Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 23

Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 B 23 að fínna eitthvað sem þeir geti haldið uppá og haldið fram sem sameiginlegri sögu. Þjóðhöfðingi Ástrala er Elísabet drottning Breta. Konungsúölskyldan er mjög vinsæl í Ástralíu og öll blöð full af frásögnum af t.d. Díönu og Karli. í tengslum við tvö hundruð ára afmælið er von á Elísabetu og Filipusi, Karli og Díönu og Andrew og Söru. Þau koma ekki öll í einu, heldur með nokkru millibili og allir hlakka mikið til. í Ástralíu eru bæði ríkisskólar og einkaskólar og sýnist sitt hverj- um um ágæti þeirra. Hins vegar er þeim sameiginlegt að þar eru nemendur í skólabúningum og þar ríkir strangur agi. Ætlast er til að nemendur hlýði kennurum skil- yrðislaust en aldrei hef ég heyrt að beitt sé líkamsrefsingum í því skyni. Sjúkrahús eru ýmist ríkis- reicin eða í einkaeign. Þau ríkisre- knu þykja mun betur búin tækjum og mannskap. Ég vann fyrst á ríkissjúkrahúsi, var ein af fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingum sem þar unnu. Ég man enn hvemig mér leið þegar ég kom fyrst í matsalinn sem rúmaði þúsund manns og þekkti ekki eitt andlit. Ég hætti að vinna um tíma vegna bameignar en fór aftur að vinna þegar Karen var orðin fjórtán mánaða. Þá fékk ég mér vinnu á litlu hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þar hef ég unnið í afleysingum og aðra hveija helgi. Vaktafyrirkomu- lag á sjúkrahúsum er svipað og hér. Hins vegar er miklu meiri stéttaskipting á sjúkrahúsum þar en hér gerist. Ég var ekki vön því að þurfa hálfgert að fara í felur og mega varla segja orð. Þeir hafa þetta með ensku lagi eins og svo margt annað. Þar sem ég vinn núna er þetta líkara því sem hér gerist. Efnahagsmálin hafa verið frem- ur erfíð í Ástralíu undanfarið og atvinnuleysi töluvert. Það er mikil umræða um stjómmál og efna- hagsmál í fjölmiðlum. Verka- mannaflokkurinn fer með stjóm landsins en forsætisráðherra er Bob Hawke. Miklar umræður hafa verið um fána landsins, margir vilja fá nýjan fána, en sá sem nú er við lýði er með breska fánann í einu hominu. Margir vilja gera Ástralíu að lýðveldi og rjúfa tengsl við breska kopungsvaldið en kon- ungssinnar era sterkir. Náttúra Ástralíu er um margt ólík því sem annars staðar gerist. Þar era t.d. villtar kengúrar. Þær era af mörgum tegundum, það vissi ég ekki þegar ég kom fyrst. Bændum er illa við þær því þær éta svo mikið gras. Krókódílar era til og fyrir kemur að þeir éti fólk en það er oftast nær vegna þess að fólk sýnir vítavert gáleysi. Menn synda í sjónum þó þeir hafí verið varaðir við því og æða út á ár í litlum kænum. Við höfum hins vegar lítið af þessu að segja í Syd- ney því þar era ekki krókódílar. Hákarlamir era hins vegar alltaf til staðar úti í fírðinum. Þeir éta stundum fólk, en það er sjaldgæft. Yfírleitt er ríkjandi í Astralíu mikill áhugi á Evrópu og alla dreymir um að ferðast þangað, jafnvel krakka í skólum. Eftir leið- togafundinn veit fólk í Ástralíu miklu meira um ísland en gerðist þegar ég kom fyrst út. Þá vora allir fjölmiðlar fullir af fréttum og frásögum af íslandi og það var reglulega gaman að vera íslend- ingur í Ástralíu þá. Því er ekki að neita að þó margt sé gott þama úti þá togar gamla landið í mann. Þó maður eigi góðan kunningjahóp í Ástralíu þá koma þeir ekki í stað ættingja og gömlu vinanna heima. En við eram samt sæmilega ánægð þama eins og er, en hvað við tek- ur er ómögulegt að segja til um. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR P.S. Meistari eða byrjandi á skíðum - það eru allir jáfnir í austurrísku brekkunum! FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbúhel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætluncu'flug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verðdæmi: A. Kr. 31.478 á mann í tvíbýli á Landhaus Heim. Tvær vikur í mars, brottför 5/3, 13/3 og 19/3. B. Kr. 32.016 á mann í tvíbýli á Landhaus Heim. Tveggja vikna páskaferð, brottför 26/3. C. Kr. 27.715 á mann, miðað við 4 saman í íbúð á Landhaus Heim. Tvær vikur í mars, brottför 5/3,12/3 og 19/3. D. Kr. 28.790 á mann, miðað við 4 saman í íbúð á Landhaus Heim. Tveggja vikna páskaferð, brottför 26/3. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðciskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími: 25100. AUK hl. 110.60/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.