Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
Sprengja
í
farangrinum
Dularfull
kona
grandaði
flugvél KAL
með
115 manns
„Mayumi": „Ég á
skilið að deyja
hundrað sinn-
um.
Kóreuflugvélin (þegar henni hlekktist á í fyrrahaust): Hvarf yfir Indlandshafi með 115 manns.
„MAYUMI HACHIYA“, ung og dularfull kona frá
Norður-Kóreu, sem hefur játað að hafa komið fyrir
sprengju í flugvél suður-kóreska flugf élagsins KAL
áður en vélin hvarf með 115 manns yfir Indlandshafi
29. nóvember, var þátttakandi í lygilegu samsæri, sem
minnir á njósnareyfara. Við sögu þess komu fjölda-
morð, tímasprengja, sjálfsmorðstöflur, leynimakk,
milliríkjaþrætur og dularfullar persónur og sögusvið-
ið náði frá Japan til Austur-Þýzkalands. En söguþráð-
urinn er svo flókinn að hugmynd um að kvikmynda
slíkt samsæri yrði líklega hafnað.
Unga konan segir að
sprengjunni hafi verið
komið fyrir í flugvélinni
samkvæmt fyrirmælum
frá Kim Jong-Il, syni og tilvonandi
arftaka Kim Il-Sungs, einræðis-
herra Norður Kóreu, til að fá erlend
ríki ofan af því að taka þátt í
Ólympíuleikunum í Seoul í haust.
Þegar hún hafði játað var 600.000
manna her Suður-Kóreu settur í
viðbragðsstöðu af ótta við að norð-
anmenn gripu til hemaðaraðgerða
og stjóm landsins kvaðst íhuga
„alls konar hefndarráðstafanir". Nú
virðast sunnanmenn ætla að láta
nægja að auka pólitíska baráttu
sína gegn norðanmönnum á al-
þjóðavettvangi, en spenna hefur
aukizt á landamærum Kóreuríkj-
anna skömmu fyrir Ólympíuleikana.
Þrautþjálfuð
Mayumi er lagleg, blíðleg, vel
menntuð stúlka, sem virtist gædd
öllum helztu kostum austrænna
kvenna, en yfirheyrslur leiddu fljótt
í ljós að hún svífst einskis til að
koma fram markmiðum sínum og
er þrautþjálfuð f morðum og laun-
ráðum. Hún er 26 ára gömul, heitir
réttu nafni Kim Hyon-Hui og er
elzta dóttir viðskiptafulltrúa sendi-
ráðs Norður-Kóreu í Angola. Þeir
sem yfirheyrðu hana segja að ræki-
lega þjálfun hennar í að blekkja
aðra megi relqa til þess að þegar
hún var bam að aldri var hún valin
til að stunda leiklist, þar sem hún
væri „fögur og af góðum ættum".
Vegna fegurðar hennar og fæmi
í japönsku og fleiri tungumálum var
hún ráðin til starfa í „Rannsóknar-
deild" kommúnistaflokksins,
þ.e.leyniþjónustu Norður-Kóreu,
fyrir sjö árum. Þá hafði hún stund-
að nám í tungumálaskóla í Pyongy-
ang, höfuðborg landsins, í eitt ár.
Vegabréfsmyndir af „dularfullu
feðgininum“: Margra ára undir-
búningur.
Mayumi kemur kefluð til Seoul: Fékk málið.
Á næstu ámm hlaut hún margvís-
lega þjálfun, sem miðaði að því að
búa hana undir „sérstök verkefni"
og árásin á flugvél KAL átti að
verða fyrst í röðinni. Fyrsta vetur-
inn sótti hún pólitísk námskeið, en
því næst hlaut hún almenna hemað-
arþjálfun, m.a. í fjölbragðaglímu,
og kvenfangavörður segir að hand-
leggsvöðvar hennar séu eins stæltir
og á karlmanni. Síðan bjó hún í tvö
ár með japönskum starfsmanni
„Rannsóknardeildarinnar" til að
kynnast japönskum siðum og venj-
um og læra að koma fram eins og
Japanj.
í júní 1984 var ákveðið að láta
„Mayumi", eins og Kim er nú jafn-
an kölluð, starfa með öldruðum
Norður-Kóreumanni, Kim Sung-U,
sem kallaði sig Shinichi Hachiya,
og fá þeim það verkefni að tmfla
Ólympíuleikana 1988. Þau þóttust
vera japönsk feðgin, voru þjálfuð í
skemmdarverkum, lærðu að sam-
lagast menningu „kapítalistaríkja"
og fengu að kynnast mörgum öðr-
um atvinnuleyndarmálum.
í október sl. sóttu Mayumi og
Kim Sung-U lokanámskeið í með-
ferð sprengiefna. Tíunda nóvember
fengu þau skrifleg fyrirmæli frá
Kim Jong-Il „ríkisarfa" um að eyða
flugvél KAL í „flugferðinni 858“
frá Bagdad til Seoul. rFIokkurinn
hefur ákveðið að valda Ólympíuleik-
unum og suður-kóresku leppstjóm-
inni stórfelldum skaða með árás,
sem verður að fara fram með al-
gerri leynd og má ekki fara út um
þúfur,“ sagði í fyrirmælunum.
„Heimsreisa“
Samkvæmt játningu Mayumi
unnu hún, Kim Sung-Il og tveir
aðrir starfsmenn „Rannsóknardeil-
arinnar" hollustueiða áður en þau
lögðu upp í „árásarferðina" frá
Pyongyang snemma dags 12. nóv-
ember. Þau fóru með flugvél, sem
vígði nýja flugleið, Pyongyang—
Moskva—Austur—Berlín, og ferð-
uðust til Belgrad um Moskvu,
Búdapest og Vín.
„Japönsku feðginin," sem þóttust
vera í hnattferð, komu með flugvél
austurríska flugfélagsins til
Belgrad 23. nóvember og gistu á
Hótel Metropol til 28. nóvember,
þ.e. þau fóru þaðan degi áður en
Kóreuflugvélin átti að fara frá
Bagdad. Á hótelinu sást Mayumi
ræða við þijá „austræna" menn,
sem „virtust klæddir hálfgerðum
einkennisbúningum". Hún hefur
staðfest að í Belgrad hafí yfirmaður
árásarferðarinnar, Choe, afhent
henni og Kim Sung-Il sprengiefni
og horfið á braut með fjórða þátt-
takanda samsærisins.
Júgóslavnesk yfírvöld segja úti-
lokað að hún og Kim hafi getað
smyglað sprengiefni með flugvél-
inni, sem þau fóru með til Bagdad,
vegna strangs eftirlits á flugvellin-
um, en nýjustu sprengjur eru svo
litlar að heita má ógemingur að
finna þær með venjulegum ráðum.
Þegar Mayumi og Kim Sung-Il
ætluðu að fara upp í Boeing-707-
flugvél KAL í Bagdad 29. nóvember
og ljúka því ætlunarverki, sem þau
höfðu búið sig undir í mörg ár,
skall hurð nærri hælum, því að
Mayumi þurfti að beita flugvallar-
starfsmenn fortölum til að fá þá
ofan af því að leggja hald á raf-
hlöður í útvarpsviðtæki, sem
sprengjan leyndist í. „Kim stillti
sprengjuna þannig að hún spryngi
níu tímum síðar og ég kom henni
fyrir í farangursgrindinni fyrir ofan
sætið,“ sagði hún seinna. Flestir
farþeganna voru suður-kóreskir