Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
B 17
„Djöfullinn er mitt á meðal vor
eins og öskrandi ljón“
SJÁ: Fjandinn sjálfur!
FORN FRÆGÐ — Fjölmargir þjóðardýrgripir á borð við
þetta veg’lega sigurtákn eru í bráðri hættu.
„Sigurboginn er til að minna
okkur á, að við erum öðrum fremri
— eða vorum það að minnsta kosti,“
sagði í íhaldsblaðinu „Le Quotidien
de Paris". „Hann segir frá orr-
ustum, sigrum og hetjulegum dauða
á vígvellinum. Hann hefur mótað
þá hugsun, að París beri af öðrum
borgum. Nú riðar hann til falls.“
Astandið á Pantheon á Vinstri-
bakkanum 'er jafnvel enn verra.
Loðvík 15. lét reisa húsið sem kirkju
á árunum fyrir byltinguna og hvíla
undirstöður þess á landi, sem er
eins og svissneskur ostur, yfir
leimámum, sem lögðu til fyrsta
efniviðinn í þessa gallversk-róm-
versku bprg á Signubökkum. í
rigningum verður jarðvegurinn eins
og svampur og meginbyggingin,
þar sem veggimir em spmngnir og
lausir steinar í þakinu, hefur verið
lokuð almenningi.
Svona er komið fyrir um það bil
20 dómkirkjum í Frakklandi og
verst er ástandið í Rheims, Beauva-
is, Amiens og Tours. í Strasbourg
þar sem dómkirkjumar vom þjóð-
nýttar ef svo má segja árið 1905
er enn verið að gera við skemmdir
frá því í síðari heimsstyijöld og í
dómkirkjunni í Rheims er ekki enn
búið að græða sárin frá því í fyrri
heimsstyijöld. Vegna rigningarinn-
ar molnar steinninn og breytist í
duft og styttumar líkjast helst
holdsveikisjúklingum, sem hafa
misst handleggi og nef.
Menningarmálaráðherranum
franska hefur tekist að fá því fram-
gengt að æ meira fé er varið til
viðgerðar á dómkirkjunum. Panthe-
on verður þó ekki bjargað með
neinni venjulegri viðgerð og því er
líklegt, að almenningi og auðmönn-
um verði boðið að leggja hönd á
plóginn.
Bandaríska greiðslukortafyrir-
tækið The American Express hefur
boðist til að axla meginkostnaðinn
við endurreisn Sigurbogans en þjóð-
ræknum Frökkum hrýs þó hugur
við, að útlendingar skuli vera beðn-
ir um hjálp við varðveislu þessa
þjóðarminnismerkis. Ríkisstjómin
hefur einnig skorað á franskan al-
menning að leggja sitt af mörkum
en talið er, að það þurfi sjö milljón-
ir dollara til að treysta undirstöð-
- ROBIN SMYTH
SART SAKNAÐ
Feneyingar
gera tilkall
til kvenna-
bósans
Feneyingar-fóru þess nýlega á
leit við tékknesku ríkisstjóm-
ina, að hún eftirléti þeim beinin
úr þeirra ástkæra syni, Giacomo
Casanova, en hann var bókavörður
kastalaherranna í Waldheim í
Bæheimi þegar hann lést, 73 ára
að aldri, árið 1798.
Þessi beiðni er runnin undan
rifjum Augustos Salvatori, yfir-
manns ferðamála í Feneyjum, en
hann hefur þau orð um Casanova,
að hann hafi á sínum tíma verið
merkisberi „hinnar fordómalausu
lífsnautnar". Má það vissulega til
sanns vegar færa enda varð Cas-
anova ekki frægur fyrir sín
andlegu afreksverk, heldur fyrir
náin kynni sín af hinu veikara
kyni, í glæsilegum höllum og
ómerkilegum hóruhúsum, á hlöðu-
loftum og í skrautkerrum.
Ef Casanova hafði tíma til skipti
hann engu hvar hann var niður
kominn. Hann kynntist fyrst ást-
inni í feneyskum gondóla og hefði
vafalaust fundist það verðugt að
reyna karlmennsku sína í þröngum
símaklefa eða í geimskipi hefði
verið um það að ræða.
Hvemig á svo að taka á móti
Casanova? Verður honum fagnað
sem „sönnum syni Feneyja" vegna
þess, að hann var leynilegur út-
sendari borgarinnar erlendis eða
vegna þess, að hann bjargaði
gjaldþrota borgarsjóðnum með
fyrsta happadrættinu? Mun núver-
andi kardináli í Feneyjum fallast
á, að leifar þessa fyrrum ábóta
verði blessaðar um leið og þær
verða lagðar til hvíldar í annað
sinn?
Það liggur heldur ekki í augum
uppi hvar á að finna gröfinni stað.
í Feneyjum er grafarplássið af
jafn skomum skammti nú og þeg-
ar Casanova var uppi og sá frægi
kirkjugarður San Michele er fyrir
löngu yfirfullur.
Ef það er hins vegar ætlunin
að laða ferðafólk að gröf Casanova
SÉÐ HEIM AÐ HÖLLINNI — Glaumur og gleði.
HÖLL DAUÐANS
í garðinum, sem geymir þá Igor
Stravinsky og Ezra Pound, er
hægt að grafa upp einhver ófræg-
ari bein eins og stundum er gert
og hola þeim niður annars staðar.
Fangaklefínn uppi undir ijáfri
í Doge-höllinni þar sem Casanova
átti að hírast í fimm ár að dómi
rannsóknarréttarins hefur verið
fjölsóttur af ferðamönnum í nærri
200 ár. Var hann dæmdur fyrir
galdra en þeir fólust meðal annars
í því að vinna að framgangi
Mmúrarareglunnar og reyna að
sefa fínar frúr, sem þjáðust af of
miklu taugaálagi.
Byron lávarður hressti á sínum
tíma upp á veggjakrotið, sem þessi
frægi fangi hafði skilið eftir sig,
en þá var það orðið máð og illa
læst eftir að aðdáendur hans höfðu
farið um það fíngrum í langan
tíma. Það er hins vegar af Cas-
anova að segja, að hann flýði úr
klefanum á dirfskufullan hátt og
kvaddi um leið Feneyjar fyrir fullt
og allt.
- GEORGE ARMSTRONG
Glatt á
hjalla þeg-
ar Helförin
var ráðin
Eftir áratuga langa óvissu og
undanbrögð hafa Vestur-
Berlínarbúar loksins ákveðið, að
slotið þar sem leiðtogar nasista
komu saman til að leggja á-ráðin
um útrýmingu gyðinga, verði gert
að safni um sögu gyðinga í Evr-
ópu.
Margir þýskir stjómmálamenn
hafa löngum harmað það, að af
þeim milljónum sprengna, sem
rigndi yfír Berlín í stríðinu, skyldi
ekki ein einasta lenda á 30-her-
bergja villunni á bökkum Stóra-
Wannsee, í fallegasta og fínasta
hluta borgarinnar. Þegar Rauði
herinn lagði borgina í rúst árið
1945 brotnaði varla gluggarúða í
húsinu, hvað þá meir.
Á fyrstu árunum eftir stríð
skömmuðust Berlínarbúar sín svo
fyrir þetta hús, að þeir nefndu það
helst ekki á nafn. Jafnvel nú á
dögum hafa margir borgarbúar
ekki hugmynd um, að í þessu húsi,
sem borið er uppi af súlum í
grískum stfl, hittust leiðtogar nas-
ista árið 1942 til að leggja drög
að „lokalausninni á gyðingavanda-
málinu“. Aðeins nokkrum dögum
síðar hófust fyrstu fjöldamorðin á
gyðingum í gasklefunum í Ausch-*
witz.
Jafnaðarmenn, sem stýrðu
Vestur-Berlín í 30 ár eftir stríð,
viðurkenna, að þeir hafí helst ósk-
að sér, að húsið gufaði bara upp.
Þeir viku sér undan því hvað eftir
annað að gera eitthvað í málinu
en frá 1952 hefur husið verið not-
að sem tímabundið hæli fyrir
olnbogaböm og vegalausa ungl-
inga.
Borgarstjómin, sem nú er í
höndum kristilegra demókrata,
hefur nú loksins ákveðið, að hús-
inu megi breyta í minningarmið-
stöð eða safn um sögu evrópskra
gyðinga.
Elie Wiesel, friðarverðlaunahafi
Nóbels og fyrrum fðrseti banda-
rískra samtaka til minningar um
Helförina, hefur fagnað þessari
ákvörðun. „Ef Þjóðveijar vilja
minnast Beethovens og Bachs,
ættu þeir ekki að gleyma Göbbels
og Streicher og hinum dimmu
tímum í sögu sinni," sagði hann.
Það var 20. janúar árið 1942,
að æðstu menn nasista, þar á
meðal Reinhard Heydrich, sem
tékkneskir andspymumenn skutu
nokkrum mánuðum síðar, og böð-
ullinn hans, Adolf Eichmann,
komu saman í húsinu og urðu á
einu máli um lokalausnina.
Fundurinn stóð aðeins í 90
mínútur og í réttarhöldunum yfír
Eichmann, sem ísraelar rændu
árið 1961, sagði hann, að samkvæ-
mið hefði verið hið skemmtileg-
asta.
Þjónamir sáu til þess, að glösin
tæmdust ekki og að lokum „var
hver farinn að tala upp í annan".
Gestimir vom „mjög ánægðir og
einhuga um þær ákvarðanir, sem
vom teknar. Eins og Pílatus get
ég þvegið hendur mínar af því, sem
þama fór fram“. .
- CLIVE FREEMAN
LAUSNARGJALDIÐ
Blóðpening-
arákín-
verska vísu
Einkaframtakið úti á landi í
Kína tók nýlega óvænta
stefnu sem tæpast getur verið í
anda Deng Xiaoping. Bændur
lokuðu þjóðvegi með því að
leggja þar lík manns, sem beðið
hafði bana í umferðarslysi, án
þess að sá sem slysinu olli gæfí
sig fram. Síðan kröfðu þeir þá
ökumenn um greiðslu sem veg-
inn óku.
Atburður þessi átti sér stað
undir nýárið á þjóðveginum
skammt frá Changsha í Suður-
Kína og þeir, sem stöðvuðu
umferðina, vom frá þorpinu Zhu-
botang og höfðu verið vinir hins
látna.
Lemstraður líkami hans lá á
veginum, en bændumir hrópuðu:
„Það þarf að jarða hinn látna
og við viljum borða og drekka
þegar við höfum komið því í
kring. Ef þið látið okkur ekki fá
peninga hleypum við ykkur ekki
áfram."
Útvarpsstöðin í Changsha
skýrði frá þessum atburði og
sagði að embættismenn Kom-
múnistaflokksins hefðu - látið
undir höfuð leggjast að stöðva
aðgerðimar og lögreglan hefði
komið of seint til skjalanna.
Atburðarásin var með þeim
hætti að sá sem fórst var að
aðstoða ökumann á bilaðri drátt-
arvél er vömflutningabíll ók á
hann með þeim afleiðingum að
hann beið bana.
Þorpsbúar heimtuðu að um-
ferðareftirlitsmennimir, sem
rannsökuðu slysið, greiddu þeim
skaðabætur, en þegar því var
synjað tóku þeir málið í sínar
hendur.
Útvarpið í Changsha sagði:
„Það jaftigildir fyrirsát og ráni
að stöðva umferð á þjóðvegi og
heimta fé af vegfarendum."
Kínverskir ökumenn verða oft
varir við að þörpsbúar líti á veg-
ina umhverfís híbýli þeirra sem
sitt eigið land og noti þá til að
gera við vélar, þurrka kom og
fái sér þar jafnvel blund í skugga
ökutækja sinna. í ljósi þess að
bændur hafa sjálfír verið látnir
leggja þessa vegi fyrir sultarlaun
er enda að vissu leyti eðlilegt að
þeir líti þannig á. Bændumir
lögðu áherzlu á að þeir þyrftu
að gera sér dagamun í mat og
drykk vegna útfararinnar. Þykir
það vera vísbending um að við-
burðir á borð við jarðarfarir og
giftingar séu nú íburðarmeiri og
kostnaðarsamari en áður með
vaxandi hagsæld til sveita eftir
daga Maós formanns.
JOHN GITTINGS