Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
OGÞÁERÞAÐVÍNIÐ
Ertuað
drekka
C\
þ'g
íhel?
Um þessar mundir verður
vart aukins áhuga á
vínbanni í Bandaríkjunum eða
kannski öllu heldur á meiri
hömlum á áfengisdrykkju. Svo
getur til dæmis farið, að bráðum
verði aðdáendur eðalvína þar í landi
að sætta sig við miða á flöskunum
þar sem þeir eru varaðir við, að
innihaldið geti verið hættulegt
heilsu þeirra.
Til stendur að auka skatta á öllu
áfengi, setja viðvörunarmiða á
flöskurnar og skylda framleiðendur
til að greina nákvæmar frá inni-
haldinu og öllum efnum í því.
Þessar fréttir eru ekki síst slæm-
ar fyrir uppana svokölluðu en þeir
halda mest upp á iéttu vínin. Nýjar
rannsóknir hafa hins vegar sýnt,
að í þeim er mikið af varasömum
aukaefnum. Það eru neytendasam-
tök í Washington, sem eru í farar-
broddi í þessari baráttu, en á síðustu
árum hafa þau unnið margan fræk-
inn sigur gegn vínframleiðendun-
um. Þau hafa neytt þá til að merkja
flöskumar og láta þess getið, að
vínið innihaldi brennisteinssam-
bönd, en komið hefur í ljós, að þau
geta valdið heiftarlegu ofnæmi hjá
sumum astmasjúklingum.
Nýlega birtu samtökin lista yfir
áfengistegundir, þar á meðal
léttvín, sem innihalda úretan, en
það er krabbameinsvaldandi efni,
sem verður stundum til við gerjun,
og nú hafa þau farið fram á það
við matvæla- og lyfjaeftirlitið, að
öll framleiðsla, sem hefur mikið af
þessu efni, verði bönnuð. Þá beita
þau sér einnig fyrir banni við áfeng-
isauglýsingum.
Eins og oft áður þegar um er
að ræða nýja strauma eða stefnur
hafa Kalifomíubúar tekið foryst-
una. Þar hafa framleiðendur verið
skyldaðir til að koma fyrir viðvörun-
um á öllum útsölustöðum eða að
láta það koma fram á flöskunum,
að áfengisdiykkja geti skaðað fóst-
ur í móðurkviði.
í Seattle hefur nú verið tekið
fyrir fyrsta málið um ábyrgð
vínframleiðenda en þar halda þrenn
hjón því fram, að áfengisneysla
mæðranna hafi valdið því, að böm-
in fæddust vansköpuð.
- MARK TRAN
RAUNIR FRAKKANS
Jafnvel Sigurbog-
inn riðar til falls
Ut úr krókum og kimum í gotn-
esku dómkirkjunum stara
ásjónulausar engla- og postula-
mjmdir; Sigurboginn í París, sem
er táknrænn fyrir staðfestu Frakka
gagnvart útlendum yfirgangsmönn-
um, er að molna í sundur og sjálfs
Pantheon, þar sem bestu synir og
dætur Frakklands hafa verið lögð
til hvfldar, bíður ekkert nema að
hrynja til gmnna fyrir lok næstu
aldar — ef ekkert er að gert.
Veikar undirstöður og endalaus
titringurinn frá umferðarþunganum
nú á dögum hafa átt sinn þátt í
afturför þessara miklu bygginga en
hættulegasti óvinur þeirra er þó
rigningin, súr af völdum mengunar
frá iðnaðinum. Regnvatnið tærir
sundur styttumar, smýgur inn í
sprungumar og losar stein frá
steini.
Ef Ókunni hermaðurinn, sem
hvflir undir Sigurboganum, gæti lit-
ið upp úr kransakafínu á vopnahlés-
deginum sæi hann eitthvað, sem
líkist gífurlegum kóngulóarvef uppi
undir hvelfíngunni. Það er öryggis-
net, sett upp til að taka við brotum
úr múrhúðinni, sem annars gæti
lent í höfði gestanna við hinn helga
eld.
Sigurboginn gnæfír 50 metra
yfír Champs Elysees og það var
sjálfur Napióleon Bónaparte sem
hófst handa við smíði hans árið
1806, sjálfum sér til dýrðar og sigr-
inum við Austerlitz. Ekki var þó
lokið við hann fyrr en 1836. Á hann
eru grafín nöfn 660 hershöfðingja
og 128 orrustna en rigningin súra
gefur engum grið, hvorki mynda-
styttunum né múrverkinu. Undir-
stöðumar, sem á sínum tíma þóttu
mjög tilkomumiklar, era að bresta
undan farginu.
FJANDINN SJALFUR
Satan er hinn spræk
asti segir páfinn
IPáfagarði er nú verið að vinna
að sögulegri og guðfræðilegri
endurskoðun á vonda karlinum,
sjálfum Satan, eins og hann hefur
komið mönnum fyrir hugskotssjón-
ir allt fram á þennan dag. Hefur
alþekkt kynningarfyrirtæki skipu-
lagt ráðstefnuna en hún verður
haldin í Torínó á Ítalíu undir ein-
kunnarorðunum „Djöflar og dár-
ar“.
Á ráðstefnunni verður tekist á
um guðfræðileg efni og farið yfír
sögulegan fróðleik og félagsfræð-
ingar munu ræða um ýmislegt, sem
tengist trú manna á Belsebub, Bel-
ial, Belfogar, Asmodeus, á þennan
með mörgu nöfnin, og um áhrif
hans hér í heimi og á holdsins
freistingar. Er að því stefnt að
varpa meira ljósi á myrkrahöfðingj-
ann en nokkra sinni fyrr.
„Meiningin er ekki sú,“ segir
Maria-Teresa Gatti, forstjóri kynn-
ingarfyrirtækisins, sem skipulegg-
ur ráðstefnuna í samvinnu við
Jesúíta, „að gjalda skrattanum það,
sem skrattans er, heldur að sýna
á sem óhlutlægastan hátt hvað
hann hefur alltaf verið raunvera-
legur fyrir fólki og hvemig hann
er enn að verki eins og Jóhannes
Páll páfí hefur minnt okkur á.“
Páll páfí er í engum vafa um,
að djöfullinn sé til og trúir á líkam-
lega tilvist hans. Þegar Rómveijar
héldu í síðasta mánuði upp á af-
mæli kenningarinnar um hin
flekklausa getnað minnti hann hina
trúuðu á, að „djöfullinn er mitt á
meðal vor eins og öskrandi ljón,
skimandi eftir þeim, sem hann get-
ur gleypt".
Páfí á sér bandamann þar sem
er Dimitrianos patríark af Konst-
JÓHANNES PÁLL - Hann
kannast við kauða.
antínópel en þeir hittust í Róm í
desember síðastliðnum. Vora þeir
sammála um það meðal annars, að
djöfullinn stæði að nokkra á bak
við vaxandi veraldarhyggju og guð-
leysi vorra tíma. í Páfagarði telja
margir, að trú Páls páfa á djöfulinn
hafi fengið byr undir báða vængi
þegar hann varð fyrir byssukúlum
tilræðismanns á Péturstorginu árið
1981 og leið miklar þrautir áður
en hann náði sér á ný.
„Það er enginn hugarburður, að
djöfullinn hafi birst heilögum Ánt-
oníusi og mörgum öðrum dýrling-
um,“ sagði páfí nýlega við pólskan
vin sinn. „Ég hef líka séð hans illa
glott."
Faðir Costa í Torínó, þar sem
ráðstefnan verður haldin, hefur
ekki orðið þessarar reynslu aðnjót-
andi, „en okkar heilagi faðir," segir
hann, „veit miklu meira en ég um
myrkviði sálarinnar og dularmögn-
in, sem búa þar að baki.“
Faðir Costa veit það hins vegar,
sér til sárrar raunar, að greinilega
auknum áhuga á yfímáttúrlegum
efnum, þar á meðal á „fjölda djöful-
legra kvikmynda“, hefur fylgt
endurvakning djöfladýrkunar með
miðaldasniði. Um miðjar nætur
hringir síminn og honum er sagt,
að verið sé að syngja Svarta messu
í þessu eða hinu borgarhverfinu.
Það er ekki óalgengt, að prest-
ar, sem hafa verið sviptir hemp-
unni, syngi Svörtu messuna og
notast þeir meðal annars við kross
á hvolfí yfír altari, sem stundum
er ekkert annað en kviknakin kona.
Hin helgu brauð kirkjunnar eru líka
notuð við þessar særingar og verða
þjónar hennar að vera vel á verði
til að þeim sé ekki stolið.
Það er ekki alveg ljóst hvers
vegna þetta kukl er svona algengt
í Torínó en hitt er þó vitað, að
meðal djöfladýrkenda er hún talin
ein af þremur borgum (hinar era
Lyons og Prag), sem mynda
„þríhyming svarta galdursins" í
Evrópu. Sjálf hin kristna kenning
kann þó að gefa á því nokkra skýr-
ingu: „Að afneita tilveru Satans
er að afneita hinni helgu bók. Hún
segir okkur, að Satan hafí freistað
Drottins vors þrisvar sinnum," seg-
ir aðstoðarmaður Ballestrero
kardinála. „Fijálslyndir guðfræð-
ingar hafa lengi reynt að steypa
djöflinum af stalli og sanna, að
hann sé ekki til. í því birtist kænska
hans best.“
- WILLIAM SCOBIE
yfirskyni mannúðar og telji starfsfólkið á
að veita þeim leyfí til að ættleiða böm sem
síðar era seld til Malayslu. Aðrir fá einstæð-
ar mæður og vændiskonur til að láta böm
sín af hendi undir því yfirskini að þeir
muni koma þeim í fóstur á góðum heimilum.
Thirapom Weerawat, sem er lögfræðing-
ur bamavemdarstofnunarinnar, segir að
yfírvöld í Thailandi hafí fyrir þremur mán-
uðum gert sérstakar ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir þessi bamarán, eftir að
72ja ára gömul kona var handtekin með
13 mánaða gamalt bam, sem hún hafði
stolið. Hún viðurkenndi að hafa þegar selt
§ögur böm og fengið sjö þúsund krónur
fyrir hvert þeirra.
Yfírleitt fínnast bömin aldrei aftur þegar
þau era komin úr landi. Bamavemdarstofn-
unin segir að ein ástæðan sé léleg samvinna
lögreglu í Thailandi og Malaysíu.
REUTER
ÞESSIERU ÓHULT - Þau tfósu seU'-
ast best.
MANSAL
„Söluvaran“
er stolin böm
Fyrir skömmu gerðist sá óhupianlegi
atburður í Bangkok í Thailandi að ung-
bami var varpað ofan af þriðju hæð húss
og niður í tjöm til þess að koma í veg fyrir
að upp kæmist um starfsemi samtaka, sem
smygla bömum úr landi. Atburður þessi
beindi athygli að starfsemi smyglara frá
Thailandi og Malaysíu, sem ræna thailenzk-
um bömum og selja úr landi, en þessi iðja
hefur færzt mjög í vöxt og þykir ábatasöm.
Samkvæmt upplýsingum frá bamavemd-
arstofnuninni í Bangkok hafa rúmlega
6.000 böm verið flutt frá Thailandi og seld
í Malaysíu á undanfömum sjö áram.
Suppasit Koompraphan, starfsmaður
bamavemdarstofnunarinnar, segir að flest
bamanna hafi ýmist verið seld hjónum í
Malaysíu sem stækka vilji §ölskyldur sínar
eða plantekraeigendum, sem ali þau upp
og láti þau síðar vinna á gúmmíplantekram
sínum. Flest bamanna era frá fímm mán-
aða til tveggja ára en eitthvað er um að
eldri böm séu seld úr landi.
Bömin era seld milligöngumönnum við
landamærin fyrir um það bil 3jö þúsund
krónur, en þeir selja þau svo aftur fyrir
margfalt hærra verð í Malaysíu. „Hæst
verð fæst fyrir lagleg böm með ljósan litar-
hátt,“ segir Suppasit.
Þau gögn, sem stofnunin og lögreglan
hafa aflað sér varðandi málsatvik af þessu
tagi, leiða í ljós að dæmigerður bamaræn-
ingi er „góðleg og roskin kona“ sem hefur
samband við mæður og býðst til að gæta
bama þeirra eða fara með þau út. Þegar
konumar hafa áunnið sér traust mæðranna
láta þær sig hverfa ásamt bömunum.
Þá eru einnig dæmi þess að glæpamenn
villi á sér heimildir og hafí samband við
sjúkrahús og munaðarleysingjahæli undir