Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 27 Verkfall skrif- stofustar f sf ólks Stokkhólmi. Reuter. VERKFALL 50.000 skrifstofu- starfsmanna í einkageiranum hófst í Svíþjóð í fyrradag. Þeir krefjast 5-7% launahækkunar en verðbólga er nú 5% í Svíþjóð. Starfsemi margra iðnfyrirtækja lamaðist þegar og ríkisstjórnin hefur beðið aðilja vinnumarkaðs- ins að „stilla kröfum sínum í hóf“. Talsmenn SID, verkalýðsfélags skrifstofufólks í einkafyrirtækjum, sögðu að þátttaka í verkfallinu væri almenn. Stjórnendur Volvo- fyrirtækisins sögðu aðspurðir um afleiðingar verkfallsins að fram- leiðslan legðist þegar niður og engin tilraun yrði gerð til að halda uppi starfsemi. í fjárlögum ársins sem birt voru fyrir viku er varað við því að halli á ríkissjóði eigi eftir að margfaldast ef almennar launahækkanir um- fram verðbólgu gangi í gegn. Talsmenn stjómarinnar segja að ef laun myndu hækka um 7% í landinu þá yrði fjárlagahallinn 21 milljarður sænskra króna á næstu tveimur árum. Ríkisstjómin hefur án beinna afskipta af vinnudeilum mælst til þess að launahækkunum verði hald- ið innan 4% á þessu ári. Vinnuveitendur hafa tekið harða afstöðu gegn kröfum verkfalls- manna og buðu skrifstofufólki 0,9% launahækkun nú fyrir helgina. UTSALA t*gg» KAPÍISALAN BORGARTÚNI22 SÍMI 23509 Næg bflastæði AKGREYRI PARDCIS HAFNARSTRÆTl 88 SÍMI96-25250 VfSA Skákmótið í Wijk aan Zee: Friðsamir meistarar í GÆR var tefld 9. umferð skák- mótsins í Wijk aan Zee. Meistar- arnir voru óveiyu friðsamir og lauk öllum skákunum utan einni með jafntefli. Andersson heldur enn forystu sinni, er með 6V2 vinning af 9 mögulegum. Úrslit í gær urðu þau að Piket og Hansen, Tal og Agdestein, Van der Wiel og Nikolic, Sosonko og Karpov, Ljubojevic og Andersson, Hiibner og Farago gerðu jafntefli. Georgiev lagði hins vegar Van der Sterren. Einnig sömdu Agdestein og Georgiev um jafntefli í biðskák sinni úr 8. umferð. Andersson er efstur eins og áður segir. Karpov er í 2. sæti með 6 vinninga og Georgiev í því þriðja með 5V2 vinning. Að lokum er hér snaggaraleg vinningsskák Karpovs gegn Van der Wiel úr 8. umferð. Hvítt: Karpov Svart: Van der Wiel 1. c4 — e6, 2. Rc3 — Bb4, 3. g3 - Re7, 4. Bg2 - O-O, 5. Db3 - c5, 6. a3 — Ba5, 7. e3 — Rbc6, 8. Rge2 - Bb6, 9. 0-0 - Ra5, 10. Da2 - d5, 11. d3 - dxc4, 12. dxc4 - Bd7, 13. b4 - Rac6, 14. Hbl - Dc7, 15. Db3 - Re5, 16. b5 - Had8, 17. f4 - R5g6, 18. e4 - f5, 19. e5 — Be8, 20. Be3 - Rh8, 21. Ra4 - Bh5, 22. Rcl - Hd7, 23. Rd3 - Be2, 24. Rdc5 - Hd3, 25. Rxd3 — Bxe3+, 26. Khl - Hd8, 27. Rb4 - Bxfl, 28. Hxfl - Bc5, 29. Rd3 - b6, 30. Raxc5 — bxc5, 31. a4 — Hd4, 32. a5 - Dxa5, 33. Rxc5 - Kf7, 34, Rb7 — Dd2, 35. b6 og svartur gaf þar eð hann ræður ekki við frípeð hvíts. Samningimmi er engin ógn- un við Atlantshafsbandalagið - segir Atli Dam lögmaður um fiskveiðisamninginn við Sovétmenn Svíþjóð: UTSALA 20-40% afsláttur Vönduð efni klassísk sníð. EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur nýlegur fiskveiðisamningur Færeyinga og Sovétmanna vakið nokkrar áhyggjur innan Atlantshafs- bandalagsins. Var frá því skýrt í breska tímaritinu The Econom- ist og í danska blaðinu Berl- ingske Tidende sagði, að algengt væri, að 3-400 Sovétmenn væru í landi í einu í Færeyjum, tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en starfs- menn danska hersins þar. Atli Dam, lögmaður Færeyja, gerir hins vegar 'lítið úr þessum áhyggjum. í fiskveiðisamningnum er kveðið á um, að Sovétmenn fái að veiða 140.000 tonn af kolmunna á miðun- um við Færeyjar en Færeyingar fá á móti að veiða 21.000 tonn af þorski í Barentshafí. Sá afli verður hins vegar að mestu leyti tekinn á gráa svæðinu svokallaða, sem Norðmenn og Sovétmenn deila um, og því finnst þeim fyrmefndu, að þama hafi Sovétmenn gerst dálítið örlátir á það, sem þeir eiga ekki. Auk fiskveiðisamningsins sömdu Sovétmenn um, að sovésk skip yrðu tekin til viðgerðar í tveimur af þremur skipasmíðastöðvum í Fær- eyjum og snúast áhyggjur Nato- manna um það, að sovéski fískiskipaflotinn og þeir, sem em í landi hveiju sinni, séu hluti af her- sveit, sem á neyðartímum gæti lagt undir sig eyjamar án þess að Nato fengi rönd við reist. Síðastliðið laugardagskvöld hafði færeyska útvarpið viðtal við Atla Dam lögmann vegna greinarinnar í The Economist og sagði hann þá, að samningurinn við Sovétmenn væri engin ógnun við Færeyinga eða Atlantshafsbandalagið. Kemur þetta fram í frétt frá Snorra Hall- dórssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins í Þórshöfn. Atli sagði, að fiskveiðisamning- urinn væri sá besti, sem Færeyingar hefðu gert, ef undan væm skildir samningar við íslendinga, og bætti því við, að vestrænum ríkjum ætti að vera í lófa lagið að sýna Færey- ingum meiri samningsvilja fyrst eyjamar teldust svona mikilvægar. Kvaðst hann ekki hafa neinar áhyggjur af því, að sovésku sjó- mennimir væm í áhlaupsdeild, sem gæti lagt undir sig Færeyjar áður en nokkum varði. Það væri enda óþarfí þvf að sovésk herskip gætu sem hægast siglt upp að landhelgis- mörkunum og tekið síðan eyjamar í einu skyndiáhlaupi. Atli Dam lögmaður lagði mikla áherslu á, að ekkert samband væri á milli fískveiðisamningsins við Sov- étmenn og samninga við þá um viðgerð á sovéskum skipum og kaup á rækjum fyrir rækjuverksmiðjuna á Eyri. Atli sagði, að vissulega hefðu sumir orðið til að finna að samningnum við Sovétmenn en slík Færeyjar: Bandaríkín: Slys í áætlunarflugi kostuðu 232 menn lífið STÉLIÐ brotnaði á DC-9 þotu Eastem Airlines i lendingu í Pensacola í Flórída lun áramótin. Dró hún það á eftir sér tvo kíló- metra eftir brautinni unz hún staðnæmdist. Enginn beið bana og þykir mildi að ekki fór verr því þotan er ónýt. Með atvikinu lauk ári mikilla flug- slysa í áætlunarflugi í Bandaríkjun- um. Biðu 232 menn bana, farþegar, flugliðar og fólk á jörðu niðri. Arið 1986 beið hins vegar aðeins einn maður bana í áætlunarflugi. AJls urðu 29 áætlunarflugvélar fyrir skakkaföllum í fyrra, miðað við 23 í hitteðfyrra. Þijú stórslys urðu. í desember gekk fyrrum starfsmaður Pacifíc Southwestem Airlines ber- serksgang um borð í þotu félagsins. Hóf hann skothríð f háloftunum með þeim afleiðingum að þotan fórst og biðu 43 menn bana. Skömmu áður fórst DC-9 þota frá Continental er henni hvolfdi í flug- taki í Denver í Colorado. Ungur óreyndur aðstoðarflugmaður var við stjómvölinn. Orsakir slyssins voru reknar til ísingar á vængjum. Ástæð- an: yfírsjón flugmanna. Biðu 28 manns bana. í ágústmánuði fórst þota frá Northwest-flugfélaginu skammt frá flugvellinum í Detroit og með henni 156 menn. Var það annað mann- skæðasta flugslys í sögu Banda- ríkjanna. Menn, sem unnu að rannsókn slyssins, telja orsökina þá að flugmennimir hafí gleymt að stilla vængbörð fyrir flugtak. En er flugið óömggt? Þrátt fyrir óhöppin er manntjónið minna en einn maður miðað við 100.000 flugtök, en aðeins fímm sinnum hefur hlut- fallið verið lægra í 50 ár. Fleiri ferðuðust þó með flugi en nokkm sinni áður, eða rúmlega 450 milljón- ir manna, miðað við 418 milljónir árið 1986. Eins og áður segir biðu 232 bana vegna óhappa í áætlunarflugi í Band- aíkjunum í fyrra og aðeins einn árið 1986. Árið 1985 vom þeir 197, árið 1984 fjórir, 1983 vom þeir 15, 233 árið 1982, fjórir árið 1981 og enginn árið 1980. Arið 1979 biðu hins vegar 351 maður bana í áætlunarflugi þar í landi. (Úr U.S. News & World Report) gagnrýni hefði aldrei komið frá Atlantshafsbandalaginu. Ákveðnir stjómmálamenn í Færeyjum hefðu agnúast út í hann og ekki ólíklegt, að skoðanir þeirra hefðu rekið á fjörur The Economist. Frá Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.