Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Hlaut styrk til að semja íslensk-fiimskan orðalista FINNSKA menntamálaráðuneyt- ið hefur veitt Marjöttu ísberg fil.mag um 45.000 íslenskar krón- ur í styrk til að semja (slensk- finnskan orðalista yfir mikilvæg- ustu orð og heiti á sviði viðskipta-, stjórn- og hemaðarmála. Maijatta ísberg er löggiltur skjalaþýðandi úr íslensku á fínnsku og hefur verið búsett hér á landi frá 1979, en þar áður var hún tvo vetur ( Háskóla íslands og lauk þaðan prófí í (slensku fyrir erlenda stúd- enta árið 1977. Hún hefur starfað undanfarin ár sem sjálfstæður þýð- andi og fréttaritari fínnska dag- blaðsins Helsingin Sanmoat. Nú fyrir skömmu kom út í Finnlandi úrval íslenskra þjóðsagna og ævin- týra í þýðingu Maijöttu. Garður: Slysavamadeildin með opið hús um helgina Garði. Slysavarnadeildin Ægir verð- ur með opið hús um helgina ( húsi deildarinnar á Skagabraut 71 en þar munu björgunarsveit- armenn sýna almenningi bif- reiða- og bátakost deildarinnar auk annars björgunarútbúnaðar og tækjakosts. Sýning þessi er f tilefni þess að Slysavarnafélag Islands er 60 ára föstudaginn 29. janúar. Björgunarsveitin Ægir er stofn- uð 1935 og hefir starfað af miklum krafti undanfarin ár. Formaður deildarinnar er Sigfús Magnússon. Björgunarsveitarhúsið verður opnað kl. 10 báða dagana og opið frameftir degi. Þá má geta þess að björgunarsveitin Sigurvon í Sand- gerði verður einnig með opið hús. — Amór Slökkviliðs- menngera fleira en slökkva eld Þessa dagana eru slökkviliðs- menn að ljúka brunavamaátaki sem kynnt var í Morgunblaðinu í desember. Slökkviliðsmenn vfða um land eru þessa dagana að keyra út viðurkenningar til þeirra baraa sem unnu f get- rauninni. Á myndinni eru Ármann Pétursson og Björa Gíslason f Slökkviliði Reykjavíkur að afhenda Gunn- ari Leó Leóssyni, Þjórsárgötu 3, reykskynjara og áletraðan fána Landssambands slökkvi- liðsmanna. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Tónleikaröð frestað Ákvörðun um smíði stórs orgels á næstunni Morgunblaðið/Arnór Sigfús Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Ægis fylgist með björgunarbátum f lórantækjum deildarinnará æf- ingu björgunarsveita f vetur. Þórhallur Filippusson sýn- ir í Bókasafni Kópavogs ÞÓRHALLUR FUippusson sýnir verk sfn um þessar mundir f Bókasafni Kópavogs. Þórhallur fæddist í Reykjavík 1930. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1949-1950. Hann hefur haldið einkasýningar ásamt einni samsýn- ingu með dóttur sinni, Kristínu. Þórhallur býr nú á Sauðárkróki og málar þar fyrir sýningar eða eftir pöntunum. Á sýningunni eru 27 verk. Sýn- ingunni lýkur 16. febrúar nk. Af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta um einn mánuð tónleikaröðinni „Norður-þýsku barokk-meistararair", sem átti að hefjast nk. sunnudag í Hall- grfmskirkju. Fyrstu tónleikarnir verða þvf ekki fyrr en sunnudag- inn 28. febrúar og fjórðu og sfðustu tónleikarair þann 29. maí nk. Á fyrstu tónleikunum, 28. febrú- ar, leikur Þröstur Eiríksson verk eftir Buxtehude, þann 27. mars leikur Ann Toril Lindstad verk eftir Böhm og Lubeck, þann 24. apríl leikur Hörður Áskelsson verk eftir Bruhns og að síðustu leikur Orthulf Pruriner þann 29. maí orgelverk eftir Bach, sem bera einkenni hins norður-þýska skóla. Organistamir segjar frá höfundunum og útskýra verkin. Ef vel tekst til með þessa tónleikakröð heldur Listvinafélagið áfram slíkum kynningum á næsta ári með tónlist frönsku barokk- meistaranna. Kórorgelið í Hallgrímskirkju er vel fallið fyrir þessa tónlist, en nú hillir undir að ákvörðun verði tekin um byggingu stórs orgels, sem gæti verið tilbúið í lok ársins 1990. Undanfamar vikur hafa farið fram lokaviðræður við þijá erlenda orgelsmiði, sem gert hafa tilboð í smíði hins stóra orgels. Ef hægt verður að tryggja nægilegt fjár- magn verður samningur undirritað- ur á næstu vikum. Þegar hefur safnast töluvert fé eða um 10% af verði orgelsins og alltaf er orgel- sjóðnum að berast gjafir. Heildar- kostnaður við 70 radda orgel er 35—40 milljónir og þarf að greiðast á þremur árum. Orgelið mun gjörbreyta starfsað- stöðu íslenskra organista og laða að erlenda orgelsnillinga. Orgel- smiðir sem heimsótt hafa kirkjuna að undanfömu em allir sammála um að Hallgrímskirkja fullnægi öll- um skilyrðum um bestu aðstæður fyrir stórt konsertorgel og telja að vart megi finna hliðstæðu ( kirkju- byggingum samtímans. o INNLENT 200 manns í kvöldverð- arboði Eyhreppinga Borjj i MiklahokUhreppi. ÍBÚAR þríggja hreppa, Kolbeinstaða-, Skógarstranda- og Miklaholts- hrepps sátu rausnarlegt kvöldverðarboð íbúa Eyjahrepps ( félags- heimilinu Breiðabliki fyrir skömmu. Rúmlega 200 manns mættu þar. Að borðhaldi loknu var flutt frumsamin skemmtidagskrá, bæði í bundnu og óbundnu máli og loks dansað af miklu fjörí. Sá ágæti siður er hér búinn að vera um nokkur ár að þrír hreppar hér sunnan fyalls á Snæfellsnesi; Kolbeinstaða-, Eyja- og Miklaholts- hreppar, sjá um skemmtikvöld sitt árið hver. Hefur sú tilhögun líkað 72 milljónir til dag- heimila í Reykjavík FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar gerir ráð fyrir um 72 milljónum króna til uppbygg- ingar dagheimila i Reykjavík á þessu árí. „Við erum aðallega með tvö bamaheimili í sviðsljósinu," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Ann- ars vegar er það Jöklaborg en þangað er veitt 25 milljónum til að ljúka við heimilið, sem áætlað er að taka í notkun í byijun þessa árs. Síðan verður hafist handa við nýtt dagheimili við Seljaveg og er áætlað að þangað fari 24 milljónir svo búast má við að það verkefni komist vel á veg.“ Þá er gert ráð fyrir um 14 millj. til breytinga og endurbóta á þeim dagvistarstofnunum sem þegar eru fyrir hendi. Nýjum gæsluvelli verður komið upp í Selási og er gert ráð fyrir að kostnaður við hann verði 6,6 millj. ágætlega. Að þessu sinni kom það í hlut Eyjahrepps og var íbúum úr þremur hreppum boðið til rausnar- legs kvöldverðarboðs að Breiðabliki. Þar sem félagsheimilið Breiðablik rúmar margt fólk buðu Eyhrepping- ar grönnum sínum af Skógarströnd einnig til þessa mannfagnaðar. Þama mættu á þriðjahundrað manns, boðið var upp á góðan kvöldverð, hangikjöt, laufabrauð og fleira. Fjölbreytt skemmtidagskrá var flutt, allt finimsamið efni, bæði í bundnu og óbundnu máli. Mikill menningarbragur var á þessu ágæta boði sem sýnir þótt þrengt hafí að dreifbýli með kvóta og búmarki þá er enn, sem betur fer, gott fólk þar til ennþá sem kann að gjöra sér dagamun með menningarbrag að leiðarljósi. Hljómsveit úr Dalasýslu spilaði fyrir dansi, af mikilli list og smekkví- si. Þar voru að verki þeir Halldór Þórðarson hreppstjóri á Breiðaból- stað og Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari á Laugum og íjórir aðrir félagar þeirra, þar af tvö böm Halldórs á Breiðabólsstað. — Páll Bókamarkaður í Kringlunni í febrúar BÓKAÚTGEFENDUR halda sinn árlega bókamarkað Krínglunni f lok febrúar. Er gert ráð fyrir að þar verði til sölu á milli 4—5000 bókatitlar. Bókamarkaðurinn verður í stór- um sal á 3. hæði Kringlunnar og hefst 25. febrúar. Allir íslenskir bókaútgefendur standa að bóka- markaðnum og verða seldar þar bækur sem gefnar vom út á árinu 1986 eða fyrr, alls um 4—5000 bókatitlar. Að sögn Gunnars Dungal hjá Pennanum, sem sér um fram- kvæmd bókamarkaðarins að þessu sinni, verður bókamarkað- urinn opinn í tíu daga, sunnudaga jafnt sem aðra daga. Hann sagði að oft hefði verið kvartað yfír þvf að fólk utan af landi og sjómenn kæmust ekki á bókamarkaðina. Hefur nú verið ákveðið að koma til móts við þetta fólk með því að bjóða upp á bó- kapakka sem hægt verður að panta. Verður auglýst áður en bókamarkaðurinn hefst hvaða bækur verða ( pökkunum. Landssamband lífeyríssjóða: Ummælum félagsmála- ráðherra vísað á bug MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Landssambandi lífeyrissjóða: „Á stjómarfundi hjá Landssam- bandi lífeyrissjóða 25. janúar sl. gerði stjómin eftirfarandi bókun: í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 þann 19. janúar sl. viðhafði félagsmála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, mjög óviðeigandi ummæli um for- mann Landssambands lífejrrissjóða, Pétur H. Blöndal. Var ráðherra með dylgjur um að formaðurinn misnot- aði féalgslega aðstöðu sfna f eigin- hagsmunaskyni. Stjóm LL vísar þessum röngu og órökstuddu fullyrðingum algjör- lega á bug og lýsir yfír fullu trausti á formann LL. Pétur H. Blöndal hefur á annan áratug unnið að vel- ferðarmálum lífeyrissjóðsfélaga og hafa fáir lagt meira af mörkum í baráttunni fyrir eflingu lffeyris- trygginga í landinu en formaður LL. Stjóm LL telur það því ámælis- vert, þegar stjómmálamenn, í þessu tilfelli félagsmálaráðherra, vega f skjóli valdsins að félagslega kjöm- um fulltrúum fólks í vamarbaráttu þess gegn ásælni hins opinbera í eignir Kfeyrissjóðanna. Meðan félagafrelsi rfkir á íslandi mun stjóm LL standa á rétti lífeyr- issjóðsfélaga og leitast við að tryggja hag þeirra og réttindi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.