Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 19

Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 B 19 VIÐ FJÓSIÐ, olíumálverk 19S0 80x100. eftir myndinni endilangri, en hand- an við hann rísa tíguleg fjöll. Auðvitað er ólíku saman að jafna, lítilli teikningu Muggs og stóru málverki Kristínar, en ég held að Kristín hafi á stundum ekki verið frábitin því að 'fylgja fordæmi Muggs, eins og áður hefur verið ýjað að í tengslum við þjóðsagna- myndir hennar. Til er mynd eftir Mugg, sem Bjöm Th. Bjömsson telur vera af herbergi hans í Hellerup (B. Th. B., — Muggur, bls. 19), og mun vera meðal fyrstu olíumálverka hans. Þykir mér meir en líklegt að Kristín hafi séð þessa mynd hjá Muggi einhvem tímann á fyrstu árum sínum við Akademíuna, þegar hún tók sjálf til við að gera pastel- mynd, sem ber heitið Við lampa- ljós-Herbergi Muggs. Eins og í málverki Muggs er þungamiðjan í mynd Kristínar rúm og náttborð listamannsins, sem standa úti í homi með myndir á tvo vegu. í þriðja lagi vil ég nefna olíumál- verk Kristínar, Ball á biyggjunni á Siglufirði (1922—1923), en kveikj- an að því gæti hæglega hafa verið vatnslitamynd Muggs, Sfldarball á Siglufírði (1918), þótt í þessu til- felli sé varla-um nokkum formræn- an skyldleika að ræða. í mynd Kristínar er dansað úti á bryggju, með Qöllin í bakgrunni, meðan dansíball Muggs fer fram innan- dyra. Við þetta má svo bæta, að bæði Muggur og Kristín tóku til við að gera altaristöflur um svipað ieyti, en um það verður rætt nánar síðar. Varla þarf að taka fram, að ekk- ert af því sem hér hefur verið sagt dregur á nokkurn hátt úr gildi eða áhrifamætti málverka Kristínar. Teikning Muggs frá stakkstæðinu í Bfldudal er umfram allt elskuleg skopsaga, en málverk Kristínar er stórbrotin frásögn úr lífi alþýðunn- ar. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.