Morgunblaðið - 20.01.1988, Side 33

Morgunblaðið - 20.01.1988, Side 33
MORGU NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 33 Lionessuklúbburinn Eir Öllum ágóða af frumsýningu varið til bar- áttunnar gegu eiturlyfjum Lionessuklúbburinn Eir í Reykjavík stendur fyrirfrumsýn- ingu á bandarísku gamanmynd- inni „Kæri sáii“ i Háskólabíói næstkomandi sunnudag, 24. jan- úar kl. 17. Myndin var nýlega frumsýnd i Bandaríkj unum en Evrópufrumsýning hennar verð- ur i Háskólabiói. Allur ágóði rennur i Baráttusjóð Lionessu- klúbbsins Eirar gegn eiturlyfj- um. Lögreglukór Reykjavíkur syngur nokkur lög áður en sýning myndar- innar hefst, stjómandi kórsins er Guðni Þ. Guðmundsson. Þetta er þriðja árið I röð sem Lionessuklúbburinn stendur fyrir frumsýningu kvikmyndar í Há- skólabíói en öllum ágóða af frum- sýningum síðastliðin tvö ár var varið til tækjakaupa handa Fíkni- efnadeild Lögreglunnar. Félagskon- ur sjá sjálfar um sölu aðgöngumiða og er miðaverð 500 krónur. ÞAÐ ER KOMINN FERÐAHUGUR í HANN ÞORLEIF! Geröu bara eins og hann, fáðu þér Ferðaþrist á 50 krónur. Þú átt kost á að vinna ferð til einhverra af viðkomustöðum Flugleiða, bæði innanlands og utan. Hæsti vinningur, ferð til Bankok. (Nú eru 9 ferðir til Bankok eftir). Ferðaþristurinn fæst á sölustöðum um land allt. * * * m * * APR * # * * * * lúHd vWvnoguf: FERt) TIL BANOKOK Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss, sími: 99-4220. Leikfélag Rangæinga: Saumastofan frum- sýnd í aflagðri saumastofu Sunnu Áhorfendur verða á raunverulegnm vinnustað Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Líf og fjör í sjötugsafmælinu á saumastofunni. Þorsteinn Ragnarsson, formaður leikfélagsins, hefur hér brugðið sér f kvenmannsgervi f hlutverki Kalla klæðskera. Selfossi. LEIKFÉLAG Rangæinga frum- sýnir á fimmtudag, 21. janúar, leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningar fara fram í húsnæði saumastof- unnar Sunnu á Hvolsvelli og er þetta'í fyrsta sinn sem Saumastof- an er sett upp í náttúrulegu umhverfi ef svo má að orði kom- ast. Leikfélag Rangæinga verður 10 ára á þessu ári, hinn 18. janúar, og er þetta því afmælissýning hjá félag- inu. Leikaramir em frá Hellu og Hvolsvelli og leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Undirleik annast Helgi Hermannsson á gítar og Eggert Smári Eggertsson á hljómborð. Uppsetning leikritsins í húsnæði Sunnu kom þannig til að félagið vantaði húsnæði til æfinga og tók boði kaupfélagsstjóra Kaupfélags Rangæinga um saumastofuhús- næðið. Þá var eftir að velja verk til flutnings en eftir að þangað var komið kom ekkert annað leikrit til greina en Saumastofan. Áhorfendur munu sjá verkið í náttúrulegu umhverfi, stúlkumar sauma á saumavélamar og þar er líka ekta klæðskerakompa og allt sem þarf svo saumastofa sé eðlileg. Fólk verður í heimsókn á líflegum vinnustað. Leikaramir hafa sumir aldrei komið fram áður og hika ekki við að syngja einsöng og á æfingu var ekkert hik, frekar leikandi kraft- ur á ferð. Það er ekki að efa að lifna mun yfir saumastofunni Sunnu á frum- sýningunni og á öðmm sýningum í lok janúar. Auk fmmsýningarinnar verður Saumastofan sýnd 22. jan- úar, 24., 26., 28., og 31. Gera má ráð fyrir að góð aðsókn tryggi frek- ari aukasýningar. Starfsemi leikfélagsins hefur legið niðri um skeið. Síðast var fært upp í Hellubíói verkið Skjaldhamrar. Fé- lagið hefur leitað til fjölmargra aðila um stuðning vegna þessa verkefnis og verið hvarvetna vel tekið og em það hátt í 50 fyrirtæki sem styðja við bakið á Saumastofunni rang- æsku. Mikill áhugi er meðal fólks að verða vitni að þessari uppfærslu á raunvemlegum vinnustað. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.