Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Dani kærir tvo Islendinga fyrir nauðgun DANSKUR karlmaður á þrítugs- aldri hefur kært tvo fslenska karla á svipuðum aldri fyrir líkamsárás og nauðgun. Atburðurinn á að hafa átt sér stað í íbúð í Reykjavík aðfaranótt mánudagsins. Daninn var staddur hér á landi um helgina þar sem skip, sem hann er skipveiji á, hafði hér viðdvöl. Daninn segir svo frá, að hann hafi hitt íslend- ingana á veitingahúsi og síðan farið með þeim heim. Hann segir, að menn- imir hafi ráðist á sig og misnotað kynferðislega. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur unnið að rannsókn málsins síðan á mánudag. í gær voru íslendingamir tveir yfirheyrðir, en samkvæmt upp- lýsingum Rannsóknarlögreglunnar em málsatvik mjög óljós. Ráðstefna um sjávarspendýr hefst á morgun RÁÐSTEFNA um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra hefst í Reykjavík á morgun, 21. janúar, og stendur f 2 daga. FuUtrúar Færeyja, íslands, Japans, Kanada, Noregs og Sovétríkjanna munu taka þátt f ráðstefnunni auk þess sem áheymarfulltrúar frá Grænl- andi sitja hana. Búist er við að hvalvemdunarsam- tök muni nota þessa ráðstefnu til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Þannig hefur til dæmis Paul Watson, forsprakki Sea Shephejrd samtakanna, boðað komu sína til ís- lands á morgun og ætlar hann að halda fyririestur á Hótel Borg nk. laugardag. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson/AP Myndin var tekin fyrir fund iðnaðarráðherra íslands og orkuráðherra Bretlands í London í gær, en á henm eru f.v: Jóhannes Nord- al, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Cecil Parkinson, orkuráðherra Bretlands, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra og Ólafur Egilsson sendiherra. Fundur Friðriks og Parkinsons: Uppörvandi vegna áhuga á orku frá Islandi London, frá Valdimar Unnari Vaidimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRIÐRIK Sophusson iðnaðar- ráðherra átti í gær. viðræður við Cecil Parkinson, orkuráð- herra Breta, f Lundúnum og snerust þær einkum um hugs- anlegan raforkuflutning um sæstreng frá íslandi til Bret- lands. Sýndi Parkinson þessum hugmyndum mikinn áhuga. Fundur ráðherranna hafði verið ákveðinn áður en þessar hug- myndir um samstarf ríkjanna í raforkumálum vöknuðu, en Frið- rik Sophusson sagði, að viðbrögð breska ráðherrans hefðu verið afar uppörvandi. Var Parkinson vel heima í þessum málum og sagði, að raforkukaup frá Islandi féllu vel að áætlunum og stefnu bresku ríkisstjómarinnar í orku- málum. Friðrik Sophusson ræddi einnig um áhyggjur íslendinga af endur- vinnslustöðinni í Dounreay og hugsanlegri mengun vegna kjam- orkuúrgangs frá henni en á morgun, fimmtudag, mun hann fara til Skotlands, þar sem hann ræðir m.a. um mögulega orkusölu við frammámenn. Sjá viðtal við Fríðrik Sophus- son á bls. 31 og frásögn The Economist um orkukaup frá Islandi. Air Tractor-flugvél, sömu gerðar og Landgræðsla ríksins ætlar að festa kaup á. Landgræðsla ríkisins: Kannar kaup á nýrri flugvél Landgræðsla ríkisins leitar nú nýrrar vélar f stað TF-Tún, sem eyðilagðist í fyrrasumar, og sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, í samtali við Morgunblaðið, að leitað væri að notaðri Air Tract- or vél í Bandaríkjunum. Áætlað kaupverð vélarinnar er 6-8 millj. kr. „Þessi nýja vél ber um eitt tonn," sagði Sveinn. „Við þurfum að fá hana í lok maí, svo hún nýtist sem best á þessu ári. Kaupverð vélarinnar verður að hluta greitt með tryggingarfé TF- Tún, sem eru 2,5 milljónir, en að auki er heimild í flárlögum fyrir að veita 3,5 miiijónum til kaupanna.“ Borgarráð: Tvisvar kviknað í Aburð- arverksmiðju ríkisins RÚNAR Bjamason slökkviliðs- stjóri, hefur rítað borgarráði bréf þar sem fram kemur að nýlega hafi tvisvar kviknað í Áburðarverksmiðju ríkisins. Var einungis haft samband við slökkvilið Reykjavíkur í síðara tilvikinu. Þá er rifjað upp að fyrir tveimur árum hafi flug- eldur kveikt í sinu við verk- smiðjuna en þá náðist ekki í slökkvilið Reykjavíkur. Starfs- mönnum Aburðarverksmiðj- unnar tókst að slökkva eidinn þegar hann átti nokkra tugi metra eftir að vetnisgeymi verksmiðjunnar. Átelur slökkviliðsstjórí þann drátt sem orðið hefur á ýmsum öryggis- ráðstöfunum, sem rætt var um að hrinda i framkvæmd fyrír þremur árum en hætt var við og beðið niðurstöðu nefndar sem félagsmálaráðherra skip- aði. í bréfí slökkviliðsstjóra segir að eldsvoðamir hafí verið frekar litlir og að í fyrra tilvikinu hafí skammhlaup í afriðlasal ollið eld- inum en við skammhlaupið slösuð- ust þrír menn, mismikið, þó enginn alvarlega. Sjúkraflutn- ingsmenn sem komu á staðinn, gáfu skýrslu um atburðinn, sem varð til þess að slökkviliðsstjóri hafði samband við forstjóra Áburðarverksmiðjunnar og kann- aði hvers vegna ekki var haft samband við slökkviliðið. „Kvað hann ástæðuna vera þá, að eldvið- vörunarkerfí hefði að undanfömu gefíð fölsk boð og því væri slökkvi- liðið ekki látið vita samstundis og eldboð frá kerfínu bærist." Síðara tilvikið varð tæpri viku síðar og var slökkviliðið þá kvatt á vettvang. Þá kom upp eldur í sýruverksmiðju og var um að ræða einangraðan eld í loftræsi- kerfí sem eingöngu þjónar hluta verksmiðjunnar. Reykköfumm slökkviliðsins tókst fljótlega að ráða niðiu-lögum eldsins. Fjármálaráðherra: Vill endurskoða fjárfestingar- áform ríkis og sveitarfélaga JÓN BALDVIN Hannibalsson fjármálaráðherra segir að það værí árangursrík leið til að draga úr eftirspumarþenslu og spennu í þjóð- félaginu að endurskoða fjárfestingaráform ríkis og sveitarfélaga og draga úr þeim. Þar megi nefna ráðhús í Reykjavík, nýtt þing- hús, veitingahús á Oskjuhlíð, fyrirhugaða fjárfestingu í útgerð, framkvæmdir í vegamálum og þá aðallega á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega framkvæmdir við Blönduvirkjun. Fj'ármálaráðherra sagði í samtaii þjóðfélaginu að falast eftir yfírliti við Morgunblaðið að útgjöld fjár- laga hefðu verið aukin allnokkuð í meðferð alþingis og einnig hefði meirihiuti þingsins slakað nokkuð á klónni við afgreiðslu lánsfjárlaga. Hinsvegar væri það besta ráðið til að draga úr þeirri miklu eftirspum- arþenslu og spennu sem ríkti í um fjárfestingaráform bæði opin- berra aðila og einkaaðila og draga úr þeim. Þetta gæti kallað á endur- skoðun og lækkun á þessum áformum ríkis og sveitarfélaga og stórum vinnuaflsfrekum og láns- ijárfrekum framkvæmdum í at- vinnulífínu. Fjármálaráðherra sagði menn hafa staldrað við nokkur dæmi um stórframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu, og ef þeim yrði slegið á frest væri það árangursrík Ieið tii að draga úr þeirri linnulausu eftir- spum eftir vinnuafli sem þar hefði verið að sprengja alit upp. Þar mætti nefna ráðhús, þinghúsbygg- ingu og „hringleikahúsið uppi á Öskjuhlíðargeymum" eins og Jón Baldvin orðaði það. Sömuleiðis mætti líta á gríðarleg Qárfesting- aráform upp á marga milijarða króna hjá útgerðinni. Einnig væri svigrúm til að minnka framkvæmd- ir hjá ríkinu. Fjármálaráðherra nefndi þar að gífurleg raunaukning væri á framlögum til vegamála. Til greina kæmi að fresta þar ýmsum framkvæmdum og benda mætti á að áform væru uppi um miklar vegaframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu. Ráðherrann sagði einnig að- spurður að þótt ekki hefði verið vilji til þess að draga úr fram- kvæmdum við Blönduvirkjun þegar lánsfjáráætlun var samþykkt, kæmi einnig til greina að endurskoða þau áform. í dag blað B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.