Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Mm FOLK ■ SANDRO Altobelli, ítalski landsliðsmaðurinn hjá Inter Mílanó, var sektaður af forráða- mönnum félagsins um kr. 162 þús. krónur. Hann var sektaður fyrir að hafa kasta peysu sinni niður á völl- inn - þegar hann mótmælti að vera tekinn af leikvelli í leik gegn Pesc- &!*&• jJS STUÐNINGSMAÐUR ítalska 2. deildarfélagsins Brescia, mætti með sög á völl félagsins í vikunni. Hann sagaði mörkin á vell- inum niður í búta. Þetta gerði hann til að mótmæla lélegum árangri liðsins að undanfömu. ■ SPÁNVERJAR urðu að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn A-Þjóð- veijum í vináttulandsleik í knatt- spymu sem fór fram í Valencia á miðvikudagskvöldið. 22 þús. áhorf- endur sáu a-þýska liðið leika vamarleik og átti markvörðurinn Rena MUller mjög góðan leik. ■ A-ÞÝSKA landsliðið var í æf- ingabúðum á Kanarýeyjum fyrir landsleikinn í Valencia. Þar stökk Konrad Weise, fyrrum landsliðs- maður (88 landsleikir) A-Þýska- lands „frá borði" og hefur hann óskað eftir hæli í V-Þýskalandi sem pólitískur flóttamaður. Fyrir viku strauk annar gamalkunnur knattspymumaður frá A-Þýska- landi. Það er Jttrgen Sparwasser, fymim leikmaður Magdeburg. Hann strauk í V-Þýskalandi. ■ ÞAÐ eina sem Sheffield Wed. fékk upp úr viðureignum sínum við Everton i bikarkeppninni ~ elisku, er 250 þús. sterlingspund í kassann. 142 þús. áhorfendur komu til að sjá fjóra leiki félaganna. ■ MICHAEL Laudrup, leik- maður hjá Juventus á Ítalíu, verður frá keppni í tíu daga. Hann fékk slæmt spark í ökkla i leik gegn Como um sl. helgi. Um tíma var haldið að væri jafnvel fótbrot- inn. Laudrup fékk spark í ökklann eftir aðeins fimm mín. „Ég lék þá á Annoni og var á leiðinni með knöttinn að marki Coma. Þá kom Annoni hlaupandi á eftir mér - síðan lá ég á vellinum," sagði Laudrup. ■ SCHALKE í V-Þýskalandi hefur keupt danska knattspymu- manninn Alex Nielsen, 20 ára ^sÖknarleikmann - frá Næstved á kr. 7.2 milljónir. Axel mun þar leika við hliðina á félaga sínum Bjarne Galdbæk, sem Schalke keypti á kr. 1.8 millj. sl. september. D CLAUSNielsen, 24 ára Dani, er næsti „gullfugl" meistaraliðsins Bröndby. I vikunni komu útsendar- ar frá ítölsku félagi til Danmerkur, til að ræða um kaup á Nielsen og var honum boðið tveggja ára samn- ingur. ítalska félagið sem vill fá Nielsen, hefur farið fram á það að nafni þess verði haldið leyndu um tíma. Bröndby mun fá kr. sex millj. fyrir Nielsen. D GRÍSKA knattspymufélagið AEK Aþena hefur keypt danska knattspymumanninn Kim Ras- mussen frá Hvidovre á kr. 2.4 milljónir. D S-KÓREUMENN taka við olympíueldinum 27. ágúst. Þeir taka við kyndlinum með olympíu- eldingum á eyjunni Cheju, sem er fyrir utan strönd S-Kóreu. Þaðan skiptast um 21 þús. íþróttamenn á að hlaupa með kyndilinn til Olympíuleikvangsins í Seoul - 4.163 km leið. Olympíuleikamir verða settir 17. september. D ÍSRAELSMENN og Frakkar gerðu jafntefli, 0:0, í vináttulands- leik í knattspymu í Tel Aviv á miðvikudagskvöldið D MANCHESTER City lánaði í gær miðvallarspilarann Kevin Langley til 3. deildarliðsins Chest- er. Man. City keypti hann frá Ehrerton á 100 þús. pund fyrir tveimur árum. SJÓNVARP Knattspyrnuveisla hjá Stöð 2 á morgun: Bein útsending frá viðureign Man. Utd. og Chelsea á Old Trafford Stöð 2 hefurtryggt sér rétt til að sýna frá leikjum í ensku bikarkeppninni Hoyrðl ég rétt...Verð ég I sviðsljós- inu i Stöð 2 á íslandi, getur Colin Gibson, leikmaður Man. Utd. verið að hugsa. KNATTSPYRNUÁHUGAMENN komast ífeitt á morgun. Þá verður leikur Manchester Un- ited og Chelsea í ensku bikar- keppninni - sýndur beint hjá Stöð 2, en viðureignin fer fram á hinum frœga leikvelli United, Old Trafford. Við höfum tryggt okkur rétt að sýna beint frá leikjum í ensku bikarkeppninni og er þetta aðeins byrjunin," sagði Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2. Á morgun verður tímamót í sambandi við beinar útsendingar. Ríkissjón- varpið sýnir einni beint frá leik Port Vale og Tottenham í bikar- keppninni. Utsendingar hefjast kl. 15 hjá báðum sjónvarpsstöðvunum. Leikurinn hjá Stöð 2 verður sýndir í læstri dagskrá. „Á þriðjudaginn kl. 18.30 munum við sýna valda kafla úr bikarleik Aston Villa og Liverpool. Leik sem verður sjónvarpað beint um Bret- landseyjar á sunnudaginn," sagði Heimir. Stöð 2 hefur tryggt sér rétt til að sýna beint eða þá valda kafla úr sex bikarleikjum í Eng- landi í vetur. „Við höfum rétt á að sýna beint frá undanúrslitaleikjun- um og erum að vinna að því að sýna beint frá úrslitaleiknum á Wembley," sagði Heimir. Durie ekki meA Cholsea Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um það að knattspymuáhuga- menn fagna því að fá tækifæri til að sjá leik Man. Utd. og Chelsea sýndan beint. Leikir liðanna siðustu þrettán ár á Old Trafford hafa ver- ið mjög spennandi og er eins og Chelsea hafí haft viss tök á Man. Utd. í Manchester. United vann sinn fyrsta sigur, 3:1, í þrettán ár, yfir Chelsea á Old Trafford í vetur. Það voru ekki gleðifréttir sem ensku blöðin færðu stuðningsmönn- um Chelsea í gærmorgun. Blöðin sögðu þá frá því að markaskorarinn mikli, Gordon Durie, sem AC Mílanó hefur mikinn áhuga að fá, myndi ekki leika með liðinu næstu fimm vikumar. Durie, sem var keyptur frá Hibs í Skotlandi fyrir 350 þús. pund fyrir tveimur árum - verður skorinn upp fyrir meiðslum í hné í næstu viku. Hann er 22 ára og hefur skorað þrettán mörk fyrir Lundúnarfélagið í vetur. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea - svona rétt fyrir bikarslaginn á Old Trafford. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ HANDBOLTI Suður-Kóreumenn aftur til íslands! Rúmenarvilja einnig ólmir leika hér á landi SUÐURr-KÓREUMENN hafa sýnt mikinn áhuga á að koma aftur til íslands og taka þátt í geysilega öflugu handknatt- leiksmóti sem fer fram hér á landi 19.-26. ágúst, í Reykjavík og Akureyri. Hér er um að ræða sex þjóða mót, sem verður geysilega öflugt. í mótinu taka þátt, auk Is- lendinga, Sovétmenn, Spánveijar, Svisslendingar og Svíar. Að öllum líkindum verða S-Kóreumenn sjötta þjóðin. V-Þjóðveijum var boðið að taka þátt í mótinu. Forráðamenn 1. deildarfélaganna í V-Þýskalandi eru á móti því, að tekið verði þátt í mótinu. Félögin eru á þessum tíma að undirbúa sig á fullum krafti fyr- ir 1. deildarkeppnina í V-Þýska- landi. Rúmenar vilja koma Rúmenar hafa sent HSÍ skeyti þess efnis að þeir hafa mikinn áhuga að koma til íslands 1.-4. júlí og leika hér tvo landsleiki. Enn er ekki ákveðið hvort HSÍ verði við ósk Rúmena. Þessir leikdagar falla ekki inn í æfingaprógram landsliðsins. Morgunblaðið/Einar Falur Karl Þrálnsson skorar gegn Suður-Kóreumönnum í Laugardalshöll í desem- ber. Koma þeir aftur i sumar? Verður leikið gegn V-Þjóðveijum í Berlín? ÞAÐ getur farið svo að íslenska landsliðið f handknattleik leiki landsleik gegn V-Þýskalandi í Vestur-Berlín 7. júlí í tengslum við opinbera heimsókn Forseta fslands til Vestur-Þýskalands f byrjun júlí. Ef af þessu verður þá er hugsan- legt að landsliðið verði í fimm daga æfíngabúðum í V-Þýskalandi á kostnað Flugleiða. Landsliðið færi síðan beint frá V-Bérlín til A-Þýskalands, þar sem liðið tekur þátt í sterku alþjóðlegu handknatt- leiksmóti í Rostock 12.-17. júlí, ásamt landsliðum A-Þýskalands, Tékkóslóvakíu, Frakklands, Pól- lands og Búlgaríu. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálf- ari íslands, er ekki hrifinn af því að leika gegn V-Þjóðvetjum í V- Berlín á þessum tíma. Hann segir að leikurinn falli ekki inn í æfinga- og landsleikjaprógram landsliðsins fyrir Olympíuleikana í Seoul, sem hefjast 17. september. Bogdan vill frekar hafa leikmenn sína í æfínga- búðum hér heima heldur en í V-Þýskalandi. Honum finnst álagið á Ieikmönnum orðið það mikið, að það sé betra að hafa þá smá tíma í heimahögum. Ef landsliðið færi til V-Þýskaland í byijun júlí, yrði ekki komið heim fyrr en 18. júlí. Siðan verður farið í keppnisferð til Spánar og Frakklands 29. júlí til 11. ágúst. Basel íSviss vilifá Jóhann Inga JÓHANN Ingi Gunnarsson fókk f gœrtilboA frá sviss- neska 1. deiidarllAinu Basel. FormaAur fólagsins hafði samband vlA Jóhann Inga og bað hann að koma strax til Basel til vlðrsaðna. Bauð honum þriggja ára samn- íng.Áður hefur Dankersen haft samband við Jóhann Inga. Eg er að sjálfssögðu ánægður að fá tilboð frá Basel, sem er með ungt og efnilegt lið - sem er í þriðja sæti í svissnesku 1. deildarkeppninni. Með liðinu leikur fyrrum landsliðsmaður frá Júgóslavíu. Ég sagði við formanninn að ég vildi átta mig á hlutunum - áður en ég tæki ákvörðun um hvað ég myndi gera. Bað hann að senda mér myndbandsspólu með leikjum liðsins á,“ sagði Jóhann Ingi, sem hefur hug á að fara til Basel og kanna aðstæður. Jóhann Ingi er ekki ókunnugur í Sviss. Hann var þar þegar hann var 19 ára, 1974. Þá þjálf- aði hann og lék með félaginu Horgen. Kiel lagði Grosswall- stadt Frank Gersch var hetja Kiel þegar félagið lagði Gross- wallstadt að velli, 23:22, í Kiel á miðvikudagskvöldið. Gersch, sem skoraði sex mörk í leiknum, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Það er lóst að þijú félög beijast um meistaratitilinn. Gummers- bach, sem er með 23 stig, Kiel, sem er með 21 og Dusseldorf, sem er einnig með 21 stig. Göpp- ingen er í fjórða sæti með 17 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.