Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 24. JANÚAR 1988
POTT-
ÞETTAR
PERUR
AGOÐU
VERÐI
Allar RING bílaperur
bera merkið (D
sem þýðir að þœr
uppfylla ýtrustu
gœðakröfur E.B.E.
Islendingafélag stofnað á Nýja-Sjálandi
Auckland, Nýja-Sj&landi. Frá Skúla Franz Hjaltasyni.
HELGINA 27.-29. nóvember sl. héldu 50-60
manns, íslendingar og íslandsvinir, upp á
fullveldishátíð íslands í sól og sumaryl við
Lake Taupo í Lake Taupo Holiday Park á
Nýja-Sjálandi.
íslendingum hefur fjölgað mikið á Nýja Sjál-
andi að undanfomu. Eru það þá einkum íslenskir
karlmenn sem hafa gifst nýsjálenskum konum
sem unnið hafa í fískvinnslu á íslandi.
Á föstudagskvöldinu var haldin samkoma þar
sem m.a. var horft á íslenska gamanþætti við
mikla kátínu viðstaddra. Á laugardagsmorgnin-
um voru riijuð Upp kynnin við íslenska hitaveitu-
vatnið í lauginni Thermal Pools. Þann eftirmiðdag
var haldinn stofnfundur íslendingafélags á Nýja-
Sjálandi._ Formaður félagsins til næstu tveggja
ára er Ómar Sveinbjömsson sem er búsettur í
Auckland. Eftir fundinn var haldin kvöldvaka
og skálað í sex ára gömlu brennivíni og sungnir
ættjarðarsöngvar. A sunnudeginum var haldið
aftur i laugamar og þá um kvöldið kom hópurinn
saman og var þá m.a. spilað á spil. Á mánudegin-
um héldu síðan allir til síns heima víða um
Nýja-Sjáland og hlökkuðu til að hittast aftur á
fundi Islendingafélagsins.
Hópurinn sem tók þátt í hátíð íslendinganna á Nýja-Sjálandi.
BETRIBILAKAUP
Lúxusbíll á hálfvirði?
Þannig flytjum við sjálf inn
lítið notaðan bíl
Kynntu þér verðskrána vel
áður en þú slærð til
Það borgar sig
Verð notaðra bila erlendis
Allt um aðflutnlngsgídldin
Nýkomið áalla
helstu blaðsölustaði
Stærstu bílasýningar Evrópu
Frjálstframtak
MjólkursamlagJ&r
Bragðbætt skagfirsk súrmjólk
í handhægum hálfslítra fernum
Dreifingaraðili
Mjólkursamsalan