Morgunblaðið - 31.01.1988, Side 64

Morgunblaðið - 31.01.1988, Side 64
Hálkan er hættulegust heima fyrir „ÞAÐ er rétt að benda fólki á, að þótt svellbunkar á götum og gangstéttum séu varasamir, þá verða flest hálkuslysin innan- dyra,“ sagði Halldór Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Halldór sagði að á mörgum heim- ilum væri parket eða dúkur á gólfum, sem þá væru oft á tíðum mjög hál. „Það er gott og blessað að vara við hálkunni utandyra og það er sjálfsagt að nota mann- brodda undir skó þegar hált er,“ sagði hann. „Þó vil ég benda á að hálkan innandyra er 12 mánuði á og oft verða mjög alvarleg slys í heimahúsum þegar fólk gengur þar um á sokkum og rennur á bón- uðu gólfínu. A hvetju ári slasast mun fleiri af völdum hálkunnar heima en svellbunkanna úti,“ sagði Halldór. Alþingi "kemur sam- anámorgun ALÞINGI kemur aftur saman eftir þinghlé á morgun. Búist er við þvi að efnhags- og kjaramál verði fyrirferðamikil í þinginu næstu mánuði en að þinghald verði með aðeins rólegra móti en síðustu mánuðina fyrir þing- hlé. Ríkisstjómin mun leggja fram flölda mála eftir þinghlé en mörg þeirra eru einungis til kynningar. Meðal væntanlegra stjómarfrum- ^j^'arpa má nefna frumvarp um framhaldsskóla, frumvarp um sölu Ferðaskrifstofu ríkisins, Tónlistar- háskólafrumvarp og stjómsýslu- lagafrumvarp. Einnig liggur fyrir fjöldi frum- varpa, tillagna til þingsályktunartil- lagna og fyrirspuma sem ekki náðist að afgreiða endanlega fyrir þinghlé. SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjartyfir loðnuveiðum og vinnslu Loðnuveiðar hafa gengið með miklum ágætum frá áramótum. Skipin fylla sig nær jafnóðum og þau koma á miðin og í landi mala bræðslurnar fiskinn til fjár. Kjarasamningar í bræðslunum hafa tekizt og verð fyrir afurðiraar er hátt. Sólin er farin á skína á ný og vermir Eskfirðing SU 9, sem kominn er til heimahafnar á Eskifirði með fullfermi eins og svo oft í vetur. Aukin áhersla á móðurmáls- kennslu, sögu og bókmenntir - sagði menntamálaráðherra við setningu ráðstefnu um menntastefnu á íslandi BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, boðaði í gær að i nýrri námsskrá grunnskóla, sem nú er unnið að, væri gert ráð fyrir stóraukinni móðurmálskennslu, auk kennslu í mannkynssögu og bók- menntum í mun ríkari mæli en nú er. Þá boðaði ráðherra ennfremur að þegar á þessu þingi stæði til að leggja þijú ný skólamálafrumvörp fyrir Alþingi. Frumvörpin þijú fjalla um skipan framhaldsskóla, Kenn- araháskóla íslands og tónlistarháskóla. Sagði menntamálaráðherra að óhætt væri að fullyrða að hvert þessara frumvarpa um sig markaði með sínum hætti tímamót i menntunarmálum íslendinga. „í menntamálaráðuneytinu eru grunnskólalögin til endurskoðunar og ný námsskrá fyrir grunnskóla er væntanleg. í fi'amhaldi af náms- skránni verður viðmiðunarstundar- skrá grunnskólans tekin til endurskoðunar," sagði Birgir ísleifur meðal annars, en viðmiðunarstunda- 3krá kveður á um hvernig skipta beri kennslustundum milli hinna ein- stöku námsgreina. Ráðherra taldi að gera yrði sérstakt átak til þess að efla það skólastarf, sem sneri að menningunni, fslenskri tungu, sögu og bókmenntum og sagði að tillögur um slíkt myndu líta dagsins ljós í tengslum við ofangreinda endurskoð- un. *- Ágúst Haukur Jónsson háseti: Svartnættíð steyptist yfir en flotgallar björguðu okkur Tveir hásetar á Guðmundi VE féllu fyrir borð djúpt í hafi „VIÐ steyptumst út fyrir borðstokkinn og svartnættið steyptist yfir okkur, enda klukkan 5.30 að morgni og við staddir um 80 mílur i hafi út af Norðfirði, en ég held að flotgallarnir hafi orðið okkur til lífs, því hitinn i sjónum var aðeins 1—2 stig,“ sagði Agúst Haukur Jónsson 25 ára háseti á Guðmundi VE í samtali við Morgunblaðið, en hann ásamt skipsfélaga sínurn, Gunnari Inga Gíslasyni háseta, féll fyrir borð þann 25. jan. sl. þegar nótarpokinn sleit öryggisnet sem hásetarnir stóðu við. Þegar pokinn sleit öryggisnetið niður stóðu fjórir hásetar við net- ið, tveir féllu í sjóinn en tveir náðu að halda sér innanborðs. Dælingu var lokið og pokinn lenti á öryggisnetinu á vitlausu róli. Grímur Jón Grímsson skipstjóri á Guðmundi sagðist telja óvíst að menn í venjulegum fatnaði hefðu bjargast við þessar aðstæður og ljóst væri að þessir vinnuflotgallar skiptu miklu máli, en hann kvað mennina hafa flotið eins og seli í göllunum. „Við fórum beint í sjóinn," sagði Ágúst Haukur, „en þegar Gunnari Inga skaut úr kafínu sagði hann um leið: „Djöfull eru þetta góðir gallar." Við reyndum síðan að halda hvor í annan, skíthræddir, því þetta var ekki það hlýjasta sem maður getur hugsað sér, en félagar okkar náðu fljótlega að koma til okkar bjarg- hringjum og þegar okkur hafði rekið fram með skipinu náðu þeir að koma sínu Markúsametinu til hvors okkar, við flæktum okkur í þau og vorum hífðir um borð. Okkur var aldrei kalt í sjónum, en auðvitað hríðskulfum við þegar við vorum aftur komnir á þilfar, því við blotnuðum. Ég vil eindreg- ið ráða sjómönnum að nota þessa galla sem eru þægilegir, en ég held að það sé ráðlegt að sjómenn prófí þá innan hafnar, því við eyddum mikilli orku í að reyna að halda okkur á floti þangað til við áttuðum okkur á því að í þess- um göllum flutum við eins og korktappar á sjónum. Það er ljóst að þessi líftrygging sem gallinn kostar okkur er búin að borga sig en gallamir sem við vomm í eru frá Seif. Þó það sé 15 stiga frost eru þeir svo heitir að það liggur við að það sé of mikið að vera í stutterma skyrtu innanundir.“ Þetta kom fram í máli mennta- málaráðherra við setningu ráðstefnu um menntamál vegna skýrslugerðar Efnahags- og þróunarstofnunar Evr- ópu (OECD), en til ráðstefnunnar boðaði menntamálaráðuneytið í sam- vinnu við Bandalag kennarafélaga, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. Birgir ísleifur sagði að í fram- haldsskólafrumvarpi því, sem bráð- lega yrði lagt fyrir Alþingi, væri lögð áhersla á aukið fjárhagslegt Óg stjómunarlegt sjálfstæði framhalds- skólanna, auk ýmissa nýmæla annarra. Það væri svo í verkahring skólamanna að nýta sér þetta sjálf- stæði nemendum og skólastarfí til hagsbóta. „Ég tel að frumvarpið sýni að fullur hugur fylgi tali stjómvalda um aukið sjálfstæði skólanna," sagði ráðherra. Nokkuð var fjallað um aukið hlut- verk skólakerfísins f uppeldi bama og sagði menntamálaráðherra að í þessum efnum sem öðrum yrði að vera náin samvinna þeirra aðila, sem skólastarfí tengdust. Hann minnti þó á að hið eiginlega uppeidi bama færi að sjálfsögðu fram á heimilunum. „Heimilin .eru og eiga að vera kjöl- festa þjóðfélags okkar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.