Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 B 9 Ævar við vandaðan, rykþéttan akáp sem geymir fuglshami. Viðurinn ergegnsýrður efnum til vamar skordýrum. Tilhægri & myndinni eru kassastaflar til lofts. Innihaldið bíður þess að komast í sæmilegt húsnæði. vegna fyrirætlana um alþjóðlegan varaflugvöll, svo nokkuð sé nefnt.“ Í spjallinu kom einnig fram að ( dýrafræðideild hafa fuglafræðingar verið einna afkastamestir. Fyrr á árum var gerð umfangsmikil rann- sókn á lifnaðarháttum ijúpunnar en sem stendur vinnur deildin einkum að rannsóknum á fálka og ýmsum tegundum sjófugla. Einnig er fylgst með flækingsfuglum og deildin sér um fuglamerkingar hér á landi. Þar starfar einnig skordýrafræðingur að rannsóknum á íslenskum skordýrum. Við jarðfræði- og landfræðideild hefur undanfarin ár einkum verið uinnið að rannsókn á bergfræði íslenskra hrauna og að gerð jarð- fræðikorts af íslandi. Af öðrum rannsóknarverkefnum má nefna jarðfræðirannsóknir í Surtsey. Stofn- unin á eitt stærsta safn náttúru- fræðirita hérlendis. Náttúrufræðifélagið gefur út tímaritið „Náttúrufræðinginn“, sem hefur komið út frá árinu 1931 og birtir fróðlegar greinar um ýmsa þætti náttúrufræða. Tillögnr um nýbyggingu Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðisafns, sem komið var á fót innan Hins íslenska náttúrufræðifé- lags árið 1984, hefur reynt að vekja athygli á nauðsyn þess að bæta húsnæðismál stofnunarinnar. Hóp- urinn hefur gengist fyrir margskon- ar fræðslu um náttúrufræði fyrir almenning, m.a. staðið fyrir kynn- ingarferðum út í náttúruna. Árið 1985 var sérstök nefnd sett á laggimar til að gera tillögur um uppbyggingu náttúrufræðasafns. Þessi nefnd skilaði áliti til mennta- mátaráðherra síðastliðinn desem- ber. Formaður nefndarinnar var Ævar Petersen, deildarstjóri dýra- fræðideildar, og var hann fulltrúi Náttúrufræðistofnunar, en aðrir í nefndinni voru: Ágúst H. Bjarna- son, þáverandi formaður Náttúru- fræðifélagsins, Bjöm Friðfinnsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar, Hrólfur Kjartansson og Þómnn Hafstein frá menntamálaráðuneyti, Sveinbjörn Bjömsson, prófessor frá Hásóla ís- Iands, og Þór Jakobsson, veður- fræðingur, en hann er fyrrverandi oddviti áhugahópsins. Ævar Petersen var spurður um störf nefndarinnar í stómm dráttum og um álitið sem hún skilaði nýver- ið. „Þessari nefnd var aðallega ætl- að að fjalla um þau atriði sem snerta fræðslu- og sýningarhlið málsins, en ekki beinlfnis um rann- sóknarstarfið, enda í hana skipað samkvæmt því,“ sagði Ævar. „Nefndarstarfið hófst síðla árs 1985 og ýmsar hliðar skoðaðar. Nefndarmenn vom sammála um öll meginmarkmið, svo sem hlutverk og viðfangsefni, og öllum kom sam- an um að mikilla úrbóta væri þörf varðandi það hvemig eigi að koma náttúmfraeðum á framfæri við fólk. Til að ná þeim markmiðum er bent á sýningarhald, námskeið, er- indaflutning, útgáfustarfsemi og fræðsluferðir. Síðan sé auðvitað hægt að útfæra það starf á aðskilj- anlega vegu. Viðfangsefnin skilgreindi nefnd- in þannig: Þau skyldu vera náttúra íslands, hafsvæðið í kring um landið, auðlindir lands og sjávar, sambúð manns við land og náttúm, jörðin, sólkerfið og alheimurinn, tækni í náttúmvísindum, nýjungar á því sviði og saga þeirra. Lagt er til að rík áhersla verði lögð á vistfræði og náttúmvemd, tengsl mannsins við náttúmna, náttúrafræðikennslu, viðfangsefni atvinnuveganna og nýjungar í rann- sóknarstörfum. Nefndin var einhuga um brýna nauðsyn þess að byggja hús með aðstöðu fýrir sýningar og fræðslu svo og rannsóknir og safnstörf. Allir vom líka sammála um að ásamt ríkinu væri hlutdeild Reykjavíkurborgar eðlileg og æski- leg. Má benda á að ekkert sveitarfé- lag hafi meiri hagsmuni af sýningum og fræðslu í slíkri stofnun en Reykjavíkingar og skólar í borg- inni, þótt henni sé einnig ætlað að vera fyrir alla íslendinga, eins og hefur verið verkefni Náttúmfræði- stofnunar hingað til. , Hins vegar vom menn ekki alveg sammála um hvemig staðið skyldi að rekstrinum. Meirihlutinn vildi að sýningar- og fræðsluþátturinn yrði rekinn sem sjálfseignarstofnun með fleiri eignar- eða samstarfsaðilum. Hins vegar er Náttúmfræðistofnun líka ætlað samkvæmt lögum að koma upp vísindalegum náttúm- gripasöfnum og stunda vísinda- störf. Sumir óttast að um of miklar tvítekningar verði að ræða ef fræðslu- og sýningarþátturinn verði skilinn frá rannsóknarþættinum. í áliti nefndarinnar vom lagðar fram tvær hugmyndir um rekstrar- fyrirkomulag, sem auðvitað er unnt að samræma, enda mörg verkefni sem kalla beinlínis á samræmingu. Við Náttúmfræðistofnun starfa nú 10—12 manns. Auk þess að vinna við rannsóknir geta þessir starfsmenn verið góður bakhjarl við sýningarhald og fræðslustarf, s.s. varðandi hugmyndir um verkefna- val, aðstoð við uppsetningu sýn- inga, vinnslu texta með sýningar- gripum, útvegun fræðsluefnis o.fl. Þannig samtvinnast fræðslu- og rannsóknarstörf. Mun víðtækari fræðsla á sér reyndar stað en fólk gerir sér al- mennt grein fyrir. Fræðslu- og kynningarstörf em í dag ekki bara fólgin ( því að hafa opinn sýningar- sal. Fólk leitar hingað oft til að fá svör við allskonar spumingum um náttúrufræðileg efni. Skólafólk leit- ar til okkar um efni í tengslum vð verkefni, fólk fínnur torkennílegar pöddur og kemur með þær til grein- ingar hjá Erlingi Ólafssyni, skor- dýrafræðingi, spyr ráða ef vart verður við slíkt í húsum (mikilsvert vegna þess að stundum ræðst fólk í dýrar aðgerðir sem em óþarfar). Skreiðarframleiðendur hafa líka þurft á aðstoð að halda vegna skor- dýra. Fólk finnur dýr, t.d. fugla á víðavangi, illa haldin og kemur með þau hingað. Þessi tengsl við fólk em okkur afar mikils virði og sýna áhuga almennings á þessum mál- um. Ýms önnur atriði koma hér inn á borð, t.d. varðandi teiknun á dýra- myndum fyrir frímerki og á mynt. Sjónvarpsstöðvar leita til okkar, leikhúsin, þýðendur, skólafólk eins og áður sagði á öllum skólastigum og nemendur koma hingað árlega í starfskynningu og ekki síst áhuga- menn um náttúmfræði. Þar sem fullt samkomulag varð um það í nefndinni, hvaða starfsemi skyldi fara fram í væntanlegri byggingu, notaði nefndin sér tölur sem Náttúrafræðistofnun hafði lát- ið vinna um stærð hússins í samvinnu við embætti Húsameist- ara ríkisins. Gólfflöturinn er áætlaður alls 8400 m2 en gert ráð fyrir að húsið yrði byggt í þremur áföngum til að dreifa kostnaði. Heildarkostnað- ur er áætlaður um 350 milljónir en á móti kemur það húsnæði sem stofnunin hefur nú til umráða og er metið á um 60 milljónir. Varðandi tillögu um staðsetningu er þetta að segja: Þegar nefndin hóf störf árið 1985 var vinna við aðalskipulag Reykja- víkurborgar á lokastigi. Við vildum því koma sem fyrst á framfæri ósk- um um staðsetningu. Allir nefndar- menn vom sammála um að svæðið norðan við gamla Tívolígarðinn í jaðri Vatnsmýrinnar væri besti kosturinn og við teljum okkur hafa fengið vilyrði fyrir þeirri lóð. Ástæðan_ fyrir þessu vali er margþætt. í fyrsta lagi er staðurinn í hjarta borgarinnar, í námunda við friðlandið í Vatnsmýrinni. Hann er í námunda við Háskólann, Þjóð- minjasafn, Þjóðarbókhlöðu, Lista- safn íslands og Norræna húsið sem er vinsælt athvarf. Tjamarsvæðið allt er mjög fysilegt, athyglin hlýtur að beinast æ meira að því og borg- aiyfírvöld munu kosta kapps um að gera því öllu góð skil. Bygging þessa húss er búinn að vera okkar draumur í áratugi. Megn óánægja hefur lengi ríkt hjá félög- um Náttúrufræðifélagsins um stöðu byggingarmála, enda færði það ríkinu eigur sínar að gjöf fyrir 40 ámm ásamt byggingarsjóði sem þá var 80 þúsund krónur. Ráðherra hefur þegar sent þetta nefndarálit til viðkomandi aðila og stofnana sem síðan munu gefa umsögn. Ég vona bara að þessi litli ágreiningur um rekstarformið verði ekki átylla til að slá málinu enn á frest. Satt að segja er þetta 7. stjómskipaða nefndin sem fjallað hefur um byggingarmálin en störf- um þeirra fyrri hefur alltaf lokið með yfírlýsingum um að ekki væm forsendur fyrir frekari samræðum. Nú á Hið íslenska náttúmfræði- félag og afkvæmi þess, Náttúm- fræðistofnun, 100 ára afmæli árið 1989. Á slíkum tímamótum er til- valið að taka afgerandi ákvarð- andi," sagði Ævar Petersen. H.V. Morgunblaðið/Sverrir Eyþór Einarsson, grasaf ræðingur, forstöðumaður Náttúrufræði- stofnunar íslands og deildarstjóri grasafræðideildar. Hér er verið að gera við húsleka ogglugga ihúsnæði Náttúru- fræðistofnunarinnar við Hlemni. Svona var ástandið orðið! Er þetta hægt? Morgunblaðið/Sverrir Knýjandi þörf I skoðunarferð um húsakynni Nátt- úrafræðistofnunar við Hverfisgötu sannfærast menn enn betur um knýjandi þörf fyrir bættar aðstæður og furða sig á því um leið, hvemig íslendingar, sem í ræðu og riti mæra fegurð lands og mikilleika náttúmnnar, geta sætt sig við að þessi stofnun skuli vera slík hom- reka. Myndimar sem hér birtast gefa aðeins ófullkomna mynd af þrengsl- unum og aðbúnaðinum. Bókasafni stofnunarinnar, sem mun reyndar vera eitt stærsta vísindabókasafn hérlendis, er sæmi- lega fyrir komið á 5. hæð hússins. Safngripir, utan þeirra sem em í sýningarsal, em geymdir í lokuðum skápum og í þeim efni til vamar skemmdum af völdum skordýra. En gripir sem ekki em viðkvæmir em í tré- og pappakössum sem staflað er alveg til lofts. Steinasafnið er að mestu líka í trékössum eða í opnum hillum á göngum, nánast hvar sem hægt er að koma þeim fyrir. Manni sýnist lítið hafa verið hægt að sinna safn- gripum í spíritus en þeir vöktu óskipta athygli ungra gesta í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu, eftir því sem best verður munað, ásamt apanum og tígrisdýrinu sem enn em til sýnis. Kröfur um fræðslu og sýningar- aðferðir á náttúragripasöfnum hafa mjög breyst á síðustu áratugum, ekki síst með tilkomu sjónvarps og myndbanda. Að sögn Ævars Pet- ersens em víða kennsludeildir í tengslum við þau en náttúmgripir em enn kjaminn við að koma nátt- úmfræðslu á framfæri. Fræðsla í þessum greinum á er- indi til allra aldurshópa en ekki síst til æskufólks. Tekið skal fram að verið var að skipta um gler i gluggum í hús- næði safnsins og gera við húsleka um leið svo umhorfs var ef til vill með verra móti. Að sögn Eyþórs Einarssonar er nú verið að auka sýningarrýmið (til bráðabirgða) með nýjum sal og mun sýningarað- staðan þá eitthvað skána. Morgunblaðið/Sverrir Svona er umhorfs í skjalasafninu. Við borðið fremst á myndinni fá þeir að sitja sem eru í tímabundinni sumarvinnu við safnið eða í starfskynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.