Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 9 HUGVEKJA Hvað vantar þig? eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON 1. sd. í níuviknaföstu Mt. 19; 16.-30. Má ég biðja þig um að staldra við og svara spumingunni með sjálfum þér, áður en þú lest áfram. Var það allt tengt lífsbarátt- unni sem þér datt í hug, bíll, íbúð, húsgögn? Og hafir þú átt þetta var það þá nýrri bíll, stærri íbúð eða einbýlishús, fallegri húsgögn, ný teppi, arinn eða. nýjar vélar innanhúss? Og hafír þú einnig átt þetta, var það ef til vill sumarbústaður eða eitt- hvað sem tengist áhugamálum, allt sem þarf til skíðaferða með vélsleða, hestar og hesthús eða eitthvað annað? Það er svo ótrú- legt hvemig endalaust er hægt að kynda undir þörfína fyrir eitt- hvað nýtt, þannig að maður virðist aldrei geta orðið ánægður með það sem maður á. Það er alltaf eitthvað nýtt sem er ófeng- ið og mann virðist vanta svo sárlega. Auglýsingamar minna okkur á það. Hefur þú ef til vill orðið undir í þessu kapphlaupi um lífsþæg- indin? Þá er vöntun þín á öðra sviði. í dag, þennan fyrsta sunnudag í níuviknaföstu, þegar við föram að undirbúa okkur undir að mæta öguninni og þján- ingunni, þá fylgjum við ríka manninum, sem er svo upptekinn af því að eignast meira en hann heftir þörf fyrir. Þjóðin okkar er í heild ímynd þessa ríka manns, sem lifír um efni fram, byggir stærri hús en nýtt era, viðheldur allri þjónustu á margfaldan hátt, sem kallar á margfaldan kostn- að, viðheldur stjómun og ut- anríkisþjónustu eins og hjá milljónaþjóð og stendur vörð um löggjöf sem á að tryggja rétt- læti: Að ekki séu morð framin, hjónabandið sé virt, þjófnaður upprættur og að einstaklingar þurfí að standa við orð sín og athafnir og að réttur einstakl- inga sé virtur. Hvað vantar þjóðina okkar frekar? Ef til vill meiri kærleika. En þjóðin reynir þó svo sannar- lega að standa vörð um kærleik- ann: Hún heldur uppi dýrri þjóðkirkju þar sem prestar pre- dika hvem sunnudag að við eigum að elska náungann eins og sjálf okkur og þannig er reynt að gæta þess að sá boðskapur týnist ekki þjóðinni. En samt vantar eitthvað hjá þessari þjóð, sem árlega boðar til átaka milli stétta og einstaklinga, sem ár- lega setur fram meiri kröfur um þægindi og forystumenn hags- munahópa og viðsemjendur skiptast á um upplýsingar, sem stangast á, sannleikur eins, verð- ur ósannindi hjá öðram, jafnvel tölur og stærðfræðilegar viðmið- anir standast ekki, því forsend- unum er svo kænlega breytt. Hvað vantar þessa þjóð, sem býr við svo miklar allsnægtir '________________________A_______ miðað við aðrar þjóðir, til þess að hamingja þegnanna verði al- gjör? Líklega er ekkert svar við því, þar sem hamingjan verður svcf seint höndluð. Hamingjan sem einn leitar er hjá öðram sem „hljómandi málmur eða hvellandi bjalla" og þegar við eram böm þá tölum við, hugsum og álykt- um eins og böm en með fullorð- insáram leggjum við niður bamaskapinn og sjáum „svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis". Þannig talar Páll postuli til okkar í Korintu- bréfí, þar sem hann Ieiðir okkur í sinn sannleika um það sem ' okkur mennina vantar mest. Og hann segir. „Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjör- þekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Svar Jesú við ríka unga mann- inn, sem spurði: „Hvers er mér vant?“ er hið alvarlega umhugs- unarefni þessa dags, sem höfðar til mín og þín og þjóðarinnar okkar. Það svar er ekki til frek- ari útleggingar. Við skulum lesa það og hugleiða það gaumgæfí- lega: „Og sjá, maður nokkur kom til hans og sagði: Meistari, hvað gott á ég að gjöra til að eignast eilíft líf? En hann sagði við hann: Hví spyrð þú mig um hið góða? Einn er góður. En ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá hald boðorð- in. Hann segir við hann: Hver? En Jesús segir: Þetta: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki diýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni; heiðra föður þinn og móður, og: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Hinn ungi maður segir við hann: Alls þessa hefí ég gætt; hvers er mér enn vant? Jesús sagði við hann: Ef þú vilt vera algjör, þá far sel eigur þínar og gef fátækum, og munt þú eiga fjársjóð á himni; og kom síðan og fylg mér. En er hinn ungi maður heyrði þau orð, fór hann burt hryggur; því hann átti miklar eignir." VANTAR ÞIG FÉ TIL FRAMKVÆMDA ? Eitt af veigamestu verkefnum sérfræðinga Fjárfestingarfélagsins er að leysa vanda þeirra, sem þurfa að fjármagna framkvæmdir með verðbréfaviðskiptum. Söiuskrifstofur Fjárfest- ingarfélagsins í Kringlunni og í Hafnarstræti eru ekki aðeins til þess að selja Kjarabréf, Tekjubréf og spariskírteini. Þær eru einnig fyrir þá sem þurfa aðstoð við fjármögnun framkvæmda, - bæði einstaklinga og fyrirtækja. FJARMÖGNUN NÝRRA HUGMYNDA Margir hafa orðið að láta frá sér nýjar og ferskar hugmyndir vegna tímabundins skorts á framkvæmdafé eða öðrum leiðum til þess að fjármagna framkvæmdir þeirra. Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ráð undir hverju rifi. Þú leitar til þeirra og þeir leita að hagstæðustu lausninni fyrir þig. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR, ATVINNU- REKSTUR Fjárfestingarfélagið gerir fyrirtækjum og hvers konar rekstraraðilum kleift að útvega sér fjármagn til þess að standa undir hinum ýmsu þáttum byggingaframkvæmda. Sérfræðingar félagsins geta aðstoðað við að brúa bilið á milli sölu eldri fasteignar og kaupa á nýrri. Þeir gefa þér góð ráð og veita þér aðstoð. TALAÐU VIÐ OKKUR Það kostar ekki neitt að ræða málin. Þú ert alltaf velkomin(n) til okkar í Kringluna eða í Hafnárstræti 7. Við finnum góða lausn í samein- ingu. Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANUMER SÍMSVARANS ER 28506 HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ KRINGLUNNI, 103 REYKJAVlK, 8 (91) 609700 GENGI 29. JANÚAR KJARABRÉF 2.611 TEKJUBRÉF 1.333 MARKBRÉF 1.345 FJÖLWÓÐABRÉF 1.268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.