Morgunblaðið - 24.01.1988, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
Náttúrufrædifélagið
aldargamalt
safnið
Vér undirritaðir höfum
áformað að koma saman á
fund. . . til þess að ræða um
stofnun náttúrufræðifélags,
er hafi það sérstaklega fyrir
mark og mið að koma upp
náttúrugripasafni hér í
Reykjavík, því vér erum sann-
færðir uru að slíkt safn hlýtur
með tímanum að verða aðal-
uppspretta alls náttúrufróð-
leiks hérá landi. . .“
Morgunblaðið/Sverrir
enn í bráðabirgðahúsnæði
Stjórnskipuð nefnd hefur skilað áliti um framtíðarskipan Náttúrufræðistofnunar
Áskorun um þessa stofnun var
undirrituð af nokkrum ungum nátt-
úrufræðingum og áhugamönnum um
málefnið og látin út ganga þann 9.
júlí 1889.
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar, félagið var stofnað og þar
með varð safnð til, en húsið er enn
óbyggt, þótt furðulegt megi heita,
þegar tekið er tillit til þess hvað ís-
lendingar eru hreyknir af náttúru
íslands, lofa hana í ræðu og riti,
telja einsdæmi í veröldinni, allir eiga
að koma, sjá og láta sigrast.
Forsagan var sú að ofannefnt fé-
lag var fyrst stofnað í Kaupmanna-
höfn árið 1887, líka í þeim tilgangi
að koma upp náttúrugripasafni hér
á landi, en var síðan stofnað á ný í
framhaldi af þessarri áskorun.
Félagið átti nokkurt safn muna
frá Kaupmannahafnarárunum, sem
voru geymdir á ýmsum stöðum þar
til það fékk inni í Landsbókasafninu
til bráðabirgða haustið 1908. Þar var
sýningarsalur félagsins reyndar til
húsa í rúm 50 ár, en ríkið tók við
rekstrinum af Hinu íslenska náttúru-
fræðifélagi árið 1947 og gerðu menn
sér þá vonir um að nú styttist í safna-
húsið.
Árið 1960 var safnið síðan flutt í
annað bráðabirgðahúsnæði við
Hverfisgötu og sýningarsalur þar
opnaður og þar hefur það verið síðan
við heldur þröngan kost.
Sérstök lög voru sett um náttúru-
gripasafnið, sem svo var nefnt, árið.
1951. Lögin voru endurskoðuð 1965
og nafninu breytt í Náttúrufræði-
stofnun íslands. Þau lög eru enn í
gildi og heita: „Lög um almennar
náttúrurannsóknir og Náttúrufræði-
stofnun íslands."
í 1. kafla segir um almennar nátt-
úrurannsóknir:
Með almennum náttúrurannsókn-
um er í lögum þessum átt við
undirstöðurannsóknir í dýrafræði,
grasafræði, jarðfræði og landafræði,
sem ekki eru unnar beinlínis í þágu
atvinnuveganna.
í II. kafla segir um hlutverk stofn-
unarinnan Hún á að vera miðstöð
almennra_ vísindalegra rannsókna á
nátturu íslands, vinna að slíkum
rannsóknum, samræma þær o g efla.
Hún á að koma upp sem fullkomn-
ustu vísindalegu safni íslenskra og
erlendra náttúrugripa og varðveita
það.
Hún á að koma upp sýningarsafni
er veiti sem gleggst yfirlit um nátt-
úru íslands og sé opið almenningi.
Hún á að hafa eftirlit með almenn-
um rannsóknum erlendra náttúru-
fræðinga hér á landi og gæta
íslenskra hagsmuna í sambandi við
þær. Og hún á að greina frá megin-
þáttum í starfsemi stofnunarinnar í
Morgunblaðið/Sverrir
Geirfuglinn og geirfuglsegg í sýningarsal
Náttúrufræðistofnunar. — Eins ogmenn rek-
ur minni til var fuglinn keyptur&rið 1971 á
upphoði hjá Sothebyés íLondon fyrir áeggjan
Finns Guðmundssonar, fuglafræðings.. Verð-
ið var 9.300 sterlingspund. Fuglinn mun hafa
verið stoppaður upp árið 1821 og er mjög
vei gerður. — Eggið er líka afar sjaldgæft
ogdýrmætt ogmunu ekki vera tilnema
40—50slfk egg í heiminum.
árlegri skýrslu og frá niðurstöðum
rannsókna í fræðslu- og vísindarit-
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Ævar Petersen fuglafræðingur og deildarstjóri
dýrafræðideildar í sýningarsalnum. íbaksýn:
Islenskir fuglar, m.a. öm. Stærð amarins verður
mönnum ekki síst Ijósþegarhann erskoðaður
innandyra og ísamanburði viðaðra fugla.
í 5. grein segir: Stofnunin skal
annast fuglamerkingar og hefur hún
Steinasafnið er á hrakhólum — í þrengslum &
göngum.
ein heimild til að láta merkja villta
fugla á íslandi.
Eins og af þessu sést eru verkefni
stofnunarinnar fjölþætt. Þau eru
ekki aðeins fólgin í rannsóknum en
miðast líka við að safna gögnum, auk
þess sem á henni hvílir skylda til að
koma upp sýningarsafni er sé opið
almenningi en léleg aðstaða hefur
staðið þeirri starfsemi mjög fyrir
þrifum.
Náttúrufræðistofnun er sam-
kvæmt lögum skipt í þijár deildir,
en deildarstjórar þeirra skiptast á
að veita stofnuninni forstöðu þrjú ár
í senn. Menntamálaráðherra fer með
yfírstjómina.
Auk deildarstjóranna starfar einn
sérfræðingur við hveija deild en sjö-
undi sérfræðingurinn annast ýms
sérverkefni við deildimar. Til við-
bótar starfa bókavörður, hamskeri,
aðstoðar- og skrifstofufólk við stofn-
unina.
Á sumrin er ráðið lausafólk eftir
efnum og ástæðum en stöðugildin
eru_ alls um 12 á flárlögum.
Á fjárlögum síðasta árs voru ætl-
aðar 16,7 milljónir til rekstrarins en
í ár hækkar fjárveitingin í 23 milljón-
ir, aðallega vegna ráðgerðra breyt-
inga og endurbóta á sýningaraðstöð-
unni, til bráðabirgða þó.
Þetta kom fram í spjalli við Eyþór
Einarsson, núverandi forstöðumann
stofnunarinnar, en hann er auk þess
deildarstjóri grasafræðideildar.
„í grasafræðideild er unnið að
rannsóknum og könnun á útbreiðslu
og flokkun blómplantna og mosa.
Auk þess er t.d. fylgst með landnámi
plantna á landi sem kemur undan ís,
svonefndum jökulskeijum þar sem
Vatnajökull hefur þynnst," sagði
Eyþór, þegar hann var spurður um
helstu verkefni deildarinnar.
„Grasafræðideildin hefur tekið
þátt í samstarfí erlendra grasafræð-
inga um útgáfu á flóru Evrópu og í
framhaldi af því gerð útbreiðslukorta
evrópskra háplantna, en það er mik-
ið verkefni sem stjómað er frá
Finnlandi. Þá tekur deildin einnig
þátt í samstarfi um gerð og útgáfu
útbreiðslu evrópskra mosategunda.
Grasafræðideildin hefur tekið þátt
í ýmsum rannsóknarverkefnum, t.d.
árið 1975 I tengslum við I^igarfljóts-
virkjun. Þau voru fólgin í úttekt á
gróðri láglendra svæða meðfram
fljótinu sem ætlað var að kynnu að
raskast við virkjun og vatnsmiðlun.
Deildin hefur líka annast sérverk-
efni fyrir Þingvallanefnd og tekið
þátt í könnun á náttúrufari á Innesj-
um fyrir staðarvalsnefnd og á
Suðumesjum vegna heildarskipulags
á svæðinu sem Náttúrufræðistofnun
tók að sér. Þá hefur stofnunin einnig
gert athuganir á nokkrum svæðum