Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 B 21 er best hæfa áhrifum þeim er sköp- uðust í sál þeirra. Frumlega sköpunargáfu — jafnvel þó hún nálgist endamörk hins skynjaða, má aldrei kæfa í hrópum meðal- mensku og skilningsleysis. Það er hæpin staðhæfing, að ný listform eigi fyrst rétt á sér, þegar almenningur hefir viðurkent þau, verkin öðlist þá fyrst hið sanna list- ræna gildi, þegar þau eru orðin almenningseign. - Réttara væri, að orða það svo, að þá fyrst fái listin sína lífs- eða tilverumöguleika. — Listaverkin breytast ekki, heldur er það þjóðin, sem hefir þroskast til skilnings á verðmætum þeirra, og þá ef til vill gegnum þroskaðri skilning andans manna þjóðarinnar. — Mætti víst í þessu sambandi nefna mörg dæmi úr okkar eigin sögu, og sum þeirra all sorgleg. — En sem betur fer er löngu liðin sú tíð þegar stórbrotnir hæfileikar urðu aðeins blóðfómir á altari list- arinnar vegna þess eins, að þjóðin þekti ekki sinn vitjunartíma, veitti þeim hvorki skjól og yl viðurkenn- ingarinnar, né önnur vaxtar og lífsskilyrði —. Nútímavísindin opna svo að segja daglega nýjar leiðir, nýjar aðferðir til að leysa úr læðingi dulin áður óþekt öfl, til að fegra og bæta mannlífið. En því miður snúast tækin stundum svo í höndum þeitra, sem vilja fegra og bæta, að þau verða bölvaldur ógna og tortíming- ar. Maðurinn verður sjálfur fómar- dýr þeirra krafta, sem sköpuðust af innsæi vísindamannsins. En listin — listmaðurinn, sem hefur það göf- uga hlutverk að formbúa hið dulskynjaða í listræna tjáningu — fanga þetta leiftur, sem vel mætti nefna „endurskin guðdómsins" — að vísu aðeins eitt lítið bylgjubrot af hinni voldugu sfskapandi hrynj- andi lífsbylgjunnar, á hennar margbreytilegu þróunarstigum. — Þar stendur ekkert í stað. Allt líf er hreyfing, þroski, vöxtur. Því „að vaxa er eðlisins innsta þrá, frá efsta meiði í traðkað strá“, segir skáld- spekingurinn Einar Benediktsson. — Við verðum að búa þannig að listinni í nútímanum og í allri framtíð, að dómur sögunnar um okkur verði ekki sá, að nýjar frum- legar hugmyndir í hlutverki listar- innar hafí í okkar höndum aldrei orðið annað en „traðkað strá.“ — Þegar þess er gætt, að hér hjá okkur lá engin myndlistarmenning að baki, neitt sambærileg við það sem var hjá öðmm menningarþjóð- um álfunnar um aldamótin þá hefur íslenska þjóðin sannarlega ótrúlega fljótt áttað sig á hinum margbreyti- legu listformum nútímans. Við verðum skyndilega þátttakendur í myndlistinni á hinum mestu um- brotatímum, sem þekkjast í sögu listarinnar. Með litla, eða enga kjöl- festu frá fortíðinni — nema í bókmentum okkar — stöndum við allt í einu þátttakendur í straum- þunga hraðfara breytinga í mynd- listinni. — Ný viðfangsefni, ný form, ný verðmæti seidd fram úr djúpum sálarlífsins með hinum margbreyti- legustu tjáningarformum. — Áhugi almennings, yfirleitt, og vilji til skilnings á verðmætum myndlistar- innar, er vissulega þjóðinni til mikils sóma, og samboðið menning- arerfðum hennar á sviði bókment- anna. Ég gat þess hér að framan, að myndlistarmenn okkar hafi setið við uppsprettu. fombókmenta okkar og sótt þangað gnægð hugmynda og örfandi innblástur. Það hefir þó ekki birst svo mjög í því að mynd- skrá merkustu atburði sögunnar, heldur hefur sá lestur orðið til þess að örva sköpunargáfu, þroska feg- urðarskyn og efla hugmyndaflug við það að kynnast kyngi orðlistar- innar, sem víða er það svo mikil, að jafnvel hryðjuverkin öðlast list- ræna fegurð, þegar þau eru orðin að „ljóði á skáldanna tungu". Við þurfiim ekki að fara lengra aftur í tímann en til aldamótaskáldanna til að auðga andann og njóta fegurð- arskyns djúpvitmstu andans höfð- ingja í orðlistinni —. Já, ailt er þetta gott og blessað, við eigum þetta í fallegu bandi og geymum uppi í skáp. En hvað kem- ur þetta svo við hinum ýmsu list- formum nútímans? Myndi einhver spyrja. — Orðlistin er elsta listform veraldarinnar, það listform, sem við öll skiljum, en það verður ekki sagt um hljómlistina og hin ýmsu tján- ingarform málara — og mynd- höggvaralistar nútímans. — Við eigum að nota leiðsögn skálda okk- ar og rithöfunda til greiðari skiln- ings á öðmm listformum. Skáldlist- in, sjálf sköpunargáfan, er líftaug allrar listsköpunar, hin hreina upp- spretta. Hún er birting á hinum innra heimi, þeirri hugrænu fegurð, sem öll listsköpun byggir á. Og þegar komið er að innsta kjama listarinnar, þá tala þar öll listform sömu tungu. Við eigum að kynna okkur verk þeirra manna, sem hafa hlotið þá náðargáfu að geta skyggnst inn í leyndardóma þessar- ar moldu vígðu tilvem okkar, og færa okkur nýjar hugmyndir, ný sannindi, víðsýnni og dýpri skilning á listrænum verðmætum. — Við eigum að hlusta á þá menn, sem hafa hin réttu grip á tónfegurð málsins, svo hver setning verður þróttmikil og skýr, eins og ljóskrist- all er dreifir geislabrotum sínum í ftjóvan huga lesandans, og verður þar orkugjafi til nýrra átaka í leit að þeirri hreinu djúpu fegurð og lífsfylling, sem listin veitir þeim, sem ganga auðmjúkir og með opn- um huga á hennar fund. — Við megum ekki láta ónotaða — geymda uppi í skáp þá dýrmætu fjársjóði, sem við eigum í bókment- um okkar, gömlum og nýjum, þar sem skyggnigáfa listamannsins og skapandi þróttur sver sig í ætt við æðri vitundarstig mannlegs anda — þar sem orðsnildin lyftir tjaldskör þeirri sem skilur á milli hins raun- hæfa, hins sýnilega og hins innri veruleika, þar sem andans bíða ónumin lönd fegurðar og visku. — Þannig verður listin tengiliður á milli tveggja heima, hún brúar bilið á milli efnis og anda, því sjálf á hún í sér eðlin tvenn, hina tæknilegu formsköpun efnisins og hið lífgef- andi afl guðlegs sköpunarmáttar — því vissulega er öll listsköpun í sínu innsta eðli meira í ætt við þá hátt- bundnu orku, sem stjómar gangi himintunglanna, en haglega gerðar orðasamsetningar eða sálarlausar endurtekningar á því sem fyrir aug- un ber. — Eg gat þess einnig hér að framan að hin myndræna gáfa hafi geymst í skáldlistinni og ég fullyrði óhikað: Hún lifir þar enn. Óteljandi em dæmi þess að þeir, sem helgað hafa líf sitt orðlistinni hugsi myndrænt, myndauðgin skíni gegnum ljóð- formið. Fegurðarskyn skáldsins í formi og hugsun [er] svo innilega tengt náttúrunni, eða tilvist þess landslags, sem um ræðir, að líkast er sem orðin stígi af blöðum bókar- innar og verði „eins og málverk á þili“. — En náttúruskoðarinn „lista-' skáldið góða“ yrkir þó ef til vill öðrum fremur af leiftrandi mynd- auðgi, og minnist ég í því sambandi m.a. lítils elskulegs kvæðis, þar sem skáldið í ljóðrænni hrifningu spann- ar í einni sýn ógn og tign öræfanna og unaðsleik þess staðar, sem hann stendur á. í stórum breiðum dráttum dregur hann upp mynd af hálendisvíðátt- unni: „Efst á Amarvatnshæðum", þar sem allt er þakið af vötnum og í skjóli undir norðurásnum raular lítill lækur við lágan hvannamó. Og að enginn finnist sá staður er jafnist á við þennan. — En svipþung jökulbungan sem hvelfist yfir, setur þó sterkastan blæ og dulmagnar þessa sýn og gefur henni andlegt innihald, því þar efst situr „ískaldur Eiríksjökull", — eins og dularfult dómsvald — er „veit allt sem talað er hér“. Innlifun listamannsins gæðir hér hið dauða efni listrænu lífi af sinni eigin ríku sál. — Fagurt ljóð getur örvað og ftjóvgað, vakið til lífs blundandi sköpunarhæfileika hjá lesendum án þess þar verði um neina stælingu að ræða. Eins á fagurt málverk að gefa okkur meira en það sem augað sér. Það á, eins og öll fegurð, sem auganu mætir og til eyrans talar, að tengjast og örva það fagra og góða, sem býr í sérhverri manns- sál. — Og það er hlutverk listarinn- ar, sem skáldspekingurinn á við, er hann segir „Látum andans orku draga/ Æðra líf til vor á jörð.“ — Því eins og móðurástin, jafnvel í fóm sinni, er ofar öllum lífsfögn- uði — eins býr listin yfir takmarka- lausri varanlegri fegurð dýpri öllum skýringartilraunum. — Lítill drengur og stúlka deildu um það eitt sinn, hvort þeirra væri betur ættað. Drengur bar sig mannalega og sagðist vera í ætt við Egil Skallagrímsson. „Jahá, en mamma segir að ég sé í ætt við guð,“ sagði sú litla — og stóð sig. Allar þjóðir hins siðmentaða heims játa sömu skoðun og litla stúlkan og kalla til arfs af þeim dýra stofni —. Öllum listamönnum ætti að vera það ljúft að rækta hjá sér þann eðlisþátt, sem er lífskjami —, sem er hin máttuga móðurlind allrar listsköpunar, því öll listform eiga sér hina sömu lífsuppsprettu í þeirri dularfullu almættisorku, sem er uppspretta alls — og án hinnar skapandi orku andans verður engin list til. ;'-,7 ‘ , THEXSPOmHHET ÓDÝRT, STERKT OG AUÐVELT AÐ LEGGJA Tré-x Spónparket hefur alla þá eiginleika sem góðu gólfefni sæmir. Það er endingargott, fáanlegt á góðu verði og fram- leitt á Islandi. Tré-x Spónparket má nota á eldhús, svefnherbergi, stofur, skrifstofur og verslunarhúsnæði. Tré-x Spónparket er framleitt hjá Trésmiðju Þorvaldar Olafssonar hf en þar fara saman reynsla, þekking og tækni. Tré-x Spónparket er nýtískulegt.fallegt og auðvelt að leggja sjálfur. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 92-14700. KVNNINGARV TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK, SÍMAR: 92-13320 OG 92-14700 (Jf É ‘ M Jí i-I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.