Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1988 Félag íslenskra stórkaupmanna: Misræmi í tollakerfi kemur í veg fyrir hagkvæm innkaup Lágt gengi dollarans hjálpar innflytjendum lítið MISRÆMI í tollakerfinu - á þann veg að mun hærri tollar eru á vörum frá löndum utan EB og EFTA en frá Evrópu - kemur í veg fyrir að hægt sé að gera hagkvæm innkaup frá Banda- ríkjunum og fleiri ríkjum, að áliti Félags íslenskra stórkaupmanna. Þá hefur félagið sent fjármála- ráðherra bréf þar sem segir að í breytingum á tollalögum hljóti vörur frá EB ekki sömu meðferð og vörur frá EFTA, og óskað er eftir svari hvort þetta samrýmist viðskiptasamningum íslands. Stefán Guðjónsson, viðskipta- fræðingur Félags íslenskra stór- kaupmanna, sagði að oft væri hægt að fá vörur frá Bandaríkjunum sem væru ódýrari og jafnvel betri en vörur frá Evrópu, en háir tollar kæmu í veg fyrir að þessar vörur væru keyptar inn. Afleiðingamar væru dýrari vara fyrir neytendur og óþarfa sóun á gjaldeyri. Vegna samninga við EB er ákveðinn forgangur á vörum frá löndum þess, en hann er hins vegar allt of mikill, að sögn Stefáns. Munurinn vegna sk. ytri tolla væri allt að 20%, en svo háir tollar þekkt- ust óvíða. 3-5% munur væri hins vegar nægilegur til að staðið væri við samninga. Þetta misræmi á tollum kæmi sér sérlega illa nú, þegar lágt gengi dollarans gerði það að verkum að hægt væri að gera hagkvæm inn- kaup frá Bandaríkjunum. Ein undantekning á þessu væru bílar, en þeir eru tollaðir eins, óháð fram- leiðslulandi. Innflutningur á bflum frá Bandaríkjunum hefur svo til legið niðri í nokkur ár, en lágt gengi dollarans hefði ollið því að hann hefur glæðst að nýju, innflytjendum og neytendum til hagsbóta. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði um þetta að í upphaflega tollafrumvarpinu hefði verið gert ráð fyrir að fella niður tolla af innfluttum vörum frá EB ríkjum sem og EFTA ríkjum. Þessu hefði verið mótmælt af hálfu EFTA vegna þess að þar með væri upphaf- ið það hagræði sem EFTA ríkin ættu rétt á samkvæmt gagnkvæm- um samningum. Einnig hefði komið fram ábending frá réttum aðilum að æskilegt væri að hafa uppi í erminni eitthvað til að semja um við EB. Þetta hefði verið leiðrétt í meðförum þingsins sem meðal ann- ars samþykkti 20% toll á innfluttar unnar sjávarafurðir. Varðandi ytri tollana sagði fjár- málaráðherra að hugmyndir hefðu verið uppi um að taka upp sam- ræmda lága ytri tolla, eða um 10-15%, samkvæmt ábendingum um að það gæti orðið til þess að innflutningsverslunin hagnýtti sér í ríkari mæli lækkun dollars til auk- ins innflutnings frá Bandaríkjunum. Á móti kom ótti ýmissa aðila um að með því væri opnað upp á gátt fyrir tiltölulega ódýran innflutning frá láglaunalöndum sem að gæti haft varhugaverð áhrif í t.d. fata- iðnaði. Niðurstaðan hefði verið sú að tollar voru lækkaðir misjafnlega eftir vörutegundum. Fjármálaráðherra benti á að þró- un dollarans síðustu vikur gerði það að verkum að hagkvæmt væri að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum þrátt fyrir nokkra tollun. Alþjóðleg leitar- og björgun- aræfing Leitar- og björgunaræfing var í gær í samvinnu Landhelgisgæzl- unnar, vamarliðsins og danska varðskipsins Hvidebjömen. Sett var á svið leit og björgun manna úr björgunarbáti vestur af Garðs- skaga. Að sögn starfsmanns Gæzlunnar tók þyrla Gæzlunnar TF Sif, Hercu- les-vél og þyrla af Keflavíkurflugvelli þátt í æfingunni auk Hvidebjömsins. Að auki voru 6 manns frá varðskipa- deild Stýrimannaskólans um borð í skipinu. Skipið setti út menn í björg- unarbát, Hercules-vélin fann þá og Sif „bjargaði" þeim. Leitinni var stjómað frá Hvidebjömen og tókst æfingin vel. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Landað úr Eldeyjar-Boða í gær. Fékk met- verðfyrir fyrstaróður Keflavík. ELDEYJAR-BOÐI, hið nýja skip útgerðarfélagsins Eldeyj- ar hf., landaði tæpum 10 tonnum af fiski í Njarðvík í gær og var aflaverðmætið rúmar 400 þúsund krónur. Uppistaðan í aflanum var þorskur og ýsa og seldust á hæsta verði. Eldeyjar-Boði er á Hnu og er hann með tvöfalda setningu sem eru 90 balar. Aflinn fékkst við Malarrif og var hann boðinn upp hjá Fiskmarkaði Suðumesja á mánudaginn. Þá var báturinn að draga síðustu bjóðin og fengust 41.50 kr. fyrir kflóið af þorski og 50.50 kr. fyrir kílóið af ýsunni. Verðið var jafnframt það besta sem fékkst fyrir þessar fiskteg- undir á markaðinum þann daginn. Þetta var fyrsti róður Eldeyjar- Boða. Jón Norðfjörð, stjómarfor- maður hjá Eldey hf., sagði að byijunin lofaði góðu og menn væru ákaflega ánægðir með ár- angurinn í þessari fyrstu veiðiferð. Eftir að Eldeyjar-Boði hafði land- að aflanum lagði hann frá og hélt í annan róður. BB VEÐURHORFUR í DAG, 20.01.88 YFIRLIT kl. 15.00 í gær: Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum, norðvesturmiðum, norðausturmiðum, austurmiðum, Austfjarða- miðum, suðausturmiðum, norðurdjúpi, austurdjúpi, Færeyjadjúpi og suðausturdjúpi. Um 300 km vestur af Reykjanesi er hægfara 985 mb lægð en vaxandi 970 mb lægð við Suðureyjar fer allhratt norður. Frost verður áfram um mestallt land. SPÁ: Noröan- og norðaustanátt um land allt, víða hvassviðri eða stormur noröan- og austanlands, en stinningskaldi á Suðvestur- landi. Slydda á Austurlandi, en snjókoma eða él á Norðurlandi. Sunnanlands verður skýjað, en úrkomulaust að mestu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG og FÖSTUDAG: Noröan- og norðaustan- átt og frost um land allt. Snjókoma eða él um norðanvert landiö, en úrkomulítið syðra. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vsöur Akureyri +3 skýjað Reykjavlk +3 léttskýjað Bergen 2 skýjaö Helslnkl 0 komsnjör Jan Mayon +13 skafrennlngur Kaupmannah. 2 þokumóða Narssarssuaq +8 skýjsð Nuuk +13 snjók. á s. klst. Oslú 0 þoka Stokkhólmur 2 slydda Þórshöfn s alskýjað Algarve 14 léttskýjsð Amstordsm 7 mlstur Aþona 12 skýjað Barcelona 13 þokumóða Berlfn 2 þokumóða Chicago 2 alskýjað Feneyjar 7 rígn.és.klst. Frankfurt 3 þokumóða Glaegow 9 rign. é s. klst. Hamborg 3 þokumóða Las Palmas 20 léttskýjað London 9 rlgn. 6 ». klst. LosAngeles 11 helðskfrt Lúxemborg 3 þoka Madrfd 8 þokumóða Malaga 13 rigning Mallorca 13 léttskýjaö Montreal 1 hálfskýjað NewYork 4 heiðskfrt Parfs 9 skýjað Róm 17 skýjað Vfn 2 súld Washington 2 alskýjað Winnipog +12 lóttskýjað Valoncia 12 Flugleiðir: Miklar launahækkanir hafa valdið erfið- leikum í rekstrinum - segir Sigurður Helgason forstjóri „ÉG TEK undir það að launa- hækkanir á síðasta ári, bæði til flugmanna og annarra, voru óraunhæfar og mikil hækkun launakostnaðar veldur okkur verulegum erfiðleikum í rekstr- inum, “ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er hann var inntur álits á þeim ummælum Kristins Sigtryggssonar, for- stjóra Arnarflugs, að samningar við stéttarfélög flugliða á síðasta ári hafi reynst flugfélögunum þungir í skauti og aukið launa- kostnað þeirra um 40%. Sigurður Helgason sagði að samningamir við flugliða í júní 1987 hefðu verið á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar með hlið- sjón af því mikla launaskriði sem viðgekkst á almennum vinnumark- aði hér á landi. „Flugliðar njóta ekki þessa launaskriðs, heldur gilda fastir kjarasamningar við þá, og því má segja að þessir samningar hafi verið í samræmi við það sem var að gerast á almennum vinnu- markaði," sagði Sigurður. „Það liggur nú fyrir að launahækkanir hér á landi á síðasta ári voru á bil- inu 35 til 40% og ég tek undir það sem Kristinn segir, að þetta er allt of hátt og þessi afturvirkni samn- inganna kom sér afar illa fyrir okkur. Það gefur því auga leið að í rekstri, eins og til dæmis á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni, þar sem við seljum að stórum hluta til í dollur- um, hlýtur iaunakostnaður, sem hækkar um 40% á einu ári, að valda verulegum erfiðleikum, auk þess sem krónán hækkar gagnvart dollar um 11% frá ársbyijun til ársloka. Samtals er þetta því um 50% hækk- un miðað við dollar og við getum ekki hækkað okkar verð í Banda- ríkjunum sem því nemur. Þetta hefur því óneitanlega reynst okkur þungur baggi í rekstrinum og sérs- taklega í Norður-Atlantshafsflug- inu," sagði Sigurður Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.