Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 47 Minning: Hansborg V. Jóns- dóttirfrá Einarslóni ÖUum þeim sem við kynnumst á lífsleiðinni erum við á vissan hátt skuldbundin. Mér fínnst ég vera skuldbundin þeirri konu sem ég minnist hér með nokkrum orðum, þegar hún hefur skilið við, tæplega níræð að aldri. Kynni okkar hófust fyrir tæpum fjórum áratugum er ég var að hefja kennaraferil minn. Hin látna kona hafði fyrir löngu tekið lóforð af mér, að ég ritaði eftirmæli eftir hana við leiðarlok þessarar jarðvistar. Skal nú rakinn æviferill hennar í stórum dráttum. Hansborg var hún skírð og hún fæddist hinn 29. nóvember árið 1898 í Einarslóni á Snæfellsnesi. Voru foreldrar hennar hjónin Jón Ólafsson og Ásgerður Vigfúsdóttir frá Amarstapa. Bjuggu þau í Ein- arslóni frá árinu 1885 til 1942. Auk Hansborgar fæddust þeim hjónum eftirtalin böm: Kristján, bjó í Ein- arslóni og á Kirkjubóli í Staðarsveit svo og víðar; Kristófer, dáinn 1985, 83 ára, bóndi í Staðarsveit um skeið, síðast í Reykjavík; Friðrik og Ólafur, dmkknuðu ungir, Kristó- lína dó ung. Ung að ámm giftist Hansborg ungum manni, Annel Helgasjmi að nafni. Settu þau fyrst saman bú í Einarslóni, í Torfabúð. Árið 1930 fluttust þau að Helludal í Beravík, en árið 1942 fluttust þau út á Sand (Hellissand). Sama árið lést Ás- gerður, kona Jóns. Fluttist hann þá með dóttur sinni og tengdasyni að bænum Gmnd, en það hét hús þeirra á Sandi. Oft bar mig þar að garði á þeim rúmlega tveimur ámm, sem ég dvaldi á Hellissandi Fæddur 19. mars 1898 Dáinn 28. desember 1987 Snyrtimennið sitjandi við skrif- borðið sitt þar sem allt er í röð og reglu, bækur í skinnbandi með gylltum nöfnum og röndum, óað- finnanlega raðað í háum vegghillum á þrjá vegu. Dauf birta lýsir upp stofuna en skrifborðslampi gerir nettri hendi fært að stýra lindar- penna í þaulæfðum sveigum leik- andi létt yfír mjallhvíta örk. Þessi mynd kemur í huga mér nú-er ég hugsa til baka. Sem bam dvaldi ég fyrst á heimili Óla og Ástu í Reykjavík, sveitastrákur frá Borgamesi í höfuðstaðaferð. Móðurbróðir minn, hann Óli Matt., er nýlátinn og var jarðsung- inn 5. þ.m. frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Vinskapur okkar Óla hélst alla tíð og árlega áttum við dagstund saman á heimili móður minnar en þau vom sérlega samtýnd, allt frá bemsku. Greiðvikni Ólafs var með þeim hætti ,að seint gleymist. Allt gert með glæsibrag. Höfðingi vestan frá Haukadal í Dýrafírði að sinna kalli samviskunnar. Systkini mín og vin- ir em hluti af sjálfum mér, sagði hann eitt sinn. Glaðværðin var óla í blóð borin og á góðra vina fundum var hann hrókur alls fagnaðar. Sögur, söngur og leikur lét honum vel, ekki sak- aði angan af góðum vindlum og gullnu grasi, á eðalvíni dreypt í hófí. Kímnin er rík í þessari ætt og margar sögulýsingar kiyddaðar eft- ir þörfum og tilefnum í það og það skiptið. Eftirfarandi lýsing segir sitt. Ólafur hefur orðið: (1950—52). Jón var þá enn á lífí, aldraður orðinn, en mjög em. Mjög var hann ljóðelskur og hagmæltur og átti þetta sinn þátt í því að við kynntumst einkar náið. Hansborg og þau hjón létu gamla manninum liða eins vel og hægt var. Að Gmnd var gott að koma — í öllum skiln- ingi. Hansborg var einstaklega hugþekk manneskja, alltaf nálæg. Segir það býsna mikið. Hún gaf svo mikið af sjálfri sér. Um Annel get ég sagt 'þetta: Honum kynntist ég miklu minna en Hansborgu. Hann var dulur maður, að mér fannst, en á engan hátt fráhrindandi. Böm eignuðust þau eftirtalin í hjóna- bandinu: Guðmund, er dó aðeins 18 ára, Ásgerði, Huldísi, Önnu og Svavar (f. 1939, er dó fyrir fáum ámm). Eitt bam þeirra dó kom- ungt, næstum nýfætt. Áður en Hansborg giftist eignaðist hún son- inn Guðjón Matthíasson, sem þjóðkunnur er af tónsmíðum sínum og hljóðfæraleik. Var hann henni góður sonur. Sonur Guðjóns, Sverr- ir söpgvari, var ömmu sinni mikill sólargeisli alla tíð. Skömmu eftir lát Annels manns síns (1983) fluttist Hansborg til Reykjavíkur. Leigði hún húsnæði á nokkram stöðum í bænum, því að' ekki hafði hún tök á að eignast eigið húsnæði. Siðustu sjö æviárin dvaldi hún á elliheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjó hún í herbergi með annarri konu. Heimsótti ég hana nokkmm sinnum þar. Jafnan bauð hún manni eitthvað að drekka, kaffi eða gosdrykk. Síðasta árið að kalla var Hansborg rúmliggjandi Þetta var um sumarið þegar hit- inn komst dag eftir dag í 18 °. Ég var á heimleið, bjó hjá dóttur minni, tengdasyni og tveim bömum þeirra. Leið mfn iá um Miklatorg, þar var lítill sölutum og hugðist ég kaupa munngæti handa litlu krflunum „hans afa“, hádagur var, ekki ský á himni, birtan því mikil. Sólgler- augun gleymdust heima svo ég keypti mér ódýr gleraugu. Annars var sjónin farin að dofna um þetta leyti, ég sá allt í móðu, en áfram skálmaði ég sem leið lá norður Rauðarárstíg með sælgætið í vasan- um og gleraugun nýju á nefinu, með samanbrotinn frakkann á arm- inum og hattinn í hendinni. Sólar- geislamir og þýð hafgolan gældu við silfrað hárið og grænt laufíð í tijágörðum húsanna. Teinréttur sprangaði ég, sveiflaði montprikinu og raulaði fyrir munni mér „Nú er sumar gleðjumst gumar". Margir, bæði ungir sem aldnir urðu á leið minni og heilsaði ég óspart á báða bóga en mótkveðjur vom hálf snubbóttar, sumir meira að segja hlógu, hló ég bara á móti og fuglamir í trjánum tóku undir. Sólskinið léttir allra lund. Það var dásamlegt að lifa og raulandi hélt ég göngunni áfram. Að Hlemmtorgi kom ég í tæka tíð og steig upp í Vogavagninn en varð aðstanda upp á endann. Fljótt veitti ég því athygli að nærstaddir far- þegar stungu saman nefjum hvísl- uðust á og nokkrir flissuðu. Ég fór að skima eftir tilefninu en sá ekkert. Á homi Skeiðarvogs og Lang- holtsvegar er verslun, þar yfírgaf ég vagninn, fannst vissara að ná mér í neftóbaksdós fyrir kvöldið. Háttalag afgreiðslustúlkunnar fannst mér all kyndugt. Hlæjandi þama. Gott var, að Hansborg skyldi fá þama skjól í lokin, hún sem hafði um áraþil hrakist frá einum stað til annars sem leigjandi. Af framansögðu mætti draga þá ályktun, að Hansborg hafí verið mikið kuldastrá á efri ámm. Það var hún raunar ekki, vegna þess hve böm hennar vom henni nota- leg. Fyrir það var hún afar þakklát. Hansborg var myndarleg kona í sjón, meðalhá eða vel það. Hún var dökkhærð og með mikið hár. Augu hennar vom greindarleg. Málfar hennar var skýrt, þess vegna var gott að skilja það sem hún sagði. Mér fannst hún vel gefín, fróðleiks- fús og ljóðelsk. Henni hefði ekki orðið skotaskuld úr því að ganga menntaveginn, ef byðist henni. En á hennar ungu ámm var nú ekki verið að hugs um slíkt, þegar al- múgaböm áttu í hlut. Hansborg er þriðja manneskjan frá Einarslóni sem ég skrifa eftir við leiðarlok þeirra. Um föður Hans- borgar, Jón, skrifaði ég þátt, sem gaf hún mér til baka, takandi bak- föll, og skellandi sér á lær slagaði hún frá borðinu. Ég reiddist þessari framkomu og hafði orð á því er ég hraðaði mér út úr búðinni. Smám saman á göngunni yfír holtið rann mér reiðin, fór að gmna margt, nam staðar og þuklaði mig hátt sem lágt en fann ekkert at- hugavert, fyrr en ég tókaf mér gleraugun til að þurrka af þeim kið. Þar var hlátursefnið að fínna. öðm glerinu var vömmerkið, á hinu verðmiðinn. Það dillaði í mér hláturinn er ég í huganum fór yfír ferðasöguna alla. Óafvitandi hafði hálf blindur maður skemmt þorra Reykvíkinga svo um munaði. Ekki veitti af, þjóðin er þjökuð í villtum dansi kringum gull- kálfínn, og sljó af tilgangsleysinu. (Frásögn Ola lýkur.) Það er aðalsmerki góðra lista- manna að sjá það spaugilega í eigin fari og gera því skil. Á leiksviði getur komið sér vel að búa yfír ýmsum hæfíleikum, til að mynda söngrödd, réttri fram- sögn og leiktækni. Ólafur átti þetta allt í nokkmm mæli og var óspar, meðan heilsan leyfði, að miðla öðr- um af þekkingu sinni. Fáguð persóna, æðralaus ljúfl- ingur, hefur leikið sitt síðasta hlutverk í lifsleiknum. Vestfirðing- urinn sem var hetja til hinstu stundar uns tjaldið féll. Hassi upphaflega var fluttur í útvarpi, en birtist sfðar í bók þeirri, er ég sá um útgáfu á og út kom fyrir síðustu jól og nefnist Með mörgu fólki. Birti ég þar sýnishom af ljóðum Jóns, einkum sálma hans og trúarljóð. Eftir bróður Hansborgar, Kristófer, skrifaði ég við lát hans fyrir tveim- ur ámm. Leyfist mér að ljúka þessari minningargrein með tilvitnun í ljóð eftir Jón Ölafsson frá Einarslóni, er hann orti á banabeði, og síra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, sóknarprestur hans, skrifaði eftir honum. Vafalaust hefði Hansborg, dóttir hans, getað tekið sér þessi orð í munn að leiðarlokum: Hér ligg ég í dúradvala. Drottinn minn, ég kalla á þig. Leið mina önd til sælusala, sonur Guðs, 6, bænheyr mig. Guð blessi minningu Hansborgar Jónsdóttur. Ástvinum hennar vott- ast samúð. Auðunn Bragi Sveinsson 19. janúar andaðist á Hrafnistu mágkona mín Hansborg Jónsdóttir frá Einarslóni. Ég þakka henni alla þá ástúð og blíðu er hún sýndi mér, þegar Kristján bróðir hennar og unnusti minn kom með mig. Ég var þá nýkomin af sjúkrahúsi eftir uppskurð. Hún tók á móti mér eins og besta systir hefði gjört og ástúð hélst öll þau ár er við áttum sam- an, bæði í Einarslóni og eftir að hún var flutt í burtu. Nú á kveðju- stund þakka ég henni alla hennar tryggð í gegnum árin. Ég bið góðan guð að launa henni það og kveð hana með ástarþökk. „Hvíl þú rótt kæra vina mín Kristur hefur leitt þig heim til sín. Frá sorgum kvíða sjúkdóms þungri pín far sól guðs náðár eilíflega skin.“ (Jón Ólafsson. Ljóð og stökur.) Jóney Jónsdóttir Hún hét fullu nafni Hansborg Vigfúsína Jónsdóttir, dóttir hjón- anna Jóns Ólafssonar og Ásgerðar Vigfúsdóttur, sem allan sinn búskap bjuggu í Einarslóni á Snæfellsnesi. f mínu fyrsta minni kemur ávallt upp myndin af þessari góðu og hlýju frænku minni, gleðin og ánægjan sem alltaf ríkti á heimili hennar, hversu gott var að koma í litla bæinn til hennar og manns hennar Kveðjuorð: Annels Helgasonar. Þar ríkti svo mikil hlýja og gleði, enda vom það okkar bestu stundir, er við bróður- dætur hennar fengum að fara til Borgu frænku, eins og við kölluðum hana. Þau hjónin eignuðust sex böm, eitt misstu þau nýfætt, hin em Huldís, hennar maður var Þorsteinn Þorsteinsson, húsasmíðameistari (látinn). Ásgerður, hennar maður var Siguijón Marísson (látinn). Anna, hennar maður er Þorkell Guðmundsson, sjómaður. Þá Svav- ar sem er látinn, hans kona Björk Lámsdóttir. Guðmundur er lést um tvítugt. Áður átti Hansborg einn son, Guðjón Matthíasson hljómlist- armann. Eins og sjá má þá var ekki allt dans á rósum, auk þess að búa við frekar kröpp kjör þá barði sorgin oft að dymm hennar, en alltaf stóð hún eins og klettur, með sama æðmleysið og blíða, fallega brosið. Hún fól allt í guðs hendi og var alin upp í mikilii og fagurri guðstrú eins og þau öll systkinin og við bamabömin fengum góðan skerf af. Hansborg annaðist foreldra sína í ellinni til síðustu stundar og naut mikillar hjálpar manns síns. Það var mikil snilld að sjá þá umönnun sem hún veitti þeim. Hún var söng- elsk og á hennar heimili var mikið sungið og kveðið. Hún ólst upp í því, þar sem faðir hennar var mjög gott skáld. Móðir hennar og þau systkinin öll vom alltaf sísyngj- andi. Ég kveð þessa góðu frænku mína með hjartans þökk fyrir allar ánægjustundimar og gleðina sem hún veitti mér og öðmm. Megi góður guð launa henni öll hennar góðverk og leiða hana í ríki sitt til að sameinast ástvinunum sem famir vom á undan. Ég veit að þessi vers sem faðir hennar og afí minn orti á síðustu dögum ævi sinnar hjá henni, þá 94 ára, hafa komið oft í huga hennar undir það síðasta. Hann leið á krossi kvöl og pin, keypti oss lausn með blóði sín. Lagði oss veg til lífsins inn, lof sé þér fyrir soninn þinn. Lof sé þér, guð, fyrir lífsins hag, lof sé þér fyrir nótt og dag, lof sé þér fyrir liðin ár, lof sé þér fyrir gleði og tár. (Jón Ólafsson. Ljóð og stökur.) Bróðurdóttir Hafdís Sigurmanns- dóttir Williams Fædd 26. mars 1931 Dáin ll.janúar 1988 Þann 11. janúar síðastliðinn and- aðist hér í Hamton, Virginiu, góð vinkona mín, Hafdis Sigurmanns- dóttir Williams, eftir stranga sjúkdómslegu, sem hún bar með fádæma þreki og dugnaði, sem ein- mitt einkenndi hana. Lífsgleði og bjartsýni, það var hennar mottó. Dísa var fædd á íslandi, dóttir hjónanna Sigurmanns Eiríkssonar stýrimanns sem lést árið 1940 og Steinunnar Jónsdóttur er lést árið 1984. Dísa fluttist til Banda- ríkjanna árið 1954 og átti hér góða daga með eftirlifandi manni sínum, Myral G. Williams, og fímm bömum þeirra hjóna. Hún hélt vel utanum þennan hóp sinn, þó alltaf ætti ís- land stóran hlut í henni. Hún átti þess kost að fara oft heim og dvaJdist í Hafnarfírði hjá systur sinni, Dúnu, og móður þeirra, meðan hún lifði. Það var alltaf mikil hátíð að fá Dísu f heimsókn. Stórt skarð er höggvið í íslenzka kvennahópinn hér f Virginiu, en konumar hittust með jöfnu millibili og gerðu sér glaðan dag. Það var einmitt Dfsa sem var hrókur alls fagnaðar á þessum gleðistundum okkar. Hún var dug- leg að afla frétta frá landinu okHar sem við allar söknum og höfum vakandi áhuga á. Nú þegar leiðir skiljast vil ég persónulega þakka Dísu fyrir alla hennar tryggð og hjálp við mig um leið og ég sendi heim innilegar sam- úðarkveðjur til systur hennar, Dúnu, og fjölskyldu hennar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) New port News, Virginia. Ninna G. Snead. Kveðjuorð: Olafur Haukur Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.