Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 23 Skæður bráðadauðafaraldur í A-Húnavatnssýslu: Þijátíu og sex kýr drápust í fyrra BlSnduósi. í Austur-Húnavatnssýslu urðu 36 kýr bráðadauðar á síðasta ári og er það 3% af nyólkurkúastofninum i sýslunni. Ábúendur í Sauða- nesi í Torfalækjarhreppi urðu hvað harðast fyrir barðinu á þessum sjúkdómi, misstu 9 kýr eða um þriðjung af mjólkurkúastofni sinum á siðastliðnu ári. Besta mjólkurkýrin í Sauðanesi varð svo bráðadauð um síðustu helgi. Þetta var fyrsta bráðadauðatil- fellið í Austur-Húnavatnssýslu á þessu ári. Að sögn Sigurðar H. Péturssonar héraðsdýralæknis í Austur-Húnavatnssýslu eru uppi efasemdir um að hér sé um gama- pest að ræða eins og greindist í kúm frá Kagaðarhóli síðastliðið vor og greint var frá hér í blaðinu. Sigurð- ur sagði að bólusetning hefði ekki haft nein áhrif á gang veikinnar hvort sem notuð em innlend eða erlend bóluefni. Sigurður H. Péturs- son sagði að kýmar dræpust of skyndilega til þess að um gama- pest geti verið að ræða. Taldi hann þetta vera líkara smiti en eitmn og benti í því sambandi á að kýr sem hefðu verið keyptar á þá bæi, þar sem bráðadauðatilfelli em skæðust, væm ekki eins viðkvæmar fyrir veikinni. Að sögn Sigurðar bendir það til þess að veikin sé þó nokk- um tíma að búa um sig í kúnum. Um gang rannsókna á þessum alvarlega búfjársjúkdómi sagði Sig- urður að ekkert hefði verið unnið síðan í sumar og í raun stæðu menn í sömu sporam eða jafnvel verr að vígi því greiningin á gamapestar- bakteríunni síðastliðið vor gaf mönnum vissar vonir um lausn vandans en sú kenning er óðum að bresta og því er fátt um svör við lausn þessarar gátu. — Jón. Sig.. Morgunblaðið/Bjamj Gunnar B. Kvaran við nýjasta verkið á sýningunni, sjálfsmynd Jóns Oskars, málaða 1988. Kjarvalsstaðir: Sýning á sjálfsmynd- um íslenskra málara SÝNING á sjálfsmyndum eftir íslenska myndlistarmenn verður opnuð á Kjarvalsstöðum næst- komandi sunnudag, 31. janúar, kl. 14. Er þetta í fyrsta sinn sem sýning sem þessi er haldin hér- lendis og þó víðar væri leitað, að sögn Gunnars B. Kvaran list- fræðings en hann valdi myndir á sýninguna. Um 70 sjálfsmyndir verða sýndar og er sú elsta mynd Sigurðar Guðmundssonar frá um 1850. Nýjasta myndin er svo sjálfsmynd Jóns Óskars, máluð á þessu ári. Gunnar B. Kvaran sagði að áhersla væri lögð á að sýna hverja einstaka mynd, ekki samspil þeirra eins og á flestum sýningum. Því yrði reynt að haga lýsingu í sam- ræmi við það. Yrði salurinn myrkvaður og hver mynd lýst sérs- taklega. Mest er um olíumálverk á sýning- unni en einnig má nefna vatnslita- myndir, blýants- og krítarteikning- ar og ljósmyndir. Gunnar sagðist ekki hafa sett myndir af gjöming- um á sýninguna þar sem gjöminga- listamaðurinn væri oft stoð í sínum verkum en ekki aðalatriði þeirra. Meðal þeirra sem verk em eftir á sýningunni má nefna Jóhannes S. Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Alfreð Flóka, Þórarin B. Þorláks- son, Gunnar Öm, Rúrí, Júlíönu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson, en hann mun vera eini íslenski mynd- listarmaðurinn sem hefur gert sjálfsmynd af sér sem málara. Sýningin stendurtil 14. febrúar. Skelveiðin er hafin StykkÍBhólmi. VERTÍÐ er nú hafin eftir ára- mótin. Þrir bátar eru nú á linuveiðum og svo eru skelveið- arnar hafnar. Fiskvinnslustöðv- arnar hafa því nokkuð umleikis og allt kemur þetta atvinnulífinu á hreyfingu. Fimm manns vinna við beitingu á hverjum bát og miklu fleiri að aðgerð aflans. Þá er undirbúningur í fullum gangi að netaveiðum sem nú em skammt framundan og fólk í önn við að ganga frá netum. Einn bátur hefir bæst við flotann hér eins og áður hefur verið sagt frá, Kópur frá Stokkseyri, sem nú hefir verið skírður upp og heitir nú Ársæll SH 88, en Ársæll sem fyrir var hér með sama númeri var seldur til Flateyrar og að tonnatali er hér um aukningu að ræða. Aftur á móti hefir m.b. Hrímnir verið seldur héð- an úr bænum til Hólmavíkur. — Árni Engin hækkun heiltár - Já, því ekki að segja frá því þegar allt verðlagskerfí landsins riðlast, að í verslun okkar hafa húsgögn ekki hækkað - í það heila tekið - síðan í febrúar í fyrra. Síðan 1964 - þegar við byrjuðum að versla - hefur aldrei verið hagstæðara að kaupa húsgögn en nú. Yinningur í verslun okkar eru öll húsgögn verðlögð á nettóverði - svo- nefndu staðgreiðsluverði, sem að sjálfsögðu verður til þess að þeir, sem kaupa með afborgunum hjá okkur, skaðast ekki um staðgreiðsluafslátt, sem víða er 5-10% af útsöluverði - og aug- ljóslega hrein viðbót við vexti. Peningar Greiðslukortin frá Visa og Euro eru peningar í verslun okkar - eins og hverjir aðrir peningaseðlar - hvort heldur sem fullnað- argreiðsla eða útborgun á kaupsamninga. Greiðslukortin eru peningar okkar tíma - svo einfalt er það. Auðvelt Við bjóðum upp á léttar greiðsluraðir - í allt að 12 mánuði - á afborgunarsamningum, sem greiða má af í hvaða banka sem er - og samninga, sem kortafyrirtækin Euro og Visa gefa út og annast innheimtu á, þér að fyrirhafnarlausu. Eurokredit og Visa vildarkjör. Öryggi Dagsett sölunóta er ábyrgðarskírteini þitt, því við bjóðum 2ja ára ábyrgð á gæðum efnis og vinnu húsgagnanna. Úrval Öll viljum við. eiga falleg heimili og það er gaman að versla þar sem úrval er mikið - ef við gefum okkur til þess góðan tíma. Berum saman hinar ýmsu gerðir og liti, mælum og met- um gæðin og gerum verðsamanburð. / Húsgagnahöllinni er mesta og fjölbreyttasta úrval húsgagna á íslandi - um það efast enginn sem lítur til okkar. n húsgagna»liöllin M0BLER REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.