Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Saknað síðan á sunnudag ENN er leitað eldri konu frá Seltjarnarnesi, sem ekki hefur spurst til síðan á sunnudag. Lög- reglan beinir þeim tilmælum til íbúa á Seltjarnarnesi og í ná- grenni að líta eftir konunni í nágrenni húsa sinna. Konan, Guðríður Kristinsdóttir, er 81 árs gömul, um 160 cm á hæð, grönn, létt á fæti og kvik í hreyfíngum. Að öllum líkindum er hún klædd í grænleita kápu og með hatt. Hún býr að Ráðagerði á Selt- jamamesi og er síðast vitað um hana heima síðdegis á sunnudag. Guðriður Kristinsdóttir Þorskverð er lágt erlendis VERÐ á ferskum fiski i Bret- landi er enn lágt. Verð í Þýzka- landi hefur einnig lækkað fá upphafi vikunnar. Skýringin er fyrst og fremst mikið fiskfram- boð af frönskum togurum vegna verkfalla í Frakklandi. Snorri Sturlusön RE seldi í gær 142,5 lestir, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 8,3 milljónir króna, meðalverð 58,57. Guðmund- ur Kristinn SU seldi sama dag 62 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heild- arverð var 4,1 milljón króna, meðalverð 66,62. Meðalverð fyrir þorek var 65,43 og ýsu 89,59. Á miðvikudag vom seldar í Bret- landi 366 lestir af gámafíski héðan. Heildarverð var 22,4 milljónir króna, meðalverð 61,15. Meðalverð fyrir þorsk var 57,73, 71,08 fyrir ýsu og 67,44 fyrir kola. Væntanlegra verktaka ratsjárstöðva: Fulltrúar frá 60 stórfyr- irtækjum á ráðstefnu KYNNINGARRÁÐSTEFNA fyr- ir væntanlega verktaka að byggingu ratsjárstöðva verður haldin á Hótel Loftleiðum í næstu viku. Ráðstefnuna munu sitja um 100 manns, 60 fulltrúar erlendra stórfyrirtækja sem áhuga hafa á verkefninu og 42 íslenskir full- trúar fyrirtælqa í rafiðnaði, hugbúnaði og verkfræði sem sýnt hafa áhuga á að gerast und- irverktakar. Að ósk Varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins verður ráðstefnan lokuð fjöl- miðlum. Að sögn Amþórs Þórðarssonar í tæknideild Félags íslenskra iðnrek- enda, fá einungis sérstaklega valin fyrirtæki að senda fulltrúa sína á ráðstefnuna. Hún er haldin til kynn- ingar fyrir erlendu aðilana áður en til útboðs kemur, en þeir ætla allir að bjóða í verkið. Er hér um útboð á tækjabúnaði og fjarskipatkerfí stöðavanna að ræða. íslensku fyrir- tækin 20, sem sitja ráðstefnuna, era á sviði hugbúnaðar og kerfís- verkfræði annars vegar og hins vegar hönnunar, rafeinda og raf- verktaka starfsemi. Erlendu fyrirtækin era 30, þar á meðal Lockheed, Boeing, Hughes, Tomson, Brithish Aerospace, Marc- oni Plessey og Harris. Farið verður með erlendu þátttakendurna í skoð- unarferð í Svartsengi og til Pósts- og síma auk þess sem íslensk iðn- fyrirtæki verða kynnt. „Það er gert til að sýna fram á að við eram sjálf- bjarga og að íslendingar geta meira en margur heldur,“ sagði Amþór. Húsnæðisstofnun ríksins: •• Ollum umsækjend- um send tilkynn- ing um lánsrétt VEÐURHORFUR í DAG, 29.01.88 YFIRLIT í gær: Um 900 km suð-vestur af landinu er víðáttumikil 954 mb djúp lægð sem hreyfist lítiö en lægðarmiðja er að mynd- ast vestur af íslandi. Yfir Norður-Grænlandi er 1018 mb hæð. Hiti verður víðast á bilinu 0—4 stig. SPÁ: Austanátt, víða hvöss, við suðurströndina en heldur haggari annars staðar. Él með suður- og austurströndinni en þurrt annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Austlæg átt og sæmi- lega hlýtt. Þurrt um norðvestanvert landið en annars skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 4 stig. TÁKN: ■D s, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- •J 0 Hftastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * Él V Léttskýjað / / / / / / 7 Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * •> Súld Skýjað / * / * Slydda OO Mistur / * / ■* # * —í* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hhl veður Akureyrl +1 hátfakýjað Reykjavfk 1 Bargen 1 háKakýjað Helslnkl +7 láttakýjað Jan Mayen -:-3 ekýjað Kaupmannah. y* hkýjað Narasaraauaq <*c skýjað Nuuk lóttakýjað Oaló 1 anjókom Stokkhólmur +2 komsnjór Þórahöfn +£ anjóél Algarve 16 léttakýjað Amaterdam 7 rlgnlng Aþena 18 léttskýjað Barcelona 16 miatur Bertfn 4 alskýjað Chicago :-10 helðskfrt Feneyfar vantar Frankfurt S rfgnlng GIiiqow 4 skýjað Hamborg 3 rignlng Laa Palmas 18 skýjað London e alskýjað LoaAngeles « alskýjað Lúxemborg (i 8Úld Madrfd u núld Malaga 15 rlskýjað Mallorca 1 ö ckýjað Montreal rkýjað NewYork <1 iáttskýjað Parfa ?1 .kýjað Róm 16 akýjað Vín e frokumóða Waahlngton +7 jkýjað Wlnnlpeg alakýjað Valencia 1 “tskýjað Áskilur sér rétt til að falla frá skuld- bindingum kaupi lífeyrissjóðir ekki skuldabréf HÚSNÆÐISSTOFNUN rikisins sendi út tilkynningar í byrjun þessarar viku til þeirra sem sent hafa stofnuninni lánshæfar um- sóknir um húsnæðislán. Þar kemur fram að umsókn viðkom- andi sé í lagi og búast megi við afgreiðslu á láninu að því til- skyldu að skuldabréfakaup lifeyrissjóðs hans gangi eðlilega fyrir sig. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir næstu helgi yrði hafíst handa við útgáfu lánsloforða þar sem kveðið er á um að viðkom- andi sé veitt lán, upphæð þess og hvenær það kemur til greiðslu. Hann sagði að samkvæmt hús- næðislögunum bæri að gefa út slíkar tilkynningar eigi síðar en 12 mánuðum áður en lánið á að koma til greiðslu. Fyrst í stað verða umsóknir þeirra sem sóttu um húsnæðislán um miðjan mars í fyrra teknar fyr- ir og átti Sigurður von á að lánslof- orð þeirra verði stíluð til greiðslu í janúar eða febrúar 1989. Allir sem sent hafa inn lánshæfar umsóknir fá tilkynningar um láns- rétt, en með þeim fyrirvara að lán er aðeins veitt ef lífeyrissjóður við- komandi einstaklings stendur sig og bregst ekki í skuldabréfakaup- im. „Ef lífeyrissjóður bregst í skulda- bréfakaupum áskiljum við okkur rétt til þess að falla frá skuldbind- ingum," sagði Sigurður. „Lífeyris- sjóðimir hafa gert samninga við okkur og við viljum að þeir standi við sinn hlut. Ef einhver þeirra hleypur út undan sér kemur það því miður niður á félagsmönnum þeirra," sagði hann. Um.það bil 60% fjármagns sem notað er til húsnæðislána kemur frá lífeyrissjóðum, en 40% frá Hús- næðisstofnun og úr ríkissjóði. Kópavogur: Hugað að nýjum kirkjugarði KIRKJUGARÐAR Reykjavíkur hafa óskað eftir landi undir kirkjugarð f Kópavogi, sem taka mun við af kirkjugarðinum í Gufunesi innan næstu tíu ára. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar bæjarstjóra, hefur bæjarráð samþykkt að veita land undir kirkjugarð í landi Fífuhvamms og er gert ráð fyrir honum í aðalskipu- lagi bæjarins. „Upphaflega var gert ráð fyrir garðinum við Selhrygg næst Seljahverfí í Breiðholti en nú er verið að tala um að hann verði jafnvel neðar, í Leirdal," sagði Kristján. Reiknað er með að garður- inn verði um 15 til 20 hektarar að stærð. Margrét Jónsdóttir látin Margrét Jónsdóttir, ekkja Þór- bergs Þórðarsonar, lézt að morgni 28. janúar, að Droplaug- arstöðum f Reykjavík. Hún var á 89. aldursári, fædd 3.9. 1899 í Innri-Njarðvík. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónsson, kennari og kona hans, Þorbjörg Ásbjamar- dóttir. Ung fór Margrét í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófí, en hélt síðan til Danmerkur og lærði þar til hannyrða. Að námi loknu vann hún nokkur ár við kjóla- saum í Kaupmannahöfn, en hélt síðan heim aftur. Margrét Jónsdóttir giftist Þór- bergi nokkra síðar og setti mikinn svip á líf meistarans þaðan í frá, eða unz hann lézt 12. nóvember 1974. Þeim varð ekki bama auðið, en Margrét hafði eignazt tvö böm áður en leiðir þeirra Þórbergs lágu saman. Þau lifa móður sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.