Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
B 7
„Þann draum hef ég elskað að varðveita
bðm mín og blómstur í blessun og friði,
stutt augnablik þeirra við eilifðarhafsins straum
með jafnháum rétti til vaxtar í vorinu bjarta
frá vöggu til moldar ég gaf hveiju óspilltu hjarta
þann draum."
Jóhanna annaðist böm sín af ein-
stakri hlýju og umhyggju, sérstak-
lega Björk sem þurfti foreldra sinna
mest við. Hún bjó fjölskyldu sinni
fallegt heimili og þangað var jafnan
gott að koma enda þau hjón bæði
einstaklega gestrisin. Jóhanna hafði
mikið yndi af ferðalögum og ferðuð-
ust þau Gunnar mikið bæði innan-
lands og utan og árlega heimsóttu
þau ættingja og vini bæði austur í
Meðallandi og norður í Fljót.
Fyrir tveimur árum veiktist Jó-
hanna og þurfti að gangast undir
alvariega aðgerð fyrir rúmu ári. í
fyrravor var heilsa Jóhönnu mun
betri og virtist allt horfa til betri
vegar. I sumar fóru þau Jóhanna
og Gunnar með vinafólki sínu til
Búlgaríu. Það var ánægjulegt að
Jóhanna skyldi komast það til heilsu
á liðnu ári að geta farið í þá ferð.
Og eins og svo mörg önnur sumur
þá heimsótti Jóhanna systkini sín
austur í Meðalland og fór síðan
norður í land til tengda- og vina-
fólks.
En það haustaði að og heilsu
Jóhönnu hrakaði þótt ekki væri um
það rætt. Hún kom í fjölskylduboð-
ið hjá Guðlaugu systur sinni á
jóladag eins og alltaf áður, en þar
hefur fjölskyldan hist á jóladag í
mörg ár. Við sáum öll að þá var
Jóhanna sárþjáð. Og þegar sól tók
að hækka á lofti í upphafi nýs árs
lagðist Jóhanna inn á Landakots-
spítala.
Þegar ég heimsótti hana var hún
glöð og við ræddum margt. Þó var
henni hugleikið hversu vænt henni
þótti um að hafa fengið að taka
þátt í helgi jólanna með §ölskyldu
sinni. Hún fann hvert stefndi og
kvaddi fjölskyldu sína með ást og
æðruleysi.
Ég kveð ástríka frænku með
söknuði og þakklæti fyrir allt sem
hún var mér og fjölskyldu minni.
Eftirlifandi eiginmanni, börnum
þeirra og öðrum vandamönnum
votta ég innilega samúð og bið Guð
að styrkja.
„Himinn yfir. Huggast þú sem grætur.
Stjömur tindra, geislar guðs,
gegnum vetramætur.
Vetramöttin varla mun oss saka,
fyrst ljósin ofan að
yfir mönnum vaka.“
(Stefán frá Hvítadal.)
Blessuð veri minning Jóhönnu
Margrétar.
Margrét Bjarnadóttir.
Cib PIONEER
HUÓMTÆKI
Vegna tollalækkana
getum við nú boðið þetta
vandaða Nordmende ferðatæki
á stórlækkuðu verði. Þetta tæki
er með geislaspilara, tvöföldu
segulbandi, stereoútvarpi og
tveimur hátölurum, sem losa má
frá ferðatækinu. Sem sagt, í
í alla staði hinn vandaðasti
gæðagripur!
Verð fyrir áramót:~32r9§£)+.-
Grunnverð nú: 26.200,-
NORDMENDE
GREIÐSLUMÁTI Kr.
Grunnverö: 26.200,-
Staögreiösluverö: 24.890
Eurocredit:, til allt aö 11 mán. Engin útborgun
Visa raögreiöslur til allt aö, 12 mán. Engin útborgun
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
*Ucð titáum vet <£ ntóti !
Sendum í póstkröfu um allt land.