Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 33
MORGU NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 33 Lionessuklúbburinn Eir Öllum ágóða af frumsýningu varið til bar- áttunnar gegu eiturlyfjum Lionessuklúbburinn Eir í Reykjavík stendur fyrirfrumsýn- ingu á bandarísku gamanmynd- inni „Kæri sáii“ i Háskólabíói næstkomandi sunnudag, 24. jan- úar kl. 17. Myndin var nýlega frumsýnd i Bandaríkj unum en Evrópufrumsýning hennar verð- ur i Háskólabiói. Allur ágóði rennur i Baráttusjóð Lionessu- klúbbsins Eirar gegn eiturlyfj- um. Lögreglukór Reykjavíkur syngur nokkur lög áður en sýning myndar- innar hefst, stjómandi kórsins er Guðni Þ. Guðmundsson. Þetta er þriðja árið I röð sem Lionessuklúbburinn stendur fyrir frumsýningu kvikmyndar í Há- skólabíói en öllum ágóða af frum- sýningum síðastliðin tvö ár var varið til tækjakaupa handa Fíkni- efnadeild Lögreglunnar. Félagskon- ur sjá sjálfar um sölu aðgöngumiða og er miðaverð 500 krónur. ÞAÐ ER KOMINN FERÐAHUGUR í HANN ÞORLEIF! Geröu bara eins og hann, fáðu þér Ferðaþrist á 50 krónur. Þú átt kost á að vinna ferð til einhverra af viðkomustöðum Flugleiða, bæði innanlands og utan. Hæsti vinningur, ferð til Bankok. (Nú eru 9 ferðir til Bankok eftir). Ferðaþristurinn fæst á sölustöðum um land allt. * * * m * * APR * # * * * * lúHd vWvnoguf: FERt) TIL BANOKOK Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss, sími: 99-4220. Leikfélag Rangæinga: Saumastofan frum- sýnd í aflagðri saumastofu Sunnu Áhorfendur verða á raunverulegnm vinnustað Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Líf og fjör í sjötugsafmælinu á saumastofunni. Þorsteinn Ragnarsson, formaður leikfélagsins, hefur hér brugðið sér f kvenmannsgervi f hlutverki Kalla klæðskera. Selfossi. LEIKFÉLAG Rangæinga frum- sýnir á fimmtudag, 21. janúar, leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningar fara fram í húsnæði saumastof- unnar Sunnu á Hvolsvelli og er þetta'í fyrsta sinn sem Saumastof- an er sett upp í náttúrulegu umhverfi ef svo má að orði kom- ast. Leikfélag Rangæinga verður 10 ára á þessu ári, hinn 18. janúar, og er þetta því afmælissýning hjá félag- inu. Leikaramir em frá Hellu og Hvolsvelli og leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Undirleik annast Helgi Hermannsson á gítar og Eggert Smári Eggertsson á hljómborð. Uppsetning leikritsins í húsnæði Sunnu kom þannig til að félagið vantaði húsnæði til æfinga og tók boði kaupfélagsstjóra Kaupfélags Rangæinga um saumastofuhús- næðið. Þá var eftir að velja verk til flutnings en eftir að þangað var komið kom ekkert annað leikrit til greina en Saumastofan. Áhorfendur munu sjá verkið í náttúrulegu umhverfi, stúlkumar sauma á saumavélamar og þar er líka ekta klæðskerakompa og allt sem þarf svo saumastofa sé eðlileg. Fólk verður í heimsókn á líflegum vinnustað. Leikaramir hafa sumir aldrei komið fram áður og hika ekki við að syngja einsöng og á æfingu var ekkert hik, frekar leikandi kraft- ur á ferð. Það er ekki að efa að lifna mun yfir saumastofunni Sunnu á frum- sýningunni og á öðmm sýningum í lok janúar. Auk fmmsýningarinnar verður Saumastofan sýnd 22. jan- úar, 24., 26., 28., og 31. Gera má ráð fyrir að góð aðsókn tryggi frek- ari aukasýningar. Starfsemi leikfélagsins hefur legið niðri um skeið. Síðast var fært upp í Hellubíói verkið Skjaldhamrar. Fé- lagið hefur leitað til fjölmargra aðila um stuðning vegna þessa verkefnis og verið hvarvetna vel tekið og em það hátt í 50 fyrirtæki sem styðja við bakið á Saumastofunni rang- æsku. Mikill áhugi er meðal fólks að verða vitni að þessari uppfærslu á raunvemlegum vinnustað. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.