Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 45
MORGU N'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 45 Ástríður Hannes- dóttir - Minning Fædd 17. desember 1907 Dáin 10. janúar 1988 „Verið ávallt glaðir í Drottni. Eg segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.“ Þannig skrifaði Páll postuli í bréfi sínu til Filippiumanna. Það fer nokkuð eftir lífsviðhorfí fólks, hvort því þyki þetta viðeig- andi kveðja við andlát vinar og ættingja. Jóhannes guðspjallamað- ur tók fyrir sitt leyti afstöðu til málsins og hafði þessi orð eftir Jesú: „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast." Yndisleg, ljúflynd og fögur frænka mín, Ástríður Hannesdóttir, hefur lokið sinni liðlega 80 ára göngu hér á jörð og fór útför henn- ar fram frá Fossvogskirkju í gær. Ég kýs að kveðja hana í þeirri sælu trú, að þetta sé í senn hennar endi og upphaf. Endi er bundinn á hið líkamlega og jarðneska vafstur, þar á meðal þjáningu og þreytandi sjúkdómslegu, sem stefndi í eina átt, en jafnframt er þetta upphaf hins nýja lífs hins andlega líkama, sem öll æðri trúarbrögð gefa fyrir- heit um þótt með mismunandi hætti sé. Samkvæmt þessu getum við því kvatt Ástu með tregablandinni gleði í samræmi við kenningu hinnar helgu bókar. Ásta var ein af 8 bömum sæmd- arhjónanna Hannesar Kristjáns Andréssonar, skipstjóra í Stykkis- hólmi, og konu hans Jóhönnu Þórunnar Jónasdóttur frá Helga- felli í Helgafellssveit. Þrjú systkin- anna dóu komung en 5 náðu fullorðinsaldri og stofnuðu sína kjarnafjölskyldu, bræðumir Gunnar og Alfons, sem báðir eru dánir, og systumar María, Sigríður og Ástríður. Sigríður varð bráðkvödd tæpum tveim vikum á undan Ástu og er María, móðir mín, því ein eftir. Er af þeim systkinum öllum komin stór hópur mikils dugnaðar- fólks. Vegna veikinda Jóhönnu, móður þeirra systkina, var Ástu, yngsta baminu, komið í fóstur til afa henn- ar og ömmu að Helgafelli, Ástríðar Þorsteinsdóttur og Jónasar Sig- urðssonar, bónda þar, árið 1910, en þá var Ásta tæplega þriggja ára að aldri. Móðir hennar andaðist tveimur árum síðar og faðir hennar fórst af slysförum á kútter Portland í höfn í Haukadalsbót í Dýrafírði árið 1919. Ásta var því alin upp hjá afa sínum og ömmu að Helga- felli og í umsjá Guðrúnar móður- systur sinnar í föðurhúsum og síðar að Kljá, þar til hún fluttist unglings- stúlka til Reykjavíkur og fór að sjá um sig sjálf. Jens Hermannsson lýsir föður þeirra systkina, Hannesi Andrés- syni, þannig í bók sinni „Breiðfírskir sjómenn", að hann hafí verið „skyldurækinn dugandi skipstjóri, höfðingi í lund, skapmikill er því var að skipta, en hversdagsgæfur og rólyndur — og aldrei fremur en þá, er mest reyndi á.“ Þessi mannlýsing gæti ekki síður átt við Ástu en föður hennar þótt ég vildi bæta við, að hún hafði áber- andi gott skopskyn og var einkar lagin á að fínna jákvæðu og skemmtilegu hliðarnar á málunum og miðlaði ómælt af sinni notalegu nærgætni og eðlislægu kurteisi í umgengni við aðra. Þrátt fyrir hóg- værð hennar hélt hún af góðri greind sinni vel á máli sínu, ef því var að skipta, og án þess að særa viðmælandann. Það leið því öllum vel_í návist hennar. Ásta giftist árið 1929 Guðmari Stefánssyni, langferðabílstjóra, og eignuðust þau 2 böm, Helga 1930, sem dó nokkrum mánuðum eftir fæðingu, og Stefaníu Helgu 1931, nú íþróttakennara í Borgamesi, gift Sigfúsi Sumarliðasyni, bankamanni þar. Áður hafði Ásta eignast son, Jóhann Helga, skipstjóra, sem bú- settur er í Bretlandi. Síðari eiginmaður Ástu var Jón Halldórsson, útgerðarmaður frá Olafsfírði. Gengu þau í hjónaband árið 1947 og stofnuðu þá sitt fagra heimili ýReykjavík. Þau Ásta og Jón ólu upp elsta bam Helgu, Jón Ómar Sigfússon. Var hann augasteinn þeirra beggja og færði þeim mikla gleði og ham- ingju. Eg átti því láni að fagna sem ungur drengur að dvelja á heimili Ástu frænku, sumartíma, þegar þau bjuggu á sumrin að Flúðum í Hrunamannahreppi, en þá var Helga enn komung. Þá vildi svo til einn dag, að ég fann íjórblaða smára í túninu á Flúðum. Ég fór með hann til Ástu og spurði, hvort satt væri að maður ætti sér óska- stund, ef hann fyndi íjórblaða smára. Hún sagði að svo væri talið, en benti mér á, að ef ég ætlaði að óska mér einhv.ers þá skyldi ég hvorki óska mér hlutar né atviks, sem hvort tveggja væri forgengi- legt, heldur eiginleika eða einhvers sem hefði varanlegt gildi og mundi fylgja mér allt lífíð. Þetta var ekki auðvelt fyrir drenghnokka að skilja í fyrstu. Smátt og smátt varð mér þó ljóst, að Ásta var að ráðleggja mér að óska einhvers í þeim dúr, að ég hefði gleði af því einu sem væri mér heilnæmt, engum manni til tjóns, að störf mín yrðu heillarík og breytni mín þannig að hvorki égné aðrir þyrftu að harma hana. Hvenær sem ég hugsa um þetta atvik dáist ég að þeirri miklu visku, sem fólst í þessari ráðleggingu frænku minnar. í rauninni kemur þama fram sama djúpvitra hugsunin og í endur- sögn Mattheusarguðspjalls á fjall- ræðunni, þar sem segir: „Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hveiju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heið- ingjamir og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Það er ómetanlegt að fá leiðsögn af þessu tagi á unga aldri og er ég alltaf þakklátur fyrir það. Þegar ég eitt sinn í fyrri hluta desember sl. heimsótti Ástu á Borg- arspítalann, þar sem hún háði sitt dauðastríð, sagði hún við mig: „Þú • veist að ég verð áttræð 17. þ.m. Ég ætla að halda upp á það. Og þið megið til með að koma á Fram- nesveginn í afmæliskaffí." Ég þakkaði boðið og sagði að við myndum koma. Þá bætti hún bros- andi við: „Og ef ég næ því ekki að komast sjálf, þá snúið þið því bara upp í ej-fidrykkju." Hún vissi að hveiju stefndi og tók því á sinn ljúfa hátt. Fyrir atbeina Helgu og Sigfúsar var Ásta flutt í sjúkrabíl heim á Framnesveg eftirmiðdaginn 17. desember, tók svo á móti ættingjum og vinum sitjandi í myndarlegum frúarstól í stofunni, jafn ljúf og elskuleg og henni var eðlislægt og veitti af þeirri gestrisni og rausn, sem einkenndi hana alla tíð. Margir vinir og ættingjar sáu hana þama í síðasta sinn. Hún var flutt aftur í sjúkrabíl á spítalann þegar afmæliskaffínu lauk undir kvöldmatarleytið. Þar andaðist hún svo 10. þ.m. Minningin um Ástu er björt og fögur. Lífsviðhorf hennar mættu verða vegvísir fyrir yngri ættingja og afkomendur hennar á lífsgöngu þeirra. Helgu, Jóhanni, Jóni Ómari, mökum þeirra, bömum og öðmm nákomnum ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Hannes Jónsson Ástríður Hannesdóttir fæddist í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Þómnn Jónas- dóttir frá Helgafelli og Hannes Kristján Andrésson skipstjóri frá Búðamesi við Stykkishólm. Móður sína missti Ástríður fímm ára göm- ul og föður sinn sjö ámm síðar. Yegna veikinda móðurinnar fór Ástríður þriggja ára gömul til ömmu sinnar og afa, Ástríðar Þor- steinsdóttur og Jónasar Sigurðsson- ar að Helgafelli. Síðar flyst hún til Guðrúnar móðursystur sinnar og manns hennar, Þorsteins Berg- manns Jóhannssonar, að Kljá í Helgafellssveit. Ástríður, eða Ásta eins og við vinir hennar ávörpuðum hana jafnan, hafði oft orð á því að Guðrún frænka hennar hafí reynst henni sem besta móðir. Ásta hafði því ekki mikið af foreldmm sínum að segja, og örlögum eirlum þar um að kenna. Þegar á unglingsámm lagði Ásta leið slna til Reykjavíkur og víðar í atvinnuleit og stundaði margskonar störf sem til féllu. M.a. vann hún lengi sem baðvörður í Sundhöll Reykjavíkur fyrstu árin eftir að sundhöllin var opnuð. Um tvítugsaldur eignaðist Ásta son, Jóhann Jóhannsson, skipstjóra, f. 26. nóvember ’28, sem búsettur er í Englandi og kvæntur Audrey, enskri konu. Skömmu síðar kynntist Ásta fyrri manni sínum, Guðmari Stefánssyni, bifreiðastjóra. Þau giftust 1929. Þau eignuðust fyrst son, sem dó á fyrsta ári, en hinn 4. desember 1931 fæddist þeim dóttir, Stefanía Helga. Helga er gift Sigfúsi Sumar- liðasyni, sparisjóðsfulltrúa, og em þau búsett í Borgamesi. Ásta og Guðmar slitu síðar samvistir. Seinni maður Ástu var Jón Frið- rik Halldórsson, útgerðarmaður frá Ólafsfírði, og giftust þau árið 1947. Jón lést 1972. Þeim varð ekki bama auðið en ólu upp Jón Ómar, dóttur- son Ástu. Bamabörn Ástu em átta talsins og bamabamabömin em orðin álitlegur hópur. Frænka Jóns F. Halldórssonar, Margrét Jóhannsdóttir, sem ólst upp hjá föðursystur sinni og manni hennar á Ólafsfirði, þar sem Jón var einnig heimilismaður, kom á heimili Ástu og Jóns á Holtsgötu 9 í Reykjavík árið 1949. Allt frá þeim tíma reyndist Ásta henni sem besta móðir og vinkona, enda kölluðu þau hana jafnan fósturdóttur sína, og var það réttnefni. Þar ríkti gagn- kvæmur vinskapur alla tíð og Margrét sér nú á bak sinni bestu vinkonu og trúnaðarvini í gegnum tíðina. Margt hefur Verið skrafað á þeirri tíð, enda áttu þær einstaklega vel skap saman og Margrét, eða Lilla, eins og hún hefur alltaf heitið þeirra á milli, vill láta þess getið hve mikils virði þetta áralanga sam- neyti var henni. Ásta var „húmoristi" af bestu gerð og fátítt að heyra fólk svara af þvílíkri glettni og græskulausu gamni, sem hún átti til að bera. Auk þess var hún fróðleiksbmnnur um ótal margt frá gamalli tíð, bæði um menn og málefni. Sá sem skrifar þessar fátæklegu línur átti þess kost að þekkja Ástu síðustu átta ár ævi hennar, eftir að hann flutti á Framnesveg 27, þar sem Ásta bjó síðustu áratugina. Ásta kynnti mig fyrir Lillu vinkonu sinni, sem síðar varð eiginkona mín. Kannski gekk þar á ýmsu í upphafí í „tilhugalífínu" og margar ógleymanlegar stundir gætum við rifjað upp þar sem Ásta mín var oft og tíðum potturinn og pannan í kynningarstarfínu. Þá var oft mik- ið hlegið og ljúft er að rifja upp slíkar stundir nú þegar Ásta hefur kvatt fyrir fullt og allt — og þó — hún mun lifa í minningunni eins og hún var — hress og kát, skap- mikil en sanngjöm og skilningsrík. Ásta var einlæglega trúuð kona og ræktaði bænalíf sitt af alúð. Nú er hún komin „heim“ á nýjar slóðir sem við þekkjum ekki enn. Guð blessi minningu ógleyman- legrar vinkonu. Bömum Ástu, tengdabömum, bamabömum, aldraðri eftirlifandi systur og öðmm ættingjum vottum við Margrét dýpstu samúð. Ingi K. Jóhannesson t Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, fóstur- móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Vaðbrekku f Hrafnkelsdal. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jón Jónsson, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Helgi Bjarnason, Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Stefán Aðalsteinsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hákon Aðalsteinsson, Ragnar Ingi Aöalsteinsson, Birgir Þór Ásgeirsson, Kristján Jóhann Jónsson, Svava Jakobsdóttir, Ellen Sætre, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er heiöruöu mig á áttrœÖisafmæli mínu 8. janúar. Anna Kristmundsdóttir frá Goðdal. TOLLSKJÖL Láttu fagfólkið annast tollskjala- gerðina. Það marg borgarsig. Combi Cargo - Flutningaþjónustan hf Vesturgötu 5. Símar 623722 - 623822. RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn mið- vikudaginn 20. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér vfrðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni séu kom- in undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnustað. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÓRIMUIMARSKOLIiMIM 9Ó Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrlr Dale Carnegie námskeiðin •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.