Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20- JANÚAR 1988 31 Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Hjólbarðar hafa lækkað um 12—18% HJÓLBARÐAR hafa aimennt lækkað um 12—18% frá því fyrir áramót, samkvæmt könnun sem Verðlagsstofnun gerði miðviku- daginn 13. janúar 'sl. á verði ónegldra vetrarhjólbarða hjá hjólbarðainnflytjendum og nokkrum hjólbarðasölum á höf- uðborgarsvæðinu. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvort verðlækkun hefði orðið í kjölfar tollabreytingarinnar sem var um áramótin. Könnunin leiddi eftirfarandi í ljós, samkvæmt fréttatilkynningu frá Verðlagsstofnun: Allir hjólbarðasalar sem könnun- in nær til utan tveir, Gúmmívinnu- stofan hf., Skipholti 35 og Holtadekk, Langatanga la, Mos- fellsbæ, höfðu þegar lækkað verðið á hjólbörðum frá því í desember. I nokkrum tilvikum var um verð- lækkun að ræða á hjólbörðum sem keyptir höfðu verið inn fyrir ára- mótin með vörugjaldi því sem fellt var niður frá 1. janúar 1988. Þéir sem þannig lækkuðu verðið á þeim vörum sem voru í birgðum hafa því skert fyrri álagningu sína sem nem- ur verðlækkuninni. Verðlækkunin á hjólbörðum reyndist almennt vera 12—18% samkvæmt könnuninni. Þegar verð- lækkun hjólbarða verður að fuilu komin fram vegna niðurfellingar á vörugjaldi ættu þeir að hafa lækkað um 20% miðað við óbreytt inn- kaupsverð, gengi og hlutfallslega álagningu. Sólaðir vetrarhjólbarðar hafa ekki lækkað í verði enn sem komið er en munu að sögn seljenda gera það síðar. Útflutningur raforku frá íslandi: Viðbrögðin einkar já- kvæð og uppörvandi - segir Friörik Sophusson iðnaðarráðherra um fund Dekkjastærð 165 x 13 Pekkjastærð 175 x 14 Bridgestone Bilaborg, Rvík. 3441 3010 -1?.5% 4091 3580 -12,5% Gúmmikarlar, Rvik. 3820 3350 -12,3% 4540. 3850 -15,2% Dekkið. Hamartirði 3825 3352 -12.4% 4500 3990 -11.3% Goodyear Barðinn, Rvik. 3800 3T50 -T7.t% 4680 3900 -167% Hekla, Rvík. 3800 3150 -17.1% 4680 3900 -16.7% Hjólbaröahöllin. Rvik. 3800 3150 -17r1% 4680 3900 -16.7% H|ólbarðaverkst Sigurjóns, Rvík 3800 3150 -17.1% 4680 3900 -16.7% H|ólbarðaviðgerðin. Hafnartirði 3800 3150 -17.1% Firestone Gúmmívinnustolar Rvik 3990 3990 0.0% H-ólbardaviögerð Kópavogs 3823 3133 -18.0% 4463 3657 -18,1% Jofur, Kópavogt 3823 3133 -18.0% 4463 3635 -18.6% Michelin Dekkið, Hafnarfirði 3765- J166 -15.9% 4770 4005 -16.0% Gúmmikarlar. Rvik 3765 3300 -12.4% 4770 4170 -12.6% Gúmmivinnustofar, Rvik 3765 3765 0.0% 4770 4770 0.0% H|ólbarðahöllinr Rvík 3770 3165 -16.0% 4780 4000 -16.3% Hjólbarðastöðm. Rvik 3730 3270 -12.3% 4650 4080 -T2.3% H|ólbardaverkst. Jón ólafss . Rvik 3765 3065 -18.6% 4775 4005 -16.T% Hjólbarðaverkst Sigurións. Rvik 3800 3165 -16.7% 4770 4005 -T6,0% Holtadekk. Mosfelisbae 4770 4770 0.0% Höfðadekk. Rvik 3765 3300 -12.4% 4770 4100 -T4;0% isdekk, Rvik 3765 3165 -15.9% 4770 4005 -16.0% Nýbarði. Garðabæ 3765 3140 -T6.6% 4770 4005 -16.0% Sólnmg, Kópavogi 3920 3290 -T6.1% 4970 4175 - T6.0% General Gúmmikarlar. Rvik. 3330 2995 -10.1% 3675 3350 -8,8% Gúmmivinnustofan. Rvík 3330 3330 0.0% 3675 3675 0.0% Hiolbarðastöðin. Rvik. 3530 3050 -13.6% 3980 3670 -7.8% Skórinn, Rvik. 3330 2997 -10.0% 3675 3310 -9.9% Pneumant Barðinn. Rvik. 2950 2850 3.4% Barum Hjólbarðaverkst. Sigurjóns. Rvík. 2956 2388 -19,2% 3450 2972 -13.9% Hjólbarðavidgerd Kópavogs 2831 2295 -18.9% 3514 2847 -19.0% Jofur. Kópavogi 2831 2295 -18.9% 3514 2847 -19.0% Nýbaröi. Garðabæ 2955 2295 -22.3% 3670 2850 -22.3% Sólaðir hjólbarðar Barðmn. Rvik. 2150 2495 Dekkið. Hafnarfirði 2155 2520 Gúmmikartar. Rvik. 2165 2520 Gúmmívinnustofan, Rvik. 2155 2520 HjólbarðahOllin. Rvik. 2155 2620 Hjólbarðastöðm. Rvik 2150 2520 Hjólbardavidgerð Kópavogs 2066 2187 Hjólbarðaviðgerdin, Hafnarf«rði 2090 2450 Hjólb verkst JónsÓlafss Rvik 2100 2500 Hióibarðaverkst Sigurjórvs. Rvik 2155 _ 2525 Hoitadekk. Mosfelisbæ 2150 2500 Hofðadekk, Rvík 2155 2520 Kaidsólun. Rvik 2175 2500 Nýbarði. Garðabæ 2070 2430 Sóirung Kópavogi 2155 2525 Skoðanakönnun Skáís: 34,1% Reykvíkinga sinn með Cecil Parkinson orkuráðherra Bretlands London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Á fundi Friðriks Sophussonar iðnaðarráðherra og Cecils Parkin- sons, orkumálaráðherra Breta, í Lundúnum í gær var meðal annars rætt um þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um raforkuútflutning frá íslandi til Bretlands um sæstreng. Að sögn Friðriks voru undir- tektir breska orkuráðherrans mjög jákvæðar. fylgjandi byggingu ráðhúss við Tjörnina 33,4% Reykvíkinga svöruðu neitandi Fundur þeirra Friðriks Sophus- sonar og Cecils Parkinsons hefur lengi verið á döfínni og hafði raun- ar verið ákveðinn áður en umræður hófust um raforkuútflutning ffá íslandi tii Bretlands. Vegna þeirrar umræðu þótti hins vegar sjálfsagt að taka málið til umræðu á fundin- um í gær og í samtali við Morgun- blaðið sagði Friðrik, að viðræðurnar hefu verið einkar _ fróðlegar og gagnlegar. Að hálfu íslendinga sátu fundinn auk Friðriks þeir Ólafur Egilsson sendiherra og Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og stjóm- arformaður Landsvirkjunar. Kynntu þeir almenn viðhorf ís- lendinga tii raforkumála og hlýddu á Cecil Parkinson og embættismenn breska orkumálaráðuneytisins gera grein fyrir gangi þeirra mála í Bret- landi. Sagði Friðrik, að fróðlegt hefði verið að fá nasasjón af hug- myndum um einkavæðingu breska raforkugeirans. „Það, sem var einna mest uppörvandi, var hversu þessi áform um einkavæðingu geta fallið vel að okkar hugmyndum um orkusölu til Bretlands. Það er ekk- ert launungarmál, að við viðruðum þessar orkusöluhugmyndir okkar á fundinum í gær, gerðum viðmæl- endum okkar ljóst, að um slíkan kost gæti verið að ræða og að bresk stjómvöld ættu að taka tillit til þess í sínum framtíðaráætlunum. Það er skemmst frá því að segja, að viðbrögð breska orkuráðherrans voru einkar jákvæð og uppörvandi fyrir okkur. Parkinson kom síður en svo af fjöllum í þessu máli og lagði áherslu á, að orkusala um sæstreng frá íslandi til Bretlands gæti fallið að áætlunum og stefnu bresku ríkisstjómarinnar í orkumál- um. Þessi stefna byggðist ekki síst á því að auka fjölbreytni í orkumál- um, nýta sem flesta hugsanlega kosti og dreifa áhættu. Það er því alveg ljóst eftir fundinn í gær, að þótt þessar hugmyndir um orkusölu um sæstreng séu enn á algeru frum- stigi, getum við íslendingar vænst jákvæðra viðbragða breskra stjóm- valda ef ákveðið verður að stíga einhver frekari skref í þessu máli," sagði Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra. Meðal annars, sem bar á góma ráðherranna í gær, var fyrirhuguð starfræksla endurvinnslustöðvar fyrir kjamorkuúrgang í Dounreay en um hana hafa orðið umræður á íslandi vegna mögulegrar mengun- arhættu. Á fundinum gerði Friðrik viðmælendum sínum grein fyrir því almenna viðhorfí íslenskra stjóm- valda, að forðast beri í lengstu lög að losa eitruð úrgangsefni í hafíð. „Við lögðum í þessu sambandi sér- staka áherslu á hagsmuni okkar í fískveiðimálum og bentum á þær áhyggjur, sem íslendingar hafa af þeim afleiðingum, sem það gæti haft fyrir lífriki hafsins ef eitthvað færi úrskeiðis í stöð eins og þeirri í Dounreay. Viðmælendur okkar lögðu á móti áherslu á, að allt ör- yggi yrði tryggt í stöðinni og nánast hverfandi hætta á, að geislavirk úrgangsefni fæm í hafíð. Þannig kjmntum við hvorir um sig sjónar- mið okkar í þessu máli og er það út af fyrir sig gagnlegt." Á fímmtudaginn mun Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra fara til Skotlands þar sem hann mun m.a. kynna hugmyndir um raforkuflutn- ing frá íslandi. í fylgd með honum verður Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, og munu þeir ræða við fulitrúa þeirra tveggja orkufyrirtækja, sem hafa með höndum raforkusölu í Norður- og Suður-Skotlandi. Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið, að þótt þessar hugmyndir væru enn á frum- stigi væri rétt að kynna þær þeim, sem að öllum líkindum yrði við að eiga ef þeim yrði hrint í fram- kvæmd. „Auðvitað kann svo að fara, að þessar hugmyndir verði aldrei að veruleika, reynist aldrei hagkvæmur kostur. Við megum þó ekki varpa þeim fyrir róða nú. Nýj- ustu athuganir sýna, að þær geta verið raunhæfar og því er sjálfsagt að ræða við alla, sem við sögu geta komið. Til þessa ætla ég m.a. að nota þessa Bretlandsför mína og viðbrögð Cecils Parkinsons orku- málaráðherra voru afar uppör- vandi," sagði Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra að lokum. SKÁÍS gerði 15. janúar sl. skoð- anakönnun fyrir Stöð 2 um byggingu ráðhúss við Tjörnina. I greinargerð Skáfs segir m.a.: „Hringt var í símanúmer eftir handahófsúrtaki skv. tölvuskrá Landsímans yfír virk einkanúmer fyrir ailt landið. Tölvuskráin var unnin af Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar með heimild tölvunefndar. Spumingunum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var haft samband við alls 838 einstaklinga. Stærð úrtaks- ins var ákveðin í réttu hlutfalli við §ölda íbúanna (þ.e. 18 ára og eldri), á eftirtöldum svæðum: Reykjavík, Reykjanes og dreifbýli. Kynningarorð í þessari skoðana- könnun voru: Við erum að gera skoðanakönnun á afstöðu almenn- ings til fyrirhugaðrar byggingar ráðhúss í Reykjavík. Ert þú fylgj- andi byggingu ráðhúss við Tjörnina? Afstaða til ráðhúss Reykjavik (37,8%) já fjöldi 108 hlutfaU 34,1% nei 106 33,4% vilja ekki ráðhús 32 10,1% hafa ekki skoðun 56 17,7% neita að svara 15 4,7 % 317 100,0% Reykjanes (23,9%) já fjöldi 77 hlutfall 38,5% nei 45 22,5% vilja ekki ráðhús 11 5,5% hafa ekki skoðun 64 32,0% neita að svara 3 1,5% 200 100,0% Dreifbýli (38,3%) já fjöldi 75 hlutfall 23,4% nei 54 16,8% vilja ekki ráðhús 63 19,6% hafa ekki skoðun 106 33,0% neita að svara 23 7,2% 321 100,0% Rafmagnað tækifæri EFTIRFARANDI fréttapistill, sem fjallar um hugsanlega raf- orkusölu íslendinga til Bret- lands, birtist í breska tímaritinu The Economist 9. janúar sl. ísland getur að nokkru leyti dreg- ið úr þörf Bretlands fyrir kjam- orku í framtíðinni. Fjarlægðin milii iandanna er tæpir 800 km, og þar sem íbúafjöldi á íslandi er aðeins um 240.000 manns, er landið sannkallað orkuforðabúr. Þar er unnt að virkja um 30.000 MW (megawött) vatnsafls- og jarðhitaorku án nokkurra teljandi umhverfisspjalla. íslendingar nota sjálfir aðeins 800 MW. Blómlegur raforkuútflutningur gæti gert þá óháðari sjávarútvegi — sem stóð undir 49% (rétt tala er 77% — innsk. Morgunblaðið) af útflutn- ingi landsmanna árið 1986. Bretar flytja nú þegar inn raf- magn. Allt að 2000 MW streyma í gegnum rafstreng frá Frakkl- andi, þegar þörf krefur. Sam- kvæmt upplýsingum breska umboðs- og miðlunarfyrirtækisins North Venture gæti Island aukið 2000 MW við það innan 20 ára. Það eru u.þ.b. 6% af núverandi raforkunotkun Bretlands. Framfarir í gerð rafstrengja hafa gert að verkum, að neðan- sjávartenging milli íslands og Bretlands er nú fysilegur kostur, jafnvel þótt það tæki fímm ár að leggja hvem hinna Qögurra eða fímm rafstrengja, sem á þyrfti að halda. Svo langur framkvæmd- atími mundi henta íslendingum. Þeir eiga við vinnuaflsskort að etja, en eru tregir til að flytja inn erlenda verkamenn í því skyni að auka virkjunarhraðann — ekki síst frá sínum gamla erkióvini úr þorskastríðunum. íslendingar gætu hins vegar greitt fyrir þess- um samningum með því að kaupa breskan virkjunarbúnað. Raforkuffamleiðsla með íslensku vatnsafli er hin ódýrasta, sem völ er á í Evrópu. Um það bil tfundi hluti þeirrar orku, sem flutt yrði til Bretlands, mundi glatast á leiðinni, en þrátt fyrir það yrði fslenska rafinagnið ódýr- ara en sú orka, sem fengist úr kjamorkuverinu Sizewell „B“, sem Central Electricity Generat- ing Board hefur í hyggju að reisa. Líklegustu kaupendur íslenskr- ar raforku eru skosku raforkufyr- irtækin tvö og East Midlands Electricity Board. Norður-írland, sem stendur ef til vill frammi fyr- ir orkuskorti um aldamótin, kæmi einnig til greina sem kaupandi. Central Electricity Generating Board, sem yrði samkeppnisaðili Islendinga á breska orkumark- aðnum, hefur gert lítið úr þessari hugmynd, og kemur það ekki á óvart. Það segir, að raforka, sem flutt yrði um sæstreng trá ís- landi, yrði dýrari en vonast er til, og miðlun til suðurhluta Bret- landseyja — þar sem þörf er fyrir orkuaukningu — gæti valdið erfið- leikum. Bresk orkudreifingarfyr- irtæki í einkaeign lfta það mál ef tii vill öðrum augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.