Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
Bókavarðatal
Békmenntir
Sigurjón Björnsson
Bókavarðatal hefur ekki komið út
áður og þar sem orðið er allangt síðan
farið var að efna til bókasafna hér-
lendis, þar sem bækur voru leigðar
eða lánaðar almenningi, — og fólk
þurfti til að annast vðrslu og útlán,
— þarf ærið marga einstaklinga sam-
an að tína í safn sem þetta. Þegar
þess er og gætt að bókasöfn voru
flest mjög lítil (t.a.m. söfti lestrarfé-
laga i sveitum) og varsla lítt eða
ekki launað aukastarf, stundum um
skamman tíma, er líkiegt að erfitt
sé að kollheimta bókaverði. En þetta
er aðeins fyrsta smölun. í seinni leit-
um koma vonandi eftirlegukindur.
f formála ritsins og orðum útgef-
anda að honum loknum kemur í ljós
að útgáfa þessa rits hefur af ein-
hveijum ástæðum tafist i nokkur ár.
Er að sjá sem ritið hafi verið samið
á árinu 1982 og handriti skilað 1983.
Sú Qölgun sem orðið hefur í bóka-
varðastétt og stétt bókasafnsfræð-
inga á seinustu fimm árum, — og
hún er án efa talsverð — kemur þvi
ekki fram hér.
Eins og við er að búast fer hér að
sjálfsögðu mikið fyrir fólki frá eldri
tímum, löngu látnu. Er margt af þvi
sýnu kunnara af öðrum störfum
sinum en vörslu bóka. En það er ein-
sog við mátti búast, enda tekur
höfundur það fram í formála að rit
þetta sé ekki stéttatal í líkingu við
lögfræðinga- eða guðfræðingatal.
í starfs- eða æviskrám er greindur
fæðingardagur, ár og fæðingarstaður
viðkomanda. Foreldrar eru tilgreindir
með sama hætti. Greint er frá mennt-
un og starfsferli. Maki, ásamt gifting-
ardegi og ári og fæðingardegi og
ári, fæðingarstað og starfi. Foreldrar
maka eru tilgreindir með sama hætti
og áður. Hverri skrá lýkur með rita-
skrá viðkomanda, þar sem það á við.
Sú skrá virðist mér þó vera mjög
misítarleg. Mynd fylgir flestum
skránum. Að sjálfsögðu vantar mynd-
ir af mörgum hinna elstu. Og raunar
vantar fleiri myndir en ætla skyldi
af þeim sem yngri eru.
Skrámar fylgja í flestu gróinni
hefð. Galli þykir mér þó að ekki skuli
getið dánardags og árs viðkomanda
og maka hans, þegar fólk er látið.
Þær upplýsingar finnst mér eiga að
vera ef á annað borð eru tilgreindir
áfangar í ævi manns, s.s. fæðing,
hjúskapur, starfsáfangar og fl.
Skyldleikatengsl eru hérengin rak-
in eins og stundum tíðkast í „tölum"
sem þessum. Oft er þar vissulega of
langt gengið. En eðlilegt held ég að
hljóti að teljast að greina frá því ef
foreldri, systkini, maki, systkini maka
eða foreldri maka eiga einnig skrá f
bókinni.
Eins og að líkum lætur skarast
þetta tal talsvert við ýmis önnur töl,
einkum þó hið mikla Kennaratal.
Guðrún Karlsdóttir
Annars gegnir furðu hversu marg-
háttuðum störfum bókaverðir hafa
gegnt og fróðlegt að sjá hversu víða
þeir koma við í þjóðfélaginu. En það
er þó ekki annað en við má búast
með þjóð þar sem einstaklingamir
hafa mörgu þurft að sinna, einkum
hinir hæflleikameiri, — og þjóðin
löngum bókhneigð að sögn.
Varla lfða mörg ár áður en nýtt
og mun stærra bókavarðatal sér
dagsins ljós. Verður sá róður miklum
mun léttari. En í þeirri útgáfu kysi
ég að sjá ágrip af sögu lestrarfélaga
og bókasafna. Talsvert er til af sögu
einstakra félaga og saftia, t.am. f
héraðssöguritum, en heildaiyfirlit hef
ég ekki séð. Slíkt ágrip á hér heima
og ætti vitaskuld að vera verk bóka-
varðar eða bókasafnsfræðings.
Rit þetta er snyrtilegt útlits og vel
frá því gengið í alla staði.
spurt og svarad
I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI
Staðgreiðslu-
kerfi skatta
HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa
beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðslukerfi skatta
og svör starfsmanna embættis ríkisskattstjóra við þeim.
Húsaleigutekjur
Guðrún Thorarensen spyr: Eiga
húsaleigutekjur að gefast upp mán-
aðarlega eða samkvæmt framtali
eftir árið?
Svar: Tekjur af útleigu húsnæðis
eru utan staðgreiðslu og ber að
telja fram á skattframtali eftir að
tekjuári lýkur.
Eftirágreidd desemberlaun
Siguijón Þórarinsson spyr: Er
leyfilegt að taka staðgreiðsluskatt
af síðustu viku desembermánaðar
1987 þó hún sé greidd á þessu ári?
Svar: Hér er nauðsynlegt að hafa
í huga þann uppgjörshátt sem á
hefur verið hafður undanfarin ár.
Fram hefur komið að óheimilt er
að breyta uppgjöri milli ára vegna
gildistöku staðgreiðslu þannig að
hafi til að mynda desembergreiðsla
1986 að einhveiju leyti verið talin
til tekna 1987 hjá fyrirspyijanda
þá ber að hafa sama hátt á upp-
gjöri vegna desemberlauna 1987.
Að öðru leyti eiga við ákvæði 60.
gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt
og eignarskatt hvað varðar mörk
tekna milli almanaksára.
Húsnæðisbætur
Halldóra Jónsdóttir spyr: Ég
keypti 50% í íbúð 1987 sem ég eign-
aðist að hálfu við skilnað 1983. Fæ
ég húsnæðisbætur?
Svar: Ekki koma fram nægilega
miklar upplýsingar í spumingu fyT-
irspyijanda þannig að unnt sé að
svara afdráttarlaust hvort viðkom-
andi eigi rétt á húsnæðisbótum eða
ekki. Hins vegar eru almennar regl-
ur þær sem gilda um húsnæðis-
bætur að maður sem kaupir, byggir
eða eignast á annan hátt í fyrsta
sinn (búðarhúsnæði til eigin nota á
rétt á sérstökum bótum, húsnæðis-
bótum. Réttur þessi stofnast aðeins
einu sinni fyrir hvem framteljanda.
Rétturinn stofnast á því ári sem
bygging húsnæðis er hafln eða
keypt og varir í sex ár frá og með
því ári. Sá sem skattlagður er skv.
63. gr. laga nr. 75/1981 um tekju-
skatt og eignarskatt (hjón og
Brlds
Amór Ragnarsson
Bridsdeild Barð-
strendingafélagsins
Átta umferðum er lokið í aðal-
sveitakeppni félagsins og er staða
efstu sveita þessi:
Ragnar Þorsteinsson 178
Pétur Sigurðsson 159
Valdimar Sigurðsson 152
Ágústa Jónsdóttir 131
Anton Sigurðsson 128
Spilað er á hveijum mánudegi í
Ármúla 40.
Bridsfélag’
Hafnarfjarðar
Sl. mánudag, 25.01., var spiluð
þrettánda og síðasta umferðin í
sveitakeppni félagsins og urðu úr-
slit eftirfarandi:
Sveit Valgarðs Blöndal 253
Sveit ólafs Gíslasonar 246
Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 231
Sveit Sigurðar Steingrímssonar 230
Sveit Kristófers Magnússonar 225
Sveit ólafs Torfasonar 208
Sveit Þorsteins Þorsteinssonar 201
Sveit Þórarins Sófussonar 193
Sveit Ingvars Ingvarssonar 191
Sveit Jóns Gíslasonar 181
Sigursveitina skipa: Hrólfur
Hjaltason, Kristján Blöndal, Einar
Jónsson, Stefán Pálsson auk fyrir-
liðans, Valgarðs Blöndal.
Nk. mánudag 1. feb. hefst tölvu-
gefinn barómeter-tvímenningur og
em þeir sem hug hafa á að taka
þátt í honum vinsamlegast beðnir
um að tilkynna þátttöku hjá Ein-
ari, s. 52941, Ingvari, s. 50189 eða
Kristjáni, s. 50275.
Bridsfélag Suðurnesja
Gísli Torfason og Birkir Jónsson
sigmðu í meistaramóti félagsins
sem lauk sl. mánudagskvöld.
Keppnin var mjög jöfn og spenn-
andi og gátu t.d. 6 efstu pörin unnið
mótið þegar einni umferð var ólok-
ið. 18 pör tóku þátt í keppninni sem
var Barometer-tvímenningur.
Eftirtalin pör fengu yfír meðal-
skon
Gísli Torfason —
Birkir Jónsson 72
Gísli ísleifsson —
Kjartan Ólafsson 66
Jóhannes Ellertsson —
Eiríkur Ellertsson 56
Heiðar Agnarsson -
Hafstejnn Ögmundsson 45
Ragnar Öm Jónsson -
Eysteinn Eyjólfsson 35
Sigurhans Sigurhánsson —
Amór Ragnarsson 33
Heimir Hjartarson —
Pétur Júlíusson 9
Næsta mánudag hefst meistara-
mót félagsins í sveitakeppni. Spilað
er í Golfskálanum í Leimnni og
hefst spilamennska einhvem tfma
á nfunda tímanum.