Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 55
M0RGUN3LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 SKÍÐI / HM Enn Tomba- sigur Hefur nú 43 stiga forskot á Pirmin Zurbriggen ALBERTO Tomba sannaði það enn einu sinn í stórsvigi heims- bikarsins í gær að hann er bestur. Tomba sigraði örugg- iega og var tæpum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Hann hefur nú 43 stiga forskot á Pirmin Zúr- briggen í keppninni samaniagt. Sigur Tomba í gær var hans sjöundi í vetur. Hann hefur nú unnið fjögur af fímm svigmótum vetrarins og varð annar í því fímmta. í gær vann hann sinn þriðja sigur í stórsvigi, sem er frábær árangur. „Ég er svo gott sem er búinn að vinna svigið og stórsvigið saman- lagt. Ziirbriggen má reyna að komast upp fyrir mig með því að ná stigum í bruni. Ef stigin úr risa- stórsviginu nægja mér ekki til að vinna keppnina samanlagt mun ég freista þess að keppa í bruni, en þó ekki fyrr en eftir Ólympíuleika," sagði Tomba eftir sigurinn í gær. Stórsvigskeppnin í gær fór fram í Saas Fee í Sviss. Tomba náði besta brautartímanum í báðum umferðum og var tæpum tveimur sekúndum á undan Gunter Mader frá Aust- urríki. Landi hans, Helmut Mayer, varð þriðji og Pirmin Ziirbriggen í Qórða sæti. Austurríkismenn komu sterkir frá þessari keppni, áttu þrjá af fimm fyrstu. Svisslendingar áttu aðeins einn keppanda sem hlaut stig fyrir utan Zurbriggen, Martin Hangl, sem varð f 11. sæti. Svisslendingum hefur hins vegar gengið betur í kvennaflokki. Alberto Tomba hefur nú hlotið 206 stig, Ziirbriggen er næstur með 163 stig, Gunther Mader með 96, Hu- bert Strolz með 93 og í fímmta sæti er Markus Wasmeier með 85. Næsta mót hjá körlunum verður í Leukerbad í Sviss á laugardaginn. Þá keppa konumar í Bad Gastein í Austurríki. BLAK Þróttur marði HK Tveir leikir fóru fram í 1. deild karia í blaki um síðustu helgi. Þróttur átti í miklu basli með HK og Víkingur vann Fram nokkuð örugglega. Einnig fóru fram nokkrir leikir í bikar- keppninni. Þróttur sigraði HK í 1. deild karla 3:2 eftir spennandi viður- eign. Þróttur vann fyrstu hrinuna 19:17 og tók hún 36 mínútur, eða sama tíma og næstu þijár. Einstak- ir leikir fóru þannig: 19:17, 3:15, 2:15, 15:4 og 15:9. Víkingur vann Fram 3:1 (15:3, 13:15, 15:9 og 15:6). í 1. deild kvenna fóm fram tveir leikir. Þróttur vann HK 3:1 og Breiðablik vann Þrótt 3:0. Fimm leikir fóm fram í bikarkeppni karla. Á sunnudaginn sigraði Þrótt- ur frá Neskaupstað Þrótt-b, 3:2 (15:6, 14:16, 15:11 og 18:16). Þróttur spilaði aftur í bikarkeppn- inni síðar sama dag við Vfking og tapaði þá 1:3. Önnur úrslit í karla- flokki urðu þau að HSK vann Fram 3:1, á Akureyri vann KA Skautafé- lag-b 3:0 og Óðinn vann Skautaflé- lag-a 3:0. Loks vann kvennnalið Völsungs Óðinn á Akureyri 3:0. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðtð/Bjam; Páll Ólafsson, sem hér skorar i landsteik gegn heims- og ólympíumeisturum Júgóslava I Laugardalshöll á dögun- um, er á heimleið og leikur í KR-búningnum næsta keppnistimabil. KR-ingar hafa þvf nælt f tvo af bestu handknattleiksmönnum íslands, Pál og Alffeð Gfslason, sem báðir hafa leikið í Vestur-Þýskalandi undanfarín ár. PállOlafs- sontilKR! PÁLL Ólafsson, landsliðs- maðunnn snjalli sem ieikið hefur í Vestur-Þýskalandi síðustu ár, hefur ákveðið að ganga tii liðs við KR fyrir næsta keppnistfmabii. Hann flytur heim í vor, eftir að keppnistfmabHinu lýkur ytra. KR fær þvf tvo firnasterka leikmenn frá þýskum liðum fyrir næsta keppnistímabil: Alfreð Gíslason snýr aftur tii Vesturbæjarliðsins frá meist- urum Essen, eins og Morgun- blaðið greindi frá á dögunum. etta var nokkuð erfíð ákvörð- un, já,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „En það skipti í sjálfu sér ekki máli hvað félagið heitir sem ég fer til. Ég er Þróttari og verð alltaf Þrótt- ari, en ég tel KR geta gert mest fyrir mjg núna sem handbolta- mann. Ég held að liðið geti orðið mjög gott næsta keppnistímabil og það skipti miklu máli.“ Það verður gaman að spila með Alfreð Alfreð Gíslason ákvað fyrir skömmu að ganga til liðs við KR á nýjan leik sem fyrr greinir og sagði Páll að það hefði haft mikið að segja fyrir sig. „Það verður gaman að spila með Alfreð og hefur lika mikið að segja upp á landsh'ðið — það er engin spum- ing.“ • Páll leikur nú þriðja keppnistíma- bilið í röð í Vestur-Þýskalandi — var fyrst í eitt ár hjá Dankersen en leikur nú annað tímabilið með Dusseldorf. Liðinu hefur gengið mjög vel í vetur — miklu betur en nokkur þorði að vona og sagði Páll að velgengnin hefði vissulega haft þau áhrif að hann hefði íhug- að að vera lengur hjá félaginu. „En konan mín er orðin þreytt hér og vill fara heim og það skipt- ir miklu máli. Félagið vill hafa mig áfram, en forráðamenn þess eru mannlegir og hleypa mér burt án nokkurra illinda." Utetmjögwlá 1. deildina i vatur Páll sagðist hafa dvalið hér heima um tíma í vetur og séð nokkra leiki í 1. deildarkeppninni. „Það var viririlega gaman að þeim leikj- um, mér leist vel á það sem ég sá og deildin verður örugglega enn betri næsta ár þegar enn fleiri leíkmenn verða komnir heim frá útlöndum. Það er Ijóst að ég hefði einhvem tíma komið heim og þetta er ekki slæmur tími til þess. Bæði er að deildin er orðin skemmtileg aftur og sfðan er gott að vera fluttur heim til að taka þátt i iokaundirbúningi landsliðs- ins fyrir Ólympíuleikana," sagði Páll Olafsson. 55 —“v KÖRFUBOLTI Sturia og Valur ekki með aegn IBK TVEIR lykilmenn í liði Njarðvík- ur, þeir Valur Ingimundarson og Sturla Örlygsson, munu ekkr leika með UMFN gegn ÍBK f síðari leik liðanna í 8-liða úrslit- um bikarkeppni KKÍ á föstu- daginn. Þeir voru báðir dæmdir í eins ieiks bann af aganefnd KKÍígær. Valur Ingimundarson fékk tvær tæknivillur í fyrri leiknum gegn ÍBK og fékk því sjálfkrafa eins leiks bann. Sturla var hinsveg- ar kærður fyrir að slá andstæðing í leik UMFN gegn ÍR um helgina. Þrátt fyrir mismunandi brot urðu þeir að sæta sömu refsingu. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri leikn- um gegn ÍBK í Keflavík, 88:83. Það eru því aðeins fímm stig sem skilja iiðin að og það verður án efa erfitt fyrir Njarðvíkinga að halda þessum mun án Vals og Sturlu sem hafa báðir leikið mjög vel í síðustu leikj- um. Valur skoraði t.d. 37 af 88 stigum Njarðvíkinga í fyrri leiknum. „Þett er tóm þvæla og dómurinn á alls ekki rétt á sér,“ sagði Sturla Örlygsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þetta gerðist í hita leiksins og var ekki högg heldur hrinding. Það er líka gróft að vera tekinn fyrir- af þremur mönnum og fá ekki tækifæri til að veija sig!" Ég var dæmdur út frá hnefahöggi. Valur Ingimundarson er svo dæmd- ur út frá starfsreglum dómara, sem þeir eru ekki allir sammála um. Annars er ég bara bjartsýnn fyrir leikinn og ég hef ekki trú á öðru en að við komumst áfram. Hinir strákamir bæta bara við sig.“ ívar Webster ( eins lelks bann? Mal ívars Websters verður tekið fyrir í dag í dómstól UMSK. Hann er sakaður um hnefahögg, það sama og Sturla Örlygsson var dæmdur fyrir. Nokkur munur er þó á þessum tveimur málum. Högg Ivars var þyngra og kom í leikhléi, en Sturla var kærður fyrir högg í leiknum sjálfum. „Það er að sjálfsögðu bæði stigs- og eðlismunur á höggi í hita leiks- ins og svo aftur á móti höggi sem kemur í leikhléi,“ sagði Bjöm Björg- vinsson, formaður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er þó ekki hægt að neita því að handa- lögmál era alltaf handalögmál sama hve höggin era þung.“ Eins og áður sagði fer mál ívars Websters fyrir dóm í dag og sam- kvæmt kæranum era málin svipuð. „Þetta er mjög gott fyrir okkur og samkvæmt öllu ætti ívar bara að fá eins leiks bann“ sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari Hauka. „Ég fæ ekki séð annað en að kæraatriðin séu þau sömu. Menn vissu ekki hvemig átti að taka á máli ívars vegna þess að slíkt mál hafði ekki komið upp en nú hafa þeir for- dæmi. Það er nefnilega ekki hægt að dæma bara eftir þvi hve höggið er þungt." ENGLAND Watford áfram I bikamum Luton sigraði Bradford 2:0 í gærkvöldi í átta liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspymu, sem nú er kennd við Littlewoods, í gærkvöldi. í fyrra- kvöld vann Watford sigur á Hull, 1:0, í 3. umferð FA bikarkeppninn- ar. Watford mætir Coventry, sem er handhafí bikarsins, í 4. umferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.