Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 -t- IASTRALIU ÞYKIR FINT AÐ REKJA ÆTTIR SÍNAR TILSAKAMANNA Rætt við Svövu Birgisdóttur sem búið hefur í Sydney í Ástralíu undanfarin ár. Um þessar mundir er haldid hátíðlegt í Ástralíu að tvö hundruð ár eru liðin síðan inn- flytjendur settust að í landinu. Ástralía er hluti af breska sam- veldinu og var í upphafi þessa tima notað sem sakamannaný- lenda. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru innflytjend- ur til Astraliu all flestir frá Bretlandi. Margir komu frá Englandi en einnig komu marg- ir frá írlandi og Skotlandi, fæstir komu frá Welsh. Litaðir innflytjendur voru lengi vel í miklum minnihluta. Þetta hefur þó breyst á seinni árum. Svava Birgisdóttir heitir ung íslensk kona sem hefur undanfarin ár búið í Sydney í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum Sigurði Ásgeirs- syni. Dóttir þeirra, Karen, sem er fímm ára gömul, fæddist í Sydney. Fjölskyldan var í heimsókn á ís- landi um jólin og fyrir skömmu ræddi blaðamáður við Svövu á heimili foreldra hennar í Garðabæ og spurði hana fyrst um tildrög þess að þau hjón fluttu til Ástr- alíu. „Við fluttum út í janúar árið 1981, þá nýlega gift. Tengdafor- eldrar mínir höfðu þá búið í Sydney um tíma og maðurinn minn háfði verið þar við nám. Við ákváðum að flytja út til þeirra og sjá hvem- ig okkur líkaði. Ég ætlaði í upphafí alls ekki að vera lengur en fímm ár en það hefur teygst þetta úr tímanum. Okkur gekk vel að fá húsnæði í Sydney, þar sem við höfum búið þennan tíma. Þar búa um þijár milljónir manns en í Ástralíu allri eru um sextán milljónir íbúa, sem er ekki mikiU §öldi í svo stóm landi. Lengi vel var mikill meiri- hluti hvítir menn en á síðustu árum hefur verið opnað fyrir innflutning manna frá Asíu og síðan hefur streymt inn fólk þaðan. Þetta fólk kemur úr mikill fátækt og hefur það miklu betra í Ástralíu en í heimalandinu, jafnvel þó það vinni við lægst launuðu störfin. Nú þyk- ir yfírvöldum orðið nóg um og alltaf er verið að herða innflytj- endareglumar. Nú er farið að kanna betur en gert var feril um- sækjenda og reynt að fá inn í landið fólk sem búið er að mennta sig annars staðar. Okkur hjónunum gekk báðum vel að fá vinnu í Sydney. Maðurinn minn er sölustjóri hjá fyrirtæki sem selur ferðatryggingar en ég hafði lært hjúkrun héma heima og átti í engum vandræðum með að fá starf. Það er skortur á hjúkmna- rfræðingum þama úti eins og hér. Vegna þess vora nýlega fengnir fímm hundmð breskir hjúkmna- rfræðingar til starfa í fylkinu þar sem ég bý. Hjúkrunarfræðingar hafa má segja miðlungs laun þama úti. Svava Birgisdóttir og-dóttir hennar Karen Sigurðar- dóttir heima með böm sín þar til þau fara í skóla fímm ára gömul. Mér fínnst loftslag í Sydney yfír- leitt þægilegt. Borgin er við sjó, stendur við stóran fjörð og þar er jrfirleitt svöl gola. Á sumrin koma kannski tíu dagar sem em óþægi- lega heitir en venjulega er hitinri ekki yfír 32 gráður. A vetuma er hitinn eins og gerist á góðum sum- mm hér. Þá fínnst þeim innfæddu kalt og ganga með stóra trefla en okkur fínnst þetta bara þægilegt. Manni verður í mesta lagi hrollk- alt á kvöldin. Af þessu hlýja veðurfari leiðir að fólk er mikið úti við. Ef fólk býður til sín gestum þá sitja menn í garðinum og grilla og þess háttar. Gestum er sjaldan boðið inn í hús enda leggja menn þama lítið í hýbýli sín. Þeir sem hafa komið til okkar hafa verið steinhissa á öllum myndunum sem við drösluðum með okkur út og höfum hengt á veggina. Þetta gera menn yfirleitt ekki. Þeir kaupa t.d. stóla til að. sitja á en ekki eftir útlitinu o.s.frv. Þeim fínnst hins vegar æðislegt að eiga bát. Það er draumur margra þaraa. Það er óskaplega mikið bátaiíf, fólk eyðir heilu helgunum á bátum sínum og tekur gjaman með sér gesti. Það líka fallegt að sigla þama. Yfírleitt er mjög fallegt í Ástralíu. Ég hef að vísu aðeins ferðast um fylkið sem við búum í en maðurinn minn hefur ferðast mikið vegna atvinnu Stefnan er að fólk eigi húsnæði Það er dýrt að leigja húsnæði í Sydney. Þar er stefnan sú að eign- ast húsnæði, rétt eins og gerist hér. Við höfum leigt til þessa en emm nú að hugsa um að kaupa okkur íbúð. Það er auðvelt að fá lán þama og útborgun ekki mikii í húsnæði, síðan em greiddar mán- aðarlegar afborganir. Ég er stundum spurð hvemig þjóðfélagið sé þama ytra. Mér fínnst best að lýsa því þannig að ef menn%tækju breskt og amerískt þjóðfélag og hristu það saman þá yrði útkoman eitthvað í líkingu við það sem ge- rist í Ástralíu. Vestræn ríki em líklega að ýmsu leyti mjög svipuð. Mér fínnst þó miklu meiri streita hér heima en ég verð vör við úti. Hér em allir í svo miklum önnum, ekki síst konur með lítil böm. Úti vinna konur með lítil böm miklu síður úti. Þar er líka miklu erfíð- ara að fá hlutavinnu en hér. Þar er gert ráð fyrir að konur séu sinnar, hann _ hefur komið í sex fylki af sjö í Ástralíu og alls stað- ar fundist mjög fallegt. Okkur hefur gengið vel að að- lagast fólki í Sydney. Við höfum eignast marga vini, mest fólk sem við höfum unnið með. Fólk er yfír- leitt elskulegt þama og hjálplegt. Maður þarf svolítið að ýta á eftir því að eignast vini. Menn segja kannski: „Við hittumst ein- hvemtíma," en ef þú gerir ekki neitt í málunum þá verður lítið úr endurfundunum. Ef maður tekur hins vegar í sig kjark, hringir og segir: „Heyrðu, þú varst búin að segja að við skyldum hittast, hvað segirðu um laugardaginn," þá er sagt „Jú, endilega." Maður þarf að vera svolítið opinn og frakkur í þessum efnum. Það eitthvað um íslendinga í Sydney en við um- göngumst enga landa nema tengdaforeldra mína og mág, okk- ar vinir em flestir Ástralir eða aðfluttir Evrópubúar. Börnin fara með á veitingastaði Fólk skemmtir sér þama mikið, fínnst gaman að fá sér í glas og fer mikið með bömin með sér á veitingahús. Oft hittist fólk snemma morguns í einhveijum al- menningsgarði, fullorðna fólkið griilar og drekkur bjór en bömin leika sér. Svo fara menn heim um klukkan fjögur og allir hafa skemmt sér, fullorðnir og böm. Menn fara líka mikið með böm sín með sér á veitingastaði á kvöldin. Á mörgum stöðum stendur að böm séu velkomin. Það er líka mikið kráarlíf þama og einnig þar em bömin með í ferð. Ástralir bmgga mikið af léttum vínum, menn drekka mest létt vín og bjór. Áfengisvandamál em þama tals- verð en það em miklu minni umræður um slíkt í blöðum og fjöl- miðlum en gerist hér. Það er einnig taisvert um fíkniefnavandamál. Þetta er allt saman ósköp svipað og gerist t.d. í Bretlandi enda sækja þeir mikið af sinni menningu þangað. Ekki eins og ein þjóð Yfírleitt er það þannig að fólk sem flutt hefur til Ástralíu reynir að halda við menningu síns gamla heimalands. Ítalir sem flutt hafa til Ástralíu hafa myndað með sér félög og halda ítölsk böll og svo frv. Mér finnst þetta ekki vera eins og ein þjóð heldur fullt af þjóða- brotum, en ég er ekki viss um að Ástralir myndu viðurkenna það. Það er mikið reynt til þess að halda á lofti því sem sameiginlegt er. Mönnum finnst mjög fínt að rekja ættir sínar til sakamanna sem fluttir vom til Ástralíu fyrir tvö hundmð ámm, dæmdir sekir um t.d. brauðstuld eða þess háttar, það er aftur öllu verra með morðingj- ana, þeir em ekki eins vinsælir ættfeður. Þetta er svo ung þjóð og öll í mótun ennþá. Það er skrítið að fylgjast með hvemig þeir reyna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.