Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 11 sambýlisfólk) í fyrsta sinn, á rétt á húsnæðisbótum í 6 ár. Húsnæðis- bætur eru bundnar við eignarhald rétthafa húsnæðisbóta á ibúð. Ef rétthafi selur íbúð þá sem veitir rétt til húsnæðisbóta innan 6 ára frá því tímamarki er greinir hér að framan, án þess að hefja byggingu eða festa kaup á öðru íbúðarhús- næði, falla bótagreiðslur til hans niður á söluárinu. Réttur til hús- næðisbóta stofnast ekki ef byggt er eða keypt íbúðarhúsnæði og það selt á sama ári. Slíti maður heimilis- festi hér á landi reiknast húsnæðis- bætur hans á brottfararárinu hlutfallslega miðað við þann tíma ársins sem hann var heimilisfastur hér á landi. Húsnæðisbætur ákvarðast sam- kvæmt umsókn til skattstjóra sem skila skal með fyrsta framtali eftir að réttur til þeirra stofnast. f reglu- gerð sem væntanleg er á næstunni verður nánar kveðið á um með hvaða hætti húsnæðisbætur verða ákvarðaðar og einnig hvemig þær verða greiddar út. Mánaðarlaun — vikulaun Lilja Jóhannesdóttir spyr: Ef skattgreiðendur fá sömu mánaðar- laun, annar mánaðarlega en hinn vikulega, er skattgreiðsla þeirra þá jafnhá? Svar: Ekki verður nákvæmlega ráðið hvert fyrirspyijandi er að fara með spumingu sinni, en ef hann er að spyija um hvort fyöldi út- borgana skipti máli ef launataxti og vinnuframlag sé það sama þá skiptir ekki máli hvort laun eru útborguð einu sinni í mánuði eða oftar. 13. mánuður — staðgreiðsla Helgi Jakobsson spyr: 1. í banka- stofnunum og víðar er reiknaður 13. mánuðurinn en hann er ekki greiddur út fyrr en á þessu ári. Skal staðgreiða af þessum launum? 2. Hvemig er bflastyrkur skatt- lagður í staðgreiðslukerfinu? Svar: 1. Hér þarf enn að hafa í huga, eins og áður hefur verið svar- að hér í þessum þáttum, með hvaða hætti uppgjöri vegna ársins 1986 var háttað. Ef 13. mánuðurinn frá árinu 1986 var greiddur á árinu 1987 og jafnframt talinn með tekj- um þess árs er að sama skapi 13. mánuðurinn frá árinu 1987 talinn fram með tekjum 1988 og stað- greiddur skattur af honum. Sé þetta sami uppgjörsháttur og áður var er það rétt niðurstaða að staðgreiða af þessum launum. 2. Staðgreiðslu ber ekki að draga af bílapeningum ef fyrir liggja hjá launagreiðanda og launamanni gögn um aksturinn og jafnháan útlagðan kostnað launamanns. Skil- yrði er að færð sé akstursbók eða akstursskýrsla þar sem fram kemur aksturserindi, vegalengd og kíló- metragjald. Ef greiðsla af afnotum af bifreið er hins vegar í þvi formi að greiddur er ökutækjastyrkur sem er föst greiðsla á hverju launatíma- bili skal bæta þeirri Qárhæð við önnur laun viðkomandi launamanns og ákvarða staðgreiðslu með hlið- sjón af því. Við álagningu kemur þó öku- tækjastyrkur til frádráttar tekjum launamannsins að því marki sem tilskilin gögn um aksturinn er lögð eru fram með skattframtali segja til um. Skattgreiðslur barna Ingibjörg Magnúsdóttir spyr: Hvemig reiknast skattar á 15 ára unglinga sem vinna t.d. að sumr- inu? Nú fá unglingar engin skatt- kort. Svar: Allir sem verða 16 ára á stað- greiðsluárinu, eða eru eldri, fá útgefín skattkort í byijun desember fyrir upphaf næsta staðgreiðsluárs. Þau skattkort bera með sér að skatthlutfall sé 35,2% og persónu- afsláttur sé 100%, 14.797 'kr. (13.607 x 1,08745). Ef hins vegar er um að ræða bam sem verður 15 ára á árinu 1988 fær það ekki skattkort og nýtur ekki persónuaf- sláttar en launagreiðandi skal halda eftir 6% af heildarlaunum þess í staðgreiðslu. Þannig er skatthlutfall bams, sem ekki nær 16 ára aldri á stað- greisluárinu samkvæmt núgildandi lögum, 6%. Bamið nýtur ekki per- sónuafsláttar og fær ekki útgefið skattkort. Skattkort Sigrún Hannesdóttir spyr: Getur Tryggingastofnun neitað mér um að afhenda mér skattkortið mitt og ef svo er hve lengi getur stofnunin haldið þvf? Svar: Tryggingastofnun ríkisins, sem og öðmm launagreiðendum, er skylt að afhenda launamanni skattkort ef þeir krefjast skila á því. Hins vegar er það heppilegt að launagreiðandi áriti aftan á kort- ið um nýtingu persónuafsláttarins. Hér þarf þó að hafa í huga að ef launamaður tekur skattkort frá launagreiðanda þá missir hann sjálfkrafa rétt á persónuafslætti þeim sem kortið veitir. Þetta á þó ekki við þegar launamaður endur- heimtir kortið í því skyni að fá því breytt, svo sem með því að skipta aðalskattkorti í tvö aukaskattkort, enda skili hann hinu nýja korti (hin- um nýju kortum) þegar í stað til launagreiðandans aftur. Vaxtafrádráttur — húsnæðisbætur Bára Jónasdóttir spyr: 1. Ef ibúð er keypt 1984, fæst einhver afslátt- ur vegna hennar í staðgreiðslukerf- inu? 2. Ef íbúðin verður seld 1988 fæst þá einhver afsláttur? Svar: 1. Þeir sem keypt hafa eða hafið byggingu á íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn á árinu 1984—1987 og uppfylla að öðru leyti skilyrði c-Iiðs 69. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt (hús- næðisbætur) og njóta ekki vaxtafrádráttar í stað fasts frá- dráttar á þeim árum, skulu njóta húsnæðisbóta i sex ár, talið frá og með álagningarárinu 1988, í stað vaxtaafsláttar eins og bráðabirgðaákvæðum I í tekju- skattslögum var breytt núna i desember 1987. 2. Hvað varðar sölu á ibúð árið 1988 visast um það atriði til svars við spurningu Halldóru Jónsdóttur. Ema Ingólfsdóttir spyr: Verður vaktaálag og stórhátíðarkaup frá desember 1987, sem greitt er nú í janúar, skattlagt sem tekjur ársins 1988? Svar: Sem svar við þessari spum- ingu vísast m.a. til svara við spumingum Siguijóns Þórarinsson- ar og Helga Jakobssonar. Þar er megininntakið sú viðmiðun sem var um sams konar atriði um áramótin 1986/1987 og að eigi sé breytt um uppgjörsaðferð frá þeim tfma. ADAKIAUGLÝSIR Vegna breytinga höfum við flutt verslunina í Herrahúsið, Bankastræti 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.