Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
í fangabúðum Japana
Nýjasta mynd Spielbergs er byggð á sögu J.G. Ballard og
segirfrá ungum dreng í
fangabúðum Japana rShanghai í seinni heimsstyrjöldinni
Þegar Steven Spielberg tók á
móti sérstökum Óskarsverðlaunum
á síðsta ári, sem veitt eru í minn-
ingu Irving G. Thalberg, talaði hann
um hið mikilvæga hlutverk rithöf-
undarins í gerð kvikmynda og
mikilvægi sögunnar í myndinni.
„Þar hefst þetta allt — við erum
fyrst og fremst sögumenn," sagði
hann og bætti við: „Ég held að tími
sé kominn til að endumýja kunn-
ingsskap okkar við orðið."
Og Spielberg sat ekki við orðin
tóm frekar en venjulega. Nýjasta
mynd hans, „Empire of the Sun“,
er byggð á samnefndri bók breska
rithöfundarins J.G. Ballard frá
1984. Ballard sér honum fyrir sög-
unni og orðunum en skáldsagan er
byggð á endurminningum hans frá
þvi hann var strákur í fangabúðum
Japana í Shanghai í seinni heims-
styijöldinni. Bókin vakti mikla
athygii og var henni mjög hampað
þegar hún kom út og það leið ekki
á löngu áður en tilboð streymdu til
Ballards um kaup á kvikmyndarétt-
inum.
„Það var óháður kvikmynda-
framleiðandi að nafni Robert
J.G. Ballard.
Shapiro tengdur Wamer Bros. sem
fyrstur tryggði sér réttinn,“ sagði
Ballard í blaðaviðtali. „Hann hafði
mikinn áhuga á bókinni og fékk
leikritaskáldið Tom Stoppard („The
Real Thing“) til að gera kvikmynda-
handrit eftir henni. Um sama leyti
las Spielberg söguna og áhuginn
kviknaði. Aðrir höfðu áhuga; David
Lean til dæmis. En hvað um það.
Útkoman varð sú að Spielberg réðst
í gerð myndarinnar fyrir Wamer
Bros.“
Lean mun hafa ætlað að gera
myndina en komst ekki til þess
vegna annars verkefnis. Hann bað
Spielberg um að útvega sér kvik-
myndaréttinn á sínum tíma og þá
var hugmyndin sú að Spielberg yrði
framleiðandi Leans. Þegar ljóst var
að leikstjórinn breski gat ekki gert
myndina hvatti hann Spielberg til
að gera hana sjálfur.
Ballard, sem áður var kunnur
fyrir vísindaskáldsögur sínar, kom
hvergi nálægt gerð handritsins. „Ég
vildi ekki skipta mér af handritinu
vegna þess að kvikmynd er miðill
sprenglærðs fagfólks og þótt ég
fari í bíó og hafí gaman af bíómynd-
um, og allir sem fara í bíó haldi
að þeir geti leikstýrt mynd, veit ég
ekki hvað þarf til að gera góða
mynd. Svo ég lét fagmönnunum
eftir að fínna útúr því.“
Það var ekki fyrr en langt var
liðið á tökur myndarinnar að Ball-
ard hitti Spielberg að máli.
Kvikmyndaliðið var þá statt í Lon-
don við innitökur og Spielberg bauð
* höfundinum pínulítið hlutverk gests
í stóru samkvæmi daginn áður en
árásin á Pearl Harbor var gerð en
bókin hefst þar. „Það var huggu-
legt af honum að bjóða mér þetta
og mér líkaði stórvel við hann. Eft-
ir að hafa talað við hann í fimm
mínútur vissi ég að bókin mín var
í öruggum höndum. Hann kom mér
fyrir sjónir eins og maður með ákaf-
lega sterkt ímyndunarafl — alger-
lega laus við tilfínningasemi — ólíkt
því sem ég hafði lesið í blöðunum.
Hann var harður á því að taka sög-
una eins alvarlega og unnt var.
Við töluðum um hvemig hann
ætlaði að setja einstök atriði upp
og ég var mjög hrifínn og sagði
honum að ég héldi að myndin end-
urbætti á margan hátt bókina.
Spielberg bauð mér að fara með
setningu í myndinni en ég afþakk-
aði, var feiminn innan um alvöru-
leikarana og vildi í sannleika sagt
ekki spilla myndinni. Það eina sem
ég þurfti að gera var að standa
með viskíglas í hendi, 'sem ég hef
góða þjáifun í, og ég hélt mig við
það sem ég kunni.“
„Empire of the Sun“ var tekin í
London, í Shanghai og á Spáni.
Balfyrd var boðið til Spánar að
fylgjast með tökum en hann af-
þakkaði. Hann vildi ekki spilla
væntanlegri ánægju af að fara í
bíó og sjá hana. „Eg vildi ekki vera
sífellt að segja við sjálfan mig: „Ó,
já, ég man þegar þeir voru að æfa
þetta" eða: „Þetta var tekið daginn
Metsölu-
myndirnar
vestra 1987
Tekjur í
Heiti og dreifingarfyrirtæki millj. dollara
Beverly Hills Cop II ..............153,65
Paramount
Platoon ............................137,03
Orion
Fatal Attraction ................. 129,36
Paramount
Three Men and a Baby.................83,93
Buena Vista
Untouchables .........................76,25
Paramount
Secret of my Success .................66,99
Universal
Stakeout .............................65,37
Buena Vista
Lethal Weapon ......................65,19
Warner Bros.
Witches of Eastwick ..................63,75
Warner Bros.
Dragnet..............................57,20
Universal
Spielberg og Christian Bale, sem leikur strákinn unga, við gerð
myndarinnar.
Fangar Japana
í Shanghai
sem aðstoðarleikstjórinn datt í
skurðinn." Nei, ég vildi bara sjá
þessa mynd af því að ég vissi að
hún yrði frábær og ég vildi sitja
eins og hver annar í salnum og
verða hugfanginn af töfrum Stev-
ens Spielbergs."
Ballard hefur skrifað fjöldann
allan af vísindaskáldsögum á sinum
25 ára langa rithöfundarferli en það
var ekki fyrr en árið 1984 — 40
árum eftir atburðina í Shanghai —
að hann skrifaði um æsku sína í
austrinu. „Ég vissi að einhvem dag-
inn mundi ég skrifa um reynslu
mína í Kína í seinni heimsstyijöld-
inni af því hún er svo stór hluti af
lífi mínu. Þar fæddist ég og bjó til
16 ára aldurs.
Það er erfítt að segja af hveiju
ég beið svona lengi með að segja
frá lífinu í Shanghai. Ein ástæðan
er sú að kommúnistar tóku stjórn-
ina í Kína árið 1949 og ég vissi að
hvorki ég né vinir mínir myndum
snúa þangað aftur. Það er ekki
fyrr en á síðustu tíu árum sem Kína
hefur opnað sig fyrir vestrinu.
Þannig varð ég að gleyma bak-
grunni mínum og laga mig að lífínu
í mjög, mjög ólíku landi með ólíku
loftslagi, ókunnugu tungumáli á
margan hátt, ólíku landslagi. Allt
mitt þrek fór í að sætta mig við
breska lifnaðarhætti. Eftir að mín
eigin böm urðu fullorðin og fluttu
að heiman gat ég litið til baka til
áranna í Shanghai."
„Empire of the Sun“ er einstök
að því leyti að fátt eitt hefur verið
skrifað um japönsku fangabúðimar
í Shanghai og austurlöndum ijær.
„Það var aðeins þar sem stórir hóp-
ar af Bretum og fólki úr banda-
lagsríkjunum var haldið sem
föngum af innrásarliðinu. Slíkt
gerðist ekki í Evrópu í sama mæli
og þá er ég að tala um óbreytta
borgara."
Og að lokum þetta. Bók Ballards
er blanda af skáldskap og raun-
verulegum atburðum. Eitt meg-
infrávikið frá raunvemleikanum
tengist Ballard sjálfum. í bókinni
verður söguhetjan, hinn ungi Jim
Graham, viðskila við foreldra sína
en Ballard var með foreldmm sínum
allan tímann í fangabúðunum.
Sýnd á næstunni í Regnboganum
Otto: Nýja myndin
Þýska gamanmyndin „Otto“ um
Otto eftir Otto vakti mikla athygli
þegar hún var sýnd í Háskólabíói
árið 1986 og kitlaði hláturtaugar
margra. Bráðlega fmmsýnir Regn-
boginn framhaldsmyndina sem
heitir einfaldlega „Otto: Nýja mynd-
in“ (Otto: Der neue Film).
Otto, sem hinn egglaga Otto
Waalkes leikur, var dæmigerður
Fríslendingur í fyrri myndinni en
Fríslendingar em einskonar Hafn-
firðingar Þjóðveija. Þegar nýja
myndin hefst er útlitið heldur svart
hjá honum. Hann skuldar húsaleigu
og verður að þræla hjá Rettich
húsverði uns leigan telst goldin.
Meðal íbúa fjölbýlishússins er fræg-
ur dýrasálfræðingur og það fellur
í hlut Ottos að sjá um læðu hans,
sem átt hefur við ólæknandi þung-
lyndi að stríða, þegar sáli heldur á
ráðstefnu. Samtímis flyst nýr leigj-
andi inn í íbúðina sem Otto hafði á
leigu. Það er fegurðardísin Gaby
og þar sem hún á erindi í íbúð dýra-
sálfræðingsins, heldur hún að Ötto
sé sérfræðingurinn. Otto verður
yfír sig hrifínn af Gaby og þykist
vera sáli og ætlar að vinna sig þann-
ig í álit hjá dísinni.
En það er erfíð vinna, sérstaklega
þegar menn em með öllu auralaus-
ir og þurfa að keppa við kvikmynda-
jötuninn Amboss um ástir
stúlkunnar.
Gaby á sér ekki heitari ósk en
geta verið viðstödd fmmsýningu á
síðustu kvikmynd Amboss. Örlögin
haga því svo til að það kemur í
hlut hetju okkar, Ottos, að vera
kvaddur til að leysa sálfræðilegan
vanda jötunsins sem ekki getur
losnað úr hlutverkinu og tekið þátt
í daglegu lífi.
Þetta tekst Otto, segir í kynningu
frá Regnboganum, en þar með er
hann endanlega fallinn í ónáð hjá