Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 2

Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Enda hefur verið sagt sem svo að kannski komi að því einn daginn að Afríkubúar gerist kristniboðar til dæmis í Evrópu. Mér sýnist margar kirkjur ykkar þola ákveðna endumýjun enda virðist fólkið upptekið af ýmsu öðru en guðrækni og ekki virð- . ast ýkja margir undir áberandi áhrifum kristninnar. En í þessari ferð minni hef ég líka kynnst betur því fólki sem hefur sent kristniboða til Eþíópíu. Ég dvaldi um hálfs mánaðar skeið í Noregi og heim- sótti ýmsa kristniboðshópa sem styðja starfíð og hér hef ég kynnst þeim sem standa fyrir starfí SÍK. Okkur fínnst það mjög mikilvægt að fá þannig tækifæri til að kynnast þessu fólki betur og sjá aðstæður hér. Þannig hef ég séð að þessir fá- mennu hópar kristinna manna eru starfssamir í sínu heimalandi og sinna jafnframt þeirri skyldu sem Kristur lagði okkur á herð- ar, að fara og kenna öðrum. Eitt af þvf sem kom Salomon á óvart hér var fólksfjöldinn eða fólksfæðin kannski öllur heldur. í Eþíópíu búa um 40 milljónir manna og innan lúthersku kirkj- unnar í landinu er um ein milljón manna. Fámennur hópur — mikið starf — Þið íslendingar eruð álíka margir og allir íbúar suðursynód- unnar eða vel yfír 200 þúsund. Mér fínnst merkilegt að svo fá- mennur hópur hér skuli hafa getað staðið að svo miklu starfí suður í Eþíópíu sem raun ber vitni í öll þessi ár. Þetta erum við vissulega þakklát fýrir og vonum að við megum njóta að- stoðar íslenskra kristniboða enn um sinn. Þú segir að þið sækið vel kirkj- ur í Eþíópíu — er þeim frjálst að starfa að vild? — Margar kirkjur eru ennþá lokaðar og víða eru hinir kristnu hnepptir í varðhald ef þeir hafa sig í frammi með boðun eða sam- komur. En víða er okkur leyft að starfa og víða eru kirkjur opnar og þær fyllast við hveija guðsþjónustu. Um leið hefur lút- herska kirkjan reynt að taka upp ýmsa aðra þjónustu. Við sinnum ekki aðeins boðun kristinnar trú- ar heldur viljum við líka hjálpa fólki í líkamlegri neyð og reynum að leggja okkar af mörkum hvort heldur er í neyðarhjálp, heilsu- vemd eða fræðslu. Geturðu nefnt sérstök verk- efni sem framundan eru hjá kirkju þinni? — Eitt aðalverkefni okkar í suðurhluta landsins á næstu misserum og árum er að komast til þeirra svæða sem við höfum ekki áður farið til með fagnaðar- erindið. Við höfum einkum í huga þijú svæði og sjáum fram á mikil verkefni þar. Starfsmenn kirkjunnar munu dveljast þar, þredika og kenna og við ráðger- um einnig að starfa að heilsu- gæslu á þessum svæðum. Smám saman taka innlendir starfsmenn okkar að sér meiri ábyrgð en við munum áfram þurfa á kristni- boðum frá ykkur að halda sem eins kónar ráðgjöfum. Þess vegna má kannski segja að það sé hagnýtara fyrir okkur að fá lækna, hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga í hvers kyns tækni- og þróunarmálum fremur en bara guðfræðinga. Jafnframt verða þessir menn þó að geta sinnt boðun kristinnar trúar. Það má segja að starf kristniboðans sé því að breytast nokkuð. Það hefur verið ómetanlegt að starfa með mönnum sem dvelja í landinu ár eftir ár og þekkja allar aðstæður okkar út og inn eins og íslensku og norsku kristniboðamir hafa gert en með þeim höfum við einkum starfað. Ég vona því að við eigum eftir að fá að njóta leiðsagnar þeirra um mörg ókomin ár. Salomon Haile heimsótti Biskups- stofu og ræddi við biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson. Með þeim á myndinni er Skúli Svavars- son, formaður Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Salomon Haile frá Eþíópíu: Evrópubúar uppteknir af ýmsu ððru en guðrækni Honum fannst kalt að koma til íslands, Eþíópíumanninum Salomon Haile, enda vanur meiri hita, en hann var þó hissa þegar honum var sagt að hann hefði eiginlega lent í fyrsta kuldakasti vetrarins hér syðra nú rétt eftir áramótin. Hann kom til íslands í snögga heimsókn í boði Sambands íslenskra kristniboðsfélaga eftir nokkurra vikna námskeið í London og stutta heimsókn í Noregi. Síðan hélt hann til Færeyja og þaðan til Eþíópíu á ný og ráðgerði að vera aftur heima um miðjan janúar. Salomon Haile starfar nú sem framkvæmdastjóri suðursynódu Mekane Yesus-kirkjunnar í Eþíópíu og hefur hann aðsetur í Awasa í suðurhluta landsins. Hann hefur átt mikið samstarf við þá íslensku kristniboða SÍK sem starfað hafa í Eþíópíu undanfarin ár. En hvemig var það að vaxa úr grasi í Eþíópíu fyrir nærri 30 árum? Hvað beið unga fólksins í skóla eða starfi? — Það voru auðvitað ekki margir eða fjölbreyttir möguleik- ar sem biðu okkar fyrir 20 til 30 árum en það var áður en byltingin varð í landinu. Ólæsi var mikið og fáir komust í skóla, helst þeir sem voru í einhverri snertingu við skóla kristniboða sem víða störfuðu. Kynntist fljótt kristindómi — Ég var nú svo heppinn að vera alinn upp í bænum Gidole en þar störfuðu m.a. kristniboðar frá íslandi og Noregi. Foreldrar mínir kynntust fljótt kristindómi og gerðust kristin og síðar fengu þau vinnu hjá kristniboðinu, pabbi sem predikari og mamma var líka eins konar predikari á sjúkrahúsinu, sjálfsagt einhvers konar sjúkrahúsprestur eða safnaðarsystir á sjúkrahúsi. Það sem beið drengja á mínum aldri þá var að vinna á ökrunum, taka við búi foreldranna eða heíja sjálfír akuryrkju en ég var sendur í skóla hjá kristniboðinu. Það voru forréttindi og við sem vorum í skóla vorum öll full áhuga á að læra sem mest, seg- ir Salomon. — Við tókum jafn- framt þátt í margs konar starfí, vorum í sunnudagaskóla og fór- um fljótt að hjálpa þar til, flutt- um leikþætti og stofnuðum kóra. Á þessum árum var starf kristni- boðsins og kirkjunnar mikið og líflegt og það náði til margra. En hann var ekki eina bam foreldra sinna sem fékk að læra heldur líka öll systkini hans. Það er ekki lítill hópur, systumar eru 10 og bræðumir 4! Þau em stödd á hinum ýmsu stigum skólakerf- isins, það yngsta að hefja nám í vetur. Salomon segir að eftir byltinguna hafí verið lögð meiri áhersla en áður á að sem flestir hlytu grunnmenntun og því hafí fleiri tækifæri til að ganga í skóla í dag en áður var. En hver er ferill Salomons eftir bamaskól- ann? — Ég hélt áfram í framhalds- skóla og gat síðan verið eitt ár Á skrifstofunni í Awasa i Eþiópíu. Báðar myndirnar tók Jónas Þórisson. í háskóla í Addis. Eftir það kenndi ég í eitt ár í skóla kirkj- unnar í Gidole og gerðist síðan starfsmaður eins konar heima- vistar eða skólaheimilis þar sem kirkjan veitir fátækum og mun- aðarlausum bömum húsnæði og fæði og styrkir þau til náms. Þetta hefur hún gert meðal ann- ars með aðstoð Þjóðveija. Þama hafa búið um 150 böm að jafn- aði og veitti ég þessu heimili forstöðu í um 5 ár. Síðustu tvö árin hef ég síðan starfað á skrifstofu suðursynód- unnar sem framkvæmdastjóri hennar. Á síðasta sumri var síðan ákveðið að senda mig á námskeið í London og dvaldi ég þar síðustu mánuði ársins við nám í guðfræði og ensku. Þar vorum við samankomin frá 25 löndum og var mjög fróðlegt að kynnast svo mörgu og ólíku fólki en þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá Eþíópíu. Kirkjan þolir endurnýjun Hvemig var að koma til Evr- ópu? — Mér fannst það á margan hátt undarlegt og vissulega lær- dómsríkt. Við sem höfðum lifað og starfað með kristniboðum frá kristnum Evrópulöndum höfum sjálfsagt gert okkur of einfalda mynd af löndum ykkar og haldið að hér væru allir kristnir á sama hátt og þeir. Það höfum við hins vegar ekki fundið. Ég sótti nokk- uð mikið kirkju í London og þar em aðeins fáir við messur meðan við fyllum kirkjumar heima í Eþíópíu. Hvar eru þá hinir kristnu í Evrópulöndunum? Þeir em kannski ekki svo margir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.