Morgunblaðið - 20.01.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.01.1988, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Sigríður Stefáns- dóttir — Minning Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Amma okkar, Sigríður Stefáns- dóttir, Ásvallagötu 31, Reykjavík, lést 13. janúar síðastliðinn og viljum við nú minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var fædd á Berunesi við Reyðaríjörð og foreldrar hennar voru Ásdís Sigurðardóttir og Stefán Magnússon. Er við fæddumst var amma orðin ekkja, en hún var gift Óskari Jónssyni frá Túnprýði á Stokkseyri og voru þau gift í um 25 ár. Hann var henni mjög hugleikinn og hún sagði okkur mikið frá honum. Allt frá okkar bemskudögum minnumst við ömmu sem ávallt tók á móti okkur af mikilli gestrisni og innilegheitum. Til dæmis er gosið hófst í Eyjum og við komum öll fyrir- varalaust, þá var svo sjálfsagt að segja leigjendum upp og rýma her- bergin fyrir okkur. Og þó að kannski væri svolítið þrör.gt þá fór mjög vel um okkur öil. Alltaf þótti okkur líka gaman að fá að gista hjá ömmu, það var svo þægilegt að sofna út frá tif- inu í klukkunni hennar ömmu. Við minnumst er við lékum okkur í stof- unni eða úti í garði, góðu kökunum hennar ömmu, já, að því ógleymdu hvað hún pijónaði mikið á okkur, en alltaf var hún að gera eitthvað í hönd- unum á meðan hún gat. Hún hvatti okkur mikið til að halda sem bestu sambandi við sig og vildi fylgjast sem best með okkur. Nú er amma á Ásvallagötunni lát- in og við þökkum henni allt sem hún var okkur og gaf okkur í þess orðs bestu merkingu. Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifír og trúir á mig, mun- aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 11, 25-26) Barnabörnin t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR HANNESDÓTTIR, Framnesvegi 27, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 10. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhann Jóhannsson, Helga Guðmarsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Jón Omar Sigfússon, Guðriður Hlif Sigfúsdóttir, Audrey Jóhannsson, Sigfús Sumarliðason, Ingi Karl Jóhannesson, Guðbjört Einarsdóttir, Guðjón Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, EYÞÓR BOLLASON áðurtil heimilis á Helgamagrastræti 12, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. janúar. Jarðs'ett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkra- hús Akureyrar. Guðrún Stefánsdóttir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Siglufjörður - Siglfirðingar Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, og Pálmi Jónsson, al- þingismaöur, mæta á almennum fundi á Hótel Höfn fimmtudags- kvöldið 21. jan. kl. 20.30. Rætt verður um landsmál og hagsmunamál Siglufjarðar. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæðisfélögin i Siglufirði. Félag sjálfstæðismanna f Langholti Almennur félagsfundur verður haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Reykjavík- urborgar. Vilhjálmur mun fjalla um borgar- málin og gera grein fyrir nýju hverfaskipu- lagi sem samþykkt hefur verið fyrir Langholtshverfi. Kaffiveitingar. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sór gesti. Stjórnin. Stjórnmálafundur f Vestmannaeyjum Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum boða til almenns stjórnmálafundar í Hótel Þórshamri miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Ræðumenn: Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra og Árni Johnsen, blaða- maður. Forsætisráðherra mun svara fyrirspurnum fundarmanna i almennum umræðum að loknum framsöguræðum. Sjálfstæðisfélögin i Vestmannaeyjum. Mosfellsbær Almennur fundur veröur haldinn í Hló- garði mánudaginn 25. janúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gera grein fyrir mál- efnum Mosfells- bæjar og svara fyrirspurnum fund- armanna. Allir íbúar Mosfellsbæjar vel- komnir. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga. Ný sókn - Eyverjar Eyverjar, Félag ungra sjálfstæðis- manna í Vest- mannaeyjum, halda opinn fund í Hótel Þórshamri, matsal, kl. 20.30, föstudag- inn 22. janúar. Framsögumenn eru Árni Johnsen, vara- þingmaður, stöðu þjóðmála og flokks- mál og Árni Sigfússon, formaður SUS, sem ræðir málefnastarf ungs sjálfstæðisfólks framundan, þáejarmál og landsmál. Sjálfstæðisfólk fjölmennið! Eyverjar. Hugmynda- bankinn er opinn Hugmyndabanki unga sjálfstæðismanna er opinn öllum þeim, sem vilja leggja inn hugmyndir um nýjungar i starfsemi SUS. Innlegg á reikning í hugmyndabankanum getur skilað sér með margföldum vöxtum i styrkari stefnu og öflugri Sjálfstæðisflokki. Takið þátt i starfi verkefnisstjórnarinnar um hugmyndabanka og hringið í sima 82900 eða 686216 fyrir 21. janúar. Sjórn SUS. Umgengst þú fisk? Ef svo er, ættir þú að athuga möguleikana á>að taka þátt i málefna- starfi SUS um sjávarútvegsmál. Þar verður m.a. fjallað um: • Fiskveiðistjórnun og stefnu. • Fiskútflutning. • Gengisskráningu. • Ákvörðun fiskverðs. Griptu tækifæriö til að hafa áhrif á málefnastarfið. Þátttaka tilkynnist i sima 82900 og 686216 fyrir fimmtudaginn 21. janúar. Stjórn SUS. Stjórnmálafundur í Vík í Mýrdal Sjálfstæðisflokkurinn boðar til opins stjórn- málafundar í Brýdebúð í Vík í Mýrdal, fimmtudagskvöldiö 21. janúar kl. 21.00. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, Eggert Haukdal, alþingismaður, Árni Johnsen, blaöamaöur og Arndís Jóns- dóttir, kennari. Almennar umræöur og fyrirspurnir. Sjálfstæðisfélag Vestur-Skaftafellssýslu. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn heldur fund mánudaginn 25. þ.m. í húsi lönsveinafélags Suðurnesja við Tjarnargötu 7, kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. Gestir fundarins verða Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaðurog Hulda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi. Kaffiveitingar og spilaö verður bingó. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Notið símann - síðustu forvöð i lok þessarar viku munu verkefnisstjórnir SUS senda fyrstu bréfin til þátttakenda í málefnastarfi sambandsins. Þeir, sem hyggjast vera með, ættu því að gripa simann hið fyrsta og hringja í 82900 eða 686216 og tilkynna þátttöku. Við minnum á málaflokkana sem nú eru til umfjöllunar: Umhverfismál, utanríkismál, verkaskipting ríkis og sveitafélaga, dagvistunarmál, áhrif kristinnar trúar á sjálfstæöis- stefnuna, sjávarútvegsmál, islenskur fjármálamarkaður, neitenda- mál, landbúnaðarmál, samgöngumál, húsnæðismál, námslánakerfi, hugmyndabanki SUS, almenningstengsl SUS og fjármál SUS. Stjórn SUS. Lengdur skilafrestur Vegna fjölda áskoranna frá félögum höfum við ákveðið að lengja skilafrestinn á svarbréfum til verkefnastjórnanna til 21. janúar. Munið að svarbréfið má fara ófrímerkt í póst og einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í sima 82900 eða 686216. Stjórn SUS. Vesturland - Snæfellsnes Friðjón Þórðarson, alþingismaður, verður til viðtals á eftirtöldum stöðum svo sem hér segir: Þriðjudag 19. jan. kl. 17.00 á Arnarstapa. Sama dag kl. 21.00 á Hellissandi. Miðviku- dag 20 jan. kl. 17.00 i Ólafsvík. Sama dag kl. 21.00 í Grundarfiröi. Fimmtudag 21. jan. kl. 21.00 í Stykkishólmi. Aðalfundur FUS í Árnes- sýslu - Ný sókn Aðalfundur FUS Ár- nessýslu verður haldinn mánudag- inn 25. jan. kl. 20.00 á Tryggvagötu 8, Selfossi. Dagskrá: Venjuleg aöalfund- arstörf. Árni Johnsen for- maöur kjördæmis- ráðs og Árni Sigfússon formaður SUS koma á fundinn og rabba um málin eftir aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.