Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /ur tí uStW 'L) ir Úrelt o g ósanngjarnt skólakerfi Til Velvakanda. Um áramót er það venja hjá mörg- um að líta um öxl og líta yfir farinn veg og áætla framtiðina samkvæmt þeim niðurstöðum. Eins og er er skól- inn eitt af því mikilvægasta í lífi mínu og er það því sjálfgefið að hann taki stórt pláss í mínu yfirliti. En að þessu sinni ætla ég að deila því með almenningi á þann eina máta sem ég taldi mér mögulegan. Ég er á þriðja ári í framhalds- skóla. Ég ætla ekki að nafngreina neinn skóla því það mundi kannski koma illa við suma og einnig vegna þess að þessi pistill fjallar um allt skólakerfíð í heild sinni en ekki ein- staka skóla. Þó ber að taka fram að þeir eru æði misjafnir að gæðum. Áður en ég byijaði í skóla var ég ákveðin í að ganga menntaveginn því ég taldi það forréttindi að hafa tæki- færi til að mennta sig eins og hver kysi. Einnig var mér það sjónarmið ofarlega í huga að „það er leikur að læra“ og „vita meira í dag en í gær“. 6 ára gömul var ég ákveðin í að verða nokkurs konar menningarviti og leit með bjartsýni til framtíðarinnar, sér- staklega þar sem komið var fram að mér mundi ganga vel að læra og sýndi það sig að það var á rökum reist. En þvílík vonbrigði! Ég komst fljótt að því að í þessu úrelta og ósann- gjama skólakerfi á íslandi gæti ég aldrei uppskorið sem ég hafði sáð. Og þetta versnaði eftir því sem leið á skólagönguna. Margt að því sem við erum látin læra mun aldrei nýtast og ætti ekki að vera kennt sem eitt af aðalfögum í almennu námi. Hrein tímaeyðsla, ekkert annað. Kennslugögn eru oft ákaflega léleg, ljósrit, úreltar bækur og samtíningur. En verst af þessu öllu eru þó kennararnir. Mér er sama hversu mikið þeir emja um hvað þeir hafa lág laun, það er engin afsökun fyrir því áhugaleysi sem þeir sýna starfi sínu. Eg hef fengið mjög misjafna kennara um ævina, eins og er sjálfsagt með flesta, og auðvitað er sjálfsagt að gera ráð fyrir að það séu svartir sauðir í þess- ari starfsstétt sem og öðmm. En mér datt aldrei í hug að þeir yrðu svona margir. Ég hef fengið eiturlyfjasjúkling, kennara sem átti við geðræn vanda- mál að stríða, kennara sem gátu ekki kennt vegna skapferlis, þá bæði vegna skapofsa og linkindar og margt fleira. Þetta væri kannski hægt að afsaka ef þeir hefðu bara ekki verið svona lélegir í starfi sínu. Aftur á móti voru þó nokkrir sem skáru sig úr, þessir sem eru af gamla skólan- um. Þeir báru umhyggju fyrir starfí sínu og einstaklingum og þeirra markmið var að skila árangri. Til þessa hóps, sem virðist því miður vera að deyja út, hugsa ég enn til með hlýhug. Það sem einkennir kennarastéttina í dag eru léleg gæði, vanhæfni og áhugaleysi um að skila árangri. Ég hef það svo oft á tilfínningunni að þeir hafí stimplað sig inn um morgun- inn og geti ekki beðið eftir að klukkan blási og þeir geti stimplað sig út. Afköst dagsins skipta ekki svo miklu máli, þeir fá sitt, sem þeir telja þó alltof lítið. En ég held að þeir ættu þá að endurskoða af hvetju þeir gerð- ust kennarar. Ég hélt alltaf að það væri vegna hugsjónar, að skila arði til þjóðfélags- ins, taka þátt í uppbyggingu þess með því að stuðla að þroska einstakl- ingsins. Af hveiju fer fólk í kennara- nám vitandi um launin? Gera þau ráð fyrir þegar þau koma úr námi að það hljóti að vera búið að hækka launin í samræmi við það gífurlega mikil- væga hlutverk sem þau munu gegna í þjóðfélaginu? Þá ætla ég að minna þá, sem eru ef til vill í kennaranámi núna, á þetta mikilvæga hlutverk og sýna þá að þeir geti staðist þær kröf- ur sem gerðar eru til þeirra, því við þurfum svo sannarlega að standast þeirra. Kennarar í dag geta líka tek- ið þetta til sín því enn er tími til breytinga. Þegar þið hafi sýnt að það eru ekki peningarnir sem skipta meg- inmáli heldur góður árangur í starfi þá skulum við fara tala um að hækka launin. Ég er auðvitað sammála þeim sjón- armiðum kennara að þeir verða að geta lifað en má ég enn minna á að í þeim hópi eru þeir ekki einir. Það bíða ennþá margir. En þessir margir hafa það þó umfram kennarastéttina að þeir verða að sýna árangur og afköst í starfi annars. verða þeir látn- ir fjúka. Sem sagt, það er mín skoðun að skólakerfíð á íslandi er gengið sér til húðar. Til dæmis er nemendum hleypt upp í gagnfræðaskóla þó þeir séu ekki einu sinni læsir. Kennarar sem gera slíkt vita það að þeir muni aldrei standast þær kröfur sem gerð- ar verða til þeirra en þó furðulegt sé tekst .ótrúlega mörgum að klóra sig í gegn. Þá er ég komin að því sem mig svíður mest persónulega og verður mest áberandi í framhalds- námi. Það er það að ekki er svo mikill munur lengur gerður á framúr- skarandi nemum og þeim sem í rauninni hafa ekkert að gera í fram- haldsnámi. Það er alltaf verið að ieita að smugum fyrir lakari nemendur á kostnað þeirra betri. Alla mína skólagöngu hefur mér alltaf verið sagt að gáfur skipti ekki svo miklu máli. Þær auðvitað hjálpa en það sem skipti mestu máli væri að vinna vel og slá aldrei slöku við. Ég hef farið eftir þessari reglu og mun betur en það eftir bestu sam- visku. En af hvetju eru þá svona margir sem ég veit að læra aldrei, hafa engan áhuga á því sem fram fer allan veturinn, og fá jafn góðar einkunnir og ég, það er að segja, hvernig tekst þeim að fá háar ein- kunnir þrátt fyrir að sniðganga þessa meginreglu? Því er auðsvarað: Skólakefíð býður bókstaflega upp á þetta. í allmörgum fögum er hægt að lesa efni vetrar- ins, þá oft með hjálp frá þeim sem ' hafa fylgst vel með, fyrir prófíð og fá 10. Kennarar segja að þetta eigi ekki að vera hægt, kannski vegna þess að það gefur óbeint til kynna að þeir séu ónauðsynlegir. En af hveiju er þetta hægt? Meginástæðan er sú að einkunna- gjöfín byggist á einu prófi, lokapróf- inu. Frammistaða vetrarins kemur þar hvergi inn í. Enda held ég kennar- ar hafi yfírleitt ekki' minnstu hugmynd hvar margir standa í námi. Þeir segja að vegna skorts á kennur- um og mikils tímafjölda hjá hveijum og einum hafi þeir ekki tíma til að útbúa verkefni, skyndipróf og hvað þá að fara yfir þau! En þá spyr ég, hvemig hafa þá sumir af þessum kennurum tíma til að stunda aðra vinnu ásamt kennslu eins og mér eru kunnug dæmi um? Klæðskerasaumuð smókingföt - úrgabardinefnumá Lilliendahl K L Æ Ð S K E R I Garðastræti 2 - Sími 17525 í skólum erlendis er það þekkt regla að nemendur eru að safna eink- unninni smám saman. Lokaprófið, ef hægt er að kalla það lokapróf, skipt- ir þá ekki 100%. Þar þýðir þá heldur ekki að slá slöku við allan veturinn ’ og ætla sér síðan að taka próf upp á 10. Þar fá hinir betri að spreyta sig og göfga andann en réttilega detta þeir út sem hafa ekkert þarna að gera. Svo er það annað sem aldrei er tekið tillit til með þetta lokapróf að nemandi getur verð misjafnlega fyrir- kallaður af persónulegum ástæðum og niðurstaða prófsins alls ekki í sam- ræmi við getu. Kannski er þá annar nemandi við hliðina að taka próf upp á 10, þvert í samræmi við getu. Ég gæti haldið lengi svona áfram en ég ætla að staldra hér við. Þó er það eitt að lokum sem ég vil minnast á og ætti að hringja aðvörunarbjöllu í huga fólks. Það sem er lesið er 1, 2 og 3 fyrir próf fer jafn hratt úr minninu aftur og ef landið fyllist af fólki í embættisstörf með himinháar einkunnir en þekkingu alllakari, hvemig fer þá fyrir íslenska þjóð- félaginu? Eða er kannski með þessu verið að gefa í skyn að skólar séu ónauðsynlegir og furðufuglar eins og ég, sem vildi læra og í rauninni hef enn þessa von, sem fer þó hratt kuln- andi eftir miklar hrakningar í skóla- kerfínu, um að fá að læra í bókstaflegri merkingu, að við verðum sett í glerkassa á safn? Ég veit ekki hvort nokkur tekur mark á þessu, kannski þeir sem hafa sömu reynslu og ég. Reynsla mín af skólayfírvöldum er nefnilega sú, jú, að þeir hlusta á aðfinnslur og jafnvel hafa sérstök embætti til að nemendur geti farið og kvartað til að vera ekki að trufla hina æruverðugu herra og hina þeim æðri, en mér fínnst ætíð að maður hafí talað fyrir daufum eyrum því þeir þola í rauninni ekki að sett sé út á skólakerfið og er því ekki nema von að það sé eins og það er meðan enginn sem getur vill breyta neinu? Þeir sem hafa notað sér vel þetta 1, 2 og 3 kerfi sem skólinn býður upp á munu hneykslast á þessum pistli mínum því hvemig munu þeir spjara sig ef breyting verður á til batnaðar? Flestir kennarar munu reiðast, vissulega ekki þeir sem hafa góða samvisku, því ég held að ég verði að taka fram að til eru ljósálfar meðal nútímakennara, þeir sem beij- ast ötulir gegn úreltu og ósanngjörnu kerfí þrátt fyrir „léleg laun“ og án þessara ljósálfa væri ég hætt í skóla. En forráðamenn menntamála, hvað ætlið þið að gera? Nemandi með gamaldags hug- sjón. ^/.i \ysj\ eKtó rQ trus fe«>óVaö «*«***■ E&as-**"’"m sJL, SaeVir nn innril „S*V»r“ MÁLASKÓLINN Ananaustum 15 MANST ÞÚ HVAÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ GERA í DAG? JANUAR MIÐVIKUDAÖUR /AlNNIlbRÓK TOKRIÍMAR. IÍRTIL AÐMIMNA &6Á Hver mftiiR nyriJRtfR nym ikoðiliK- . i MÆsrn -ftnkARi'íf?.____________ Gréta Guðnadóttir fíðlulcikari hcldur 1987 fyrstu einkatónleika sína hér á landi í Norræna húsinu í Reykjavík. Hún lýkur mastersprófi vorið 1988 frá Manhattan School of Music í Bar.daríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.