Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
fclk í
fréttum
SVINDL
Fölsuðu 600 milljónir
Leynilögreglumenn í borginni Houston
í Bandaríkjunum hafa komið upp um
umfangsmesta seðlafals sem um getur
þar í landi. Brotist var inn í hús utan við
borgina og þar fundust pappakassar sem
innihéldu sem svarar 600 milljónum
íslenskra króna, - peningamir voru reynd-
ar ekki í íslenskum krónum, heldur í
dollurum. Tveir menn, sem báðir hafa
verið viðriðnir svipuð mál áður, voru hand-
teknir er þeir reyndu að skipta sviknum
peningum. Talið er að þeim hafi aðeins
tekist að koma um 15 til 20 seðlum í
umferð, en mennimir höfðu stundað þessa
iðju um fjögurra vikna skeið.
ÁSTRALSKIR FRUMBYGGJAR
„Við munum
fara vel með
Breta,“ seg-
ir Burnum
Burnum.
Krefjast yfirráða
yfir Bretlandi
IÁstralíu fara nú fram mikil hátí-
ðarhöld f tilefni þess að 200 ár
eru liðin frá því að hvítir menn tóku
sér búsetu þar í landi. Ekki eru þó
allir á eitt sáttir um að þessi tíma-
mót gefí mikið tilefni til fögnuðar
og eru ástralskir frumbyggjar þar
á meðal. Einn þeirra er rithöfundur-
inn og listamaðurinn Bumum
Bumum, en til að undirstrika af-
stöðu frumbyggja til þessara
hátíðarhalda er hann nú á leið til
Englands, nánar tiltekið til Dover-
strandar, þar sem hann hyggst lýa
því yfír fyrir hönd ástralskra frum-
byggja að þeir geri tilkall til yfirr-
áða í Bretlandi öllu. „Við ætlum
ekki að skaða hagsmuni innfæddra
á nokkum hátt,“ segir hann, „held-
ur munum við kenna þeim góða
mannasiði, fágun í framkomu og
gefa þeim tækifæri til að byrja allt
upp á nýtt.“
Bumum Bumum sagði fréttamönn-
um að heimsókn hans mundi
örugglega komas illa við kaun ástr-
alskra yfírvalda, en þess er einnig
vænst að frumbyggjar Ástralíu
muni safnast saman á þriðjudag til
að mótmæla siglingu skipalestar í
tilefni afmælisins.
Sagði Bumum að tiltæki sitt vekti
menn vonandi til umhugsunar um
hve fáránlegt það væri að menn
úr ijarlægum heimshlutum krefðust
yfiráða yfír heilum heimsálfum.
<
Skólaskipið
„Ungi könn-
uðurinn11 er
gjöf Breta
tii Ástrala i
tilefni 200
ára afmælis-
ins.