Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 25 SKÁKEINVÍGIN í Jóhann sigraði í æsispennandi skák _________Skýk__________ Karl Þorsteins c SPENNAN var ógnvænleg á skákstað í St. John í gærkvöldi er Jó- hann Hjartarson og Viktor Kortsjnoj tefldu fjórðu einvígisskák sína. Báðir keppendur lentu í gifurlegu tímahraki í mjög flókinni og vand- tefldri stöðu sem einungis endaði er skákstjórinn útskurðaði Kortsjnoj fallinn á tíma. Þá höfðu verið leiknir 35 leikir. Það var samdóma álit skáksér- fræðinga á einvígisstað í St. John að Kortsjnoj væri í baráttuskapi við upphaf einvígisskákarinnar í gær. Hann lék kóngsriddara sínum fram í fyrsta leik og byijunarleikimir féllu í farveg enska leiksins. „Broddgaltar“-afbrigðið svokallaða nánar tiltekið, sem þykir ákaflega traust vöm í höndum sérfræðinga. Jóhann hefur líka oft áður notast við þennan taflmáta með góðum árangri, en að sögn höfðu aðstoðar- menn hans notað nóttina fyrir skákina til að rannsaka Nimzo- indverska vöm sem Kortsjnoj beitti í annarri skákinni. Kortsjnoj hafði hins vegar lært sína lexíu eftir útreiðina í fyrstu einvígisskákinni og forðaðist nú eins og heitan eldinn alian heima- lærdóm Jóhanns. Hann bryddaði því upp á óvæntum biskupsleik í 9. leik, sem líkast til er árangur hugarstarfseminnar yfir skákborð- inu frekar en gaumgæfílegra rannsókna heima fyrir. í framhald- inu eyddi Kortsjnoj miklum tíma og þegar tuttugu leikir vom af- stáðnir átti hann einungis kortér aflögu fyrir næstu tuttugu leiki og staðan hnífjöfn. Þá fóm hlutimir að gerast með undrahraða. Jóhann lék ónákvæmt í tuttugasta leik og hleypti áskorandanum gamla í ógn- vænlega sókn. Kortsjnoj fómaði skiptamun í tímahrakinu til að ryðja leiðina að kóngi Jóhanns, en var svarað með hugvitsamlegri vöm, þegar vamarvígið virtist að falli komið. Lokamínútumar munu seint renna þeim úr minni sem viðstaddir vora og reyndist Jóhann vissulega vandanum vaxinn og hafði gjö- mnna stöðu þegar taflið var stöðv- að. Hvítt: Viktor Kortsjnoj Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - b6, 3. g3 - c5, 4. Bg2 - Bb7, 5. 0-0 - e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 - d6, 9. Be3 Óvæntur leikur. Venjulega er hér leikið 9. e4 til að auka yfírráða- svæði hvíta liðsaflans. Kortsjnoj hefur á hinn bóginn engan áhuga á að þræða þekktar slóðir. Hann óttast auðsjáanlega góðan undir- búning Jóhanns eftir útreiðina í fyrstu skákinni, og notar tækifærið til að komast út fyrir fræðibækum- ar. 9. - 0-0, 10. Hadl - Rbd7, 11. Rb5 - d5, 12. Bf4 - Bc5 Á meðal skákfræðinga í St. John vom skiptar skoðanir um þessa stöðu. Riddari hvíts á b5 stendur ógnandi, tilbúinn að gera usla í herbúðum svarts með stökki á d6. Jóhann fínnur ágæta lausn og leys- ir öll sín vandamál. 13. Dd3 — dxc4, 14. Dxc4 — a6, 15. Rc3 Riddarinn hörfar til baka því hann væri á glapstigum eftir 15. Rd6 - Bd5. 15. - b5, 16. Dd3 - Db6,17. Rg5 - Bxg2, 18. Kxg2 - Had8 Staðan er fyllilega jöfn, en Kortsjnoj hafði nú eytt dijúgum meiri tíma. Átti aðeins 35 mfnútur fyrir næstu 22 leiki, en Jóhann rúma klukkustund. A næsta leik notaði Kortsjnoj mestan hluta þess tíma sem aflögu var. 19. Rge4 - Be7,20. Df3 - Da5?! Jóhann var ósáttur við þennan leik eftir skákina, enda nær riddar- inn hvíti óhindrað fótfestu á d6- reitnum með hættulegum hótunum. Á hitt ber að líta að hefði Jóhann valið réttu leikina nú hefði hann vafalaust haldið jafntefli án erfí- leika, en sigur væri úr sögunni! Taflið verður gífurlega flókið nú og með einungis örfáar mínútur á klukkunni rejmist ekki mögulegt að finna alltaf bestu leikina. 21. Rd6 - Db4, 22. Hd2 Vert er enn á ný að huga að tíma- notkuninni þvf Kortsjnoj átti hér aðeins átta mínútur eftir fyrir tíma- mörkin við fertugasta leik, en Jóhann rúman háiftíma. Vissulega nokkuð sem máli skiptir við fram- hald skákarinnar! 22. - e5, 23. a3 - Db3, 24. Bg5 - Bxd6, 25. Hxd6 - Dxb2 Gífuriegar flækjur hafa nú sprot- tið upp, og á skákstað var spennan gífurleg þar sem enginn hafði vit á því hvað var að gerast, nema það að fallvísir á skákklukku Kortsjnojs var við það að falla, en Jóhann hafði aðeins meiri tíma. 26. Bxf6 - gxf6,27. Hxf6!? - e4! Opnar leið fyrir drottninguna í vömina. Eftir 26. — gxf6, 27. Re4 væri svartur í vemlegum erfíleik- um. 28. Rxe4 — gxf6, 29. Rxf6+ — Kg7, 30. Rd7!? Leikið samstundis, enda er ridd- arinn friðhelgur vegna drottningar- skákar á g4. 30. - Hfe8, 31. Hdl - Kh8!, 32. Df4 - Hxe2, 33. Hd4 - f5 Spennan er gífurleg og er ég sannfærður um að keppendur hafa einungis teflt af augum fram og vonað það besta. Sókn hvíts er vissulega hættuleg, en ef hún bregst stendur hann uppi með tapað tafl. Vissulega ekki auðveld aðstaða fyrir Kortsjnoj og með fallvísinn sdveg að falla. 34. Kh3 - He7, 35. Dd6? 4 Tímahrakspat! Nú getur Jóhann einfaldlega drepið riddarann, 35. — Hdxd7 og stendur þá uppi með hrók meira, en það skiptir engu máii, því Kortsjnoj féll á tíma um leið. Sannkaliaður glæsisigur hjá Jóhanni, óskabami íslensku þjóðar- innar! Hann tefldi skákina rétt eins og herforingi og enginn hefði stað- ið sig betur í tímahraksbamingnum. Morgunblaðið/Börkur Hrólfur Kjartansson, deíldarstjóri skólaþróunardeildar, og Birgi Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, með námsefnið um fíkni vamir. efnisins inn í það nám eða skóla- starf sem fyrir er. Tilraunakennarar em 10 og hafa þeir allir hlotið sér- staka þjálfun í kennslu námsefnisins á vegum Quest Intemational sem setur slíka kennsluþjálfun sem skil- yrði fyrir notkun efnisins. Hið nýja námsefni í fíknivömum er vemlega frábmgðið því efni sem áður hefur verið notað að inntaki, uppbyggingu og allri framsetningu. Er það f samræmi við þær miklu áherslubreytingar í fíknivömum sem orðið hafa að undanfömu. Horfið er frá einhliða fræðslu um efnin sjálf og skaðsemi þeirra. í stað þess er kastljósinu beint að einstaklingunum sjálfum og félagslegu og siðferðis- legu samhengi neyslu ávana- og fíkniefna. Auk bandaríska námsefnisins er á vegum menntamálaráðuneytisins unnið að útgáfu á sænsku efni um fíknivamir „Aktion mot droger", en það byggir á mjög svipuðum kennsluaðferðum og bandaríska ef- nið. Annar liður í fíknivömum á veg- um menntamálaráðuneytisins er kaup ráðuneytisins á sýningarrétti á myndinni „Ekki ég - kannski þú“. Myndin, sem var nýlega á dagskrá í sjónvarpinu, flallar um hættur fíkniefnaneyslu og verður hún sýnd í skólunum á næstunni. Þá má nefna að á vegum ráðu- neytisins er unnið að sérstöku tveggja ára átaki til að efla félags- starf nemenda f grunnskólum og hefur verið ráðinn sérstakur náms- stjóri í því skyni. Starfandi er samráðsnefnd til að vinna að fíknivömum í skólum og eiga í henni sæti fulltrúar mennta- málaráðuneytisins, Kennaraháskóla íslands, Lionshreyfingarinnar, forel- drasamtakanna Vímulaus æska, Kennarasambands íslands og Náms- gagnastofnunar. Menntamálaráðherra sagði að í starfsáætlun ríkisstjómar Þorsteins Pálsson væri sérstök áhersla lögð á að styrkja ávana- og fíkniefnavam- ir. í haust skipaði forsætisráðherra sérstaka samstarfsnefnd þeirra ráðuneyta sem ávana- og fíkniefna- mál heyra undir og em í henni fulltrúar frá menntamálaráðuneyt- inu, félagsmálaráðuneytinu, dóms- málaráðuneytinu og fjármálaráðu- neytinu. Verkefni nefndarinnar er að samræma og efla' aðgerðir á þessu sviði fyrst og fremst með auknu fræðslu- og uppeldisstarfí. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða: Hlutaskiptakerfið þýðir umtalsverða launajömun Getum bætt kjör fiskvinnslufólks án þess að auka launa- kostnað fyrirtækjanna, segir Einar Oddur Kristjánsson ÞAÐ hlutaskiptakerfi, sem ákveðið er að taka upp í stað einstaklings- bónuss, samkvæmt kjarasamningunum á Vestfjörðum þýðir umtals- verða launajöfnun, að sögn Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða, enda gengið út frá þvi að enginn lækki i launum við upptöku kerfisins. Samkvæmt hlutaskiptakerfinu fá allir sem vinna við vinnsluna frá því fískur er sóttur í kæligeymslu og þar til hann er settur í frystigeymslu sem fullunnin afurð, einn og sama launa- aukann. Þessi hópur getur verið mjög mismunandi stór allt eftir stærð við- komandi húsa. Kerfíð hefur nú verið prófað á Flateyri í um þijá mánuði og í þó nokkmm öðmm frystihúsum á Vestfjörðum frá því I desember. Það er talið spara húsunum um- talsverðan kostnað og geta aukið framleiðni vinnunnar, sem skilar sér bæði í hærri tekjum til fólks að með- altali og í bættri afkomu vinnslunnar. „Við emm ekki búnir að fullreyna þetta, en teljum okkur hafa nægar vísbendingar um að þetta kerfi eykur framleiðni fiystihúsana. Við höfum miklar væntingar um það í framtfð- inni að á þennan veg getum við bætt kjör fiskvinnslufólks, án þess að auka launakostnað fyrirtækj- anna," sagði Einar Oddur Kristjáns- són, framkvæmdastjóri útgerðafé- lagsins Hjálms á Flateyri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þetta væm fyrstu skrefin, kerfið hefði mikið verið prófað hvað varð- aði vinnslu á þorski og reynst mjög vel, en reynslu af því skorti hvað varðaði vinnslu á steinbít og grálúðu. Þeir gæfu sér tíma til vorsins hvað þá vinnslu varðaði. Kerfíð yrði endur- skoðað fyrir 1. júní næstkomandi, því alltaf gætu komið upp skekkjur. „Við emm líka bjartsýnir á að þetta kerfí muni í framtíðinni bæta þá ímynd sem vinna í frystihúsum hefur," sagði Einar Oddur. „Það neikvæða umtal og viðhorf, sem ver- ið hefur ríkjandi til gamla bónuskerf- isins, hefur vissulega átt við rök að styðjast og við vonumst til þess að hlutaskiptakerfíð muni bæta stöðu okkar á vinnumarkaðnum. Við trúum því að þetta kerfi okkar muni breið- ast út um allt land á til þess að gera skömmum tíma og við bindum óskap- lega miklar vonir við að það muni styrkja stöðu frystiiðnaðarins á vinnumarkaðnum," sagði hann enn- fremur. Að sögn Péturs Sigurðssonar ger- ir kerfíð það að verkum að miklu fleiri vinni beint við vinnsluna en áður var, þar sem felldar em niður allar skráningar og talsvert mikið af eftirliti. Samkvæmt gamla ein- staklingsbónuskerfínu varð til dæmis að meta afköst hverrar konu fyrir sig og vigta á milli deilda, en sam- kvæmt hlutaskiptakerfínu er nóg að vita hvað fer inn í húsin og hvað skilar sér sem fullunnin afurð. „Þetta eykur afkomumöguleika fyrirtækj- anna og gefur þeim afgang umfram það sem áður var. Það er því hægt að greiða hærri laun fyrir vikið," sagði Pétur. Um möguleika annarra landsvæða til þess að taka upp líkt kerfi og hlutaskiptakerfíð, sagði Pétur að það tæki eflaust einhvem tíma, þar sem Vestfírðingar hefðu verið að prófa þetta undanfama mánuði og hefðu því forskot. „Ég hef ekki trú á öðm en þetta komi annars staðar með tíð og tíma og það hefur sýnt sig að menn em fegnir að losna við gamla kerfið. Það er auðvitað alltaf eitthvað um óánægjuraddir, sérstaklega hjá þeim sem vom með hæstu launin og fá því minnst við þessa breytingu, en ég held að ef menn taka þetta kerfi upp verði þetta leiðindaorð bón- us gleymt innan skamms," sagði Pétur að lokum. I desember var búið að semja um reikningslíkanið að öllu öðm leyti en því að það átti eftir að ákveða reikn- ingsgrunninn eða skiptatöluna. Síðan þá hefur verið unnið mikið starf, sérstaklega á vegum sölusamtak- anna til þess að búa til ákveðna greiðslustaðla. Þeirri vinnu lauk í janúar. „í kjarasamningum var sam- ið um hver greiðslan væri og þá var sett niður föst greiðslulína sem er 1,15 áurar á mínútu og hverri pakkn- ingu gefnar heildarmínútur. Þessi skiptagrunnur er byggður upp á mjög svipaðan hátt og gamla reikni- talan, þ.e. hún er ákveðin hundraðs- hluti eða 38% af núverandi gmnntaxta fiskvinnslufólks," sagði Einar Oddur Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.