Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 18

Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Dvölin heima á íslandi hefur orðið til þess að auka Kristínu bæði kapp og þor, því stuttu eftir að hún kom til Kaupmannahafnar hóf hún undir- búning að viðamesta málverki sínu til þessa, Fiskstökkun (eða Fisk- verkun) við Eyjafjörð, sem nú er í Listasafni íslands. Auðséð er á öllu að Kristín hefur ætlað að mála meiri háttar verk sem mundi bera hróður hennar, ef ekki um Danmörku, þá um ísland. Hún velur sér stærri dúk að vinna á en nokkru sinni fyrr, 80x105 sm og að verkinu loknu málar hún heiti mjmdarinnar, Klipfisk, stórum stöf- um í vinstra hom hennar. Myndin er ekki alveg gallalaus, til dæmis era tengslin milli kvenn- anna, sem mynda hringinn í for- granni, ekki alveg nógu skýr og áhrifarík. Stellingar kvennanna tveggja, sem snúa í okkur bak- hlutanum, era of keimlíkar, og myndrænt hlutverk ungu konunnar, sem stendur verkstjóranum á hægri hönd, liggur ekki í augum uppi. Engu að síður er þetta „meiri- háttar" verk, bæði á listferli Kristín- ar og í íslenskri myndlistarsögu, og raunar merkilegt að nemi á þriðja ári f listaskóla skuli hafa innt það af hendi. Myndin er augsýnilega frá Hjalt- eyri. Efst til vinstri era byggingar sem reistar vora af þýskum útgerð- ármönnum á fyrsta áratug aldar- innar, en þeir höfðu talsvert umleikis í Eyjafirði allt til 1914, þegar heimsstyijöldin kallaði þá heim. Kristín fór einmitt með þýsk- um togara áleiðis til Kaupmanna- hafnar árið 1909, eins og áður hefur verið getið. Handan við fjörðinn grillir í Höfðahverfið. En húsunum og landslaginu er ekki ætlað að draga að sér athygli okkar, heldur að vera sem andlag við stritvinnuna í forgranni. Sjálfur saltfiskurinn er svo eins og andlag við þá vinnu, þar sem hann liggur í hrúgöldum til hliðar við konumar, eða myndar ógreinilegan stakk í skjóli þeirra. Asetningur Kristínar hefur greinilega verið sá að búa til háttföst tilbrigði við það ti'.brigða- lausa baks sem fiskstökkun var, ekki að lofsyngja útgerðina við Eyjaflörð. Augu okkar beinast fyrst að pilt- inum, sem stendur framlútur neðst í hægra homi myndarinnar og þum- ar í nokkra físka. Skurður myndar- innar um piltinn miðjan eða allt að því, gerir hvorttveggja, að gefa myndinni óþvingað, óuppstillt yfír- bragð, eins og ljósmynd, og gera stráksa að eins konar staðgengli okkar, því hann stendur að hluta fyrir utan myndina, meðal okkar. Aukinheldur horfir hann inn í myndina, rétt eins og við. VIÐ ÞVOTTALAUGARNAR, oliumálverk 1931 100x123. piltsins sem lokar hringrásinni. En þessi myndskipun hrópar ekki á eftirtekt, svo er fyrir að þakka þvf mjúklega samstilla og dempaða litrofi sem Kristín beitir í verkinu öllu. Hér hefur verið fjallað um eitt málverk í býsna löngu máli, en leið- ir vonandi í ljós hve gaumgæfílega Kristín skipulagði ætlunarverk sitt. Röskur áratugur leið áður en hún tók aftur til við svo viðamikið fígúratíft verk. Ég nefndi hér á undan, að Fisk- stökkun við Eyjafjörð hefði sérstakt hún fengið frá Muggi. Ári áður, eða 1913, hafði Mugg- ur dregið upp litla mynd af konum á stakkstæði (sjá Bjöm Th. Bjöms- son — Muggur, bls. 36), sem er kímileg mannlífslýsing. Þótt teikning Muggs sé að inn- taki órafjarlægð frá málverki Kristínar er myndskipanin afar lík í báðum tilfellum. Fremst í teikn- ingu Muggs standa eða bogra kerlingar yfir saltfískinum, og ef vel er að gáð mynda þær óregluleg- an hring í kringum stakkinn. Þær eru auk þess átta að tölu, eins og höfuðpersónumar í mál- verki Kristínar. Tvær kerlingamar standa til hliðar vinstra megin, utan við meginhópinn, og gegna svipuðu hlutverki, myndrænt séð, og kon- umar sem bogra vinstra megin í verki Kristínar. Næst þeim standa tvær konur og lúta í átt að miðju myndarinnar, sem minna aftur á konumar tvær sem beygja sig í átt að verkstjóran- um á Hjalteyri. Bakgrannur Muggs er auk þeSs ekki ósvipaður því sem við sjáum hjá Kristínu, flörður sem teygir sig f GARÐI, olfumálverk 1951, 90x11 Pilturinn nemur við, og leiðir at- hyglina þannig að konunni til hægri, sem réttir úr bakinu sem snöggvast. Hún lítur svo aftur inn í hópinn miðjan, framhjá tannlausri kerlingunni sem bograr við hlið hennar, á aflmiðju myndarinnar og erfiðisins, sjálfan verkstjórann, sem stendur með hendur kirfilega í vös- um. Verkstjórinn beinir sjónum sínum skáhallt niður til hægri, og tillit hans fylgir hreyfingu ungu stúlk- unnar við hlið hans. Það endar í gömlu konunni við endann, sem beygir sig eftir fiski, og um leið í konunum tveimur í íjarlægð, við útjaðar stakkstæðisins. Þær setja svo af stað hreyfingu út úr myndinni, og þar með mót- vægi við piltinn neðst til hægri. Jafnframt beina þær auganu ská- hallt yfir myndina, með aðstoð botnmikilla kerlinganna, aftur til gildi í íslenskri listasögu. Það er tvímælalaust fyrsta íslenska mál- verkið sem fjallar beinlínis um atvinnulífíð og vinnu alþýðunnar. Þar með er það mörgum áram á undan hinum rómuðu Landsbanka- freskum Jóns Stefánssonar, Eyja- fólk (1921), og Jóhannesar Kjarvals, Fiskstöflun (1924). Kristín tók svo aftur upp þennan þráð í Þvottalaugamyndum sínum (1928—1931), sem ræddar verða síðar í bókinni. En ekki vil ég skilja við þetta málverk án þess að reifa eina til- gátu um tildrög þess. Ætlun Kristínar hefur augljós- lega verið sú að mála áhrifamikla mynd í anda danskra málara á borð við þá P.S. Kröyer og J.F. Willum- sen, sem báðir leituðu fanga meðal alþýðunnar. En mér þykir ekki fráleitt að myndefnið, fiskstökkunina, hafi UPPSTILLING.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.