Morgunblaðið - 24.01.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.01.1988, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 32 B „ E9 v/oncx. ab þú ^erir {?ér þoð Ljósb, a& Uftrygg'mgin þin rann út 19 55." Hann er alltaf að líkjast föð- ur sínum meira oer meira! Með morgunkaffinu með þessari rúllu? ... takið sem þú hef- ur á honum. TM Rog. U.S. P«t Off. — all nghts rM«rvad ® 1987 Los Angeles Ttmes Syndicata Ást er... HÖGNIHREKKVÍSI /, HÉR SeGlR Ae> PAE> sé /VUÖQ KÓANDI AE> HORFA X FlSlCA í FISICABÖR/." Hugleiðingar leikmanns Kæri Velvakandi. Hér fyrir norðan gengur allt vel. Eftir einmuna veðurblíðu er kominn talsverður snjór, skíðamönnum og mörgum bömum til ánægju en bílstjórum á vanbúnum bifreiðum til hrellingar. Yfirvöld þessa sérstaka bæjar, sjá þó um að láta hreinsa snjó'af götum og gangstéttum tafar- laust og snjórinn er orðinn til trafala fyrir vegfarendur. Flug hefur þó gengið nokkuð stirt í tvo daga eða svo, þannig að Morgunblaðið hefur ekki skilað sér til lesenda eins fljótt og oftast áður. Annars hefur fólk hér allt af öllu. Brátt verður meira að segja kominn hér háskoli með öllu. Atvinna er nóg fyrir alla og aflasæll frystitogari skilar mét há- setahlut aftur og aftur. Það er helst húsnæðisvandræði sem þjá þá sem gjaman vildu setjast hér að og hafa húseignir hækkað mikið í verði, þannig að þar er þessi staður farinn að líkjast Reykjavík. Það er annars furðulegt að það skuli ekki vera forgangsmál ráða- manna þessarar þjóðar að allir skuli hafa þak yfir höfuðið. Þetta er þó ein af fmmþörfum mannsins og man ég vel þegar Jóhanna félagsmálaráð- herra, var að lýsa í sjónvarpi þessari miklu plágu sem húsnæðiseklan er. Það var reyndar áður en hún varð æðsti maður sem hefur með þessi mál að gera. Hún hefur þó reynt að beijast fyrir þessu mikilvæga málefni eftir að hún hlaut ráðherra- stólinn og sýnt í verki að hún vill hraða lánsloforðum og láta þá verst settu sitja fyrir. Það er bara annað sem mig langar að koma að, það er að grundvallarstefnan í þessum málum hlýtur að vera alröng. Það er ekki nóg fyrir unga fólkið að fá lán fyrir húsnæði, sem þegar best lætur það er hálfa ævina að greiða ef það getur þá haldið því. Ef við lesum Lögbirtingarblaðið sjáum við hve margar íbúðir eru þar auglýstar til sölu vegna vanskila. Þó þessar íbúðir séu ekki seldar nema örfáar hljóta alllir að sjá hve miklar áhyggj- ur þeir verða að búa við sem lenda með heimilin sín í slíka klípu. Nei það hljóta að verða einskonar kaup- leiguíbúðir sem verða að koma til, en við erum bjartsýn, Jóhanna og hennar lið hlýtur að „redda“ þessu eins og öðru. Þá eru það hinar nýju efnahagsað- gerðir stjómarinnar. Hinn nýi fjármálaráðherra okkar hlýtur að vera algjör snillingur á þessu sviði. Hugsum okkur hveiju hann nær í ríkiskassann með þessum aðgerðum. Fyrst og fremst nær hann stöðugum tekjum með nýja skattinum á þessar vörur sem við notum dagsdaglega og svo freistar hann okkar til að kaupa allskonar lúxus fyrir stór- lækkað verð t.d. myndsegulbands- tæki og þvíumlíkt á svo góðu verði að fátækustu menn reyna með öllum ráðum að missa ekki af herlegheit- unum. Þetta er mikil speki, því þó að tollur eða aðflutningsgjöld lækki á hvert tæki seljast þau svo vel að salan margfaldast og ríkið fær miklu meira í sinn hlut af þessum vörum líka. Ungur maður sem vinnur við að selja svona tæki í Reykjavík sagði mér að nú fyrst væri salan aldeilis mikil og eigendur verslunarinnar græddu á tá og fingri. Já svona eiga ráðherrar að vera. Við héma fyrir norðan ferum heldur hægar í sakimar en reynum nú samt að krækja í sneið af kök- unni. Samt er þetta gott land og hér býr dugmikið fólk, hvergi á okkar ágætu jörð vildi ég frekar búa. Ver- um bjartsýn og allt mun fara vel. Hugsum okkur t.d. hvar í heiminum fengjum við að skrifa svona greinar og segja hvað okkur býr í bijósti, með næstum hvaða málefni sem er, nei sem betur fer ríkir hér lýðræði og stöndum fast um það, hvort sem við búum norðan eða sunnan heiða. Manni Víkverji skrifar Bretar reyndu fyrir sér fyrir skemmstu vestur í Banda- ríkjunum með Austurbæingana, sem ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir reynslusýndu nokkra þætti í Washington og könnuðu síðan viðbrögð fólks. Það reyndist með sárafáum undantekningum harla neikvætt og kunni hvorki að meta þjóðfélagsádeiluna sem það þóttist verða vart við né heldur umhverfíð sem Austurbæingamir lifa og hrærast í. Ennfremur gekk Kananum afleitlega að skilja ensk- una sem fólkið talaði, sem var hvorki (eins og einn þeirra orðaði það) „ensk enska" né „bandarísk enska". Niðurstaða breska blaðamanns- ins sem sagði frá þessu í vikunni leið: Bandaríkjamenn vilja ekki sjá svona „hversdagsfólk" inn í stofu til sín. Þeir vilja sjá myndir um vellauðugt fólk að busla í einka- sundlaugum og sulla í kokteilum í dýrlegu umhverfi. Eða með orðum blaðamannsins: „Fyrst Dallas, síðan Ættarveldið." XXX að getur verið lærdómsríkt að sjá hvemig „hasarblöðin" bresku og svo þau ábyrgari taka á sömu fréttinni. Hér heima var um daginn vitnað í frétt í einu af hinum fyrrnefndu um breskar stúlkur sem hér eru í físki. Hún snerist nær einvörðungu um meint viðskipti þessara stúlkna við íslenska karlmenn og meinta afbrýðisemi hinna íslensku kyn- systra þeirra af þessi tilefni. Þeir sem þekkja á þessi blöð vita hins- vegar mætavel að þau eru svona álíka trúverðug og fréttafulltrúi stjórnarherranna austur í Prag og að svona eldhúsreyfarahjal með til- heyrandi hjartasorgum er í mörgum ef ekki flestum tilvikum heilaspuni fréttmanns að rembast við að búa til „bombufrétt“. Aftur á móti kveður nokkuð við annan tón í frétt í The Guardian um einmitt svona aðkomufólk. Kemur á daginn, eins og maður gat enda sagt sér sjálfur, að þessir gestir okkar eru auðvitað upp til hópa sómastúlkur sem eru bara að reyna að bjarga sér, að flýja at- vinnuleysið heimafyrir til dæmis eða að freista þess að hafa ögn meira upp úr sér en í verksmiðjun- um heima. XXX Til dæmis að taka systumar Tracey og Shirley Beardshaw sem vinna hér suður með sjó og nefndar em í fyrrnefndri Guar- dian-grein. Þegar landi þeirra blaðamaðurinn ræddi við þær höfðu þær hvor um sig um 120 pund á viku þegar búið var að draga af þeim fæðis- og húsnæðiskostnað, en höfðu haft einungis liðlega 70 pund samanlagt heima hjá sér í Bretlandi. I fréttinni segir líka frá hinni 44 ára gömlu Mary Crawley sem vinn- ur hér ein’s og landar hennar við fiskverkun og er sjö barna móðir og sendir bróðurpartinn af því sem hún aflar til bamanna sinna ytra. Blaðamaðurinn hefur eftir henni: „Eg var heimavinnandi húsmóðir með sjö böm á framfæri mínu og uppgötvaði svo þegar þau fóm að geta bjargað sér að ekki eitt ein- asta þeirra gat fengið vinnu í Hull. Sum þeirra fengu 25 pund á viku á starfsþjálfunamámskeiðum á vegum þess opinbera og vom að því loknu engu nær því að komast í ósvikna vinnu. Við vomm sífellt að sökkva dýpra í fenið. Þegar hér var komið átti ég engan eigin- manninn og fannst ég verða að grípa til einhverra ráða til þess að endurheimta virðingu okkar." Víkveija finnst ekki ólíklegt að við íslendingar höfum oft fengið lakari liðsmann en frú Mary Craw- ley frá Hull.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.