Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 43
MORGU\TBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 43 Á perlur geta fallið ský eftirSteinar Guðmundsson Ef til vill hafa amerísku spennu- myndimar úr sjónvarpinu þrýst því inn í vitund mína, að sá sem vísvit- andi felur staðreyndir, sem orðið hafa eða geta orðið öðrum til tjóns, sé samsekur þeim sem að óhæfu- verkinu stendur, því ekki er laust við að ég hafi bitið mig nokkuð oft í tunguna og skammast mín fyrir að þegja þegar samviskan sagði mér að ég hefði átt að tala. Ég átti mér draum. Hann rættist þegar SÁÁ hóf göngu sína. Sjálfur átti ég ekki annan þátt í því kraftaverki en þann, að verða við ósk Hilmars heitins Helgasonar um að sækja svokallaða endur- hæfingu drykkjumanna út til Ameríku og gróðursetja hana hér á landi. Ég held að hugljómun, frek- ar en nokkuð annað, hafi ráðið allri ákvarðanatöku Hilmars hvað snerti uppbyggingu SÁÁ, því þar sem óskum hans var fylgt eftir fylgdi farsæld í kjölfarið. Þegar ég fór að fínna fyrir því að SAÁ var farið að ramba á stefn- unni, sem mótuð var við upphaf þessa menningarfyrirbæris, sem aldrei hefði orðið neitt úr ef það hefði ekki átt sér AA-boðskapinn að bakhjarli, þá gerði ég hvetja til- raunina á fætur annarri til að fá menn til að rétta kúrsinn svo~halda mætti í horfínu og boða einfalda fræðslu um það sérstæða mein sem alkóhólismi er; hamra á algjörri sjálfsábyrgð hvers einasta drykkju- manns — undantekningarlaust. Mér er það ósköp vel kunnugt, að sú stefna, sem mörkuð var að Sogni og reyndist farsæl undirstaða þejrrar meðferðarstefnu sem lyfti SÁÁ til vegs og virðingar og ættuð er vestan frá Veritas Villa, Hazel- den, Johnson og Freeport, auk þeirrar reynslu sem við höfðum afl- að okkur hér heima af mistökunum við Bláabandið og ÁMÍ, fólst fyrst og fremst í því að örva menn til hreinskilni við sjálfan sig. Hver drykkjumaður veit að vandræði hans byggjast að miklu leyti á blekkingum og ef ýtt er undir blekk- ingar þeirra vínneytenda, sem enn eru ekki komnir í vandræði, með því að telja þeim trú um að hér sé um sjúkdóm að ræða, en ekki uppá- tæki og seinheppni sjálfráða manna, þá jaðrar það við að vísvit- andi sé verið að setja fótinn fyrir vegvillta menn. Og meira en það, með þessu er í gáleysi verið að meitla það inn í huga óharðnaðra unglinga að óhætt sé að drekka þangað til í ljós komi hvort viðkomandi sé sjúklingur eða ekki, en hvert mannsbam á að vita að sjúkrakerfí okkar íslendinga er eitt fullkomnasta sjúkrakerfí ver- aldar. Unglingurinn hlýtur því að reikna með því að öllu sé óhætt — læknar hljóti að bjarga ef illa fer. Fúin fyrirtæki, misheppnuð uppátæki eða molnandi fjölskyldulíf eru ekki orsök drykkjuskapar, en oft má rekja drykkjuskap til flótta frá því sem menn hvorki nenna að sætta sig við né nenna að gera til- raun til að breyta. Hvort flóttinn svo er réttlætur með bjórþambi eða brennivínssulli skiptir ekki máli. Ætla má að heilbrigðiskerfíð fái aldeilis að kenna á því áður en yfír lýkur ef vel tekst til við að telja almenningi trú um að flótti sé sjúk- dómur. En rætur þessa hörmungar mis- skilnings er m.a. að leita í því, að á árunum 1950—60 spruttu þjón- ustustöðvamar í Ameríku upp eins og bólur á táningi og kepptust um að bjóðast til að „lækna“ drykkju- skapinn. Stöðvamar gátu auðvitað ekki auglýst eftir drykkjumönnum, því það orð var of skítugt, en sjúkl- ingar vom boðnir velkomnir. Og þegar samkeppnin harðnaði var jafnvel boðið upp á líbríum eða ein- hvem annan vinsælan smuming í greiningu á eðli drykkjuskapar og skilgreiningum á stigverkunum frá skál í góðra vina hópi að samkundu bæklaðra alkóhólista inni á með- ferðarstofnunum okkar, og þaðan inn í heilbrigt líf, þá stendur ekki á mér hvaðan svo sem sú beiðni kynni að koma. Danir gera sér ljóst, það sá ég í fréttapistli ríkissjónvarpsins frá Kaupmannahöfn og Lálandi, að meðferð á okkar vísu er vissulega talin góð þótt hún geti aldrei orðið ráðandi sem eina úrræðið — fleira þarf að koma til, því mennimir em margir og misjafnir og efnum mis- skipt. Það skyldi þó áldrei vera að þeir hér heima, sem leika sér að því að kasta skít í Dani vegna sinnuleysis þeirra í áfengismálum, eigi eftir að fara út til Danmerkur til að ljúka við að lesa kverið sitt? Mér þykir helvíti hart ef við, vegna sérvisku nokkurra frammá- manna í ofdrykkjuvömum, verðum að bíða þess að tryggingastofnunin neyðist til að er.durmeta hvort rétt- ur og sléttur drykkjuskapur geti réttlætt sjálfsafgreiðslur úr sjóðum stofnunarinnar. Nær væri að við reyndum að verða fyrri til og hæf- um vamir á breiðari gmndvelli svo „perlan okkar“ þurfi ekki að standa uppi eins og þvara þegar sjálfsaf- greiðslufyrirkomulagið brestur? 100% nýtingin á Staðarfelli og Sogni er til fyrirmyndar, en á Vogi og Vífílsstöðum verður að breyta til og aðlaga starfsemina að þörfum þjóðarinnar í stað þess að miða all- an reksturinn við nokkuð trygga biðröð eftir plássum. Höíundur er leiðbeinandi í of- drykkjuvörnum. Steinar Guðmundsson morgunverð. Okkar stöðvar eiga ekki að þurfa að lokka til sín skjól- stæðingana á þessum forsendum því rekstur þeirra er gulltryggður af almannatryggingum. En að því kom að ég sætti mig við orðinn hlut, enda taldi ég að í svona stómm hópi hlyti að því að koma að einhver áttaði sig á vill- unni. Ég reyndi að trúa því, að það gerði ekki svo mikið til þótt SÁÁ boðaði sjúkdóm þar sem áður var talað um drykkjuskap, því mér var ljóst að starfsemi SÁÁ að Staðar- felli, Sogni, Silungapolli eða Vogi væri þjóðinni það mikils virði að með hugsanlegri deilu um keisarans skegg mætti aldrei réttlæta aðför að þessari starfsemi. Og árin liðu, hvert af öðm, og aftur og aftur varð ég að reyna að blekkja mig til að trúa því að sjón- depra ráðamanna, bæði í ríkis- og einkageira ofdrykkjuvamanna, væri afsakanleg sem tímabundið fyrirbæri. En staðreyndir héldu áfram að tala. Misskilningurinn var að festa rætur. Greinilegt er að ungt fólk, allt frá tíu ára aldri til fertugs, er farið að álíta drykkju- skap og alkóhólisma eitt og sama fyrirbærið og kyngja því sem stað- reynd að alkóhólismi sé sjúkdómur. Áróðurinn var farinn að bera ávöxt svo um munaði. Samt hefur þessi villa að vissu leyti orðið til blessunar því sjúk- dómshugtakið hefur gefíð misjafn- lega mgluðum ofdrykkjumönnum kjark til að skríða út úr skúma- skoti eigin sjálfsblekkingar og lýsa sig fúsa til að þiggja hjálp við að beita skynseminni á sjálfa sig. En einmitt það, ásamt hreinskilni, æðmleysi og umburðarlyndi em leiðarmerkin út úr prísundinni. En hér á ég við fullþroskaða drykkjumenn á seinni hluta tuttug- ustu aldarinnar, en ekki ungling- ana, sem þá em að alast upp, svo ég tali nú ekki um þá sem enn em ekki fæddir inn í okkar yndislega þjóðfélag. Það má plata subbuna til að þvo hár sitt, enn að telja döm- unni trú um að hún þurfí að verða subba til að nokkurt vit sé í að snyrta sig er skaðlegt. En samt vil ég alls ekki reikna með því að íslensku stöðvamar séu vísvitandi að reyna að lokka til sín drykkju- menn með þessari eftiröpun — en þær gera það samt og er engu öðm líkara en frekar sé keppt að 100% nýtingu sjúkrarúma heldur en að vera til taks í neyðartilvikum þegar heimili drykkjumanna em að springa innan frá. Ég kvíði því, þegar yngri kyn- slóðimar komast á brennivínsaldur- inn, að þá verði oftar og oftar gripið í þetta hálmstrá til að réttlæta drykkjuskapinn. Þannig yrði sterk- asta vöm vínneytandans gegn diykkjuskapnum og eina vöm drykkjumannsins gegn alkóhól- isma, sjálfsábyrgð og sjálfsbjargar- viðlejtni, afskrifuð. SÁÁ er perla, en á fegurstu perl- ur geta fallið ský. Fá orð em betri en mörg orð ef efni blaðagreinar á að komast til skila. Þess vegna þagna ég. En fái ég tækifæri til að taka þátt í skil- EINKATÖLVURI 12. INNRffUNTIL 29.JAN. SÍMI: 621066 ÞÚ KEMST AÐ LEYNDARDÓMUM TÖLVUNOTKUNAR OG ÞEIM MÖGULEIKUM SEM TÖLVAN GEFUR EFNI: Kynning á vélbúnaði einkatölva og jaðartækja • Notendaforrit • Flitvinnsla • Töflureiknir • Gagnasafnakerfi • Stýrikerfi. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 1.-4. feb. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. RITVANGUR/36 DISPIAYWRITE/36 1.2. INNRTWNTIL 29.JAN. DISPLAYWRITE/36 RITVINNSLU- KERFIÐ HEITIR NÚ RITVANGUR/36. Kerfið hefur verið þýttyfirá íslensku. Allar skjámyndir, skilaboð og hjálpartextar eru á íslensku, sem og vönduð, innbyggð orðabók. MEÐAL EFNIS: íslenskir staðlar • Útsending dreifibréfa með tengslum við Svara/36 • Kynning á Liðsinna/36 (Personal Services/36). LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 1.-4. feb. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. SIMI: rijr /1/00 ORÐSNILLD (WORD PERFECT), FRH. I 1.2. INNRfTUNTIL 29.JAN. SÍMI: 621066 LÆRÐUAÐ GERA ÞER VINNUNA LÉTTARI Á þessu námskeiði lærir þú flóknar aðgerðir, sem geta sparað þér mikinn tíma. EFNI: Stutt upprifjun frá fyrra námskeiði • Prentun límmiða • Fléttun vistfanga og texta • Sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðaskrá • Reikningur. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 1.-3. feb. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA /'■ MS DOS 25.-28. jan, og Orðsnilld 25.-28. jan. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag ls[ands TÖLVUSKÓLI Ánanaustum 15 Simi 62 10 66 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.