Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.01.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 Saknað síðan á sunnudag ENN er leitað eldri konu frá Seltjarnarnesi, sem ekki hefur spurst til síðan á sunnudag. Lög- reglan beinir þeim tilmælum til íbúa á Seltjarnarnesi og í ná- grenni að líta eftir konunni í nágrenni húsa sinna. Konan, Guðríður Kristinsdóttir, er 81 árs gömul, um 160 cm á hæð, grönn, létt á fæti og kvik í hreyfíngum. Að öllum líkindum er hún klædd í grænleita kápu og með hatt. Hún býr að Ráðagerði á Selt- jamamesi og er síðast vitað um hana heima síðdegis á sunnudag. Guðriður Kristinsdóttir Þorskverð er lágt erlendis VERÐ á ferskum fiski i Bret- landi er enn lágt. Verð í Þýzka- landi hefur einnig lækkað fá upphafi vikunnar. Skýringin er fyrst og fremst mikið fiskfram- boð af frönskum togurum vegna verkfalla í Frakklandi. Snorri Sturlusön RE seldi í gær 142,5 lestir, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 8,3 milljónir króna, meðalverð 58,57. Guðmund- ur Kristinn SU seldi sama dag 62 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heild- arverð var 4,1 milljón króna, meðalverð 66,62. Meðalverð fyrir þorek var 65,43 og ýsu 89,59. Á miðvikudag vom seldar í Bret- landi 366 lestir af gámafíski héðan. Heildarverð var 22,4 milljónir króna, meðalverð 61,15. Meðalverð fyrir þorsk var 57,73, 71,08 fyrir ýsu og 67,44 fyrir kola. Væntanlegra verktaka ratsjárstöðva: Fulltrúar frá 60 stórfyr- irtækjum á ráðstefnu KYNNINGARRÁÐSTEFNA fyr- ir væntanlega verktaka að byggingu ratsjárstöðva verður haldin á Hótel Loftleiðum í næstu viku. Ráðstefnuna munu sitja um 100 manns, 60 fulltrúar erlendra stórfyrirtækja sem áhuga hafa á verkefninu og 42 íslenskir full- trúar fyrirtælqa í rafiðnaði, hugbúnaði og verkfræði sem sýnt hafa áhuga á að gerast und- irverktakar. Að ósk Varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins verður ráðstefnan lokuð fjöl- miðlum. Að sögn Amþórs Þórðarssonar í tæknideild Félags íslenskra iðnrek- enda, fá einungis sérstaklega valin fyrirtæki að senda fulltrúa sína á ráðstefnuna. Hún er haldin til kynn- ingar fyrir erlendu aðilana áður en til útboðs kemur, en þeir ætla allir að bjóða í verkið. Er hér um útboð á tækjabúnaði og fjarskipatkerfí stöðavanna að ræða. íslensku fyrir- tækin 20, sem sitja ráðstefnuna, era á sviði hugbúnaðar og kerfís- verkfræði annars vegar og hins vegar hönnunar, rafeinda og raf- verktaka starfsemi. Erlendu fyrirtækin era 30, þar á meðal Lockheed, Boeing, Hughes, Tomson, Brithish Aerospace, Marc- oni Plessey og Harris. Farið verður með erlendu þátttakendurna í skoð- unarferð í Svartsengi og til Pósts- og síma auk þess sem íslensk iðn- fyrirtæki verða kynnt. „Það er gert til að sýna fram á að við eram sjálf- bjarga og að íslendingar geta meira en margur heldur,“ sagði Amþór. Húsnæðisstofnun ríksins: •• Ollum umsækjend- um send tilkynn- ing um lánsrétt VEÐURHORFUR í DAG, 29.01.88 YFIRLIT í gær: Um 900 km suð-vestur af landinu er víðáttumikil 954 mb djúp lægð sem hreyfist lítiö en lægðarmiðja er að mynd- ast vestur af íslandi. Yfir Norður-Grænlandi er 1018 mb hæð. Hiti verður víðast á bilinu 0—4 stig. SPÁ: Austanátt, víða hvöss, við suðurströndina en heldur haggari annars staðar. Él með suður- og austurströndinni en þurrt annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Austlæg átt og sæmi- lega hlýtt. Þurrt um norðvestanvert landið en annars skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 4 stig. TÁKN: ■D s, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- •J 0 Hftastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * Él V Léttskýjað / / / / / / 7 Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * •> Súld Skýjað / * / * Slydda OO Mistur / * / ■* # * —í* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hhl veður Akureyrl +1 hátfakýjað Reykjavfk 1 Bargen 1 háKakýjað Helslnkl +7 láttakýjað Jan Mayen -:-3 ekýjað Kaupmannah. y* hkýjað Narasaraauaq <*c skýjað Nuuk lóttakýjað Oaló 1 anjókom Stokkhólmur +2 komsnjór Þórahöfn +£ anjóél Algarve 16 léttakýjað Amaterdam 7 rlgnlng Aþena 18 léttskýjað Barcelona 16 miatur Bertfn 4 alskýjað Chicago :-10 helðskfrt Feneyfar vantar Frankfurt S rfgnlng GIiiqow 4 skýjað Hamborg 3 rignlng Laa Palmas 18 skýjað London e alskýjað LoaAngeles « alskýjað Lúxemborg (i 8Úld Madrfd u núld Malaga 15 rlskýjað Mallorca 1 ö ckýjað Montreal rkýjað NewYork <1 iáttskýjað Parfa ?1 .kýjað Róm 16 akýjað Vín e frokumóða Waahlngton +7 jkýjað Wlnnlpeg alakýjað Valencia 1 “tskýjað Áskilur sér rétt til að falla frá skuld- bindingum kaupi lífeyrissjóðir ekki skuldabréf HÚSNÆÐISSTOFNUN rikisins sendi út tilkynningar í byrjun þessarar viku til þeirra sem sent hafa stofnuninni lánshæfar um- sóknir um húsnæðislán. Þar kemur fram að umsókn viðkom- andi sé í lagi og búast megi við afgreiðslu á láninu að því til- skyldu að skuldabréfakaup lifeyrissjóðs hans gangi eðlilega fyrir sig. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins sagði í samtali við Morgun- blaðið að eftir næstu helgi yrði hafíst handa við útgáfu lánsloforða þar sem kveðið er á um að viðkom- andi sé veitt lán, upphæð þess og hvenær það kemur til greiðslu. Hann sagði að samkvæmt hús- næðislögunum bæri að gefa út slíkar tilkynningar eigi síðar en 12 mánuðum áður en lánið á að koma til greiðslu. Fyrst í stað verða umsóknir þeirra sem sóttu um húsnæðislán um miðjan mars í fyrra teknar fyr- ir og átti Sigurður von á að lánslof- orð þeirra verði stíluð til greiðslu í janúar eða febrúar 1989. Allir sem sent hafa inn lánshæfar umsóknir fá tilkynningar um láns- rétt, en með þeim fyrirvara að lán er aðeins veitt ef lífeyrissjóður við- komandi einstaklings stendur sig og bregst ekki í skuldabréfakaup- im. „Ef lífeyrissjóður bregst í skulda- bréfakaupum áskiljum við okkur rétt til þess að falla frá skuldbind- ingum," sagði Sigurður. „Lífeyris- sjóðimir hafa gert samninga við okkur og við viljum að þeir standi við sinn hlut. Ef einhver þeirra hleypur út undan sér kemur það því miður niður á félagsmönnum þeirra," sagði hann. Um.það bil 60% fjármagns sem notað er til húsnæðislána kemur frá lífeyrissjóðum, en 40% frá Hús- næðisstofnun og úr ríkissjóði. Kópavogur: Hugað að nýjum kirkjugarði KIRKJUGARÐAR Reykjavíkur hafa óskað eftir landi undir kirkjugarð f Kópavogi, sem taka mun við af kirkjugarðinum í Gufunesi innan næstu tíu ára. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar bæjarstjóra, hefur bæjarráð samþykkt að veita land undir kirkjugarð í landi Fífuhvamms og er gert ráð fyrir honum í aðalskipu- lagi bæjarins. „Upphaflega var gert ráð fyrir garðinum við Selhrygg næst Seljahverfí í Breiðholti en nú er verið að tala um að hann verði jafnvel neðar, í Leirdal," sagði Kristján. Reiknað er með að garður- inn verði um 15 til 20 hektarar að stærð. Margrét Jónsdóttir látin Margrét Jónsdóttir, ekkja Þór- bergs Þórðarsonar, lézt að morgni 28. janúar, að Droplaug- arstöðum f Reykjavík. Hún var á 89. aldursári, fædd 3.9. 1899 í Innri-Njarðvík. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónsson, kennari og kona hans, Þorbjörg Ásbjamar- dóttir. Ung fór Margrét í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófí, en hélt síðan til Danmerkur og lærði þar til hannyrða. Að námi loknu vann hún nokkur ár við kjóla- saum í Kaupmannahöfn, en hélt síðan heim aftur. Margrét Jónsdóttir giftist Þór- bergi nokkra síðar og setti mikinn svip á líf meistarans þaðan í frá, eða unz hann lézt 12. nóvember 1974. Þeim varð ekki bama auðið, en Margrét hafði eignazt tvö böm áður en leiðir þeirra Þórbergs lágu saman. Þau lifa móður sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.