Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 5
B 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
Hinn raunverulegi Shinichi Hachiya (sýnir vegabréf sitt): Flókin,
japönsk tengsl.
Harmi lostnir ættingjar bíða frétta í Seoul: „Skrifleg fyrirmæli frá
Kim Jong-Il.“
verkamenn á leið heim frá Miðaust-
urlöndum.
Flugvélin kom við í furstaríkinu
Abu Dhabi við Persaflóa til að
hleypa út 15 farþegum áður en flog-
ið yrði austur yfir Indlandshaf
áleiðis til Seoul. Nokkrum klukku-
stundum síðar hvarf flugvélin þegar
hún var stödd vestur af Burma og
átti skammt eftir ófarið til Bang-
kok, þar sem hún átti að taka
eldsneyti. Síðan bárust þær fréttir
að brak úr henni hefði fundizt á
Indlandshafi. Ekkert lík fannst og
115 voru taldir af.
Eiturtöflur
Mayami og Kim Sung-Il höfðu
farið úr flugvélinni í Abu Dhabi og
héldu til Bahrain, þar sem þau
fengu gistingu á lúxushóteli. Emb-
ættismenn og fulltrúar japanska
sendiráðsins heimsóttu þau þar.
Maðurinn talaði japönsku reiprenn-
andi, en konan sagði ekki aukatekið
orð. Brátt bárust þær upplýsingar
frá Tokyo að japanskt vegabréf Kim
Sung-U, eða „Haehiya" eins og
hann hét samkvæmt því, væri fals-
að og sömuleiðis japanskt vegabréf
„23 ára dóttur hans“, þ.e. Mayumi.
Skömmu síðar voru þau stöðvuð
í flugstöðinni í Bahrain þegar þau
ætluðu að ganga um borð í flugvél
jórdanska flugfélagsins, sem átti
að fara til Rómar með viðkomu í
Amman. Þau voru enn yfirheyrð,
en fengu að taka upp sígarettur,
sem blásýrutöflur voru faldar í.
„Þau sátu á legubekk í einu her-
berginu og þeim var leyft að reykja
meðan þeirra var gætt,“ sagði
Takao Natsume, sendifulltrúi Jap-
ana. „Þau tóku eiturhylki úr síga-
rettunum og gleyptu þau. Eitrið var
mjög sterkt, þau hnigu á gólfið og
líkamar þeirra stirðnuðu.“ Kim
Sung-I) lézt og tvísýnt var um líf
Mayumi, sem var flutt í flýti í
sjúkrahús, en hún komst til meðvit-
undar nokkrum dögum síðar.
Frumrannsókn leiddi í ljós að
gamli maðurinn og „dóttir“ hans
höfðu haft meðferðis austur-þýzka
peninga og ljósmyndir frá Austur-
Þýzkalandi, þótt engir austur-
þýzkir stimplar væru á vegabréfum
þeirra. Einnig fannst viss tegund
japanskra „Seven Stars“-vindlinga,
sem hafði ekki verið seld í Japan í
fjögur ár. Púður fannst á peninga-
belti, sem maðurinn hafði spennt
um sig, og Mayumi hafði vasa inn-
anklæða, líklega til að geyma í
sprengiþræði eða hvellhettur. Allt
benti til þess að tímapsrengju hefði
verið komið fyrir í flugvélinni.
Víðtækar tilraunir hófust til að
komast að því hver „feðginin" væru
í raun og veru. Sá grunur vaknaði
að þau væru félagar í Chochongn-
ynon, samtökum Kóruemanna í
Japan, sem fylgja kommúnistum
að málum og hafa oft verið sökuð
um að hjálpa útsendurum Norður-
Kóreumanna. Reynt var að kanna
hugsanleg tengsl við japanska
„Rauða herinn“, sem hefur staðið
fyrir hryðjuverkum í Evrópu og
Asíu í 20 ár. Þau samtök munu
starfa með lítt þekktum hryðju-
verkasamtökum í Norður-Kóreu,
Yodo, og búizt hafði verið við sam-
eiginlegum aðgerðum þeirra. Einn
af leiðtogum Rauða hersins, Osamu
Maruoka, hafði nýlega verið hand-
tekinn eftir langt ferðalag um
Evrópu og Asíu og hann hafði m.a.
dvalizt í Belgrad.
Rangur Hachiya
í ljós kom að félagi Mayumi var
ekki Shinichi Hachiya, eins og hann
kallaði sig. Hinn raunverulegi Hac-
hiya bjó í Tokyo og kvaðst hafa
aflient meðeiganda sínum, Akira
Miyamoto, vegabréf sitt fyrir
nokkrum árum, því að hann hefði
þurft að sýna það við undirritun
viðskiptasamnings í Hong Kong.
Vitað var að Myamoto hafði útbúið
vegabréf fyrir norður-kóreskan
njósnahring, sem var afhjúpaður
1985, og hann virðist hafa gert
eftirlíkingu af vegabréfi Hachiya.
Grunur leikur á að Miyamato hafi
raunverulega verið suður-kóreskur
vinstrisinni, Lee Kyong-Woo, sem
bjó í Japan í fjölda ára, en fluttist
til Norður-Kóreu 1985 og mun hafa
látizt þar.
Kenning um að Kim Sun-Il hefði
hefði verið viðriðinn norður-kóreska
njósnamálið 1985 var gefin upp á
bátinn eftir rannsókn á fingraför-
um. Skömmu síðar sagði japanskur
embættismaður að sterkar líkur
bentu til þess að hann hefði verið
annar ritari sendiráðs Norður-
Kóreu í Kuala Lumpur laust fyrir
1980. Yfirvöld í Malaysíu töldu það
af og frá og sendiráð Norður-Kóreu
kvaðst ekkert kanrjast við manninn,
en fréttin jók grunsemdir Suður-
Kóreumanna um að Norður-
Kóreumenn tengdust hvarfl KAL-
flugvélarinnar. Þeir bentu m.a. á
að þess væru mörg dæmi að norð-
ur-kóreskir útsendarar tækju sjálfs-
morðstöflur.
Forseti Suður-Kóreu, Chun Doo
Hwan, kvaðst sannfærður um að
Norður-Kóreumenn hefðu komið
sprengjunni fyrir í flugvélinni til
að trufla forsetakosningamar í Suð-
ur-Kóreu 16. desember sl. og fá
bandalagsþjóðir Norður-Kóreu til
að taka ekki þátt í Olympíuleikun-
um í haust nk. Sjálfur hafði Chun
bjargazt naumlega þegar norður-
kóreskir útsendarar komu fyrir
sprengju í Rangoon 1983, sénnilega
einnig til að spilla fyrir Ólympíuleik-
unum. Sautján suður-kóreskir
embættismenn biðu bana og tilræð-
ismennimir tóku inn eitur.
Fékkmálið
Þegar Mayumi vaknaði til með-
vitundar í Bahrain var hún þögul í
fyrstu, en þegar hún fékk málið
kom hún á óvart með því að segja
á ensku: „Hvað á ég að segja?“ Því
næst sagði hún að hún væri 23 ára
gömul, héti Bai Huahui og væri
fædd í héraðinu Heilongjiang í norð-
austurhluta Kína. Hún sagðist hafa
farið frá Kína nokkrum ámm áður
til portúgölsku nýlendunnar Macao
og starfað þar sem „þjónustustúlka
og félagi" látna mannsins.
Yflrvöld í Bahrain framseldu
Mayumi að beiðni Suður-Kóreu-
manna, sem fluttu hana flugleiðis
til Seoul 15. desember ásamt líkinu
og kefluðU hana til að koma í veg
fyrir að hún gleypti fleiri sjálfs-
morðstöflur. Þegar hún kom til
Seoul titraði hún og skalf og kjökr-
aði þegar henni var ýtt inn i
sjúkrabifreið. Hún var síðan höfð
undir stöðugu eftirliti til að koma
í veg fyrir að hún reyndi aftur að
svipta sig lífi og varð að mæta í
stöðugar yfirheyrslur.
Fyrstu fimm dagana þagði hún
þunnu hljóði. Þegar starfsmönnum
suður-kóresku leyniþjónustunnar
tókst að losa um málbeinið á henni
talaði hún eingöngu á japönsku og'
kínversku og fór stundum með
kínversk ljóð til að gera þeim gramt
í geði. Tíminn leið og hún varð
sífellt æstari. Þeir sem yfírheyrðu
hana töldu sig sjá greinilega breyt-
ingu á hegðun hennar þegar hún
hafði kynnzt lífi fólks í Suður-
Kóreu. Nokkrir sjónvarpsþættir og
ökuferð um miðborg Seoul virðast
hafa sannfært hana um að Suður-
Kóreumenn væru ekki þrælar
Bandaríkjamanna og að hún hefði
verið „notuð sem verkfæri til að
vinna hryðjuverk fyrir Norður-
Kóreumenn á fölskum forsendum".
Klukkan 5 á Þorláksmessu, átta
dögum eftir komuna til Seoul,
hnippti hún í konu, sem hafði tekið
þátt í yfirheyrslunum, og sagði á
kóresku, sem hún hafði ekki talað
síðan hún kom: „Fyrirgefðu mér.
Mér þykir þetta leitt." Sagt er að
því næst hafi hún játað allt.
Þegar hún var leidd fyrir blaða-
menn 15. janúar og játaði opin-
berlega sagði hún hálfkjökrandi að
tilgangur árásarinnar hefði verið
að trufla Ólympíuleikana í Seoul
og hún teldi nú að glæpur hennar
hefði verið „tilgangslaus". „Ég á
skilið að deyja hundrað sinnum fyr-
ir synd mína,“ sagði hún. „Ég ákvað
að leysa frá skjóðunni til að bæta
fyrir þann hræðilega glæp, sem ég
hef framið. Ég vil líka frið við þá
sem dóu og ættingja þeirra, þótt
það séu litlar sárabætur fyrir það
sem þeir hafa misst.“
„Fólkið hér er frjálst og ham-
ingjusamt,“ sagði hún. „Eg var
blekkt af stjóminni í Pyongyang."
Hún kvaðst hafa reynt að leyna því
hver hún væri til að ljóstra ekki
upp um hlutverk „okkar ástkæra
leiðtoga," Kim Jong-U, í árásinni.
Blað í Seoul hermir, að hún verði
leidd fyrir rétt en ekki tekin af lífi
þar sem hún hafi snúið baki við
norðanmönnum og hjálpað við
rannsókn málsins.
Refskák
Einum degi áður höfðu Norður-
Kóreumenn stungið upp á nýjum
viðræðum við sunnanmenn um að
þeir héldu Ólympíuleikana í samein-
ingu. Alþjóða Ólympíunefndin hefur
boðið norðanmönnum að sjá um
keppni í fimm greinum, en þeir vilja
annast keppni í a.m.k. átta grein-
um. Frestur til að tilkynna þátttöku
f leikunum rann út um þetta leyti
og Suður-Kóreumenn vildu greini-
lega ekki segja frá játningunni fyrr
en Ijóst var orðið að Sovétríkin,
Kína og flest önnur kommúnistaríki
mundu taka þátt í Ólympíuleikun-
um.
Sumir telja að í raun og veru
hafl Norður-Kóreumenn engan
áhuga haft á því að hluti Ólympíu-
leikana fari fram í lokuðu landi
þeirra og senda íþróttamenn til
Seoul og treysta stöðu óvinanna.
Þeir hafi ákveðið að granda flugvél
KAL til að binda enda á viðræður
um sameiginlegt mótshald og fá
átyllu til að kenna Chun forseta um
að spilla sambúð Kóreuríkjanna,
draga sig út úr leikunum og halda
því fram að ekki verði hægt að
trygSa öryggi á leikunum í Seoul.
Eftir opinbera játningu Mayumi
neitaði stjómin í Pyongyang því að
hafa verið viðriðin árásina á flugvél
KAL og varaði við „einbeittum
hefndaraðgerðum" gegn þeirri ráð-
stöfun sunnanmanna að setja
herafla sinn í viðbragðsstöðu. Tug-
þúsundir hafa tekið þátt í útifund-
um og hópgöngum í Suður-Kóreu
til að mótmæla árásinni á flugvélina
og fordæma feðgana Kim U-Sung
og Kim Jong-Il, en án þess að krefj-
ast hefndaraðgerða gegn Norður-
Kóreu. Kim Chung-Yul forsætisráð-
herra sagði í vikunni: „Við verðum
að sýna ýtmstu varkámi þegar við
íhugum hernaðarlegar gagnráð-
stafanir gegn Norður-Kóreu" og
stjóm hans segir að_ líta beri á fyrri
yfirlýsingar sem stranga viðvöran
til norðanmanna þess efnis að
„frekari ögranir" geti haft háska-
legar afleiðingar.
í staðinn vill stjórnin í Seoul
reyna að efla málstað sinn á al-
þjóðavettvangi, m.a. hjá alþjóða-
stofnunum eins og SÞ, Alþjóða
Ólympíunefndinni og Alþjóða
Rauða krossinum. Choi Kwang-Son
utanríkisráðherra hefur rætt við
sendiherra Bandaríkjanna, Vestur-
Þýzkalands og Frakklands og nú
hafa Bandaríkjamenn sett Norður-
Kóreu á skrá um ríki, sem stunda
hryðjuverk, og boðað fleiri hefndar-
ráðstafanir, um leið og þeir hvetja
fleiri ríki til að refsa norðanmönn-
um. Suður-Kóreumenn vilja ekki
að sambúðin við norðanmenn versni
svo mjög að Ölympíuleikarnir kom-
ist í hættu, en Norður-Kóreumenn
hafa varað við því að til styrjaldar
geti komið, ef samkomulag takist
ekki við Suður-Kóreu um skipulag
leikanna.
GH
Aðalfundur Félags
íslenskra stórkaupmanna
Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna verður
haldinn á morgun, mánudaginn 25. janúar nk.
í Holiday Inn, Hvammi, og hefst kl. 14.30.
Dagskrá skv. fólagslögum:
1. Fundarsetning.
2. Ræða formanns, Haraldar Haralds-
sonar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
félagsins.
5. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
og ákvörðun árgjalda.
6. Greint frá starfsemi Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, Fjárfestingasjóðs
stórkaupmanna og Verslunarbanka
íslands.
7. Kosning þriggja stjórnarmanna.
8. Kosning tveggja endurskoðenda og
tveggja til vara.
9. Kosiðífastanefndir.
10. Ályktanir.
11. Önnurmál.
Gestur fundarins veröurJón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra. Hann mun ávarpa fundinn og svara fyrirspurnum
um fríverslun og viðskiptamál almennt.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Haraldur Haraldsson
formaður FÍS
viðskiptaráðherra