Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 24. JANÚAR 1988
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Auglýsing um námskeið
opin almenningi
Samkvæmt 20. grein háskólalaga er kennurum Háskólans heimilt að veita hverjum sem er kost á að
sækja fyrirlestra og aðra kennslu, nema háskólaráð mæli öðruvisi fyrir. Er hér með minnt á þetta laga-
ákvæði og vakin athygli á því að ýmiss námskeið Háskólans henta vel til endurmenntunar fyrir háskóla-
menn í viðkomandi greinum.
Einnig er sérstaklega bent á eftirtalin námskeið, sem ættu að geta vakið áhugá almennings. Kennarar
í þessum námskeiðum hafa lýst sig reiðubúna til að taka við nemendum með þessum hætti. Fjöldi
nemenda takmarkast þó af aðstæðum í hverju námskeiöi um sig. Námskeiðin taka yfir núverandi vor-
misseri nema annað sé tekið fram.
Kennsla á vormisseri hefst mánudaginn 25. janúar. Tímasetning kennslunnar er gefin með fyrirvara um
breytingar.
Guöfræóideild:
01.12.00. Inngangsfræði og samtíðarsaga Nýja
testamentisins.
Kennari: Gunnar J. Gunnarsson.
Kenntverðurkl. 9-1 Oá þrd. og kl. 8-1 Oá miðvd.
01.30.02. Framseting kristinnar siðfrœði.
Kennari: Dr. Björn Björnsson.
Kennt verður á mánud. og miðvd. kl. 10-12.
01.40.01. Kirkjusaga II (kirkjusaga eftir 1500)
Kennari: Jónas Gíslason.
Kennt verður á fimmtud. kl. 10-12 og föstud.
kl. 10-11.
01.75.21. Frjást nám í trúarheimspeki
(Þœttir úr sögu siðfrœðinnar).
Kennari: Dr. VilhjálmurÁrnason.
01.20.00. Játningafræði.
Kennari: Dr. Einar Sigurbjörnsson.
Kenntverðuráfimmtud. kl. 13-15.
Heimspekideild:
05.00.04. Bókmenntir og samfélag.
Kennari: Halldór Guðmundsson.
Kenntverðurá miðvd. ogföstud. kl. 8-10.
05.00.19. Stefnurog straumar II (íalmennri bók-
menntasögu).
Kennari: Kristján Árnason.
Kenntverður mánud. og þrd. kl. 13-15.
05.10.32. Don Giovanni íbókmenntum.
Kennari: Lisa von Schmafensee.
Kennt verðurþrd. ogfimmtud. kl. 13-15.
05.35.00. Heimspekileg forspjallsvísindi
- um siðferði, túlkun og tilgang lífsins.
Kennari: Dr. Páll Skúlason.
Kennt verðurá miðvd. kl. 15-17.
05.40.11. Fom kveðakapur.
Kennari: Dr. Bjarni Guönason.
Kenntverðurá þrd. kl. 10-12 og áfimmtud. kl. 8-10.
05.60.04. Mannkynssaga III
(timabiHð 1850-1939).
Kennarar: Dr. Ingi Sigurðsson og Sigurður Hjartarson.
4 stundir á viku - 2 fyrirlestrar og 2 umræöutímar.
Fyrirlestramirverða haldnirkl. 10-12 áfimmtud.
05.60.06. Íslands- og Norðurlandasaga II
(1550-1830).
Kennari: Helgi Þorláksson.
Kennt verðurá þrd. kl. 8-10, fimmtud. kl. 8-10og
föstud. kl. 10-12. (Nemendur mæti annaö hvort á
fimmtud. eða föstud.).
05.60.56. Fjðlskyldusaga.
Kennari: Dr. Gísli Gunnarsson.
Kennt verðurá þrd. og miðvd. kl. 13-15.
05.70.05. Sænskar bókmenntir I
(með fyrirvara um að nemendur séu vel læsir á sænska
tungu og hafi undirstööuþekkingu í bókmenntagrein-
ingu).
Kennari: HákanJansson.
Kenntverðuráfimmtud. kl. 9-11.
05.99.01. Hugmyndaaaga19.og20.aldar.
Kennari: Dr. Vilhjálmur Árnason (símatími föstud. milli
kl. 15 og 17, sími 69-4351).
Kennt verðurá mánud. og föstud. kl. 8-10.
05.99.17. Norrænn alþýðuskáldskapur.
Kennaran HákanJansson, Lisavon Schmalensee, Oskar
Vistdal og Timo Karfsson.
Kenntverðurámánud. kl. 17-19ogþrd. kl. 15-17.
Fólagsvísindadeild:
10.01.04. íslenak bókfræði.
Kennari: EinarG. Pétursson.
Kenntverðurfimmtud. kl. 10-13.
10.02.08. Saga sálfræðinnar.
Kennari: Magnús Kristjánsson.
Kenntverðuráfimmtud. kl. 15-18.
10.02.46. Félaga-ogper8Ónuleikaþro8kl.
Kennari: Dr. Sigurður Július Grétarsson.
10.04.12. Kynhiutverk, kynferði og samfélag.
Kennarar: Dóra Bjarnason og Stefanía Traustadóttir.
Kennt verður á þrd. og fimmtud. frá kl. 15-16 annan
daginn og kl. 15-17 hinn daginn, auk þess sem unn-
ið verður eina helgi 2x8 stundir.
10.04.10. Nútímastjórnkerfi.
Kennarar: Dr. Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Þ.
Harðarson.
Kennt verðurá mánud. kl. 10-13 og þrd. kl. 12-14.
10.04.29. Aðþjóðastjórnmál IV- Utanríkismál ís-
lands.
Kennari: GunnarGunnarsson.
Kennt verður á þrd. kl. 11 -13 og föstud. kl. 12-14.
10.05.02. Aðferðafræði I.
Kennarar: Ólafur Þ. Harðarson og Dr. Elías Héðinsson.
Kennt verðurá miðvd. kl. 10-13ogföstud.kl. 10-12.
10.07.03. Þjóðllf, sagnir og siðir.
Kennari: Dr. Jón Hnefill Aöalsteinsson.
Kennt verður á þrd. kl. 10-13 og miðvd. kl. 13-15.
10.07.10. Mál og samfálag.
Kennarar: Dr. Gísli Pálsson og Bergljót Baldursdóttir.
Kennt verður á þrd. og fimmtud. kl. 10-12.
Viðskiptadeild:
04.00.05. Fálagsfræði.
Kennarar: Gunnar Helgi Kristinsson, dr. Elias Héðins-
son og dr. Stefán Ólafsson.
Kennt veröur á mánud. kl. 14-17-.
04.00.06. Almenn rekstrarhagfræði
(frh. af haustnámskeiði).
Kennarar: Dr. Gylfi Þ. Gíslason og Gisli Arason.
Kennt verðurá þrd., miðvd. ogföstud. kl. 13-15.
Dæmatímarfrákl. 8-10,10-12eða 12-14 á laugar-
dögum (hópnum er skipt í þrennt).
Raunvíslndadelld:
- Eðlisfræðiskor.
09.21.25. Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna.
Kennari: Dr. Mikael Karlsson.
Kennt verðurá mánud. kl. 16—18 og þrd. kl. 15-18.
- Efnafræðiskor:
09.31.63. Efnafræði ensíma.
Kennari: Dr. Jón Bragi Bjarnason.
Kennslutími verður ákveðinn síðar í samráði við
nemendur - verður trúlega seinni part dags.
09.33.21. Gœðamat og matvœlalöggjöf.
Kennarar: NN.
Kennt verðurá miðvd. kl. 12-14 íhúsnæði Rann-
sóknastofnunar fiskiönaöarins.
09.33.61. Matvælaverkfræði II.
Kennarar: Sigurjón Arason og Guðmundur Þórodds-
son.
Kenntverðurá mánud. kl. 8-1 Oog fimmtud. kl.
14-16.
- Jarðfræðiskor:
09.61.21. Jarðfræðill.
Kennari: Dr. HreggviðurNorðdahl.
Kennt verður á þrd. og fimmtud. kl. 13-15.
09.61.41. Jarðsagall.
Kennarar: Dr. Þorleifur Einarsson og dr. Kristinn J.
Albertsson.
Kennt verður á þrd. og fimmtud. kl. 10-12.
09.61.67. Eldfjallasvæðl.
Kennarar: Guðrún Larsen, Páll Einarsson og Páll
Imsland.
Kenntverðurá mánud. kl. 16-17 og þrd.kl. 15-17.
09.61.68. Fyrlrlestrar um valln efni íjarðvís-
Indum.
Umsjón: Leifur A. Símonarson.
Fyrirlestrar verða haldnir einu sinni til tvisvar í viku.
Fyrstu fyrirlestrarnir verða haldnir í lok febrúar.
09.62.62. Svæðabergsfræðl.
Kennari: Sveinn Jakobsson.
Kennslutími ákveðinn síðar.
Kennt verðurá miðvd. kl. 11-12 og á fimmtud. kl.
15-17.
10.03.51. Uppeldl og menntun kvenna.
Kennari: Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir.
Kennt verður á miðvd. kl. 15-17 og föstud.
kl. 10-12.
09.63.23. Mannvlstarlandafræði II.
Kennari: Guðrún Ólafsdótlir.
Kenntverðuráþrd. kl. 10-12 ogföstud.kl. 10-12.
09.63.42. Landsnytjar.
Kennari: Gylfi Már Guðbergsson.
Þeim, sem hafa hug á að notaþessa þjónustu, er bent á að hafa samband við hlutaðeigandi kennara
i sima Háskólans, 694300, milli kl. 19 og 17 á virkum dögum.
Háskólarektor.
Kræsingar
úr reyktum fiski
Fiskmeti er sú fæðutegund sem gefur okkur mest prótín. Það
er ríkt af steinefnum, svo sem kalki, fosfór og járni, og i fiski
úr sjó er joð, sem er okkur öllum nauðsynlegt.
Það er staðreynd að við erum farin að auka fiskneyzluna, og er
það vel. Margar góðar uppskriftir af fískréttum hafa birzt í blöðum
og tímaritum, en ég man ekki eftir að hafa séð áhugaverða upp-
skrift af réttum úr reyktum fiski. Þessvegna fannst mér tilvalið að
leyfa. ykkur að eignast þessar tvær uppskriftir sem mér áskotnuðust
um jólin og heimilisfólkið lofaði hástöfum.
Þá er það fyrst réttur sem kall-
ast:
Reyktir fiskf ingur
350 g reykt fískflök,
1 lárviðarlauf,
225 g soðnar kartöflur,
50 g smjör,
1 lítill laukur, afhýddur og smátt
saxaður,
salt og nýmalaður svartur pipar,
2 egg, léttþeytt,
50 g hveiti,
100 g brauðmylsna (úr bakaríi),
olía til steikingar,
1 sítróna, skorin í báta til skreyt-
ingar,
-remúlaðisósa.
Eldunartími um 25 mínútur.
Setjið fískinn í pott og bætið í
vatni svo það rétt flæði yfír flökin.
Bætið lárviðarlaufínu út í og sjóðið
við vægan hita f 10 mínútur. Roð-
flettið flökin og hreinsið burtu bein.
Sjóðið kartöflumar í léttsöltu vatni
þar til þær eru meyrar. Látið þá
renna vel af þeim og stappið þær
með 25 gr. af smjöri. Bræðið af-
ganginn af smjörinu á pönnu og
steikið saxaða laukinn þar til hann
er orðinn linur. Hrærið saman
físknum, kartöflunum og lauknum,
saltið og piprið eftir smekk. Bland-
ið helmingnum af eggjahrærunni
út í og látið jafnast vel á köldum
stað í 15-20 mínútur.
Búið til stauta, eða „fíngur“ úr
fiskréttinum, veltið þeim svo upp
úr hveiti, eggjahræru og brauð-
mylsnu. Hitið olíuna í 190 gráður
og setjið síðan helming stautanna
út í. Steikið þá í þijár mínútur þar
til þeir eru fallega gul-brúnir.
Leggið þá svo á blað úr eldhús-
rúllu og haldið þeim heitum meðan
hinn helmingurinn er steiktur.
Borið fram skreytt með sítrónu-
bátum eða sneiðum. Sósan borin
fram sér.
Ýsufrauð
(soufflé)
225 g reykt ýsuflök,
soðin, roðflett og
flysjuð,
50 g pillaðar rækj-
ur,
25 g smjör,
25 g hveiti,
2 dl mjólk,
kreistur safí úr
sítrónu,
nýmalaður svartur
pipar,
3 stór egg, skilin,
15 g rifínn parmes-
an-ostur.
Eldunartími um 35
mínútur. Ofnhiti 190
gráður.
Blandið saman ýsu
og rækjum. Bræðið
smjörið í potti, hrærið
hveitinu saman við og
látið sjóða í 1 mínútu.
Takið pottinn af plöt-
unni og bætið smátt
og smátt út í mjólk,
sítrónusafa og salti
°g pipar eftir smekk.
Setjið pottinn aftur
yfir, látið koma upp
væga suðu og hrærið
vel í meðan sósan
þykknar og jafnast.
Takið pottinn af plöt-
unni og hrærið
eggjarauðum og fisk-
meti vel saman við.
Þeytið eggjahvítucnar
með nokkrum salt-
komum þar til þær
eru vel stífar, og
blandið þeim varlega
saman við fiskréttinn.
Smuijið skál, sem
er um 18 sm í þver-
mál og um 7-8 sm
djúp, (soufflé-skál) og
dreifíð rifna ostinum
á hliðar og botn. Hell-
ið fiskblöndunni í
skálina -og setjið í
heitan ofninn þar til
rétturinn hefur lyft
sér vel og er orðinn
fallega gul-brúnn, eða
um 25 mín.
Rétturinn er borinn
fram strax. Gott er
að hafa remúlaðisósu
með.