Morgunblaðið - 24.01.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 24.01.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 9 HUGVEKJA Ég treysti þér eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON 13. sd. e. þrettánda Mt. 8; 1.-13. Þessi orð eru svo oft sögð milli tveggja einstaklinga og alltaf skipta þau miklu. Reynist þau sönn styrkja þau vináttuna eða það samband sem er milli þeirra sem orðin tengja, en ef sá sem þetta er sagt við bregst, þá er þeim hinum sama ekki treyst á ný. Sá vinur sem þú ert hættur að geta treyst er ekki lengur vin- ur þinn og sé það maki þinn, bam eða foreldri sem í hlut á þá brotn- ar allt sem byggt hefur verið á. Ótrúnaður í hjónabandi er það • brot sem aldrei er hægt að bæta fyrir og myndar alltaf gjá hvemig sem reynt er að brúa það. Traust til annars manns kemur ekki af sjálfu sér. Maðurinn er reyndur aftur og aftur og þegar hann hefur sýnt að hann er trausts verður, þá er honum fyrst treyst. Það er yndisleg tilfinning að finna að manni er treyst og þessvegna er það erfitt að reyna hið gagnstæða, en þó erfiðara að lifa það að hafa bmgðist og geta ekki með nokkm móti unnið til trausts á ný. Ef þannig er ástatt fyrir þér, reyndu þá að setja þig í spor þess sem þú leitar eftir trausti við. Það er ekki með nokkm móti hægt að þröngva sjálfum sér til að treysta öðmm. Efinn er til staðar inni í sálinni og hann veldur þjáningu og hug- arangri. Þessi orð skipta líka sköpum fyrir þann sem er að beijast við sjúkdóm að hann treysti læknin- um. Ef til vill skipta þau þó mestu fyrir hann sjálfan, í baráttunni við sjúkdóminn, þegar hann segir við sjálfan sig: Eg treysti því að ég sigri sjúkdóminn. Og með þess- ari hugsun verður hann að sigra efann. Hrinda honum fyrst úr hugskoti sínu og sfðan að koma í veg fyrir að það blæði undan efanum inn. Trúin kemur þar áreiðanlega bezt til hjálpar, trúin á Jesúm Krist, nálægð hans og kraftaverk. Að hann heyri bæp- ina, rétti út höndina og segi: Ég vil, verði þú heill. í allri okkar lífsbaráttu, erfiðleikum, þjáningu og sorg, getum við leitað til hans í trú og trausti á hann með þessa bænarhugsun: Ég treysti þér. Ég bið þig, en þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt, því handleiðsla þín er mér fyrir beztu. Jafnvel erfiðustu sjúkdóma er hægt að sigra enn í dag og það skeður aftur og aftur með kraftaverki trúar, kraftaverki Krists. Vitnis- burðir einstaklinga hljóma á meðal okkar um kraftaverkið og um bænheyrsluna, en þó virðist það §arri öðrum en þeim er reynt hafa. Orðið í ritningunni flytur okkur tvo vitnisburði í dag: Lákþrár maður kom til Jesú. Holdsveikin var og er ólæknandi. A dögum Jesú voru engin önnur ráð gagnvart holdsveikinni en að reka þá sem veikir urðu burt úr samfélagi manna, gefa þeim mat í gryfju fyrir utan borgina, þar sem eldurinn logaði í úrgangi frá þorpinu. Þetta var það versta sem til var. Þetta var, „gehenna", helvíti, ríki dauðra þaðan sem enginn átti afturkvæmt. Verstu sjúkdómar dagsins í dag komast ekki nærri holdsveikinni og því algjöra vonleysi sem hefur heltek- ið sjúklinginn. Samt varð það, að líkþrái maðurinn segir í trausti og von á Jesú: „Herra, ef þú vilt getur þú hreinsað mig." Jesús rétti út hendina á móti honum, kom við hann og sagði: Ég vil, verðir þú hreinn. Og kraftaverkið varð á þeirri stundu. Rómverskur herforingi, sem réð yfir 100 hermönnum, kom til Jesú og sagði honum að hann ætti lamaðan dreng og bað hann að segja það með orði sínu að drengurinn yrði heilbrigður. Jesús undraðist trú útlendingsins og sagði við gyðinga að hann hefði ekki fundið svo mikla trú í ísra- el. Jesús sagði við hundraðshöfð- ingjann: „Far þú burt, verði þér eins og þú trúðir. Og sveinninn varð heilbrigður á þeirri stundu." Tveir einstaklingar komu til Jesú og treystu honum skilyrðis- laust. Traustið hefur fyrst byggst á trú, sem hefur getað hrakið efann á braut og síðan gefið von- ina, sem hefur styrkt kjarkinn til að biðja og síðast hafa þeir lifað fullvissuna í bænheyrslunni og kraftaverkinu. Ef þú átt í erfiðleikum eða sjúk- dómsbaráttu eins og hér hefur verið fjallað um, þá hugleiddu leið trúarinnar og hvers virði hún get- ur verið þér, þegar þú lifír þá stund að kalla til Jesú: Ég treysti þér. Herra, ef þú vilt, þá getur þú hjálpað mér. Segðu það með orði þínu og það verður. — Jesús, ég treysti þér. Munið Einkennisfötin Frá GARÐASTRÆTI 2 - SÍMI 1 7525 VANTAR ÞIG FÉ TIL FRAMKVÆMDA ? Eitt af veigamestu verkefnum sérfræðinga Fjárfestingarfélagsins er að leysa vanda þeirra, sem þurfa að fjármagna framkvæmdir með verðbréfaviðskiptum. Söluskrifstofur Fjárfest- ingarfélagsins í Kringlunni og í Hafnarstræti eru ekki aðeins til þess að selja Kjarabréf, Tekjubréf og spariskírteini. Þær eru einnig fyrir þá sem þurfa aðstoð við fjármögnun framkvæmda, - bæði einstaklinga og fyrirtækja. FJÁRMÖGNUN NÝRRA HUGMYNDA Margir hafa orðið að láta frá sér nýjar og ferskar hugmyndir vegna tímabundins skorts á framkvæmdafé eða öðrum leiðum til þess að fjármagna framkvæmdir þeirra. Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ráð undirhverju rifi. Þú leitar til þeirra og þeir leita að hagstæðustu lausninni fyrir þig. Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANUMER SÍMSVARANS ER 28506 HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S (91) 689700 BYGGINGAFRAMKVÆMDIR, ATVINNU- REKSTUR . Fjárfestingarfélagið gerir fyrirtækjum og hvers konar rekstraraðilum ikleift að útvega sér fjármagn til þess að standa undir hinum ýmsu þáttum byggingaframkvæmda. Sérfræðingar félagsins geta aðstoðað við að brúa bilið á milli sölu eldri fasteignar og kaupa á nýrri. Þeir gefa þér góð ráð og veita þér aðstoð. TALAÐU VIÐ OKKUR Það kostar ekki neitt að ræða málin. Þú ert alltaf velkomin(n) til okkar í Kringluna eða í Hafnarstræti 7. Við finnum góða lausn í samein- ingu. GENGI 22. JANÚAR KJARABRÉF 2.590 TEKJUBRÉF 1.320 MARKBRÉF 1.337 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.