Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 15 Samband veitinga- og gistihúsa: Borðvín sérpönt- uð frá Frakklandi Samband veitinga- og gistihúsa hefur sérpantað borðvín frá Frakklandi fyrir tíu veitinga- hús. Þetta er Í annað sinn sem sambandið stendur að slíkri sérpöntun en að þessu sinni var veitingamönnum boðið til vinkynningar þar sem Jón Ár- mannsson, ráðgjafi Sambands veitinga- og gistihúsa, kynnti nokkrar tegundir. Jón sagði að hver víntegund hefði sitt einkenni og spumingunni um hvaða tegund hæfði hveijum mat, væri erfítt að svara, slíkt færi eftir smekk hvers og eins. Ema Hauksdóttir framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gistihúsa sagði að tilgangurinn með sérpöntun sem þessari væri sá, að gefa matargestum færi á að kynnast öðmm vínum en þeim sem Áfengisverslun ríkisins hefði á boðstóiunum. Vínin eru valin af Jóni Ár- mannssyni og em frá helstu vínræktarhémðum Frakklands. Veitingahúsin, sem pantað er fyrir em: Gullni Haninn Laugavegi 178, Hallargarðurinn í Húsi Verzlunar- innar, Hótel Óðinsvé við Óðin- storg, Torfan Amtmannsstíg 1, Við Sjávarsíðuna í Hamarshúsinu, Þorscafé Brautarholti 20, Þrír Frakkar Baldursgötu 14, Veit- ingahúsið Hvammstanga, Hótel KEA Akureyri og Alex Laugavegi 126. Boðið er upp á sex tegundir af hvítvínum sem kosta 1.000 til 1.700 krónur flaskan og níu teg- undir af rauðvíni sem kosta 1.000 til 2.700 krónur flaskan. Áburðarverksmiðja ríkisins: Beint samband við slökkviliðið sl. tvö ár f BRÉFI Rúnars Bjarnasonar slökkviliðsstjóra í Reykjavík tíl borgar- ráðs kemur fram að Slökkvilið Reykjavíkur hafi ekki verið kallað til í tveimur tilvikum, um og eftir síðustu áramót, þegar eldur kom upp í Áburðarverksmiðju rikisins í Gufunesi. Að sögn Hákons Björnsson- ar framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar var komið á beinu sambandi milli verksmiðjunnar og slökkviliðsins eftir að flugeldar kveiktu í sinu við verksmiðjuna fyrir tveimur árum. Hákon sagði ’að í fyrra tilvikinu um,“ sagði Hákon. „Ég man að Jón Ármannsson skyggnir vínið í glasinu. um síðustu áramót hefðu menn verið að vinna við rafmagnstöflu þegar skammhlaup varð. Við það sviðnaði umhverfís töfíuna en varð aldrei að neinum eldi. Þrátt fyrir það fór viðvörunarkerfi verksmiðj- unnar í gang. „Sem betur fer er það ekki oft sem eitthvað þessu líkt kemur fyrir og man ég ekki eftir öðrum tilvik- vísu eftir að flugeldar kveiktu í sinu á lóð verksmiðjunnar á gamlárs- kvöld fyrir tveimur árum. Þá var svo mikið álag á símakerfí borgar- innar að ekki tókst að ná sambandi við slökkviliðið nema með aðstoð lögreglunnar. Þá tókst einnig að slökkva eldinn áður en slökkviliði kom á vettvang. Eftir þann atburð var komið á breinu sambandi við slökkviliðið." Morgunblaðið/Þorkell Veitmgamenn smakka vin undir leiðsögn Jóns Ármannssonar. Um matarútgjöld og barnabætur O INNLENT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ól- afi ísleifssyni, efnahagsráðunaut ríkisstjórnarinnar: Forseti Alþýðusambandsins ber mér á brýn (Morgunblaðið 26/1) að hafa haft (frammi útúrsnúninga í tilefni ályktunar miðstjómar ASÍ um matarskatt. Forseti ASÍ hefur þó í engu hrakið ummæli mín um að ótækt sé að bera saman útgjöld fjölskyldu og tekjur einstaklings. Hann vefengir heldur ekki tölur sem ég lagði fram um hækkun bama- bóta og bamabótaauka. Athugasemd mín stendur óhögg- uð. Óeðlilegt er að bera saman hækkun matvöruliðar framfærslu- vísitölu um 5400 kr. og hækkun lágmarkslauna um 2100 kr. á mán- uði. í flestum fjölskyidum em tvær fyrirvinnur, og hjón sem eiga böm fá bamabætur. Engar tvær §öl- skyldur búa að öllu leyti við sömu aðstæður, en svo notuð sé viðmiðun miðstjómar ASÍ um lágmarkslaun má taka dæmi af fjölskyldu þar sem bæði hjón vinna fyrir lágmarkslaun- um og þar sem bömin eru tvö, annað undir 7 árá aldri. í þessu dæmi kemur fram sú niðurstaða, að á móti 5400 kr. hækkun mat- vöruliðar koma 4200 kr. hærri laun og 3600 kr. hærri bamabætur eða samtals 7800 kr. á mánuði. Því er við að bæta að breytingar á lágmarkslaunum em fjarri því að vera órækur mælikvarði á almenna launaþróun í landinu, enda munu þeir fáir sem vinna fyrir eingöngu lágmarkslaun. Staðreyndum verður ekki hnikað með því að kalla þær útúrsnúninga. Sýnirí Slunkaríki BIRGIR Andrésson opnar sýn- ingu á myndverkum sínum í Slunkarfki á ísafirði laugar- daginn 30. janúar nk. Birgir hefur haldið einkasýning- ar hér heima og erlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin í Slunkaríki verður opin í mánuð. Eittaf verkum Birgis Andréssonar. Morgunblaðið/ÁgÚ8t Blöndal Félagar úr Þrótti á Neskaupstað vinna við sorphirðingu til fjáröflun- ar fyrir starfsemi sína. Sorphirðing og útskip- un til fjáröflunar ^ Neskaupstað. ÝMSAR leiðir eru faraar af fé- lagasamtökum hér í bæ í fjáröfl- unarskyni fyrir utan þær hefðbundnu, eins og happdrætti, flugeldasölu, bingó og basar. Félagar úr björgunarsveit Slysa- vamafélagsins og (þróttafélaginu Þrótti hafa unnið við útskipanir til fláröflunar fyrir starfsemi s(na með góðum árangri. Þá hefur sá háttur verið hafður á hér I bæ í nokkum tíma að félagar úr Þrótti hafa séð um sorphirðingu á staðnum. Bæjar- félagið hefur lagt til öskubíl og bílstjóra en Þróttarar sjá um afgang- inn. Hinar ýmsu deildir innan félags- ins skipta með sér verkinu, hver deild einn mánuð ( senn og hefur þetta fyrirkomulag sorphirðingar gefíst vel. — Ágúst. Viö byrjum á fullu 1. febrúar, svo nú eru síðustu forvöö að komast á námskeið í Heilsugqrðinum. Hér að neðan er tímatafla og námskeiðaskrá. Hringdu ef þig vantar meiri upplýsingar um tímana. Síminn er 65 69 70 og 71. 1) Lífleg leikfimi fyrir kon- ur á öllum aldri. Liðkandi og styrkjandi æfingar, teygjuæfingar, slökun, góð tónlist. Kennari: Lovísa Einarsdóttir. Mánaöarkort kr. 2.320,- 2) Eróbikk, 3 sinnum í viku. Kennarar: Kristín Gísladóttir og Áslaug Óskarsdóttir. Mánaðar- kort kr. 3.480,- 3a) Leikfimi fyrir karla á öllum aldri, styrkjandi og liðkandi. 3b) Leikfimi (30 mín) og tækjaþjálfun (30 mín) fyrir karla. Kennari: Páll Ólafs- son. Mánaðarkort kr. 2.320,- 4) Tækjaþjálfun (30 mfn) og leikfimi (30 mín). Kenn- ari: Ólafur Gíslason. Mánaðarkort: kr. 2.320,- 5) Styrkjandi leikfimi fyrir ungar hressar konur. Áhersla lögð á maga, ráss og læri, engin hopp. Góð- ar teygjur. o HEILSUGAR0URINN Garöalorgi 1, 210 Garðabæ, simi : 65 69 70 - 65 69 71. í tækjasal eru ’NautHus þjálfunar- og endurhæfingar tæki, sem eru viðurkennd fyrir þjálfunarárangur. Einkaleyfisbundin hönnun Nautilus tryggir að þeir vöðva- hópar sem þjálfa á hverju sinni, eru undir hámarksálagi allan tímann.' 6) Blandaðir tímar, leik- fimi (30 mín), tækjasalur (30 mín). Kennari: Ólafur Gíslason. Mánaðarkort kr. 2.320,- pr mann. (Ódýrara fyrir hjón og sambýlisfólk). 7) Skíðaæfingar í leik- fimisal. Kennari: Ólafur Gíslason. Mánaðarkort kr. 2.320,- 8) Leikfimi fyrir eldri bæjarbúa. Kennari: Lovísa Einarsdóttir. Mánaðarkort kr. 1.500,- 9) Létt morgunleikfimi fyr- ir konur. Kennari: Lovísa Einarsdóttir. Mánaðar- kortkr. 2.320,- Við byrjum 1. febrúar :30 x} Kl 17:30 Kennarar: Elín Birna Guðmundsdóttir og Kristín Gísladóttir. Mánaðarkort kr. 2.320,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.