoretieal framework of physiological research on the Transcend- ental Meditation technique. Submitted for publication. 5. Levine PH: The coherence spectral arry (COSPAR) and its application to the study of spatiaí ordering in the EEG. Proc San Diego Biomed Symp 25:237—247, 1976. 6. Farrow JT, Herbert RJ: Breath suspension during the Transcendental Med- itation technique. Psyehosom Med 44:133— 153, 1982. 7. Badwai K, Wallace RK, Orme-Johnson DW, Rouzerre AM: Electro physiologie characteristics of respiratory suspension periods occurring during the practice of the Transcendental Meditation program. Psychosom Med 46:267—276, 1984. 8. Monahan RJ: Secondary prevention of drug dependency through the Transcend- ental Meditation program in metropolitan Philadelphia. Int J Addiction 12:729—754, 1977. 9. Benson H, Wallace RK: Decreased drug abuse with Transcendental Meditation: A study of 1.862 subjects. In Zarafonetis C (ed), Drug Abuse: Proceedings of Inter- national Conference. Philadelphia, Lea & Febiger, 1975 pp 239-252. 10. Shafi M, Lavely RA, Jaffe RD: Medi- tation and the prevention of alcohol abuse. Am J Psychiatry 132:924-945, 1975. 11. Shafi M, Lavely RA, Jaffe RD: Medit- ation and marijuana. Am J Psychiatry 131:60-63, 1974. 12. Bielefeld M: Transcendental Meditati- on: A stress reducing self-help support system. Paper presented at the Ameriean Psychological Association, Los Angeles, CA, August 24, 1981. In Chalmers RA, Clem- ents G, Schenkluhn H, Weinless M (eds), Scientific reserch on the Transcendental Meditation and the TM-Sidhi program: Collected Papers, West Germany, MERU Press, vol 3, in press. 13. Ottens AJ: The effect of Transcend- ental Meditation upon modifying the cigarette smoking habit. J School Health 45:577-583, 1975. 14. Wallace RK, Dillbeck MC, Jacobe E, Harrington B: The effects of the Transc- endental Meditation and TM-Sidhi program on the aging process. Int J Neurosci 16:53-58, 1983. 15. Wilson AF, Honsberger RW, Chiu JT, Novey HS: Transcendental Meditation and asthma. Respiration 32:74—80, 1975. 16. Benson H, Wallace RK: Decreased blood pressure in hyper tensive subjects who practiced meditation. Circulation 45/46 (suppl 11): 516, 1972. 17. Blackwell B, Haneson IB, Bloomfield SS, Magenheim HG, Nidich SI, Gartside P: Effect of Transcendental Meditation on blood pressure: A controlled pilot study. Psychosom Med 37:86, 1975. 18. Wallace RK, Silver J, Mills P, Dillbeck MC, Wagoner DE: Systolic blood pressure and long-term practice of the Transcendent- al Meditation and the TM-Sidhi program: Effects.of TM on systolic blood pressure. Psychosom Med 45:41—46, 1983. 19. Cooper MJ, Aygen MM: A rclaxation Technique in the management of hyper- cholesterolemia. J Hum Stess 5(4):24—27, 1979. 20. Fuson JW: The effect of Transcend- ental Meditaton on sleeping and dreaming pattems. Doctoral dissertation, Yale Medic- al School, 1976. Reprinted (abbr.) in Scientific Research on the Transcendental Meditation: Collected Papers, Vol 2. Höfundur er kennari íinnh ver6i íhugun iReykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.