Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Viðurkenningarsjóður Kaupþings hf.; Veitir Jóhanni Hjartar- syni eina milljón króna KAUPÞING h.f. hefur ákveðið að veita Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara í skák eina milljón króna i reiðufé úr viðurkenning- arsjóði sínum. Er féð veitt Jóhanni til þess að hann geti áfram helgað sig skáklistinni og jafnframt lokið háskólanámi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem fé er Garðabær: Buðust tíl að bæta tjón sem þeir ollu FJÓRIR unglingspiltar í Garðabæ gengu á fund Ingi- mundar Sigurpálssonar bæjar- stjóra fyrir skömmu og óskuðu eftir að bæta fyrir skemmdir á ljósastaurum sem þeir höfðu valdið í einu hverfanna. Piltamir höfðu skemmt sér við að bijóta ljósakúpla á sjö staurum að verðmæti um 18.000 krónur en sáu að sér við nánari um- hugsun og buðust til að bæta tjónið. „Þetta er mjög óvenjulegt, en þeir komu hingað og gerðu grein fyrir sínu máli,“ sagði Ingi- mundur. „Við ræddum almennt við þá um skemmdir á eignum bæjarins og létum þá heyra að við teldum virðingarvert að þeir kæmu og gerðu grein fyrir sínu máli. Þeir buðust til að bæta tjón- ið sem er 18.700 krónur en mér skilst að þeir eigi sparifé svo þeir greiða þetta sjálfír. Ég met mikils að þeir skuli hafa komið og gert grein fyrir gerðum sínum þó það hefði verið skemmtilegra að vera án þessara skemmda." Ingimundur sagði ertn fremur að árlega yrði sveitarfélagið fyrir tjóni sem næmi hundruðum þús- unda, vegna skemmda á ljósabún- aði, strætisvagnaskýlum, gang- brautum og grasflötum sem ekið væri yfír þegar jarðvegurinn er viðkvæmur. Landhelgisgæslan: Ráðuneytið með sáttaumleitanir „RÁÐUNEYTIÐ vinnur að því að leita sáttaleiða i þessu máli,“ sagði Jón Sigurðsson dómsmála- ráðherra er leitað var álits hans á þvi að allir flugmenn Land- helgisgæslunnar hafa sagt upp störfum. „Þarna hefur lengi ver- ið ósamkomulag og við viijum umfram allt reyna að leysa mál- ið.“ veitt úr viðurkenningarsjóðnum, en Kaupþing hf. hefur um nokkurt skeið haft stofnun hans á stefnu- skrá sinni. Hlutverlr sjóðsins er að veita viðurkenningu þeim sem skara fram úr á sviði vísinda, lista, menn- ingarmála, íþrótta eða atvinnumála. í fréttatilícynningu frá Kaupþingi hf. segir að sijóm Kaupþings hf. telji að allur ferill Jóhanns Hjartar- sonar stórmeistara undanfarin ár og þá sérstaklega glæsileg frammi- staða hans í áskorendaeinvíginu í Kanada, gefí besta tilefni til að veita viðurkenningu úr sjóðnum í fyrsta sinn. Jóhann Hjartarson, stórmeistari. Jón sagði að Félag fslenskra at- vinnuflugmanna hefði verið ráðu- neytinu innan handar við sáttaumleitanir. Hann taldi allt of snemmt að segja til um hvort gildis- töku uppsagnanna yrði frestað ef sættir næðust ekki. „PVrst og fremst er þetta innanhússmál," sagði Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra. Sjúkdómshætta verði mnflutningur leyfður - segir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir PÁLL A. Pálsson yfirdýra- læknir segir að verði innflutn- ingur leyfður á kjúklingum og eggjum sé hætta á að ýmsir Reykjavík: Þijú innbrot TILKYNNT var um þrjú innbrot til lögreglunnar i Reykjavík að- faramótt laugardagsins. 2 menn vom staðnir að verki við innbrot í veitingahúsið Ópera við Lækj- argötu, um klukkan 4.30. Mennimir, sem báðir hafa áður komið við sögu svipaðra brota, voru ölvaðir að sögn lögreglu. Þeir vora færðir í fangageymslur en sfðan fengnir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins í hendur. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í verslun við Amarbakka og um klukkan hálf sjö var tilkynnt um innbrot í verslunina Nóatún við Rofabæ. Þjófamir vora á bak og burt er lögreglan kom á staðinn og hefur RLR málin til meðferðar. sjúkdómar sem eru í kjúkling- um viða erlendis, en ekki hér á landi, berist til landsins. Innflutningur á eggjum og lgúklingum er bannaður með lög- um og það er löggjafans að breyta því,“ sagði Páll. „En alltaf má búast við að varúðarráðstöfunum, sem gerðar hafa verið, verði breytt þegar gróðasjónarmiðið er annars vegar. Það er gefíð mál að sú hætta er fyrir hendi að ýmsir al- varlegir sjúkdómar, sem eru í fíðurfé í nágrannalöndum okkar og við höfum verið laus við hér, berist til landsins ef þessi innflutn- ingur verður leyfður," sagði hann. e> INNLENT Reykjavík: Kærði nauðgun TVÍTUG stúlka kærði jafnaldra sinn fyrir nauðgun aðfaramótt laugardagsins. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan 3 að morgni laug- ardagsins. Atburðurinn átti sér stað á heimili í Reykjavík. Rannsóknar- lögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins. Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sina við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurn- ingarnar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. Sigldi log- andi í höfn ELDUR kom upp í lfnubáti sem var á leið úr róðri til heimahafn- ar í Stykkishólmi nm klukkan 19.30 á. föstudagskvöld. Báturinn heitir Ársæll SH 88 og er 64 lesta stálbátur. Slökkviliðið í Stykkis- hólmi slökkti eldinn þegar báturinn lagðist að. Eldurinn komst f einangrun f skorsteinshúsi og lagði reyk um stýrishús og vistarverar skipveija. Allt var orðið glóandi heitt þegar báturinn kom til hafíiar og mátti litlu muna að eldurínn næði að breiðast út. Nokkrar skemmdir urðu af völdum eldsins, en þó ekki þann- ig að báturinn þurfí að hætta veiðum. Listasafnið opnað LISTASAFN íslands við Frfkirkjuveg var formlega opn- að f gær. I tilefni þess var jafnframt opnuð sýningin Alda- spegill - islensk myndlist í eigu safnsins 1900—1987. Á dagskrá voru ávörp Guð- mundar G. Þórarinssonar form- anns byggingamefndar Lista- safíisins, Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráð- herra og Bera Nordal forstöðu- manns Listasafns íslands, en sfðan opnaði Vigdfs Finnbogadótt- ir forseti íslands sýninguna formlega. Þá lék strengjatríó, skipað þeim Helgu Þórarinsdótt- ur, Laufeyju Sigurðardóttur og Richard TaJkowsky, í upphafí og lok dagskrárinnar. Listasafn íslands. Þjóðminjasafnið: Aukið rými nýtist ekki strax VIÐ flutning Listasafns íslands í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg f gær fékk Þjóðminjasafnið aUt safnahúsið við Hringbraut til afnota. Þór Magnússon þjóð- minjavörður segir að nokkur ár muni líða áður en safnið getur fært sér aukið rými að fullu f nyt. „Þegar fram líða stundir nýtist þetta aukna pláss okkur til sýn- inga að langmestu leyti en fyrst í stað verðum við að taka hluta þess undir bráðabirgðageymslur,“ sagði Þór Magnússon þjóðminja- vörður. „Við stefnum að því að breyta öllum sýningum safnsins og leggja aukna áherslu á að setja þær fram í sögulegri röð, sýna samfellda þróun. Þannig viljum við leiða gesti úr fomöld, gegnum miðaldir og til seinni tfma, jafnvel allt til okkar daga,“ sagði Þór. Áður en af þessu getur orðið þarf þó að gera ýmsar breytingar á húsakynnunum og gera þar betur innangengt milli hæða. Á þeim framkvæmdum gæti orðið bið, fjárveitingar til viðgerða á húsinu nema á þessu ári 8 milljón- um króna og' að sögn þjóðminja- varða veitir ekki af, ásigkomulag hússins er slæmt. „Það þarf að gera miklar viðgerðir á ytra byrði hússins. Það er illa byggt og á slæmum tíma,“ sagði Þór Magn- ússon. „Þjóðin gaf sér þetta safnahús f morgungjöf f tilefíii lýðveldisstofnunarinnar. Það var byggt að mestu leyti á árunum 1945-1947 á tímum skömmtunar og lélegra byggingarefna og nú súpa menn seyðið af því, framund- an eru óhjákvæmilegar og dýrar viðgerðir," sagði þjóðminjavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.